Alþýðublaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 8
Miövikudagur 3. janúar 1996 1. tölublað - 77. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk
■ Sú ákvörðun Olafs Skúlasonar biskups að fara með Langholtskirkjumálið til
ráðherra vekur hörð viðbrögð meðal presta sem átelja vinnubrögð biskups og
segja þau fordæmalaus. Hrafn Jökulsson kynnti sér málið
Skil ekki hvað blessaður
maðurinn er að hugsa
- segir séra Geir Waage formaður Prestafélagsins og telur trúnaðar-
brest orðinn milli biskups og presta. Herra Sigurður Sigurðsson
vígslubiskup í Skálholti: Margra mat að trúnaðarbrestur hafi orðið.
Meðferð margra mála umdeild. Séra Flóki Kristinsson: Gífurleg
vonbrigði að biskup skuli ekki nota myndugleika sinn.
Herra Sigurður Sig-
urðsson vígslubiskup
hefur mótmælt ákvörð-
un Ólafs Skúlasonar og
segir margra mat að
trúnaðarbrestur hafi
orðið milli biskups ís-
lands og presta.
Séra Geir Waage for- Séra Flóki Kristinsson:
maður Prestafélagsins: „Ég á eftir að sjá að
Kjarni málsins sá, að ráðherra taki að sér
séra Flóki hefur ekkert kirkjustjórn með þess-
brotið af sér. Ákvörðun um hætti einsog bisk-
biskups óskiljanleg. upinn vill."
„Þetta er algerlega óskiljanlegur
hlutur og án nokkurs fordæmis, mér
vitanlega, „ sagði séra Geir Waage
formaður Prestafélags íslands í sam-
tali við Alþýðublaðið um þá ákvörðun
Ólafs Skúlasonar biskups að vísa
málefnum Langholtskirkju til Þor-
steins Pálssonar dóms- og kirkju-
málaráðherra. A laugardag tók biskup
þá ákvörðun að vísa deilu séra Flóka
Kristinssonar sóknarprests og Jóns
Stefánssonar organista til ráðuneytis-
ins. Ákvörðun biskups hefur vakið
hörð viðbrögð presta. „Þetta er bara
mál sem liggur á starfssviði biskups
að leysa, þetta er innra mál kirkjunnar
og hann á ekki að vísa því eitt eða
neitt. Deila organista við prest er ekk-
ert ráðherramál. í ummælum biskups
á laugardag fólst, að úr því ráðherra
réði presta væri hann sá eini sem gæti
rekið þá. Með þessu er hann að varpa
með alveg ótvíræðum hætti ábyrgð og
sök á séra Flóka í þessu máli - sem
séra Flóki á ekki. Kjami málsins er sá,
að séra Flóki hefur ekkert brotið af
sér. Hann hefur ekkert það brotið af
sér sem verðskuldi embættismissi eða
það, að ýjað sé að því, að hann ætti að
hrekjast frá embætti,“ sagði séra Geir.
Ráðherra sigað á presta
Hvernig horfir þetta við félags-
mönnum íPrestafélaginu?
„Þetta horfir bara einfaldlega þann-
ig við þeim, að við erum undrandi. Þú
getur ímyndað þér hvaða nóta er sleg-
in gagnvart okkur með þessum mála-
tilbúnaði öllum. Við eigum þá allir í
framtíðinni von á því, að biskupinn
nánast sigi ráðherranum á okkur með
þessum hætti,“ sagði Geir.
Er þetta þá í reynd að stuðla að
trúnaðarbresti milli biskups og
presta?
,Já, þetta er trúnaðarbrestur. Þetta
er mjög alvarlegur trúnaðarbrestur
biskups og presta, það er alveg á
hreinu.“
Mun félagið bregðast við á ein-
hvem hátt?"
„Það er alveg ljóst að félagið mun
ekkert líða það, að gengið sé að séra
Flóka með þessum hætti. Þetta eru allt
saman hlutir sem liggja í augum
uppi.“
Greinilega ekki í augum biskups.
„Nei, ég veit ekki hvað hann er að
hugsa, blessaður maðurinn. Mér er al-
veg útilokað að skilja það. Þetta er án
fordæmis, ég kannast ekki við nein
fordæmi fyrir svona löguðu,“ sagði
séra Geir Waage.
I/ígslubiskup mótmælir
„Ég hef þegar mótmælt þessu við
ráðherra enda get ég ekki séð annað
en þetta sé fordæmalaust," sagði herra
Sigurður Sigurðsson vígslubiskup í
Skálholti um ákvörðun biskups.
Vígslubiskupinn sagði að ekki væri
endalaust hægt að „hlaupa á eftir
fólki“; organistinn hefði lýst yfir því,
að hann léti af störfum ef prestur viki
ekki og því yrði einfaldlega að una.
Aðspurður um þau ummæh séra Geirs
Waage formanns Prestafélagsins, að
ákvörðun Ólafs Skúlasonar fæli í sér
trúnaðarbrest milli biskups og presta
sagði herra Sigurður: „Það er margra
mat. Meðferð þessa máls, Seltjamar-
nessmálsins og fleiri mála eru umdeild
meðal presta."
Efast um umboð ráðherra
„Biskup spilaði þessu út á laugar-
daginn. Það var mjög óheppilegur tími
þar sem ráðuneytið var lokað yfir há-
tíðirnar, og þetta sáir efa og jafnvel
tortryggni í minn garð. Með því að
segja að ráðherra ráði presta og reki er
fólginn áfellisdómur yfir mér persónu-
lega. Ég undra mig á því að biskup
skuli ekki nota þann myndugleika sem
hann hefur sem andlegur leiðtogi, og
æth nú að víkja sér undan allri ábyrgð
og afhenda ráðherra hirðisstafinn,“
sagði séra Flóki Kristinsson sóknar-
prestur í Langholtskirkju um þá
ákvörðun biskups að vísa Langholts-
kirkjumálinu til ráðherra.
Séra Flóki kvaðst aðspurður efast
um umboð ráðuneytisins til að skerast
í málið. ,,Ég hef nú verið að reyna að
fletta því upp, en það er mér alveg
hulin ráðgáta. Það voru lög á sínum
tíma sem fjölluðu um málefni geist-
legra manna, en þau ákvæði voru af-
numin í lagahreinsuninni íyrir þremur
árum.“
Séra Flóki taldi ekki að málið leyst-
ist með þessu útspili biskups: „Ég á
eftir að sjá að ráðherra taki að sér
kirkjustjóm með þessum hætti einsog
biskupinn vill.“
„Það mun draga til tíðinda"
Flóki kvaðst hafa fengið mikil við-
brögð frá kollegum í prestastétt eftir
að biskup ákvað að vísa málinu til
ráðherra. „Þú getur rétt ímyndað þér.
Símalínumar hafa verið rauðglóandi.
Ekki bara til mín, heldur milli presta
almennt.“
Finnst þá prestum yfirleitt að bisk-
up hafi skort myndugleika í þessu
máli?
„Það get ég ekki fullyrt fyrir allan
hópinn. Allir skynsamir hljóta hins-
vegar að sjá, að það hafa verið gífur-
leg vonbrigði með að biskup skuli
ekki hafa beitt myndugleika sínum.
Jafnvel þótt kirkjuréttarleg ákvæði
skorti, þá hefur biskup myndugleika
og umboð að því marki sem hann hef-
ur andlegan styrk. Þetta á við okkur
prestana líka, við höfum myndugleika
að því marki sem við höfum andlegan
styrk. Ef menn skynja það ekki, en
kalla bara eftir kirkjuréttarlegum
ákvæðum, þá er illa komið."
Aðspurður um framhaldið sagði
séra Flóki: „Það gæti eins farið að
hvessa. Það er eitthvað að gerast sem
ég átta mig ekki alveg á, en það mun
draga til tíðinda," sagði séra Flóki að
lokurn.
„Biskup klúörar öllu sem
hann kemur nálægt"
Af samtölum Alþýðublaðsins við
aðra presta í gær er ljóst, að bullandi
óánægja er í stétt þeirra með fram-
göngu biskups.
„Eg held að það sé alveg ljóst, að
biskup dettur á andlitið í þessu máli,“
sagði sóknarprestur á höfuðborgar-
svæðinu sem ekki vildi láta nafns síns
getið. „Ef biskup stendur ekki með
presti sínum þegar organisti hrekur
hann út í hom og endar með því að
vísa málinu til ráðuneytis, þá eru það
náttúrlega gífurleg vonbrigði íyrir alla
presta."
„Spurðu hversu margir innan
prestastéttarinnar veita Ólafi trúnað,
og þú munt komast að því að þeir em
ekki margir. Það er hið vandræðaleg-
asta ástand innan kirkjunnar. Spum-
ingin er hvort biskup á nokkum eftir
sem þorir að eiga nokkum trúnað und-
ir honum.“
Aðspurður hver væri skýringin á
því, að svona væri komið sagði þessi
viðmælandi blaðsins: ,,Ég held að það
sé alveg ljóst. Hann tekur aldrei
nokkrum ráðleggingum og klúðrar
öllu sem hann kemur nálægt."
■ Ólafur Skúlason biskup hafnar því alfarið
að óstjórn einkenni þjóðkirkjuna
Einangrun mín er
bókstaflega engin
Tala við óskaplega marga presta hvern dag, segir biskup í viðtali við Kolbrúnu
Bergþórsdóttur. Kveðst eiga ágætis samskipti við 95-96% presta.
Ólafur Skúlason biskup segir að
Langholtskirkjumálið hafi verið kom-
ið á það stig, að nauðsynleg hafi
reynst að ræða það við dóms- og
kirkjumálaráðherra. Biskup hafnar því
alfarið að hann sé einangraður og vís-
ar gagmýni presta til föðurhúsanna. Þá
upplýsir biskup að hann hafi rætt við
séra Flóka Kristinsson um að hann
léti af störfum í Langholtskirkju og
fengi annað brauð. Því hafi séra Flóki
alfarið hafnað. Alþýðublaðið ræddi
við biskup síðdegis í gær.
Hversvegna ákvaðst þú að vísa
Langholtskirkjumálinu til ráð-
herra?
Þetta mál er þannig, að þó það hafi
ekki verið stórt í byijun þá hefur það
hlaðið svo utan á sig að mér þótti ekki
eðlilegt annað en gefa ráðherra kirkju-
mála og ráðuneytinu greinargóða lýs-
ingu á því. Ég sat fund í morgun með
ráðherra og starfsmönnum ráðuneytis-
ins og fólki frá biskupsembættinu. Við
vorum sammála um að ég freistaði
þess að finna mann sem setti sig inn í
þessi viðkvæmu mál, einhvern sem
kæmi utan að og hefði ekki haft af-
skipti af því áður og sá kæmi með til-
lögur fyrir okkur. Það er misskilningur
sem hefur komið fram að ég hafi ætl-
að að draga mig í hlé eða láta ráðherra
einan um að leysa málið. Það kom
aldrei til mála.
Þannig að afskiptum þínum er
ekki lokið?
Nei, og stóð aldrei til. Ég vildi hins
vegar gefa ráðherra skýrslu og ráðgast
við hann um næstu skref.
En er þetta ekki mál sem ætti að
leysa innan kirkjunnar fremur en
utan hennar?
Prófastar tveir em búnir að vinna í
þessu máli um langa hríð. Fyrst séra
Jón Dalbú og svo eftirmaður hans séra
Ragnar Fjalar Lárusson. Niðurstaða
séra Ragnars var sú, að hann sæi ekki
lausn á málinu. Kirkjulegir aðilar og
sóknarnefnd eru búnir að vera með
þetta mál mánuðum ef ekki árum sam-
an. Því er engin uppgjöf hjá kirkjunni
þó leitað sé til manna utan hennar því
þeir sjá jafnvel betur en þeir sem eru
alltaf með málið íyrir augunum.
Prestar eru uggandi um sinn hag
vegna ákvörðunar þinnar, og telja
að í framtíðinni verði ráðherra sig-
að á presta komi upp ágreiningur.
Þegar ég var að skýra frá því að ég
ætlaði að tala við ráðherra þá var það í
framhaldi af spumingu um yfirmenn
þessara aðila sem þama væm að deila.
Stjórnsýslulega séð hefur ráðherra
veitingarvaldið og þar af leiðandi
einnig uppsagnarheimild með ákveðn-
um skilyrðum, en gagnvart organist-
anum er það sóknarnefndin. Eg var
eingöngu að skýra þessi mál. En þegar
fljótt er talað í fjölmiðlum þá kemst
ekki allt til skila. Ég var ekki einungis
að tala um prestinn og ráðherrann
heldur líka organistann og sóknar-
Ólafur Skúlason: Aldrei hvarflað að
mér að segja af mér embætti enda
ég sé engan mann sem ég treysti
betur en sjálfum mér til að taka á
þessum málum.
nefndina sem hafa yfir honum að
segja.
Viðmælendur úr prestastétt segja
að trúnaðarbrestur sé milli biskups
og presta. Hver eru þín viðbrögð
við svo afdráttarlausum yfirlýsing-
um?
Ég hef ekki orðið var við það og ég
hef átt ágætis samskipti við 95-96%
prestastéttarinnar. Það eru alltaf ein-
hverjir setp hafa hom í síðu biskups
síns. Ég veit um þá einstaklinga og
þeir hafa ekki haft hljótt um andúð
sína, hvort sem það er nú til gagns fyr-
ir kirkjuna eða ekki. En ég held að það
sé langt í frá að trúnaðarbrestur sé á
milli biskups og presta.
Prestur sagði í samtali við blaðið
að biskup ætti ekki trúnað presta,
hann færi ekki eftir ráðleggingum
og væri einangraður. Er þetta rétt
mynd sem er upp dregin?
Þetta finnst mér alveg óskaplega
vitlaust. Ég tala við marga presta
hvem einasta dag. Það eru ekki allir
ánægðir með allt sem maður gerir og
ég er heldur ekki ánægður með allt
sem prestar gera. En að ég njóti ekki
trúnaðar presta, það er mér framand-
legt mjög og einangrun mín er bók-
staflega engin.
Þannig að yfirlýsingar eins og
þessar særa þig?
Sérstaklega ef viðkomandi vill ekki
koma fram undir nafni og láta mig
vita hver hann er sem ber slíkan hug
til biskupsins.
Deilurnar í Langholtssókn, mála-
reksturinn á Seltjamarnesi og fleiri
mál em notuð til marks um óstjórn
kirkjunnar, að mati presta.
Kirkjan getur nú lítið gert í sam-
bandi við hjúskaparmál þjóna sinna
frekar en annarra og þá tók ég það til
bragðs að bjóða Solveigu Lám að fara
í leyfi meðan málið var kannað og
öldumar lægði. Hún hafði alls ekkert á
móti því sjálf. Ég hef leitað leiða í
sambandi við séra Flóka, stungið upp
á því, ef vandinn væri bundinn einni
sókn, að hann fengi hliðstætt starf.
Það hefur hann ekki viljað. Ég hef
ekki farið fram á það við hann að
hann færi í leyfi. Ég vísa því til föður-
húsanna að þessi mál séu dæmi um
óstjóm kirkjunnar.
Hefurðu einhvem tímann hvarfl-
að að þér að segja af þér embætti
vegna stöðugra deilna og ókyrrðar
innan kirkjunnar?
Nei, ég sé engan mann sem ég
treysti betur en sjálfum mér til að taka
á þessum málum.