Alþýðublaðið - 05.12.1995, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.12.1995, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1995 4 m e n n ggj&fjBI ■ í athyglisverðri grein kemst Gísli Sigurðsson bókmenntafræðingur að wPMÉj þeirri niðurstöðu að íslensk menning hafi stórlega liðið fyrir einhæfa og -1! úrelta kröfu um að allt eigi að byggja á þjóðernishugsjónum liðinstíma Islensk þjóðernis- hyggja, menning- arlíf og stjórnmál J - Fyrri hluti. Þjóðir og hugmyndafræði Við efumst sjaldan um að til séu þjóðir, og að þær þjóðir hafi sjálfs- mynd. Okkur getur að vísu greint á um hvað vegi þyngst til þjóðarsameiningar, búseta á sama landsvæði, sameiginlegt tungumál eða menningarsögulegur bakgrunnur, en við efúmst síður um að fyrirbærið þjóð sé til. Sú sjálfsmynd sem við ætlum að sé sameiginleg þeim hópum fólks sem við höfúm kosið að kalla þjóðir hefur þó ekki orðið til af sjálfu sér heldur mótast hún af hug- myndafræði og hagsmunum á hverjum tíma. Sú mótun er misjafnlega meðvit- uð eftir tímaskeiðum. Við teljum til dæmis að fólk sem bjó á sama Iand- svæði og talaði lík tungumál á miðöld- um hafi fundið til samkenndar af ein- hveiju tagi; skilgreint sig sem hiuta af hóp sem kenndi sig við það svæði sem hann kom frá. En við teljum að sú sam- kennd haft verið af öðrum toga en sú þjóðarvitund sem við höfum tekið í arf frá rómantískum straumum 19. aldar þegar hugmyndir okkar um þjóðir og þjóðemiskennd vom í mótun. A 20. öld hefur hugmyndafræði 19. aldar haft gríðarleg áhrif til góðs og ills. Ný ríki hafa verið mynduð í kjölfar sjálfstæðis- og frelsisbaráttu ólíkra hópa sem létu sér áður lynda að tilheyra sama ríkinu. Aðrir hafa reynt að sameina hópa fólks sem taldi sig áður ekki eiga að heyra undir sameiginlegt stjómkerfi. Hið íslenska og sjálfstæðis- baráttan Á Islandi varð mikil þjóðemisvakn- ing á 19. öld. Landið var þá hluti af danska ríkinu en þjóðemishugmyndir aldarinnar komu þeirri hugmynd inn hjá fólki að hag þjóðarinnar væri betur borgið með sjálfstæði gagnvart Dön- um. Til þess að réttlæta þá kröfu vom færð fram rök sem áttu að undirstrika menningarlegt sjálfstæði og sérstöðu íslendinga þrátt fyrir náið samneyti um aldir við Norðmenn og síðan Dani á sviði stjómmála og trúmála. Ein meg- inröksemdin byggðist á því að íslend- ingar töluðu sitt eigið tungumál, sem hefði áður verið sameiginleg tunga allra Norðurlandabúa, og hefðu ritað bókmenntir á því máli allt írá miðöld- um. Margar fornsögur íslendinga eru sviðsettar á íslandi, í því landslagi sem fólk hefur fyrir augunum enn í dag. Þær tengdust því landinu með mjög sérstæðum hætti í hugum fólks. í landi þar sem mjög lítið var um sýnilegar mannvistarleifar, þrátt íyrir liðlega þús- und ára búsetu, höfðu gerst miklar sög- ur af forfeðrunum. Sú þjóð sem bjó í landinu gat liúð á sig sem frumbyggja þess og þannig var landið óspjallað af öðrum þjóðflokkum og utanaðkomandi innrásum. Fomar heimildir lýsa land- náminu þannig að menn hafi komið siglandi upp að ósnortinni strönd og numið landið með því að gefa því nöfn og glæða það sögum. Og fomsögumar mnnu saman við jarðsöguna í meðför- um rómantískra skálda sem tengdu al- menna ást sína á náttúmnni sérstaklega við íslenska náttúm, eldfjöll, jökla og hraun, og ortu mörg sín bestu ljóð útaf þeim fomsögum sem þau sáu fyrir sér í Skáldin ortu um íslenska náttúru eins og hún vaeri álíka gróðursæl og hlíðarnar í kringum Flórens hjá skáldum endurreisnarinnar. landslaginu. Sum gengu jafnvel svo langt að bera lof á vetur, snjó og kulda sem væri til þess fallinn að reyna karl- mennsku þeirra. En skáldin ortu lrka um íslenska náttúm eins og hún væri álíka gróðursæl og hh'ðamar í kringum Flórens hjá skáldum endurreisnarinnar, og mikluðu fyrir sér náttúmfegurð og friðsælan fuglasöng í þessu harðbýla og hijóstmga landi. Bókmenntir einoka menninguna Þannig urðu tungumálið, sagan í bókmenntunum og landið sjálft veiga- mestu þættimir í mótun þeirrar þjóð- legu sjálfsmyndar sem íslendingar hafa gert sér á 20. öld. Áherslan var lögð á sérstöðu alls þessa, engin önnur þjóð í Vestur-Evrópu talaði ennþá og skildi það tungumál sem hún hafði talað á miðöldum, engin önnur þjóð hafði skapað slikar bókmenntir sem íslend- ingasögumar, og engin önnur þjóð bjó í jafn ægifögm og sérstæðu landi með andstæðum eldfjalla og jökla sem gnæfa yfir hraunbreiðum og grösugum sveitum. Sú uppbygging þjóðarímynd- ar sem hvflir á þessum þremur megin- Framan af 20. öld varð byggingar- list að vera séríslensk - menn byggðu þjóðleg hús, eins og Há- skóla íslands og Þjóðleikhúsið sem áttu að minna á íslenskar kletta- borgir. stoðum hefur tekist svo vel að mjög h't- ið hefur borið á efasemdum um að þetta væru einmitt aðalatriðin í ís- lenskri menningu. Af þessum sökum áttu aðrar greinar menningar lengi vel erfitt uppdráttar á íslandi nema þær tengdu sig með einhveijum hætti við þessa einu og sönnu þrenningu lands, þjóðar og tungu eins og Snorri Hjartar- son orti um eftir seinna stríð. Hin ríka bókmenntahefð, sem var talin hafa verið samfelld allt ffá mið- öldum, varð til þess að það hefur aldrei vafist fyrir ljóðskáldum og sagnahöf- undum hvort list þeirra væri íslensk - enda hefur ritlistin alla tíð verið ná- tengd einum af þremur homsteinum þjóðernisins, tungumálinu. Því má segja að þótt fjölmörg ljóð og jafnvel sögur hafi ausið af hinum þjóðlega bmnni þá hafi ritlistin verið í aðeins betri tengslum við samtíma sinn og þá lifandi menningu sem hefur þrifist með þjóðinni, - en ekki verið eins þrúguð af kröfunni um að vera séríslensk Ixkt og aðrar listgreinar þótt slíks séu því mið- ur fjölmörg dæmi í bókmenntasögunni eins viðbrögðin við atómskáldunum sýndu. Hið íslenska í arkitektúr, myndlist og tónlist Framan af 20. öld varð byggingarhst að vera séríslensk og tengjast hinni þjóðlegu þrenningu. Það gerði hún með því að sækja sér stílfyrirmyndir í nátt- úruna og torfbæi eins og þeir voru reistir á 19. öld. Menn byggðu þjóðleg hús, eins og Háskóla Islands og Þjóð- leikhúsið sem áttu að minna á íslenskar klettaborgir, og reyndu að líkja eftir stuðlabergsmyndunum í skreytingum húsanna. Til sveita vom reistir héraðs- skólar sem blésu út form burstabæjar- ins og mótuðu þau í steinsteypu. Þann- ig hugðust menn búa til íslenska bygg- ingarhst með því að líkja eftir íslenskri náttúm og bændamenningu. Sama var uppi á tengingnum í málaralist þar sem hver málarinn á fætur öðmm kepptist við að mála íslenskar náttúmmyndir, ýmist stórbrotin yfirlitsverk sem sýndu jökla, tjöU, vötn, skóga og heiðar, eða þrengri verk sem rýndu beint ofan í mosann eða hraunið og drógu þar tram kynjamyndir hugarflugsins úr þjóðsög- unum. Mörg málverk sýndu líka at- burði og minni úr fomsögunum. Tón- skáldin fundu til kröfunnar um að semja séríslenska tónlist og tóku því þjóðlagastef sem þau spunnu úr stærri verk þar sem stórbrotið tónmál átti að draga fram hinar sterku andstæður ís- lenskrar náttúm, brim á sjávarströndu og drunur eldgosa. Og leikskáldin sömdu öll sín best heppnuðu leikrit, innnblásin af eíhi úr þjóðsögunum. Fleiri svið menningar á Islandi hafa liðið fyrir hina einhæfu kröfu um að hvaðeina skuli vera íslenskt í ofan- greindum skilningi. Handverksmenn vom hér fáir fyrr á öldum því að hér bjó lítt menntuð og fátæk bændaþjóð sem sótti sjóinn í hjáverkum og eyddi allri sinni orku í lífsbaráttu tyrir nauð- synjum; hlóð utan um sig veggi úr torfi og gijóti og barðist við að halda lífi í skepnum með takmörkuðu fóðri. Enn í dag er ekki búið sæmilega að hand- menntum í skólakerfinu þannig að ís- lenskur iðnaður hefur alltaf orðið utan- garðs í íslenskri menningu, hugsanlega vegna þess að hann tengist ekki hinum fornu atvinnugreinum landsmanna, sauðfjárrækt, mjólkurbúskap og fisk- veiðum. Hefðbundinn búskapur og fiskveiðar með tækni nútímans Allt fram á síðustu ár hefur atvinnu- stefna stjómvalda meira að segja mið- ast við að halda hinum hefðbundnu ís- lensku atvinnugreinum gangandi með samskonar framleiðslueiningum og áð- ur, að viðbættum vélvæddum landbún- aðartækjum í sveitum landsins og stór- um vélknúnum fiskiskipum á miðun- um, þó nútímatækni, byggðaröskun og samgöngur ættu fyrir löngu að hafa breytt þessari framleiðslu í það horf að framleiða landbúnaðarvörur á stórum búum nálægt byggðakjömum og að veiða þann fisk sem til skiptanna er með miklu færri skipum en nú eru mönnuð og send á miðin. í staðinn hafa hinir fomu íslensku atvinnuhættir verið fluttir inn í nútimann með þeim tækni- nýjungum sem í boði eru, án þess að Þegar hin ameríska Natóherstöð var reist á Keflavíkurflugvelli eftir síðari heimsstyrjöldina blossaði þjóðernishyggjan upp sem aldrei fyrr. kerfið hafi fengið að laga sig að breytt- um þjóðfélagsháttum. Sveitah'f og sjó- sókn hafa orðið óaðskiljanlegur hluti af íslensku þjóðerni og þannig átt sinn þátt í því að hefta eðlilega þróun, fjöl- breytni og menntun í atvinnuh'fi lands- manna. Það heíúr verið álitið lífsspurs- mál fyrir íslenska menningu að halda nafngreindum sveitabýlum í ábúð og smáþorpum í byggð, vegna hefðarinnar sem í þeim er fólgin; jafnvel svo að fólk í þeim byggðarlögum sem lifa beint af landbúnaði og fiskveiðum hef- ur allt að fjórum sinnum þyngri at- kvæðisrétt til alþingiskosninga en sá óþjóðlegi helmingur fslendinga sem býr í þéttbýlinu í kringum Reykjavík. Þetta misvægi atkvæðisréttar hefur án efa átt sinn þátt í að viðhalda þeirri þjóðlegu menningarvarðveislustefnu sem rekin hefur verið. Gullöld og sjálfstæði Sú þjóðarvitund sem hefur byggst á þessum grunni hefur þjappað fólki saman og blásið bömum í brjóst ást á öllu því sem íslenskt er. Langt ffam á síðari hluta 20. aldar kom hún fram í íslandssögubókum sem mikluðu glæsta fortíð þjóðarinnar í fornsögunum á meðan þjóðin var ung og fijáls, bókum sem kenndu Dönum um allt sem miður hafði farið á þeim öldum þegar kuldar, hafísár og eldgos höfðu nær lagt landið í eyði. „Til þess að flokkakerfið geti endurspeglad þann pólitíska ágreining sem nú skiptir þjóðinni verð- ur að stokka það allt uppá nýtt í stað þess að einblína á sameiningu einhverra vinstrimanna sem eru hvort sem er ekki til lengur." Þegar hin ameríska Natóherstöð var reist á Keflavlkurflugvelli eftir síðari heimsstyrjöldina blossaði þjóðemis- hyggjan upp sem aldrei fyrr og hefur það örugglega átt sinn þátt í fhaldssemi hinnar módeme ljóðlistar sem þá var að koma fram á íslandi. Enda þótt formið væri nýtt var hugmyndafræðin oft sú sama og hjá skáldum 19. aldar- innar. Herstöðin var talin ógna hinu unga lýðveldi og margir vom vissir um að hún myndi spilla menningu og tungumáli landsmanna. Kynþáttafor- dómar komu líka upp á yfirborðið því . að íslendingar fóru fram á það við Bandaríkjamenn að hingað yrðu ekki sendir litaðir hermenn. Strangar reglur vom settar um útivistarleyfi hermanna, með bæjarleyfi á miðvikudögum þegar áfengislöggjöfin bannaði alla vrnsölu á veitingahúsum. Kvenfólk var fordæmt fyrir hórarí ef það var í tygjum við her- menn af Vellinum og hörð andstaða var við Kanasjónvarpið sem stórreyk- vísk æska ólst upp við þar til vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar lét tak- marka sjónvarpsútsendingarnar við vallarsvæðið. Aðalrökin vom þau að

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.