Alþýðublaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 12
FOSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 Feminismi og félagshyggja Mikið er rætt um samvinnu eða sameiningu flokkanna á „vinstri vængnum“. Kvennalistinn er gjaman talinn í þeim hópi á þeim forsendum að feminismi sé sjálfsagður hluri af félagshyggju. Kvennalisrinn hefur þó ætíð sldlgreint sig sem þriðju víddina í íslenskum stjómmálum, vídd kvennasjónarmiða og afneitað merldmiðum ffá vinstri og hægri. Það má leiða að því rök að mál- efnalega eigi Kvennalistinn að ein- hverju leyti samleið með félags- hyggjuöflum, en það er allt of mikil einföldun að telja feminisma sjálf- sagðan fylgifisk félagshyggjunnar. Ymis þau mál sem Kvennalisrinn hef- ur lagt áherslu á em nú komin á stefnuskrár flokkanna en það þarf ekki að þýða að þar með hafi feminísk sjónarmið verið sett í forgrunn hjá þeim. Frá sjónarhóli Kvennalistakvenna snýst spurningin um samvinnu um það, hvort hún sé vænleg leið til kvennapólitískra valda, sem er eitt af markmiðum samtakanna, eða hvort hún geti leitt til stöðnunar eða aftur- farar í kvenffelsisbaráttu. Samvinna er því aðeins ein þeirra leiða sem Kvennalistakonur velta fyrir sér. Hvaða leiðir? A nýafstöðnum landsfundi Kvennalistans vom konur sammála um að efla Kvennalistann til sem ár- angursríkastrar kvennabaráttu. Skipt- ar skoðanir vom um hvaða leiðir að markinu væm bestar og sú umræða mun halda áffam næstu eitt til tvö árin því nægur tími er til stefriu. Helstu leiðimar sem ræddar vora em eftirfarandi: 1. Að halda okkar strild, efla Kvenna- listann og bjóða ffam í næstu kosn- ingum til sveitastjóma og Alþingis. 2. Að segja tímabundið skilið við ffamboðsleiðina og einbeita okkur að annars konar baráttu fyrir kven- ffelsi, t.d. í verkalýðshreyfingunni, félagasamtökum og kvennahóp- um. 3. Að eðlisbreyta Kvennalistanum, t.d. með því að opna framboðs- listana fyrir karlmönnum, en vera áffam með jafhréttismál og kven- ffelsi í öndvegi, þ.e. feminískar á- herslur. 4. Að ganga til samvinnu við önnur stjómmálaöfl sem væm rilbúin að setja kvenffelsisbaráttu og femin- isma í öndvegi. En um eitt mál vom allar konur sammála; að gera launamál kvenna og kynbundinn latmamun að meginvið- fangsefni grasrótarstarfsins með til- heyrandi samsvömn á þingi og í sveitastjómum. Er flokkakerfið í takt við tímann? Um þessar mundir á sér stað mildl gerjun í íslenskri pólitík og gærir þess jafnt innan Kvennalistans sem ann- arra stjómmálaafla. Hún einkenrúst m.a. af því að innan allra flokkra em skiptar skoðanir um flest stónnál og má þar nefna Evrópumálin, sjávarút- vegs- og landbúnaðarmál. I þessu felst vísbending um að flokkakerfið sé e.t.v. ekki í takt við tímann. Einnig má nefria afstöðu ril þess hvemig unnið skuli að því að efla stöðu kvenna á vettvangi stjómamála og í samfélag- inu öllu og verður það að teljast á- fangasigur fyrir konur, að nú skuli al- mennt viðurkennt að þess sé þörf. En í ljósi þeirrar staðreyndar að allar stjómmálahreyfingar landsins standi ffammi fyrir vanda ágreinings innan- borðs, hlýtur tími endurmats og ef ril vill uppstokkunar að vera mnninn upp. Kvennalistinn er að bregðast við þessu kalli tímans með því að horfast í augu við staðreyndir og ræða leiðir sem vænlegar séu, konum og kven- ffelsisbaráttu tíl ffamdráttar. Eins og áður er sagt, er einhvers konar sam- vinna við hina svokölluðu félags- hyggjuflokka aðeins ein þeirra leiða. Feminismi - félagshyggja En nú er hængur. I fyrsta lagi em hreint ekld allir feministar - heldur ekki innan Kvennahstans - sem vilja sldlgreina sig sem félagshyggjukonur, ekki ffekar en allar konur em fem- irústar eða að enginn karlmaður geri verið femirústi, hvort sem hann er fé- lagshyggjumaður eða ekki! Og í öðra lagi era hreint ekki allir sammála þeim skilrúngi að feminismi sé sama og félagshyggja. Kvennalistinn er að sjálfsögðu fé- lagshyggjuhreyfingíþeim skilningi að félagsleg Iausn ýmissa samfélagsmála hlýtur að vera lausn, sem flestar ef ekki allar konur em sammála um að sé nauðsynleg. Oflugt velferðar- kerfi er konum mjög nauð- synlegt - sem og öðrum þegnum þjóðfélagsins - en horfir þó með öðrum hættí við konum en öðrum. Ein- faldlega vegna þess að sam- félagslegar lausrúr Ieysa konur sem einstaklinga undan skyldum sem ann- ars hvíla á þeirra herðum. Má þar nefna uppeldis- og umönnunarstörf svo dæmi séu tekin. Og hætt er við að hrikta myndi í stoðum jafhréttis ril náms, ef ekki kæmi til sú samfélags- lega lausn að skólar skuli reknir fyrir almannafé, en ekld ffamlag hvers og eins. Líklega yrðu konur frekar en karlar, stelpur frekar en strákar fyrir barðinu á því. Bæði er efhahagsleg staða kvenna verri, m.a. vegna kyn- bundins launamunar og hætt er við að foreldrum þættí fjárfesting í menntun drengja bæði sjálfsagðari, nauðsyn- legri og líklegri til að sldla ábata held- ur en fjárfesting í menntun stúlkna. Lengra ffá viðteknum sjónamúðum um hlutverk kynjanna og hefðinni erum við nú ekla komin. Auk þess má nefna að velferðarkerfið er líka mjög atvinnuskapandi fyrir konur, sbr. að það er að stórum hluta borið uppi af konum. Fleira en félagshyggja Þannig má taka undir það að Kvennalistinn eigi samleið með fé- Iagshyggjuöflum að svo miklu leyti sem félagshyggjan er hluti af kvennapólitískri sýn. En er jafn sjálf- gefið að allir sem aðhyllast félags- hyggju séu að sama skapi feministar? Um það er hægt að hafa miklar efasemd- ir. Feminisminn setur nefnilega ýmislegt undir mæliker, sem er ekki endilega í anda alls félagshyggjufólks. Kvennalistinn er feminískt stjórn- málaafl sem horfir með feminiskum gleraugum á samfélagið allt og setur spurningamerki m.a. við valdaupp- bygginguna, ákvarðanatökuferli, for- gangsröðun verkefna, stjórnunar- og starfshætti bæði í atvinnu- og félagslífi og setur í forgang að vinna að bættri stöðu kvenna í samfélaginu öllu og að vinna að því að konur með kvennapólitiska sýn fái völd. J afirréttísþjóðfélag Að þessu sögðu er ljóst, að það er ekkert einboðið að samvinnuleiðin sé sú leið sem vænlegust sé til árangurs að mati allra kvennalistakvenna. En við munum vissulega ræða hana - sem og aðrar hugsanlegar leiðir - af fúllri einurð og alvöru. Einnig ætti að vera ljóst að Kvennalistakonur em ekki hlægilegar konur sem ekki geta kom- ist að niðurstöðu. Þvert á móti em þær ábyrgar konur sem ætla að taka sér tíma til að ræða hvar og hvernig sé best að starfa, með það meginmark- mið að leiðarljósi að vinna að raun- verulegu jafhréttisþjóðfélagi. Þárhildur Þorleifsdóttir Video, ergo sum Bjöm Bjarnason menntamála- ráðherra tilkynnti fyrir þrem vikum að fæðingardagur Jónas- ar Hallgrímssonar skyldi hér eftir helgaður íslenskri tungu. Að kveldi sama dags gangsetti Bjöm sjónvarps- stöðina Sýn sem endurvarpar amer- ísk-ensku gervihnattasjónvarpi til ís- lenskra heimila. I stuttu viðtali í beinni útsendingu sagði ráðherra að engin mótsögn væri á milli þess að vernda íslenska tungu og hinu að leggja blessun sína yfir aukið framboð af engilsaxneskri sjónvarpsefhi. Fyrir tiltölulega fáum ámm var útlent sjón- varp ákaflega viðkvæmt mál, sérstak- lega ef íslensk menning var til um- ræðu í sömu andrá - það var hún oft - og ólíklegt að menntamálaráðherra lýðveldisins léti sér til hugar koma að ræsa endurvarpsstöð fyrir útlent sjón- varpsefni og það á feðingardegi góð- skájdsins. A sínum tíma vora sjónvarpsút- sendingar herstöðvarinnar á Miðnes- heiði fleinn í holdi margra Islendinga, ekki aðeins herstöðvarandstæðinga. Ritstjórar Morgunblaðsins vora með- al 60-menninga sem á sjöunda ára- tugnum birtu opinberlega yfirlýsingu þar sem krafist var lokunar Keflavík- ursjónvarpsins. Þegar Stymúr Gunn- arsson, núverandi ritstjóri Morgun- blaðsins, kom til álita sem ritstjóri Vísis sagði hann að sitt fyrsta verk yrði að hætta að birta dagskrá hermanna- sjónvarpsins. Ahugi Vísismanna á Styrmi snarminnkaði. Herstöðvar- andstæðingar Iitu á ameríska sjón- varpið sem „hemám hugans“ og lið í innlimun íslensku þjóðarinnar í bandaríska heimsveldið. í dag kemur það undarlega fyrir sjórúr að alvarlega þenkjandi fólk var sannfært um að þjóðmenningunni stafaði hætta af út- lendu sjónvarpi. Röldn vom þó ekki heimatilbúin, heldur íslensk útgáfa af viðteknum ótta margra gagnrýnenda sjónvarps. Allt frá millistríðsárunum og frarn á sjöunda áratuginn leituðu vísinda- menn að rökum sem gætu útskýrt á- hrifamátt nýju rafhúðlanna. Einstök dæmi um sannfæringarkraft ljós- vakans, t.a.m. almennur ótti við geim- vemr í kjölfar útvarpsleikrits Orson Wells um Innrásina firá Mars og áróð- ur þýskra nasista, vom talin vísbend- ing um að ein heildstæð kenning gæti gert grein fyrir eðli rafmiðlanna og mögulegri (mis)notkun. Margir af snjöllustu félagsvísindamönnum sam- tíðarinnar þróuðu kenningar og hönnuðu rannsóknaráætlanir með það fyrir augum að einn góðan veður- dag væri hægt að gera tæmandi grein fyrir fjölmiðlum sem stjórntæki í fjöldasamfélagi. Hugmyndir vísinda- og fræðimanna um stórkostlega möguleika ljósvakamiðla til að móta almenningsálit og hugsunarhátt ein- staklinga hafði áhrif á pólitíska um- ræðu og skaut stoðum undir margvís- legar samsæriskenningar. Aðstæður vom hagfelldar langsótt- um útskýringum á því hvemig véla- brögð og ráðabragg í Washington og Kreml höfðu áhrif á niðurstöðu smæstu mála í fjarlægum heimshlut- um. Pólitískur ágreiningur sem hafði harla lítið að gera með skiptinguna austur - vestur, kommúnismi - kapít- alismi var miskunnarlaust heimfærður upp á þessi framandi hugtök. „„Kommúnismi" - það er öll barátta mannanna, hvar sem er í veröldinni, fyrir þjóðfrelsi, bættum kjömm, sósí- alisma, lýðréttindum og friði,“ skrif- aði Brynjólfúr Bjamason í Rétti 1951. Allt var undir og engum duldist hve mildð var í húfi. Hægrimenn litu á heiminn frá andstæðum sjónarhóli og sáu vofu kommúnismans leika lausum hala um borg og bí. Siðmenningin sjálf var undir því komin að réttur málstaður ynni sigur og undir þeim kringumstæðum er ekld að furða þótt nýr fjölmiðill, öflugri og áhrifameiri en áður þekktist, væri mönnum hug- leikinn. Islenskt sjónvarp hóf ekki útsend- ingar fyrr en haustið 1966 og Kana- sjónvarpið var einrátt til þess tíma. Nokkmm mánuðum áður flutti Þor- geir Þorgeirson ritliöfúndur erindi hjá Málfundafélagi sósíalista. I inngangi bregður fyrir félagspólitískri grein- ingu gegnsýrðri samtímastemningu. „Dögum oftar nefnum við okkur sjálfstæða menningarþjóð en kröftug- ustu tæki nútímans til fréttaflutnings og skoðunarmótunar em hér þó ein- okuð af útlendingum, og starfa án minnsta eftirlits nokkurs innlends manns. Þjóðin telur sig hafa einhver pappírsgögn um það að hún reki hér óháð lýðveldi og kallar stjórnarfar sitt lýðræði - en það em erlendir aðilar sem halda nánast lyklinum að skoð- anamyndun í landinu. Mundi slíkt á- stand ekki minna helst á geðsjúkling sem búið er að færa í spennitreyjuna? Milli angistarkastanna er hann að telja sér trú um að þetta séu bara sunnudagsfötin. Kanasjónvarpið er spenni- treyja íslenskrar menningar í dag-“ Ef Þorgeir hefði látið hér staðar numið er ólíklegt að erindið hefði átt sér langra lífdaga auðið. En rithöfundurinn gekki skref- inu lengra og húðskammaði vinstris- innaða áheyrendur sína fyrir fymska andspymu við samtímanum. Vinstri- menn, og einlcum menntamenn úr þeirra röðum, „grípa dauðahaldi í minrúngar, foma reisn og löngu full- mótuð menningarverðmæti liðins tíma. I sjálfu sér verða þau menning- arverðmæti eins og hverjir aðrir draumórar frammi fyrir staðreyndum samtímans. Að því kernur fyrr eða síð- ar að draumórar reki sig á eitilharðan vemleikann og þá verður ný sálar- kreppa. Þannig gæti þetta gengið aft- ur og aftur þar til yfir lýkur.“ Áður en Þorgeir lauk erindi sínu hafði hann kallað í vitnastúkuna menn eins og Sigfús Daðason, Kristinn Andrésson og Halldór Laxness, vegið málsvöm þeirra og fúndið léttvæga. Nóbelsskáldið var einn fárra íslenskra heimsborgara og Þorgeir reiðir hátt til höggs þegar hann Ies úr sögum Halldórs ráðvillu og afturhaldshugs- unarhátt gagnvart samtímamenningu. Þorgeiri var seint fyrirgefin framsagan sem hann hafði hjá Málfundafélagi sósíalista í mars 1966. Hann tók of djúpt í árinni fyrir margra smekk og samstaða var um að koma sér hjá því að skiptast á skoðunum við hann. Orðræðan sem ekki varð 1966 hefði kannski gert greining- una markvissari og leitt fram ikynsamleg rök )g mótrök fyrir ndspæninu al- þjóðamenning og þjóðmenn ing. Þögninni lauk með hávaða í maí 1993 þegar Sjónvarpið sýndi þætti Baldurs Hermannssonar, Þjóð í hlekkjum hugarfarsins. Þjóð- lífsmyndin sem Baldur rissaði upp í þáttunum átti rætur að rekja til svip- aðra hugrenrúnga og erindi Þorgeirs. Munurinn er sá að hugrenningar sem enda í skrifuðum texta er hægt að ræða og læra af en sé vitundarstarf- semin sett í búning sjónvarpsþátta verður hún fremur skynjuð en diskút- emð. Imyndin verður því öflugri sem alvarleg umræða er fátækari. Þjóð í hlekkjum hugarfarsins sló í gegn vegna þess að fyrir þrjátíu ámm vildu áheyrendur Þorgeirs koma sér hjá óþægindum með þögninni. Þeim er vorkunn. Aheyrendurnir vom aldir upp í ritmenningu og í hjarta sínu sannfærðir um að annað hvort héldi skrifað orð velli eða að sjónvarps- menningin rnyndi útrýma textanum og þá væri þetta hvort eða er ekki til neins. Reyndin varð önnur. Orðið var áfirain og sjónvarpið ekki eins hættu- legt og það virtist í fyrstu. Þess vegna vora ekld gerð hróp að Birni Bjama- syni menntamálaráðherra þann 16. nóvember. Páll Vilhjálvisson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.