Alþýðublaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996
Jólatrés-
skemmtun VR
Verslunarmannafélag Reykjavíkur heldur jólatrés-
skemmtun fyrir börn félagsmanna, sunnudaginn 7. janú-
ar n.k. kl. 16:00 á Hótel íslandi. Miðaverð er kr. 600- fyrir
börn og kr. 200- fyrir fullorðna. Miðar eru seldir á skrif-
stofu V.R. í Húsi verslunarinnar, 8. hæð. Nánari upplýs-
ingar í síma félagsins 568-7100
Verslunarmannafélag Reykjavíkur
Þjóðhátíðarsjóður
auglýsir eftir umsóknum um styrki
úr sjóðnum á árinu 1996.
Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins nr. 361 30. september 1977 er til-
gangur sjóðsins „að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa
það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands
og menningar, sem núverandi kynslóð hefurtekið í arf.
a) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til Friðlýsing-
arsjóðs til náttúruverndar á vegum Náttúruverndarráðs.
b) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til varðveislu
fornminja, gamalla bygginga og annarra menningarverðmæta á veg-
um Þjóðminjasafns.
Að öðru leyti úthlutar stjórn sjóðsins ráðstöfunarfé hverju sinni í sam-
ræmi við megintilgang hans, og komi þar einnig til álita viðbótarstyrkir
til þarfa, sem getið er í liðum a) og b).
Við það skal miða, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarframlag til
þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur
opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau."
Stefnt er að úthlutun á fyrri hluta komandi árs. Umsóknarfrestur er
til og með 1. mars 1996. Eldri umsóknir ber að endurnýja.
Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu Seðlabanka íslands,
Kalkofnsvegi 1, Reykjavík. Nánari upplýsingar gefur ritari sjóðsstjórn-
ar, Sveinbjörn Hafliðason, í síma 5699600
Reykjavík, 28. desember 1995.
Þjódhátídarsjóður
Varnarliðið/Laust starf
Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli óskar að ráða lærðan
kjötiðnaðarmann til starfa hjá Matvöruverslun Varnar-
liðsins. Mjög góð enskukunnátta nauðsynleg.
Vinnutími: Þriðjudaga 0800-1600, föstudaga 0800-1700
og laugardaga 0800-1700.
Starfið ertímabundið til 31. ágúst 1996
Umsóknir berist til Ráðningardeildar Varnarmálaskrif-
stofu, Brekkustíg 39, Njarðvík, sími 421-1973, eigi síðar
en 15. janúar 1996.
Starfslýsing liggur þar frammi til aflestrar fyrir umsækj-
endur og er þeim bent á að lesa hana áður en sótt er
um.
Umsóknareyðublöð fást einnig á sama stað.
/inningstölur
30. des. 199£
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING
D 5 af 5 p 14.294.75
3 +4af 5 9 118.93
a 4 af 5 23 3 7.72
a 3 af 5 7.29 7 59
11
BÓNUSTALA:
2í
Heildarupphæð þessa viku:
21.515.438
mUW>LV§IN3Ah, áImSVÁMÍ 568 i5fi" éöa 6AtCnt
”PnR 800 6511 - TEXTAVARP 453 BIRT MEO FYRIR-
LUtVARA UM PRENTVILLUR
Alþýðublaði.ð
fýrir þá ^
sem
stjórna
Dauði Natans Ketilssonar
Stjörnubíó: Agnes
Aðalleikendur: María Ellingsen,
Baltasar Kormákur,
Egill Ólafsson
★★★
„Veturinn 1826-27 kom Natan Ket-
ilsson að Geitaskarði í lækningaferð.
Þá var þar vinnukona sú, er Agnes hét,
Magnúsdóttir, bónda á Búrfelli. Hún
var þá um þrítugt, gjörvul og
skemmtileg í viðmóti, bráðgáfuð og
Haraldur
Jóhannsson
hagfræðingur
skrifar
einkar vel skáldmælt... En skapsmun-
ir hennar voru ákafir og ástríðumar
sterkar. Er og sagt að hún hafi jafhvel
oftar en einu sinni orðið fyrir von-
brigðum, og er hætt við, að útaf því
hafi hún orðið geðverri. Þá er hér var
komið, lá það orð á henni að hún væri
óstöðug í vistum og eigi lagin að
koma sér vel. Sögð var hún „nokkuð
upp á heiminn“, en bar eigi gæfu til að
halda hylli neins manns að staðaldri.
Þau Natan urðu skjótt málkunnug, og
þess fleira sem þau töluðust við, þess
fastar drógust þau hvort að öðru. Er
þar eigi að orðlengja um það, að þá er
þau skildu, var hún vistráðin til hans
sem bústýra. Er eigi að efa að hún
hefur litið svo á að þau væru sama
sem trúlofuð“. Svo sagði Brynúlfur
Jónsson frá Minna Núpi í Sögu Nat-
ans Ketilssonar og Skáld-Rósu.
Um aðdraganda þess, að Agnes
ásamt heimilisfólki á bæ Natans, 111-
ugastöðum, réð honum bana fjallar
kvikmynd þessi eða öllu heldur snýst.
Er sá aðdragandi handritshöfundum,
Jóni Ásgeiri Hreinssyni og Snorra
Þórissyni, vísir að söguþræði (sem
Þorgeiri Þorgeirsyni í Yfirvaldinu fyr-
ir nokkrum árum). Upp draga þeir trú-
verðuga mynd af Agnesi, en síður af
Natani (tyggjandi tóbaksblöð), jafhvel
þótt honum hafi misvel verið sagan
borin. Ást og afbrýði eru síðan ær og
kýr myndarinnar (sem ekki ófárra áð-
ur). Agnesi og Natan, svo úr garði
gerð, glæða þau María Ellingsen og
Baltasar Kormákur lffi. Á stundum er
leikur hans meira að segja með glæsi-
brag og leikur hennar glettilega góður
(eins og vera ber). Og góðs mótleiks
njóta þau, ekki síst á setri sýslumanns.
Eins og í flestum nýlegum íslenskum
kvikmyndum er taka og sviðsetning
fagmannleg, og eins og í sumum
þeirra eru samtöl veiki hlekkurinn (en
það viðkvæði fer að verða of oft kveð-
in vísa).
Léttog
leikanai
Regnboginn: Níu mánuðir
Aðalleikendur: Hugh Grant, Juli-
anne Moore, Robin Williams
★★★
Forvitni vekur ný mynd úr hendi
Chris Columbus, höfundar Home Al-
one og Mrs. Doubtfire. Ekki er um að
villast. Á ný sendir hann frá sér létta
og leikandi gamanmynd. Annars veg-
ar er barnasálfræðingur og kærasta
hans, sem eiga von á bami (sálfræð-
ingnum til hugarangurs), og hins veg-
ar kunningjahjón þeirra, sem eiga von
á enn einu barni (og taka því sem
sjálfsögðum hlut). Ekki sakar að
læknirinn, sem eftir konunum tveimur
lítur, er leikinn af Robin Williams. -
Fram skal tekið, að myndin er endur-
gerð franskrar kvikmyndar.
Bætur almanna-
trygginga hækka
Heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
herra hefur undirritað reglugerð um
hækkun bóta almannatrygginga frá og
með 1. janúar 1996 um 3,5%. Sam-
kvæmt reglugerðinni hækka elli- og
örorkulífeyrir, örorkustyrkur, greiðslur
í fæðingarorlofi, tekjutrygging, sjúkra-
dagpeningar, heimilisuppbót og sér-
stök heimilisuppbót og uppbót á líf-
eyri. Hækkun bóta í janúarmánuði
kemur til útborgunar um 10 janúar
næstkomandi.
Þann 1. janúar öðluðust jafnframt
gildi aðrar breytingar á greiðslum al-
mannatrygginga samkvæmt lögum
um ráðstafanir í ríkisfjármálum á ár-
inu 1996. Mæðra- og feðralaun lækka
en breytingin hefur áhrif til hækkunar
á greiðslu bamabótaauka. Þá öðlast
gildi reglur um aukna tekjutengingu
elli- og örorkulífeyris sem hafa þau
áhrif að tekjur lífeyrisþega umfram til-
tekin tekjumörk, aðrar en tekjur úr líf-
eyrissjóðum og almannatryggingum,
sicerða ellilífeyri um 30% í stað 25%
áður. Ekkjulífeyrir verður ekki greidd-
ur framvegis nema til þeirra sem þeg-
ar njóta hans en heimildin hefur verið
gagnrýnd í ljósi jafnréttissjónarmiða
og slíkar bætur hafa veri lagðar niður
á öðrum Norðurlöndum. Til mótvægis
eru rýmkaðar heimildir til greiðslu
dánarbóta. Dánarbætur eru greiddar í
sex mánuði til þeirra sem misst hafa
maka sína. Lagabreytingin heimilar
Tryggingastofnun ríkisins lengja
greiðslu dánarbóta í 12-48 mánuði til
viðbótar fyrir þá sem eru með böm
yngri en 18 ára á framfæri eða við sér-
stakar aðstæður. Nánari viðmiðun
mun koma fram í reglugerð.
Skondin
martraðar-
sýn
Regnboginn: Borg týndra barna
Adalleikendur: Ron Perlman,
Judith Vittet, Daniel Emilfork
★★★
Um Delicatessen, fyrri kvikmynd
höfunda þessarar, Jean Pierre Jeunet
og Marc Caro, fóru sumir gagnrýn-
enda viðurkenningarorðum, en öðmm
fannst fátt um hana. Án tvímæla verð-
ur þessari skipað skör ofar, hversu
mikið sem með því er sagt. - Á yfir-
gefnum olíuborpalli, ekki langt undan
strönd, hefur mglaður vísindamaður,
Krank, búið um sig. Með glasaftjóvg-
un hefur hann út klakið og upp alið
nokkra ósjálega pilta, sem ekki verða
sundur greindir, en í legi í glerbúri
heldur hann lifandi heila úr manni og
hefur við heilann tengt eins konar tals-
íma. Á hugsunum og draumum bama
fær hann áhuga, og reyndir að ræna
umkomulausum bömum af ströndinni.
Vitgrannur, stórvaxinn maður verður
hjálparhella þeirra. - Tekið verður hér
undir orð Film Review: „Hvað sem
öðm líður, hrökkva tilkomumill sviðs-
búnaður og leikbrellur ekki til gerðar
góðrar kvikmyndar. Og efnisþráður
Borgar týndra barna er svo marg-
slunginn - eða flæktur - að sýningar-
gestum, er út ganga, fínnst mikið til
hennar koma, en henni þó vera áfátt“.
Har. Jóh.
Nafn-
leynd úr
sögunni
Á fundi ríkisstjórnarinnar hinn
29. desember síðastliðinn var að
tillögu forsætisráðherra tekin
ákvörðun fyrir Stjórnarráð ís-
iands í heild um , að framvegis
verði ekki unnt að verða við ósk-
um umsækjenda um opinberar
stöður um nafnleynd gagnvart al-
menningi, þar með töldum fjöl-
miðlum.
í því felst að skylt verður að
veita upplýsingar um nöfn og
starfsheiti umsækjenda um opin-
berar stöður eftir að umsóknar-
frestur er liðinn og eftir því er leit-
að og sérstök þagnarskyldu-
ákvæði í lögum standa því ekki í
vegi.
Forsætisráðuneytið mun á
næstunni gefa út tilmæli til stjórn-
arráðsins um framkvæmd
ákvörðunar þessarar og gildis-
töku hennar.