Alþýðublaðið - 05.12.1995, Blaðsíða 1
I Verkalýðsfélög sem sagt hafa upp samningum boða til félagsfunda
Hlutur forystu ASÍ aumastur
- segir Sigurður T. Sigurðsson formaður Hlífar í Hafnarfirði.
„Mér finnst hlutur forystu ASÍ í
þessum málum aumastur af öOum og
það eitt er víst að ef menn fara ekki að
athuga sinn gang er voðinn vís. For-
menn þeirra félaga sem hafa sagt upp
kjarasamningum koma aftur til fundar
á föstudag en fram að því skoða menn
hver í sínu lagi hvað er við hæfi að
gera,“ sagði Sigurður T. Sigurðsson
formaður Verkamannafélágsins Hlífar
í samtali við Alþýðublaðið.
Formenn 16 verkalýðsfélaga af 23
sem hafa sagt kjarasamningum laus-
um komu saman til fundar í Reykjavík
í gær. Engin ákveðin niðurstaða virð-
ist hafa orðið á fundinum en formenn
munu halda fundi í sínum félögum og
ræða stöðuna. Bjöm Grétar Sveins-
son formaður Verkamannasambands-
ins og einn af fulltrúum verkalýðs-
hreyfingarinnar í launanefnd vinnu-
veitenda og launþega skrifaði ekki
undir samkomulag ASÍ og VSÍ í síð-
ustu viku. Vinnuveitendur gefa þeim
félögum sem sagt hafa upp frest til
föstudags að draga uppsagnirnar til
baka.
„Fresturinn rennur út klukkan fjög-
ur á föstudag og ég vænti þess að á
fundi okkar formannanna þann dag
verði komin einhver niðurstaða. Þá
verða menn búnir að fara heim í hérað
með málið. Við í Hlíf verður með
fund í stjóm og trúnaðarmannaráði á
þriðjudagskvöld og síðan félagsfundur
á miðvikudagskvöld," sagði Sigurður.
Sýnist þér að þið standið höllum
fœti lagalega varðandi þessa upp-
sögn?
„Mín skoðun er alfarið sú, burtséð
frá því hvað lög segja eða túlkanir á
þeim, að það vanti verulega mikið
uppá að það hafi verið staðið við
febrúarsamninginn miðað við þær for-
sendur að láglaunafólkið ætti að vera í
allt að því sérklassa með launahækkun
til launajöfnunar. Sá sem segir að
þessar forsendur séu enn við lýði hlýt-
ur að vera stórkostlega brenglaður.
Það vita allir sem fylgjast með að þeir
hærra launuðu hafa fengið margfalt
meiri hækkanir en þær sem láglauna-
fólkið fékk. Þessar forsendur em því
brostnar. Láglaunafólkið fékk 2.700
krónur að viðbættum þúsund krónum
til þeirra allra launalægsm sem dóu út
við 84 þúsund króna mörkin. Allir
sem sömdu síðar fengu langtum hærri
upphæðir og dæmi em um tugþúsunda
króna hækkun á mánuði. Það hefur
hvergi verið samið um jafn lága
krónutölu og prósentutölu og þeir
lægst launuðu fengu í febiúar."
Hvað á að gera til að koma í veg
fyrir að þetta endurtaki sig?
„Ef gerðir verða samningar þegar
þessir renna út verðum við að setja
viðmiðanir við aðra hærra launaða
hópa. Ef aðrir hærra launaðir hópar
sem við tiltökum fá meiri launahækk-
anir komi sama hækkun í krónutölu
eða prósentum til þeirra lægst laun-
uðu,“ sagði Sigurður T. Sigurðsson.
Sigurður: Sá sem segir
að forsendur kjarasamninga
séu enn við lýði hlýtur að
vera stórkostlega brenglaður.
Sex skáld um hituna Steinunn Sigurðardóttir, Þorsteinn frá Hamri, Ingibjörg Haraldsdóttir, Gunnar Karlsson — full-
trúi Böðvars Guðmundssonar - , Sigurður Pálsson og Kristín Ómarsdóttir voru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fagurbókmennta
1995 við hátíðlega athöfn í Listasafni íslands í gær. Aðrar sex bækur voru tilnefndar í flokki fræðirita og bóka almenns efnis. Þær eru: Barnasálfræði
eftir Álfheiði Steinþórsdóttur og Guðfinnu Eydal, Bókmenntakenningar síðari alda eftir Árna Sigurjónsson, Handbók um málfræði eftir Höskuld Þráins-
son, íslenska garðblómabókin eftir Hólmfríði A. Sigurðardóttur, Milli vonar og ótta eftir Þór Whitehead og Ströndin í náttúru íslands eftir Guðmund P.
Ólafsson. Ein bók úr hvorum flokki hlýtur íslensku bókmenntaverðlaunin, og mun niðurstaða liggja fyrir í febrúar á næsta ári. I Alþýðublaðinu í dag eru
ritdómar Kolbrúnar Bergþórsdótur um þrjú af skáldverkunum sem tilnefnd eru, Dyrnar þröngu eftir Kristínu, Híbýli vindanna eftir Böðvar og Hjartastað
eftir Steinunni Sigurðardóttur. Allt um það á blaðsíðu 7. A-mynd: E.ÓI.
■ Höfundar
Vöku-Helgafells
Upplestur í
Leikhúskjall-
aranum
Bókmenntakvöld verður haldið í
Leikhúskjallaranum miðvikudags-
kvöldið 6. desember 1995 og hefst
dagskráin klukkan 20.30. í Leikhús-
kjallaranum verður lesið úr nýútkomn-
um bókum en þær em: María - konan
bak við goðsögnina, ævisaga Maríu
Guðmundsdóttur efúr Ingólf Marg-
eirsson, Vetrareldur eftir Friðrik Er-
lingsson, Milli vonar og ótta eftir Þór
Whitehead, Hin hljóðu tár, ævisaga
Ástu Sigurbrandsdóttur eftir Sigur-
björgu Arnadóttur, Steinn Steinarr -
Ævi og skoðanir og Ljóðasafn Davtðs
Stefánssonar. Bókmenntakvöldið í
Leikhúskjallaranum er öllum opið og
aðgangur ókeypis. Allar bækumar em
gefnar út af Vöku- Helgafelli.
Steinn Steinarr. Lesið verður úr
nýrri útgáfu á verkum hans í
lausu máli.
■ TurakThéatre íTjarnarbíói
■ Vinnuveitendasambandið
Viðförum ímál
- ef uppsagnirnar verða ekki afturkallaðar, segir Hannes G. Sigurðsson hjá VSÍ.
C r i t
Franski leikhópurinn Turak Théatre
d’objets er kominn til landsins og sýn-
ir hér nýjasta verk sitt: Critures - fom-
leifauppgröftur í eldhúsinu. Sú sýning
hefur fengið frábæra dóma, meðal
annars í dagblaðinu Le Monde. Leik-
hópurinn var stofnaður af Michel
Laubu árið 1985 og hefur farið víða
með sýningar stnar.
Leikhús Laubu er leikhús hlutanna.
Á sviðinu verður okkar vanalega um-
u r e s
hverfi að draumkenndum heimi á
mörkum hins raunverulega - Turakía
verður til. Turakía er heimur sem Lau-
bu hefur skapað sögum sínum og
byggir á draumum og hugmyndaflugi.
Sýningar hópsins em án orða og höfða
jafnt til bama sem fúllorðinna.
Sýningar verða í Tjamarbíói þriðju-
daginn 5. desember klukkan 20.30, og
á laugardag og sunnudag klukkan 17.
Miðaverð er 800 krónur.
„Við höfum sent bréf til þeirra 23
félaga sem hafa sagt upp samningum
og farið fram á að uppsagnimar verði
dregnar til baka. Að öðmm kosti verð-
ur um málaferli að ræða en félögin
hafa frest til föstudags að afturkalla
uppsagnir kjarasamninga," sagði
Hannes G. Sigurðsson hagfræðingur
Vinnuveitendasambandsins í samtali
við blaðið. ,,Ef ekki verður orðið við
þessum óskum fá þessi félög ekki þá
hækkun á desemberuppbótina sem
ákveðin var því þau em þá búin að af-
sala sér henni. Ef við vinnum málið
fyrir dómi verður dómsniðurstaðan
væntanlega í því formi að við fengjum
þá dæmda til að taka launahækkun um
áramót,“ sagði Hannes ennfremur.
Nú í vikunni fer fram málflutningur
fyrir Félagsdómi í máli því sem VSÍ
höfðaði á hendur Verkalýðsfélaginu
Baldri á ísaftrði fyrir meinta ólöglega
uppsögn samninga. Félagsdómur mun
kveða upp úrskurð sinn í næstu viku.
Sighvatur Björgvinsson
um staðfasta
framsóknarmenn
Leiðarinn Gísli Sigurðsson
um Ólaf Davíðsson um íslenska
og Davíð Oddsson þjóðernishyggju
Kolbrún Bergþórsdóttir
um Steinunni, Kristínu
og Böðvar