Alþýðublaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 9
HELGIN ALÞYÐUBLAÐIÐ 9 asta málsgreinin svo: „En meiði maður út- lendar þjóðir, sem em í vinfengi við konung, með orðum, bendingum eða mynduppdráttum einkum á þann hátt að lasta og smána þá, sem ríkjum ráða, í prentuðum ritum, eða drótta að þeim rang- látum og skammarlegum athöfnum, án þess að til- greina heimildarmann sinn, þá varðar það fang- elsi, eða þegar málsbætur em, 20 til 1200 ríkisdala sektum.“ Sýknaðir í undirrétti Mánudaginn 9. apríl 1943 skýrir Alþýðublaðið frá því að klukkan hálftvö þann dag hafi verið kveð- inn upp dómur í landráða- málinu. Vom þeir Þór- bergur og Finnbogi Rútur sýknaðir af ákæm réttvís- innar og skyldi máls- kostnaður greiddur af al- mannafé. í forsendum dómsins segir meðal ann- ars: „Fyrir réttinum hefur höfundur haldið því fram að með greinabálki þess- um hafi hann viljað upp- fræða lesendur blaðsins um stefnu og starfshætti eins stjómmáluflokks í Þýskalandi, nazista- flokksins. Hann hefur neitað að grein sín hafi átt að beinzt að hinni þýzku þjóð eða stofnunum þýzka ríkisins, heldur hafi hann með greininni að ein viljað deila á forystu- menn nazistaflokksins. Við lestur greinarinnar í samhengi verður að telja að þessi meining höfund- arins komi skýrt í ljós... Ekkert kenrur fram í greininni, ,sem gefi ástæðu til að ætla að greinarhöfundur sé óvin- veittur þýzku þjóðinni í heild, né að ásetningur hans hafi verið að deila á hana sjálfa. Adeilan bein- ist öll að annani og tak- markaðri félagsheild þ.e. þýzka þjóðemisjafnaðar- mannaflokknum. Meiðandi eða inóðgandi ummæli um erlenda stjómmálaflokka, stefnu þeirra, starf eða forystu- menn verður hins vegar ekki talin móðgun við hina erlendu þjóð eða á annan hátt refsiverð sam- kvæmt íslenskum Iög- um.“ Finnbogi Rútur var sýknaður þegar af þeirri ástæðu að greinin „Kvalaþorsti nazista" var rituð undir fullu nafni höfundar, Þórbergs Þórð- arsonar. Hæstiréttur dænidi Þórberg Miðvikudaginn 31. október 1934 var kveðinn upp í Hæstarétti dómur í landráðamálinu, eins og Alþýðublaðið kallaði það, og var Þórbergur Þórðarson dæmdur til að greiða 200 króna sekt fyr- ir meiðandi ummæli um Adolf Hitler. Auk þess skyldi hann greiða máls- kostnað allan. Finnbogi Rútur Valdimarsson rit- stjóri var hins vegar sýkn- aður. Sækjandi málsins í Hæstarétti var Jón As- björnsson en verjandi Stefán Jóhann Stefáns- son. SV f Bæjarhrauni 24 - R O. Box 120 - 222 Hafnarfirði - Sími 555 3466 Umboðsmenn á landsbyggðinni: Ásgeir Björnsson, Siglufirði - Ásbyrgi, Akureyri - Hafsteinn Vilhjólmsson, ísafirði Reynir, Blönduósi - Sigurbjörn Brynjólfsson, Egilstöðum - Á. O. Guðmundsson, Húsavík Rósa Bachmann, Patreksfirði - Svanberg hff., Vestmannaeyjum Æm jfÆjjjll jrÉ3 Á f B M 3 æ SSa Sjggjl w Æ f Á Æ jmji | BBpr mtmr JHr Hky ff TOt, ■ --W.- ■ Bgr M K 3 1 VBP' m . nB fe&iP JSir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.