Alþýðublaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 6
FOSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 SJAVARUTVECSIVIAL Binda ber sameign þjóðarinnar á fiskimiðun- um í stjómarskrá og taka upp veiðileyfagjald í á- föngum. Tryggja verður að menn tapi ekki á því að koma með allan afla að landi. Viðbótarkvóta næstu ára ber að setja í sem mestum mæli á báta- flotann til að efla bátaútgerðina og fjölga störf- um í landi. Fiskistofinar og aðrar auðlindir verði þjóðar- eign. Arðurinn af fiskveiðum renni til lands- manna allra, en ekki fáeinna útgerðaraðila. Fisk- veiðistjóm tryggi vistvænar veiðar og hag smá- bátaútgerða. Nýsköpunarsjóður verði myndað- ur og byggðarlögum sem misst hafa allan eða nær allan kvóta úthlutað aflaheimildum. Þjóðareign fiskimiðanna staðfest með veiði- leyfagjaldi sem tryggi aðgang að miðunum og veitir arð til eigendanna, þjóðarinnar. Allur fisk- ur uin markað þannig að fiskvinnsla og byggð- imar standi jafhfætis og sjómenn fái raunvirðí. Takmörkuð erlend fjárfesting síðan leyfð í sjáv- arútvegi. Smábátaútgerð tryggð. Koma á byggðakvóta. Skipta fiskimiðunum í gmnn- og djúpsjávarmið og grunnmiðin nýtt af íbúum nærliggjandi byggðarlaga. Stofhuð verði samstarfsnefnd sjómanna, útgerðarmanna, fisk- vinnslufólks og sérfræðinga sem geri tillögur um stjómun veiða. A gmnnmiðum séu skip sem noti visthæf veiðarfæri. Auka þarf samkeppni og afhema kvótakerfið, sérstaklega í sauðfjárbúskap. Taka þarf upp bú- setustuðning við bændur og gera starfsloka- samning við þá sem verst em settir eða vilja hætta búskap. Við ffamkvæmd GATT-samn- ingsins þarf að tryggja eðlilega lækkun vömverðs til neytenda. Landbúnaður er mikilvægur vegna atvinnu, búsetu og öryggis í matvælaffamleiðslu og njóti sannmælis. Hann verði hluti af háþróuðum matvælaiðnaði og keppi á erlendum mörkuðum og við innfluttar matvömr. Matvömverð lækki áffam og neytendur njóti GATT-samninga en tollar verði áííka og í nágrannalöndum. Með samningum við bændur o.fl.á að aftengja beingreiðslur við ffamleiðslumagn og taka upp „græna“ styrki sem aðstoða við búháttabreyting- ar og verklok, leggja niður kvótakerfið í áföng- uin, tryggja samkeppnismarkað og vemd við niðurgreiddum innflutningi og endurskoða GATT-tollana. Starf neytenda stutt duglega. Draga þarf úr miðstýringu og yfirbyggingu landbúnaðarins og fækka milliliðum. Styðja við markaðssetningu erlendis fyrir hágæða íslenskar afurðir. Auka áhrif kvenna á mótun og stjórnun landbúnaðarins. Beita verðjöfhunargjöldum á innflutning til að jafna samkeppnisstöðu ís- lenskra bænda. EVRÓPUSTEFIVIA Framtíðarhagsmunir íslands, jafht efhahags- legir, pólitískir og menningarlegir hagsmunir, em best tryggðir með aðild að Evrópusamband- inu, náist um það samningar. Alþýðuflokkurinn vill því sækja um aðild svo fljótt sem auðið er. Skilyrði fýrir aðild era full yfirráð þjóðarinnar yfir auðlindum sjávar. Innganga í Evrópusambandið þjónar ekki hagsmunum íslendinga. Alþingi hefur inótað stefnu varðandi samstarf við ESB sem G-listi styður. A grandvelli viðskiptahluta EES-samn- ingsins skal stefht að einfaldari tvíhliða sam- skiptum. Island taki virkan þátt í uppbyggingu nýs alþjóðlegs öryggiskerfis í stað þess núver- andi. EES-aðild tryggir hagsmuni okkar í Evrópu næstu ár. Þjóðvaki hafnar bæði óðagoti og ein- angrunarstefhu gagnvart ESB. Kanna þarf kosti og galla hugsanlegrar aðildar, fýlgjast með þróun ESB, meta sérstaklega endurskoðun á sjávarút- vegsstefiiu sambandsins. Laga atvinnu og efna- hagslíf að stóraukinni samkeppni. Breyta EES-samningnum í tvíhliða samning við Evrópusambandið. Uppbygging og hug- myndafræði ESB gengur þvert á hugmyndir Kvennalistans um lýðræði og valddreifingu, ís- land standi utan ESB en leggjum áherslu á góð samskipti við ríki Evrópu eins og önnur lönd. auuiu ISR Misvægi atkvæða er misvægi mannréttinda. Jafha ber kosningaréttinn, óháð búsetu og auka valfrelsi kjósenda um persónur. Til lengri tíma er eina leiðin til að ná þessu markmiði sú að gera landið allt að einu kjördæmi. Alþýðubandalagið hefur lýst sig reiðubúið til þess að eiga hlut að því með öðmm stjórnmála- flokkum að semja um jöfhun atkvæðisréttar. Stjórnlagaþing endurskoði stjórnarskrá og jafhi kosningarétt með breyttri kjördæmaskipan. Efla sveitarfélögin að valdi og tekjum. Þing- mönnum verði fækkað, bráðabirgðalög afhum- in, skil skerpt á inilli ffamkvæmda- og löggjafar- valds, réttur tryggður til þjóðaratkvæðagreiðslu. Núverandi kerfi jafnar að fullu styrk flokka eftir atkvæðamagni. Með gildandi kjördæma- skipan er ekki hægt að jafna vægi atkvæða að fulíu, kjördæmin verða að hafa fasta tölu fulltrúa. Huga ber að stækkun kjördæma og jafhffamt að kjósendur hafi ineiri möguleika á að velja fólk, t.d. af landslista. R I ic ■ s m IVI S'W ■ ■— Draga ber úr afskipmm ríkisins af atvimiulíf- inu og auka ffjálsræði á sem flestum sviðum. Hlutverk rikisins er að skapa atvinnulífinu hag- stæð starfsskilyrði, veita áhættufé til nýsköpunar og rannsókna og styðja smáfýrirtæki við vöm- þróun og markaðssetningu. Rannsóknir OECD hafa sýnt að ríkisumsvif em minni hér á landi en víðast hvar annars stað- ar. Að magni til em ríkisumsvif þess vegna ekk- ertsérstaktvandamál hér en iniklu skiptir hvern- ig þau em og hvað í þeim felst. Fjölmörgu má breyta og hagræða. Almannavaldið setji markaðnum reglur, stilli strengi atvinnulífsins. Bein þátttaka ríkisins í at- viimurekstri er ekki heppileg. Velferðarþjónsta er hins vegar hlutverk ríkis og sveitarfélaga. Sveitarfélögin á að efla, þau taki við öldrunar- þjónusm og málefhum fadaðra. Rammafjárlög, aðhald í ríkisfjármálum og eyða fjárlagahalla. Við viljum endurskoða tilgang, markmið og rekstur fýrirtækja og stofnana ríkisins með tilliti til umfangs og tilvemréttar og hvort tilvera þeirra þjóni því markmiði sem til var ætiast. For- gangsraða þarf verkefnum þannig að velferð bama og fjölskyldna sitji í fýrirrúmi. Fyrir síðustu kosningar fékk Morgunblaðið alla flokka sem buðu fram til að segja frá stefnu sinni í níu málaflokkum. Hér að ofan er afstaða fjögurra framboða til fjögurra málaflokka og er þetta unnið upp úr Morgunblaðinu. Sæmilega skýr stefna lykilatriði - nema menn telji lýðrœðið bara snúast um það hverjir sitji við kjötkatlana, segir Olafur Þ. Harðarson Það er greinilegt á þeim stefhuáherslum flokkanna firá síðustu kosningum sem segja yfirhöfuð eitthvað, að víða er verulegur ágreiningur, eink- um milli Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags. Stefha ís- lenskra flokka hefur hins veg- ar gjaman verið flöktandi og óljós og mönnum ekki fost í hendi við t.d. stjómarmynd- anir. Stefhufesta er því ekki líkleg til þess að koma í veg fýrir að margir flokkar geti sameinast, segir Olafur Þ. Harðarson, dósent í stjóm- málafiræði. - Hættan er hins vegar sú að stefha slíks flokks yrði eintóm moðsuða þannig að val kjósenda um málefni yrði enn minna í kosningum en nú er. Lýðræði sem hefur málefhalega merk- ingu krefst þess að þeir málefna- kostir sem kjósendum em boðn- ir í kosningum séu sæmilega skýrir og innbyrðis ólíkir. - I kosningarannsókn eftir al- þingiskosningarnar 1995 röð- uðu svarendur flokkunum á hægri-vinstri kvarða, sem náði frá 0-10. Kjósendur settu Al- þýðubandalagið lengst til vinstri (2,1), en síðan Þjóðvaka (3,3) og Kvennalista (3,5) á svipaðan stað. Alþýðuflokkur (5,2) og Framsóknarflokkur (5,7) lentu á miðjunni en Sjálfstæðisflokkur lengst til hægri (8,5). Ef stjóm- arandstöðuflokkamir vilja sam- einast út firá hægri - vinstri vídd- inni er auðvitað spurning hvort Framsóknarflokkurinn eigi ekki heima þar með. En þó hægri - vinstri skipting sé mikilvægasta vídd íslenskra stjórnmála í augum kjósenda skiptir fleira máli. Þegar viðhorf em skoðuð kemur t.d. í ljós, að í mörgum málum eru það Al- þýðubandalagsmenn og Fram- sóknarmenn sem em mest sam- mála, einkum varðandi Evrópu- mál, byggðamál og landbúnað- armál. Ut firá þessu gætu margir Alþýðubandalagsmenn samein- ast Framsóknarflokki, ásamt sumum stuðingsmönnum Þjóð- vaka og Kvennalista, en hinir gætu sameinast Alþýðuflokki. Þannig fengjust hreinni mál- efnalínur um þetta. Það er líka umhugsunarefni fýrir áhugamenn um stóran jafn- aðarmannaflokk, að í flestum nágrannalöndum okkar eru vinstri sósíalistar og græningjar ekki í jafhaðarmannaflokkunum, þó þeir styðji gjaman stjórnir jafnaðarmanna. En málefnaá- greiningurinn er of mikill til þess að flokkarnir renni saman. Auðvelt að ná stöðu Lausn ágreiningsefna verðugt verkefiii fyrir nýjan flokk, segir Svanur Kristjánsson Það ætti að vera auðvelt að ná málefhasamstöðu tun flest mál og lausn ágreiningsefha eru verðugt verkefhi fýrir nýj- an flokk, segir Svanur Krist- jánsson prófessor um afstöðu framboðanna til hinna ýmsu málaflokka og mögulegrar samstöðu þeirra. - Af þessum málaflokkum má ljóst vera að það er ágreiningur milli flokkanna í þessum tilteknu málum. En útaf fýrir sig er hann ekkert meiri milli þeirra en er í sömu málaflokkum innan Sjálf- stæðisflokksins. Það er einnig mikilvægt að horfa til þess hve þessir flokkar hafa nálgast mikið í ýmsum málum, t.d. sjávarút- vegsmálum, eins og fram kom nýverið. I afstöðunni til veiði- leyfagjalds er smám saman að myndast sameiginleg stefha Al- þýðuflokks, Þjóðvaka og Kvennalista. Þessir aðilar hafa verið samhljóma og forysm- menn í Alþýðubandalaginu hafa einnig lýst sömu skoðun um veiðileyfagjaldið. Eg lít þannig á að ekki eigi að vera erfitt að ná sameiginlegri stefhu varðandi ESB, þrátt fýrir allt. Eg bendi t.d. á áherslurnar sem Þjóðvald er með í þessum málaflokki sem menn gætu sam- einast um. I landbúnaðar- og neytenda- málum á einnig að vera hægt að ná samkomulagi. Það ber ekld svo mikið á milli, t.d. þegar litið er á hvemig þessir flokkar hafa staðið að málum í ríkisstjóm. Það sem að stendur efhr og kann að vera erfiðast að taka á er jöfnun atkvæðisréttar. Hyggilegt er í því máli að ætlast ekki til þess að þingmenn einir móti stefnu, þó ekld væri nema vegna þess að þeir eru of nátengdir málinu, persónulegir hagsmunir samofh- ir lyktum þess. Þingmenn hafa líka fengið áratugi til að ná sæmilegri mála- miðlun, sem hefur ekki tekist. Það er því komið til kasta ann- arra að leita lausna. Málið þarf að taka til ítarlegrar umræðu þar sem margir aðrir koma að stefhumótun. Þegar maður semsagt lítur á málefnin þá em þau lítdl fýrir- staða, menn geta náð saman um flest mál, ef staðfastur áhugi er á að vinna saman. Það eina sem stendur útaf snýr að jöfiiun at- kvæðisréttar, slík mál era alltaf erfið. En þau era verðugt verk- efhi fýrir stóran flokk sem gæti sýnt fram á að ná samkomulagi í flóknu og erfiðu máli. Ef smá- flokkatilveran hugnast betur er hins vegar eflaust lítdll vandi að gera sér mat úr gömlum og nýj- um ágreiningsefhum flokkanna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.