Alþýðublaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 skekkja. Á hinn bóginn munum við leggja sérstaka áherslu áfram á unga fólkið því það er mikilvægt að það fest- ist ekki í þeim fasa atvinnuleysis sem útbreiðir vonleysi. Lanetímalausnir krefjast þolin- mæoi I kjölfar stækkunar álversins hafa ýmsir bundið vonir við smá þenslu eða öUu heldur að slegið verði hressilega á samdráttinn á þessu svæði, hver er þín skoðun? - Við vonumst auðvitað til að ekki verði aukning á atvinnuleysi, en því miður hef ég ekki trú á að við munum sjá hraða lækkun atvinnuleysistalna. Það er svo oft þegar svona verkefni koma upp að það er einsog þau auki vinnu hjá þeim sem hafa mikla vinnu fyrir. En svona framkvæmdir skapa ekki endilega vinnu fyrir þá sem eru á atvinnuleysisskrá. En hvað með þróunarstarfsemi í atvinnulífinu á vegum borgarinnar eins og í gegnum Aflvaka? - Þar er auðvitað verið að reyna að skapa störf til lengri tíma. Það þarf á- kveðna þolinmæði til þess. Við erum að vinna að slíkum verkefnum, t.d. með úttekt á framtíðarsvæði fyrir iðn- fyrirtæki á Geldinganesi. Allt tekur þetta tíma, það að finna og hlúa að nýj- um vaxtarbroddum og skapa aðstæður dl að ný störf verði ril. Þetta krefst yfir- leitt mikils undirbúnings, fjármagns og langs tíma. Hjá okkur er sitthvað að gerast, t.d. með Aflvaka og í At- vinnu- og ferðamálastofunni. Við erum að reyna að nota stofnanir borgarinnar, stefria að fjölsóttari Reykjavík sem heilsuborg í gegnum Hitaveituna, stefrium að atvinnuskapandi vamsút- flutningi í gegnunt Vatnsveituna. Reykjavíkurhöfii vinnur að því að ná í aukna flutninga og Iaða að skemmti- ferðaskip og auka þannig ferðaþjónust- una. Við reynum þannig með margvís- legum ráðstöfunum að skapa skilyrði fyrir blómlegra atvinnulíf og glæða á- hugann á verkefrium sem gætu skilað borgarbúum meiri atvinnu. Borgin getur hins vegar ekki útrýmt atvinnu- leysinu af eigin rammleik. Þar eru lög- mál að verki sem hún stjórnar ekki. Bylting fyrir bamafólk - og vegfarendur Hvaða áþreifanlegu breytingar munu menn sjá efitir þetta kjörtíma- bil? - Það er fjölmargt. Auk þess sem ég hef þegar getið þá verða breytingamar fyrst og ffemst á aðstæðum barnafjöl- skyldna, í gegnum skólana og leikskól- ana. Það er óskaplega mikið að gerast á þeim sviðunt. Það er líka í samræmi við Uppstokkun á flokkakerfinu löngu tímabær Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri í Reykjavík Reykjavíkurlistann. Finnst þér ekki kominn tími til að fólkið, kjós- endur, fái að ráða niðurröðun á ffamboðslista Reykjavíkurlistans? Er ekki eðlilegt að háð sé prófkjör um skipan Reykjavíkurlistans? - Það má skoða það. Reykjavíkurlist- inn er samfylking flokka og óflokks- bundins fólks og er þannig séð ein heild. En auðvitað var höfuðforsendan sú að flokkarnir væm sæmilega sátrir við skipulag og form Reykjavíkurlistans og þannig hlýtur það að verða áffam. En er ekki eðlilegt nú efrir að Reykjavíkurlistinn hefur starfað sem heild í eitt kjörtímabil að samfýlk- ingin þróist þannig að fólkið, kjós- endur, ráði meiru um skipan list- ans? - Jú það er eflaust réttmæt krafa og það þarf að finna leiðir til þess að fólk- ið hafi meiri áhrif á skipan listans. En ég er ekki á þessu stigi reiðubúin ril að segja ril um með hvaða hætti það gæti gerst um leið og jafnræðis væri gætt milli þeirra sem standa að listanum. Það þarf margs að gæta í því sambandi. Sjálf lít ég á mig sem borgarstjóra allra aðstandenda Reykjavíkurlistans og reyndar borgarstjóra allra Reykvíkinga. Uppstokkun flokkakerfisins Það hefur stundum komið frarn að meðal stuðningsmanna flokk- anna sem nú skipa stjómarandstöðu á Alþingi að það sé víðtækur vilji fyrir sameiningu þeirra og upp- stokkun á flokkakerfinu. Finnst þér ástæða til þess að þessir flokkar verði við slíku ákalli? - Eg held reyndar að þessi uppstokk- un sé löngu tímabær. Islenska flokka- kerfið endurspeglar ekki vilja kjósenda og þann veruleika sem við búum við - og hvorki þau pólitísku viðhorf sem hafa verið að koma fram á sjónarsviðið né hagsmuni einstakra þjóðfélagshópa. Það eru tveir flokkar í öllum flokk- um og samstaða um mál þvert á alla flokka, þannig að misgengið er mikið í þessu öllu saman og pólitískar marka- línur óljósar. Eg hef þá trú að annað hvort verði eitthvað gert í þessu máli núna, einhver alvöru skref stigin á þessu kjörtímabili þingsins eða ekki. Þá gæti biðin orðið löng. þær áherslur sent við lögðum í kosn- ingabaráttunni. - Ég spái því að menn muni finna vel fyrir breyttum og bættum aðstæð- um fyrir þá vegfarendur sem ekki ferð- ast um í einkabíl, og að fatlaðir, útivist- annenn og hjólreiðamenn kunni að meta breytingarnar sem verið er að vinna að víðs vegar um borgina. Það er og verður auðveldara að komast um, t.d. á gatnainótum og við um- ferðareyjar, þar sem búið er víða að breyta gangstéttum þannig að fólk með barnavagna, hjólreiðamenn og fatlaðir komast betur um en áður. - Það er verið að leggja brautír fyrir göngufólk, hjólreiðamenn og skokkara víðs vegar um borgina. Meginleiðin er náttúrulega frá Ægissíðu meðfram ströndinni upp í Elliðaárdal sem opnast alveg og nær sainan með brúnni yfir Kringlumýrarbraut sem kemur upp urn mánaðamórin. - Auk þess er stefnt að bættum strætisvagnaferðum. Nýtt leiðakerfi verður tekið í notkun urn mitt næsta ár. Þar verða endurbætur á kerfinu, sér- staklega fyrir þá sem búa í austurhverf- um borgarinnar, m.a. með aukinni tíðni á ákveðnum leiðum. Ymis starf- semi borgarinnar tekur gjörbreyting- um. Áhersla á innihaldið En þú bendir ekki á neinar bygg- ingar? - Það er nú einmitt meinið. Islend- ingar eru ótrúlega háðir þessari bygg- ingaáráttu leyfi ég mér að segja. Mönnum finnst jafrivel að ef ekki sé byggt hús undir starfseini á tilteknu málasviði þá hafi ekkert gerst. Mér finnst ég hafa upplifað það alltof oft í starfi mínu að fjöldi félagasamtaka og stofriana séu að sligast undan einhverj- urn fasteignum. Þau hafa farið út í að byggja hús eða kaupa fasteign sem síð- an tekur allan þeirra tíma og fyrirhöfri. Meiui þurfa að nota alla krafta sína í að finna fjáröflunarleið, rekstrarmögu- leika, redda lánunum og þess háttar. Þetta tekur krafta fólksins og engin orka efrir í innra starfið sem þó allt átti að snúast um. Það er eins og mönnum finnist að ekkert hafi gerst nema byggt sé hús eða lagður vegur. Þetta er meðal stórra vandamála sem við sem þjóð erum að fást við, þ.e. fjárfestingarfyll- eríin. Við viljum reyna að þróa okkur borgarbúa frá þessum hugsunarhætti og leggja meiri áherslu á innra starfið, innihaldið fremur en umbúðirnar. Kjósendur ráði meiru Fyrir síðustu kosningar skipuðu flokkamir fulltrúa sína inn á

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.