Alþýðublaðið - 22.12.1995, Side 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
HELGIN
Myndlist
Halldór Bjöm Runólfsson skrifar
Iður, gor
og aflífun
Damien Hirst. Away from the Flock (A brott úr hjöröinni), 1994.
96 x 149 x 51 sm. White Cube, London.
Hiroshi Sugimoto. The Bride in the Bathtub Murder (Brúðurin í
baðkarsmorðinu), 1994. Gelatín silfurprent 51 x 61 sm. Sonnabend
Gallery, New York.
Um síðustu mánaðamót hlaut
breski myndhöggvarinn, Demi-
en Hirst, hin eftirsóttu Turner-
verðlaun, æðstu myndlistarverð-
laun Breta. Afhendingin var
vægast sagt umdeild. Mörgum
fannst sem innyflafræði og
skepnuskapur hefðu borið sig-
urorð af listinni.
Um daginn áttu íslenskir sjón-
varpsgestir þess kost að fylgjast
með fatahönnuðinum, Lindu
Björgu Ámadóttur, þar sem hún
gerði sér lítið fyrir og nældi í fyrstu
verðlaun í hinni alþjóðlegu Smim-
off-keppni í Höfðaborg í Suður-
Afríku. Sigurinn hlotnaðist henni
ekki síst fyrir óvenjulegt efnisval,
en kjóll Lindu Bjargar og hempa
voru saumuð úr sútuðum fjár-
vömbum. Enda þótt aðferðin sé að
hluta byggð á ævagamalli, græn-
lenskri forskrift, má ekki gleyma
að bakvið þetta óvenjulega efnis-
val liggur jafnframt nærtækari
hvatning sem Linda Björg hefur
þegið af umhverfi sínu og tíðar-
anda.
Vera má að það flögri að mönn-
um að nýta megi sitthvað óvenju-
legt eða ævafomt til fatagerðar. En
svo hendur séu látnar standa fram
úr ermum þarf áræði og þor, að
viðbættu hugmyndaflugi, en veg-
legur hluti af galdri Lindu Bjargar í
Höfðaborg fólst einmitt í tákn-
rænni umgjörðinni. Dómarar og
gagnrýnendur luku upp einum
munni um ágæti þeirrar hugmynd-
ar að skilja hempuna eftir sem skel
á sviðinu meðan sýningarstúlkan
hélt áfram göngu sinni, fijáls sem
fíðrildi, á einni saman klukkunni.
Þannig Qallaði búningur Lindu
Bjargar um það líffræðilegu ham-
skipti þegar lirfa verður vorfluga.
Lömbin þagna
Þetta hef ég séð áður í annarri
mynd, hugsaði ég með mér framan
við skerminn og reyndi að kreista
einhverja samsvömn úr kvömun-
um. Ég minntist óvenjulegs
saumaskapar innan um fiðrildi
sem flögmðu um skuggaleg híbýli.
Að sjálfsögðu - Lömbin þagna -
þar kom það, loksins! Það þurfti
ekki síður hnökralausan frágang ef
dæmið átti að ganga upp fyrir
skraddaranum ógurlega. Þessi
,JiugIjúfa“ kvikmynd eftir sögu
Thomas Harris fjallaði einmitt um
býsna nýstárleg efnistök í fata-
hönnun og tilraun til eðlisbreyting-
ar með hjálp meistaralegs sauma-
skapar.
Hvemig dettur manninum í hug
sú ósvinna að bera saman sauma-
skap sigurvegarans frá Höfðaborg
við sjúklegar aðfarir öfuguggans
sem fló fómarlamb sín til að íklæð-
ast náttúmlegum búningi þeirra?
En þannig artar nú einu sinni listin
sig, einmitt eins og Sigurður Guð-
mundsson orðaði það: Hún byggir
ekki á skýmm og afmörkuðum
hugmyndum sem einhver hnýtur
um í snoturri bók. Hugmyndimar
hanga einfaldlega í loftinu eins og
kólgur sem em komnar að því að
míga úr sér. í listum er ekkert auð-
veldara en umbreyta satanískri
hugmynd í guðdómlegan gleði-
leik. Hitt, að vængstýfa háleita
hugmynd, er auðvitað jafneinfalt.
Allt er undirorpið ályktun lista-
mannsins, áætlunum hans og tak-
marki.
Það skal látið ósagt hvort Linda
Björg hefur orðið fyrir beinum
áhrifum af hinum hársperrandi sál-
sýkistrylli Harris - eða Hám's, eins
og höfundurinn mætti gjaman
heita hjá okkur. Það gildir einu því
bæði em þau fædd undir sama
himni og sömu kólgum. Lirfur,
púpur og fiðrildi hanga hvarvetna í
dumbungnum eins og ímyndir við-
kvæmrar náttúm, hverfullar feg-
urðar og taumlausrar græðgi sem
allt étur og engu eirir.
Ef satt skal segja verður ekki
þverfótað fyrir listamönnum sem
nota fiðrildi í einni eða annarri
mynd. Fyrir skömmu urðu tvær
óskyldar myndlistarsýningar á
vegi mínum á einum og sama deg-
inum. Önnur var evrópsk en hin
amerísk. I báðum vom fiðrildi í
fyrirrúmi. Þótt útfærslan væri
prýðileg í hvívetna skorti verkin
þann snert af einstæðri útsjónar-
semi og þef fyrir tíðarandanum
sem prýddi búninga Lindu Bjarg-
ar. Að auki skorti þau alla hina
margslungnu skírskotun sem finna
má í óhefðbundnum efniviði henn-
ar. Eða hvað em sútaðar vambir ef
ekki sönnun þess að lömbin séu
þögnuð að eilífu?
„Sumir ærðust,
aðrir tóku á rás“
Þambafræði Lindu Bjargar er
hluti af miklu stærra listmengi sem
nefnt hefur verið einu nafni „lík-
amslist" ellegar Body Art. Raunar
er ekki vanþörf á að stækka meng-
ið með því að tala um „skrokka-
list“ því upp á síðkastið hafa æ
fleiri listamenn bætt dýrafræði við
líkamslistina eflaust til að auka
áhrifamátt verka sinna. 111 meðferð
á málleysingjum telst hámark
mannlegs skepnuskapar og mann-
legri þjáningu verður varla betur
lýst en með því að heimfæra hana
upp á kvaldar skepnur.
Þann 28. nóvember síðastliðinn
var Tumer-verðlaununum, merk-
ustu myndlistarverðlaunum Breta,
úthlutað í ellefta sinn í beinni út-
sendingu frá Tate Gallery, nútíma-
listasafninu í Lundúnum, þar sem
sýningin „Rites of Passage" -
„Brottfararvígsla" - var til sýnis. í
fimm ár hefur Stöð 4 - Channel
Four - byggt upp mikla spennu
kringum þennan árlega viðburð
með menningarþættinum „Án
veggja“. Sigurvegarinn að þessu
sinni var Damien Hirst, en hann er
einmitt þekktastur fyrir átakanleg-
ar höggmyndir sínar af dýmm
varðveittum í formalíni.
Annar umdeildur myndhöggv-
ari, hin bresk-palestínska, Mona
Hatoum, veitti Hirst harða keppni
um hylli dómnefndarinnar. í verki
sínu Corps étranger eða Aukagep-
ill notar hún læknisfræðilega há-
tækni til að birta eigin innyfli með
viðeigandi púlstakti og vessak-
vapi. Áhorfandinn stígur inn í lít-
inn sívalatum og nýtur þess að
fylgjast með spriklandi iðmm
Monu Hatoum á hringlaga fleti á
miðju gólfinu. Verkið var sann-
kallaður senuþjófur á aðalsýning-
unni í Feneyjum í sumar, „Identita
e alterita" - „Einleiki og frávik“,
sem sett var saman af Frakkanum,
Jean Clair. Hatoum sagðist vera að
kanna hið fagra og hættulega með
þessu verki sínu.
í nærliggjandi herbergi má svo
sá fjórskipt meistaraverk Damiens
Hirst Mother and Child, Divided, -
Móðir og bam, aðskilin. I fjórum
stómm glerbúrum sem minna á
risastór fiskabúr standa kýr og
kálfur hennar dmkknuð í grænleitu
formalíni. Dýrin em skorin með
leysigeisla eftir endilöngu í tvo
hnífjafna parta og hýsir hvert búr
sinn helming. Búr kýrinnar er hlut-
fallslega stærri en búr kálfsins en
milli beggja hluta dýranna má
ganga og virða fyrir sér innvols
þeirra um leið. Verkið vakti
ómælda athygli á „Aperto" -
„Opnu sýningunni" - í Feneyjum
árið 1993. Það sem Hirst var sér-
staklega talið til tekna við stjórn
hans - og þátttaka - í sýningunni
„Some Went Mad, Some Ran
Away“ í Serpentine Gallery. Það
er sjaldgæft að listamenn stjómi
samsýningum, en Hirst stóð við
fjórtánda mann að baki þessari al-
þjóðlegu sýningu þar sem áhersla
var lögð á ólíka tjáningu, ólíka
miðla og ólíkt athæfi sprottið af
ljóðrænum, ósjálfráðum hvötum.
Sýningin þótti bera nafn með rentu
sökum ofuráherslu Damiens Hirst
á dökkar hliðar mannlegrar tilvem.
Á brott úr hörðinni
Þess var minnst við afhendingu
Tumar-verðlaunanna að Damien
Hirst hefði byijað feril sinn sem
sýningarstjóri á nemendasýning-
unni „Freeze“ - „Frosti" - árið
1988. Sýningin sem haldin var í
einu af pakkhúsum Docklands við
Lundúnahöfn olli straumhvörfum í
breskri samtímalist. Þá var getið
framlags hans til „Sumir ærðust,
aðrir tóku á rás“ en þar sýndi hann
lamb í formalínbúri sem hann kall-
aði Away from the Flock, eða Á
brott úr hjörðinni.
Af listamönnunum fjórtán sem
hann safnaði um sig í Serpentine
Gallery má nefna bandaríska
myndhöggvarann Kiki Smith,
enska myndhöggvarann Abigail
Lane og japanska ljósmyndarann
Hiroshi Sugimoto. Smith er þekkt
fyrir vaxstyttur sínar af flegnum
mannverum þar sem sést í blóðrisa
hold og berar sinar.
Á sýningunnni í Serpentine
sýndi Lane einnig vaxstyttu sem
lýsir átakanlegum hörmungum
þeirra sem af einhveijum ástæðum
lenda utan við samfélagið. Sugim-
oto brá hins vegar upp sögulegum
sviðsetningum úr vaxmyndasafni
Mme Toussaud. Undurskarpar ge-
latín-ljósmyndir hans af frægum
morðingjum búa yfír undarlegum
og óhugnanlegum krafti.
Sú spuming hlýtur að vakna
hvað ráði þessari sérstæðu stefnu
alþjóðlegrar myndlistar beint á vit
þjáningar, grimmdar og dauða?
Skrokkalistin er nær undantekn-
ingalaus ógeðfelld og afar dapur-
leg. Oftar en ekki fjallar hún um
skuggalegustu hliðar mannlegrar
tilvem. Hitt má segja henni til
hróss að sporgöngumenn hennar
hafa víkkað út landamæri mynd-
listarinnar svo um munar. Þeim
hefur tekist að bjarga listagyðjunni
úr viðjum vanabundinna fegmnar-
gilda og tildurslegrar upphafningar
þar sem hún sat föst eins og spjátr-
ungur í spennitreyju.
Um Damien Hirst, Monu Hato-
um, Kiki Smith, Abigail Lane og
Hiroshi Sugimoto blása óneitan-
lega ferskir vindar. Það er sami
andvarinn og sá sem þenur pilsin
hennar Lindu Bjargar. Því miður
em þeir fáir sem kunna að meta
framgang svona listar. Eftir sigur
Hirts í keppninni um Tumer-verð-
launin fylltist Veraldarvefurinn af
heiftúðlegum lesendabréfum. í
staðinn fyrir að óska sigurvegaran-
um til hamingju með verðlaunin
vom Hirst og félagar úthrópaðir
sem óalandi og óferjandi niðurrifs-
seggir, sem best væri að halda sem
lengst frá hjörðinni. ■
Kiki Smith. Blood Pool (Blódpollur), 1992. Vax, litarefni.
107 x 61 x 41 sm., Museum of Modern Art, Los Angeles.