Alþýðublaðið - 05.12.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 05.12.1995, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1995 E ALÞÝÐUBLAÐIÐ æ k u I 7 ■ Kolbrún Bergþórsdóttirer búin að lesa skáldsögurnar þrjár sem tílnefndar eru til íslensku bókmennt verðlaunanna. Hér segir hún álit sitt á verkum Kristínar Ómarsdóttur, Steinunnar Sigurðardóttur og Böðvars Guðmundssonar Greinilegar tilraunir höfund- ar til að gæða skáldverk sitt frumleika og ferskleika mis- takast. Verkið festist í með- almennsku, verður sjaldnast áhugavert og stundum bein- línis þreytandi. Höfundi stendur ekki á sama um það fólk sem hann er að segja frá og hann er óhrædd- ur við að opinbera samúð sína. Tilfinningin er ótvíræð- ur kostur þessa verks. Aðalpersónurnar eru allar konur. Samskiptum þeirra þriggja kvenna sem mest koma við sögu er oft lýst á mjög eftirminnilegan, trú- verðugan og skemmtilegan hátt. Verk án töfra Kristín Ómarsdóttir: Dyrnar þröngu Mál og menning 1995 Eftir lestur skáldsögu Kristínar Ómarsdóttur fer ekki hjá því að vissar efasemdir leyti á hugann um réttmæti þess að tilnefna hana til íslensku bók- menntaverðlaunanna. Greinilegar til- raunir höfundar til að gæða skáldverk sitt frumleika og ferskleika mistakast. Verkið festist f meðalmennsku, verður sjaldnast áhugavert og stundum bein- línis þreytandi. Aðalpersóna bókarinnar er kona sem er í heimsókn á Silkieyju ásamt eiginntanni sínum. Þau frétta af borg- inni Dyrunum þröngu og ákveða að heimsækja hana. Eiginmaðurinn veik- ist áður en af ferðinni getur orðið og konan fer því ein til borgarinnar. Þar á hún ástarævintýri með hinum unga Ágústi. Óskar nokkur kemur einnig við sögu, og Sonja Lísa Hrís, sem Þór- unn kynnist í borginni leitar fast á söguhetjuna og hefur einhvem árang- ur upp úr krafsinu. Framvinda sögunnar er oftast óút- reiknanleg og óvenjulegar hugdettur setja mark sitt á þetta verk. Það er aldrei að vita hvað gerist því í Borg- inni þröngu mæla jafnvel klukkur, tré og sápur. En jafnvel þótt það gerist þá skapast enginn töfraljómi innan verks- ins. Hugmyndimar em margar hvetjar ekki slæmar en þær einar ná ekki að tosa verkið í hæðir. Það þarf úrvinnslu og þar sem hún er oftast fremur slök þá verður verkið hvorki gott né eftir- minnilegt. Á bókarkápu er talað um grallara- legan, ljóðrænan, blíðlegan og fynd- inn texta - og einhver lýsingarorð önnur eru látin fylgja, sem sannfæra eiga lesandann um ágæti stflsins og verksins. En þrátt fyrir margháttaðar yfirlýsingar og bókarkápu skortir veruleg stfltilþrif í verkið. Þar vantar fjör, kátínu og fyndni. Ljóðrænan hef- ur einnig farið fyrir lítið. Dramatík fmnst ekki. Eitthvað hefur heillað dómnefndina. Hvað það var veit ég ekki. En víst fann hún í þessu verki eitthvað sem hún fann ekki í smásagnasafni Gyrðis Elíassonar, verki sem er svo sneisa- fullt af skáldskap og snilli að ekki hefði átt að vera hægt að rata framhjá því. En vegir dómnefnda eru náttúr- íega órannsakanlegir. Áhrifamikil skáldsaga Böðvar Guðmundsson: Híbýli vindanna Mál og menning 1995 Skáldsaga Böðvars Guðmundsson- ar er ættar- og örlagasaga sem hefst á 19. öld og virðist ætla að ná vel fram á okkar tíma, en það mun allt skýrast betur síðar, því sagan sem við fáum nú er einungis fyrri hluti stórrar og viðamikillar skáldsögu. I fyrra bindinu kynnumst við ís- lensku alþýðufólki sem eftir erfiða vist í landi sínu heldur burt í leit að betra lífi í öðru landi. Söguhetjan er Ólafur fíólín, en einn afkomenda hans rekur sögu ættarinnar í bréfi til dóttur sinnar. Saga Ólafs er saga þeirra íslend- inga, sem eins og segir í sögunni, höfðu „flúið harðrétti gamla landsins, hafþök, eldgos, drepsóttir, sult og eldi- viðarleysi. I staðinn fengu þeir þræl- dóm frumbýlingsáranna, flóð, flugna- varg, gadd, skyrbjúg, hungur og bólu- sótt.“ Þetta er átaka- og harmsaga sent höfundur segir, ekki einungis af yfir- gripsmikilli sögulegri þekkingu, held- ur einnig af mikilli innlifun og hlýju. Sagan hefði aldrei orðið eins áhrifa- mikil og hún er nema vegna þess síð- arnefnda. Höfundi stendur ekki á sama um það fólk sem hann er að segja frá og hann er óhræddur við að opinbera samúð sína. Tilfinningin er ótvíræður kostur þessa verks. Böðvar Guðmundsson leiðir á svið hóp af óbreyttu alþýðufólki og umvef- ur það samúð sinni. Við sjáum ekki á síðum bókarinnar hóp af sterkum, svipmiklum og hetjuleguin einstak- lingshyggjumönnum, en hversu marg- ir einstaklingar af þeirri gerð finnast svosem í raunveruleikanum? I staðinn fáum við að kynnast venjulegu, heið- arlegu og góðu alþýðufólki, sem reyn- ir að þrauka og lætur jafnvel eftir sér að gera drauma sína um betri vist að raunveruleika. Rithöfundurinn, sem segir þá sögu, stendur með því fólki og segir hana vegna þess að örlög þess skipta hann máli. I sögu Ólafs fíólfns og ættar hans er ofið mikið af sögulegum fróðleik og sá vefnaður er gerður af miklum hag- leik. Á yfirborðinu virðist verkið ein- falt og áreynslulaust, en þegar að er gáð ætti ekki að fara á milli mála að mikil vinna og hugsun hefur verið lögð í það, ásamt metnaði og tilfinn- ingu. Þetta er bók sem ég er sannfærð um að muni falla mjög stórum les- endahópi í geð og hún á skilið að njóta athygli hans. Köflótt skáldsaga Steinunn Sigurðardóttir: Hjartastaður Mál og menning 1995 Af skáldkonum okkar er Steinunn Sigurðardóttir sú sem rnesta yftrburði hefur í stfl. Stflleikni hennar nýtur sín yfirleitt vel í þessu verki, og tekur reyndar stundum völdum af sögu- þræðinum á þann veg að hin eiginlega saga verður jafnvel svolítið útundan. Stílfæminni gefst þó ekki ætíð kostur á að njóta sín. Vandræðin em þau að í verkinu er verið að lýsa tvenns konar ferðalagi. Eins konar ytri og innri ferð. Lýsingar á þeirri ytri leiðast óneitan- lega í lýsingar á hversdagslegu snatti eins og til dæmis matargerð eða áti. Þær hversdagslegu lýsingar og aðrar í þeim líkar, sem of mikið ber á, gera það að verkum að bókin er ekki alltaf jafn áhugaverð og jaðrar við að vera langdregin. I bókinni segir frá Hörpu Eir sem leggur í ferðalag ásamt vinkonu sinni og vandræðaunglingnum dóttur sinni. Ferðalagið verður að eins konar leit móðurinnar að sjálfri sér. Að ein- hverju leyti fær hún undir lok sögu svör við þeim spumingum sem hafa angrað hana. Aðalpersónurnar eru allar konur. Samskiptum þeirra þriggja kvenna sem mest koma við sögu er oft lýst á mjög eftirminnilegan, trúverðugan og skemmtilegan hátt. Hlutur fjórðu kon- unnar, hinnar látnu móður aðalsögu- hetjunnar, er hins vegar ekki sannfær- andi. Samtöl aðalpersónunnar við hana em stundum beinlínis andkanna- leg. Einstaka karlmenn væflast inn í söguna, eins og illa gerðh hlutir, en í ljósi fyrra verka höfundar held ég að vandræðalegt hlutskipti sé einfaldlega ætlað karlmönnum í sögum Steinunn- ar. Þegar líða tekur á sögu verður hlut- ur vandræðaunglingsins æ minni, sú athyglisverða en ógæfusama stúlka verður eins konar homkerling. Henni er eins og kippt úr sögunni og um leið er beinlínis eins og höfundur fórni áhugaverðu og krefjandi efni fyrir annað léttvægara. Galli verksins ligg- ur í seinni hlutanum og þeirri „lausn" sem móðirin fær á sínum málum. Sú afgreiðsla er ódýr og flatneskjuleg og rænir söguna áhrifamættinum. Vegna þess glatar bókin dýpt og skilur því ekki eins mikið eftir og lesandinn hafði lengi vel átt von á. I Reinhold Richter járnsmiður skrifar Orð skulu standa Þó formenn landsambandanna hafi yfirgefið Bjöm Grétar, með skottið á milli lappanna eins og lúbarðir rakk- ar, stendur Björn Grétar ekki einn. Fólkið, sem fjölmennti á fundinn í haust og stóð þar vinnulúnum fótum á útlensku gijóti, stendur með honum. Það gera sömuleiðis allir launamenn í landinu, ef ekki f orði, þá allavega í hjarta sínu, því þar fer maður en ekki mús. Verkamannasambandið er eina landssambandið innan ASI sem hefur bein í nefinu til að fylgja eftir þeim markmiðum er umsamin voru og menn almennt trúðu að yrðu efnd þegar þeir skrifuðu undir samning- ana. Sá aldni foringi Guðmundur J. sagði að hann hafi verið blekktur og ég trúi honum. Hver var tilbúinn að trúa því virðingarleysi við megin- þorra launamanna er kom fram í þeim samningum er á eftir fylgdu? Kjaradómur er skrýtin skapnaður en trúr skapara sínum. Þegar niður- stöður „DÓMSINS“ birtust brutust úr fagnaðarlæti á hinum æðstu stöðum, réttlætinu var fullnægt, og reglu var komið á óreglu þingmannanna. Áður hafði Friðrik Sophusson samið við BSRB um örlítið meira en ASÍ, VSÍ samkomulagið fól í sér þrátt fyrir að Davíð Oddsson segði þann samning „algerlega fordæmisskapandi fyrir aðra samninga". Ég vil taka fram að kjarabætur BSRB eru síst of miklar en verða þó að skoðast í ljósi um- mæla forsætisráðherrans. Ef félags- dómur dæmir VSÍ í hag er hann um leið að lýsa forsætisráðherrannn ómerkan orða sinna. Það getur meira en vel verið að skriflegar forsendur skorti til að segja samningum lausum, en er það virki- lega liðin tíð á íslandi að orð standi og handsal skipti máli, eða getur það verið að taka eigi orð stjórnmála- manna af meiri varkárni en annarra manna og túlka þau í eins víðu sam- hengi og frekast er unnt. Félagar okkar í Verkamannasam- bandinu eiga hrós skilið fyrir að standa á sínu og hunsa álit launa- nefndar. Við hinir eiguni að skamm- ast okkar fyrir ölmusugjöfma. „Félagar okkar i Verkamannasam- bandinu eiga hrós skilið fyrir að standa á sinu og hunsa álit launa- nefndar. Við hinir eigum að skammast okkar fyrir ölmusugjöf- ina," segir Reinhold meðal annars í grein sinni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.