Alþýðublaðið - 22.12.1995, Page 13

Alþýðublaðið - 22.12.1995, Page 13
HELGIN ALÞÝÐUBLAÐIÐ 13 Góðmenni / Islands- • • sogunnar ISigurbjörn Einarsson biskup, f. 1911. Fékk meðal annars þessi fallegu ummæli: „Nálgast það að vera helgur maður í lifanda lífi - og kannski sá eini sem hefur getað gefið kirkjunni einhveija reisn.“ 2Guð- mundur góði Arason biskup 1160- 1237. Kunnur fyrir mein- lætalifnað og elskaður af al- þýðu. Talinn heilagur maður í lifanda lífi. „Hlýtur maður ekki að tilnefna mann sem fékk þetta viðumefni?" Annar sagði: „Ég veit í sjálfu sér ekki mikið um hann, en hann virðist hafa leikið listavel í valda- baráttu 13. aldar. Sjálfsagt var hann líka skelfing góður.“ 3-4 Jón Sigurðs- son 1811-79, frelsishetja ís- lendinga. „Hann var framsýnn, gáfaður og viljasterkur. Hann lagði raunverulega allt í söl- umar fyrir málstað íslendinga," sagði einn aðdáandi. Annar sagði: , Auðvitað var Jón ekkert sérstakt góðmenni, hann kom ár sinni ein- faldlega vel fyrir borð sem leið- togi Islendinga í Höfn - en við njótum góðs af því núna. Þess- vegna var hann náttúrlega góður gæi.“ 3-4 Krist- ján Eld- járn 1916-82, forseti ís- lands. Þriðji forsetinn vek- ur greinilega góðar endur- minningar hjá fólki enda var hann ofarlega í hugum nokkurra viðmælenda. Hann var eini forseti lýðveldisins sem fékk tilnefningu. „Ég þekkti Kristján ekki neitt, en það fór ekki milli mála að hann var ljúfmenni fram í fingurgóma. Það beinlínis geislaði af honum.“ Annar sagði: „Óaðfinnanlegur íslenskur sveita- maður með menntablæ." 5Þorgeir Ljósvetn- ingagoði 10,- ll.öld. „Maður sem afstýrði borg- arastríði á fs- landi er sjálf- kjörinn í hóp góðmenna." 6-8 Hrafn Svein- bjarnarson 11667-1213, goðorðsmað- ur og líklega fyrsti mennt- aði íslenski læknirinn. „Langlundargeðið sem Hrafn sýndi óvinum sínum er með ólík- indum, sérstaklega af því maður- inn virðist hafa verið bráðvel gef- inn. Góðmennskan drap hann auð- vitað að lokum,“ sagði kona sem tilnefndi Hrafn. Annar viðmæl- andi spurði stutt og laggott: „Af- hverju heldurðu að allir þessir tog- arar séu nefndir eftir honum? Þeim famast vel og þeir fiska vel. Nafnið er heilagt.“ 6-8 Njáll á Bergþórs- hvoli persóna í Njálssögu. „Hann var svo góður að það er næst- um óþolandi. Og hvað hafði hann svo uppúr krafsinu?" 6-8 Séra Friðrik Friðriksson 1868-1961, æskulýðs- frömuður. „- Gerði heiðar- legar tilraunir til að ala upp nokkrar kynslóðir íslendinga. Það er ekki honum að kenna að það mistókst fullkomlega.“ 9-10 Jón Sveinsson (Nonni) 1857-1944, rithöfundur og Jesúíti. „Hann skrif- aði fallegustu ævintýri ís- landssögunnar en var líklega sjálf- ur gersneyddur eðli ævintýra- mannsins. Halldór Laxness lýsir honum næstum einsog guði.“ 9-10 Þóra Einarsdóttir f. 1911, Indlandsfari. „Hin íslenska Móðir Teresa. Konan er krafta- verk.“ Meðal annarra sem atkvæði fengu má nefna: Árni Magnússon 1663-1730; handritasafnari, Bríet Bjarnhéðinsdóttir 1856-1940, kvenfrelsishetja; Brynjólfur Sveinsson 1605-75, biskup; Dav- íð Oddsson f. 1948, forsætisráð- herra; Guðrún Ósvífursdóttir söguhetja í Laxdælu; Gylfi Þ. Gíslason f. 1917, ráðherra og for- maður Alþýðuflokksins; Halldór Laxness f. 1902, rithöfundur; Hallgerður langbrók söguhetja í Njálu; Hallgrímur Pétursson 1614-74, sálmaskáld; Jón Arason 1484-1550, biskup; Jónas Hall- grímsson 1807-1845, skáld; Jón- as Jónsson frá Hriflu 1885-1968, stjómmálamaður; Megas f. 1944, tónlistarmaður; Ólafur Friðriks- son 1886-1964, stjómmálamaður; Páll ísólfsson 1893-1974, tón- skáld; Steingrímur Thorsteins- son 1831-1913, skáld. Þann 28. desember frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur íslensku mafíuna eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson. Kol- brún Bergþórsdóttir hitti þá félaga fyrir skömmu og forvitn- aðist um verkið og samvinnuna. Kannski erum við mátulega ólíkir Ég átti að hitta þá félaga í Borg- arleikhúsinu og rambaði strax á Kjartan. Þar sem Einar Kárason var seinn fyrir notaði ég tækifærið og beindi spumingu um verk þess ljarstadda til Kjartans: Hvemig hafa þér líkað skáld- sögur Einars? Kjartan: „Ég er mjög hrifin af verkum hans. Þetta em bækur sem búa yfir óvenjumiklu dramatísku innsæi. Þar er líka karlmannlegur þróttur sem okkur strákunum þykir vænt um. Það er vamarsigur okkar að eiga Einar Kárason að.“ Hvað er það sem gerir það að verkum að þér þykir eftirsóknarvert að setja verk hans á svið? Kjartan: „Afgerandi, lif- andi flóra af karakterum og mannlíf sem byggir á sterk- um andstæðum. Það er mik- ill lífskraftur, þróttur og lífs- löngun í öllu sem Einar setur saman. Þar er kjöt á beinun- um. Hitt er annað mál að Einar skrifar stórar og mikl- ar epískar sögur þar sem sögusviðið er afar vítt og í upphafi sá ég ekki fyrir mér hvemig væri hægt að leik- gera Heimskra manna ráð og Kvikasilfur. Þá kom til tals milli okkar Einars hvort við ættum ekki að setjast niður og vinna saman. Við köllum þetta ekki leikgerð heldur leikrit eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson, þar sem persónur em sóttar í þessar tvær bækur. I leikgerðinni er mun meira vikið frá bókun- Einar: „Nú kemurðu flatt upp á mig. Ég held að það sé alveg sama hvað kemur íyrir þann sem skrifar skáldsögur, á einn eða annan hátt hefur það áhrif á hann. Jafnvel það að ekkert komi fyrir skáldsagna- höfund hlýtur að vera mjög inspír- erandi. Hann yrði ömgglega feiki- lega góður í því að skrifa bók þar sem ekkert gerðist. Tæknilega held ég ekki að ég læri neitt sérstakt af þessari vinnu sem ég get nýtt í skáldsögu.“ „Nú gæti það reyndar gerst að almenningur og fraeðimenn yrðu á einu máli um að ekkert hafi jafn hraklegt hent okkur eins og það að vinna saman," segir Einar um möguleg viðbrögð við samvinnu þeirra Kjartans; viðbrögð sem hljóta að teljast heldur fjarlægur möguleiki. um heldur en í öðmm leikgerðum eftir skáldsögum sem ég hef unnið að.“ Einai' Kárason er nú mættur til leiks og til hans er beint spuming- unni: Sumir segja að leikgerðir úr sögum sé ófrumleg aðferð. Þar sé verið að tyggja upp og teygja efhið afþví mönnum detti ekkert annað í hug. Einar: „Ég held að í einhveijum tilfellum geti þetta verið réttmæt gagnrýni. Hitt er annað mál að efni skáldsagna, leikrita, smásagna og ljóða má nota á ýmsa vegu. Þama þóttumst við hafa efni sem biði upp á að gert væri leikrit úr því. Við vildurn ekki taka efnið eins og það kom út í skáldsögunni og troða því og nudda og skera utan af því og pressa saman þannig að skáldsagan kæmist inn í leikhúsið." Kjartan: „Nú hef ég unnið nokkrar leikgerðir og mér finnst nokkuð afstætt hvað er að vera höf- undinum trúr. Hvemig á að vera hlutnum trúr? Með því að taka hann nákvæmlega eins og hann er í sögunni eða er mögulegt að ná andblænum enn betur með því að hnika hlutunum eilítið til? En í þessu tilviki eiga þessar vangavelt- ur ekki við. Þar geta ekki verið um að ræða nein svik við höfundinn því ég vinn í samvinnu við hann.“ En hvað lœrir skáldsagnahöf- undur afþví að vinna í leikhúsi og setja eigið verk í leikbúning? Kjartan:" Hitt er annað mál að eftir að hafa eytt hugsun og erfiði í að hugsa um leikhúsið þá áttu hugsanlega eftir að skrifa meira fyrir leikhús." Einar: „Það er annar handlegg- ur. En sú hugsun að menn eigi ekki að deila sér víða, eins og Ingjalds- fíflið gerði á sínum tíma, er hugsun sem allir góðir menn aðhyllast, ég þar á meðal. Einhvem tfmann ræddum við Ólafur Gunnarsson þetta og voram sammála um að við skyldum ekki láta hafa okkur út það að semja leikrit, kvikmynda- handrit eða ævisögur. Tíu árum síðar sagði ég honum í síma að ég væri að vinna að kvikmyndahand- riti. Þá kom löng þögn og svo sagði Óli: „You are selling out fast, kid.“ Þvíverður vart á móti mœlt, Ein- ar, að þú ert mjög vinsœll höfund- ur meðal almennings. Nú les fólk skáldsögur þinar, fer st'ðan í leik- hús til að hotfa á leikrit gert eftir sögu þinni eða horfir á kvikmynd gerða eftir handriti þínu. Heldurðu að þessi lýðhylli geri það að verk- um að einhverjir bóhnenntafrœð- ingar lítiþig homauga? Einar: „Ég vil nú ekki gera allt- of mikið úr lýðhylli minni. Mér hefur gengið upp og ofan og oft og tíðum ágætlega. Auðvitað em ekki allir bókmenntafræðingar jafn ánægðir með það sem ég geri. Ef einhveijum finnst ég vera verri fyr- ir það að einhverjum öðmm finnst gaman að lesa bækur mínar þá em þeir á villigötum, karla- og kerl- ingagreyin. Maður þekkir þá hugs- un úr háskóla að það hljóti að vera mikill mínus fyrirhöfunda að njóta almenningshylli. Þessum bama- skap vaxa menn upp úr. Það er nefnilega lítil ávísun upp á það að menn séu góðir að enginn nenni að lesa þá.“ Hvað var erfiðast í samvinn- unni? Kjartan: „í dag er erfiðast að skila þessu frá sér upp á leiksvið. En það var erfiðast að sitja í þvælu við að leysa ein- hveija hnúta. Svo man maður ekki eftir þeim þegar þeir hafa verið leystir. Hvað segir þú Einar?“ Einar: ,JEg held að þetta sé nú eins og með aðra samvinnu. Það þarf að fá hugmyndimar til að harm- ónera. Það koma erfið augnabhk þegar menn hafa ólíkar hugmyndir.“ Kjartan: „Það kom mér á óvart hvað við toguðumst lítið á um hugmyndir, markmið og leiðir. Það urðu aldrei nein átök þann- ig að við yrðum fýldir yfir því.“ Einar: „Það er rétt.“ Urðuð þið þá aldrei þreyttir hvor á öðrum? Nei, það þýðir ekkert að spyrja svona, þið munduð aldrei viðurkerma að svo hefði verið. Einar: „Kannski er mál- ið það að því líkari sem menn era því hættari er á árekstmm. Kannski erum við mátulega ólíkir. Svo komum við að verkinu úr sitt hvorri áttinni. Kjartan frá leikhúsinu, ég frá skáldsögunni. Ef báðir hefðu kom- ið með skáldsagnahugmyndir og ætlað að búa til úr þeim leikrit þá hefði þetta orðið miklu erfiðara og flóknara samstarf." Kjartan: „Milli okkar var mjög ákveðinn skilningur á því hvar hugmyndalegu verkaskiptin væm.“ Einar: „Stundum kom það fyrir að annar treysti hinum betur en sjálfum sér. Þá var það bara ansi gott mál; Svo getur vel verið að það komi í ljós þegar upp er staðið að við höfurn allan tímann farið villur vegar. Það á nú eftir að frumsýna verkið." Sjáið þið fram á frekari sam- vinnu á nœstu árum ? Kjartan: ,Ja, ég segi fyrir mig að ég vona að svo verði." Einar: „Nú gæti það reyndar gerst að almenningur og fræði- menn yrðu á einu máli um að ekk- ert hafi jafn hraklegt hent okkur eins og það að vinna saman. Svo má einnig vel vera að einhveijir verði til að segja: „Einar Kárason gerði nú aldrei neitt af viti nema Kjartan Ragnarsson leiddi hann sér við hönd“. En ég tel rétt að búa þjóðina undir það að framhald verði á samvinnu okkar.“ Kjartan: „Svo biðjum við að heilsa öllum og óskum gleðilegra jóla.“

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.