Alþýðublaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 m e n n i n g Stefnumót við arabísk skáld Eftir Jón Kalman Stefánsson Okkur er tamt að einfalda hlutina. Sama hvort við komum að stórum eða smáum viðfangsefnum, eins og ósjálfrátt reynum við að einfalda þau. Ég segi til dæmis orðið Arabía og við sjáum fyrir okkur brennheita sanda, syfjulega úlfalda, olíu og hvítar borgir. Svo segi ég: Arabar, og myndir af kuflklæddu fólki hrannast fram í hug- ann; stoltir og ifamandi menn, órakað- ir steytandi hnefa framan í Vesturlönd, en konurnar niðurlútar og kúgaðar. Einhvernvegin svona eru Arabía og Arabar í hugum okkar. Eða er þetta ekki myndin sem fjölmiðlar færa okk- ur: Arabar eru flestir öfgasinnaðir múslimar sem þrá ekkert heitar en sparka í vestrænt fólk. Arabar eru spilltir olíufurstar, svo ríkir að við komum ekki orðum að því. Þá helst með því að segja brandarann af furst- anum sem lét smíða glæsilega skemmtisnekkju en henti henni þegar hún blotnaði. Það hvarflar líklega sjaldan að okk- ur að Arabar hafa alla ástæðu til að skattyrðast út í þessa uppáþrengjandi, sjálfsánægðu vestrænu menningu. Ókkur er nefnilega ekki tamt að líta í eigin vestrænan barm og sjá hana blasa þar við, vissuna um að menning okkar sé svo dásamleg að brýn nauð- syn sé að þröngva henni uppá gjör- valla heimsbyggðina. Er heppilegt að heíja kynningu á ar- abískum nútímaskáldum með þessum orðum? Ætti slík grein ekki að byija svona: „Arabísk nútímaskáld eru ekki hversdagslegir gestir hjá íslenskum ljóðaunnendum..." - jú svona ætti að byija, tæpa síðan á klassísku skáldun- um, svo sem Nabigha al-Dhubiani (535-604) og Ibn Zaidun (1003-70) og sýna þannig framá að arabískur skáld- skapur er ekki bara aífakstur gærdags- ins. Svo gæti ég stikað fram á við og staðnæmst í lok 19. aldarinnar, sagt frá Vakningarskáldunum sem dásöm- uðu horfna tíma en forðuðust að yrkja um samtíma sinn. Segja lítilega frá þeirri gagnrýni sem þessi skáld fengu yfir sig, að þau voru sökuð um veru- leikaflótta. Þá myndi ég nefha til sög- unnar nokkur skáld í byijun þessarar aldar, sem settust að í Bandaríkjunum og í Suður-Ameríku, héldu ffaman af fast í arabísku hefðina en urðu smám saman fyrir áhrifum frá umhverfinu og vestrænum skáldskap. Til dæmis frá Walt Withman og frönsku symból- istunum. Upplýsa að þessi skáld vou nefnt Útflytjendumir og ollu miklum breytingum á arabískum skáldskap með því að þýða og kynna vestræn skáld. Að meðal Útflytjandanna vom Gibran Kahlil Gibran (1883-1931), sem orti ýmislegt annað og merkilegra en Spámanninn, og Ameen Rihani (1876-1940). Fræða lesendur um að Rihani hafi árið 1911 gefið út bók þar sem flest ljóðin vom í frjálsu formi, að bókin hét Rihaniyat og talin marka tfmamót í nútíma skáldskap Araba. Kannski eitthvað í líkingum við Dymbilvöku Hannesar hér á Islandi. Já, þannig á að skrifa blaðagrein um arabísk nútímaskáld og bæta við að fremst í ljóðabók Rihanis frá árinu 1923, standi þessi yfirlýsing: Eg er austrið Eg hef heimspeki, trúarbrögð, hver vill skipta þvífyrirflugve'lar? Benda á að jafnvel sjálft byltingar- skáldið, skáldið sem kynnti Aröbum vestrænan skáldskap, jafnvel hann segir: Við megum ekki gleyma því að við erum fyrst og fremst Arabar. Gleymum við því, þá förumst við. Þannig á að skrifa grein um arabísk- an nútímakveðskap; það þarf að leiða lesendur hægt inní framandi heim. Og sem ég sit hérna, þá ætlaði ég að skrifa svona grein, stutta og upplýs- andi, en þá kom hún upp í hugann setningin: Okkur er tamt að einfalda hlutina, og mér var fyrirmunað að skrifa fyrirmyndar blaðagrein. Kannski gerist ég full hátíðlegur, en nú hvarflar að mér að ljóðheimur skáldanna sé það ólíkur daglegri hljómkviðu lífsins hér við ysta haf, að allt hið venjubundna fer úr skorðum hjá manni; að til að koma orðum að hugsuninni freistist maður til að fara aðrar leiðir en þær sem vaninn býður. Ekki að ljóðheimur arabískra nútíma- skálda sé stórt og mikið undur, að þeir yrki um reynslu og tilfinningar sem okkur er fyrirmunað að skilja. Alls ekki. Þetta er fólk eins og við, þráir að lifa, elskar ættjörðina og svo framveg- is. En yrkisefnin ýta við mér; að sjá skáldin kalla á sameiningu allra Araba í ljóðum sínum, ekki til að storma gegn vesturveldunum í heilögu stríði heldur einfaldlega vegna þess að sögulega séð Arabar eru ein þjóð. Sjá skáld frá olíuríkjunum horfa með söknuði til þess tíma þegar hægt var að kafa í friðsemd eftir perlum í tær- um Persaflóanum, sjá þau velta fyrir sér hvort Arabar hafi selt sálina í sér fyrir olíauðinn, lesa skáld frá Yemen sem spyr: hvenær verðum við eins og við viljum vera, í stað þess að vera eins og aðrir halda að við séum? Okkur er tamt að einfalda hlutina: Kannski kom þessi setning til mín þegar ég sat eitt sinn á rökkvuðum bar í London, dagurinn öskraði fyrir utan og ég las í nýútkominni bók: Modem poetry of the Arab world. Las þar við- brögð skálda við Sex daga stríðinu, þegar fsraelsher hertók Beirút árið 1982, las ljóð um Palestínu-menn sem ferðast milli landa dragandi rætumar eftir sér • svo ég bregði fyrir mig lík- ingu Knut Hamsuns um allt annað til- efni. Las harmsöng palestínska skálds- ins Mahmoud Darwish um landið sem var tekið frá þjóð hans: Land, sem birtist í söngvum og fjöldamorðum / hversvegna smygla e'g þér milli flug- valla / eins og eiturlyfjum / ósýnilegu bleki/ eða útvarpssendi?• Jú, kannski kom þessi setning uppí hugann þama í London, þegar ég las heit og kröftug ljóð um atburði sem höfðu í fáeina daga verið á forsíðu Morgunblaðsins, en mnnið síðan saman við allar aðrar forsíður og horfið. Það sem hafði ver- ið stríð mörgþúsund kílómetra í burtu, hafði verið kvísl í endalausu fljóti frétta, var nú persónulegur harmur milli handa minna. ísraelsmenn her- tóku Beirút árið 1982. Það var for- síðufrétt á Morgunblaðinu. En sama ár vom líklega nokkur hundmð forsíðu- fréttir af ólíkum toga. Fyrir skáldið Khalil Hawi var fall Beirút svo miklu meira en frétt. Þegar þetta tæplega sextuga skáld sá skriðdreka fsraels- manna aka um götur Beirút, sá erki- fjendur araba hertaka glæsta arabíska höfuðborg, fór það heim, skrifaði tvær setningar niður á blað: Ég get ekki tal- að fyrir sdrsauka. Harmurinn er að keefa mig. Svo skaut Khalil Hawi sig. Það var sumarið 1987 að ég sat með bók milli handa í rökkvuðum bar í London og hugsaði: Okkur er tamt að einfalda hlutina. ■ ■ Ljóð eftir arabísk skáld í þýðing Stefánssonar „Einungis Ijóðí getur sameina< þennan heim " Sýrlendingurinn Adonis (Ali Ahmad Said) er 1 ljóðskáld Araba nú um stundir, og hefur oft v Nóbelsverðlaunin. Eyðimörkin er mikill ljóðabá orti stuttu eftir fall Beirút. Eyðimörkin -dagbókfrá Beirút, árið 1982. Úrfyrsta hluta 1. Borgimar molna landið er lest úr ryki einungis ljóðið getur sameinað þennan fi 3. Ég sagði: þessi gata liggur að húsinu okl Hann sagði: Nei, ekki lengur. Og beindi byssuhlaupi að mér. Ágætt, nú á ég heimili og vini við hverja götu. 5. Rödd borgarinnar er þýð Andlit borgarinnar ljómar eins og lítill strákur sem hvíslar draumu: sínum að nóttinni og býður morgninum stólinn sinn. 6. Þeir fundu fólk í pokum: Einn var hauslaus Einn tunguskorinn og handalaus Einn kyrktur Afgangurinn nafhlaus og óþekkjanlegur Ertu að missa vitið? Vinsamlegast, ekki skrifa um svona hluti. 13. Allt ómar af útlegð hans hafsjór af blóði - við hverju býstu af þessum morgnum öðm ( þeirra að hverfa í þokuna, á öldum fjöld írakinn Sa’di Yusuf (fæddur 1934) hefur, eins og i skáld, þurft að hrökklast úr landi fyrir skoðanir sínar o lýst þeim kvölum og þeirri sorg sem hinn almenni m: borgarastyrjöldinni í Líbanon og Yusuf í þessu stutta líklega kvæði sem almenningur allra stríðhrjáða landa Upprisa Á myrkvuðu sjúkrahúsi lést lítill drengur úr þorsta Þeir grófu hann í skyndi og héldu ráðvilltir burtu Nú opnar hann sölnuð augun sín galopnar augun sín og grefur grefúr sig dýpra niður í jörðina

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.