Alþýðublaðið - 12.01.1996, Side 1
■ Rússar gagnrýna Norðmenn harðlega fyrir að ákveða einhliða veiðar úr
norsk-íslenska síldarstofninum
Stuðningur við málflutning okkar
-segirSighvatur Björgvinsson alþingismaður. Færi skapasttil að reka fleyg milli Rússa og Norðmanna í öðr-
um málum sem snerta veiðar í Norðurhöfum.
„Þetta er stuðningur við málflutn-
ing okkar íslendinga. Við höfum líka
gagnrýnt Norðmenn harðlega fyrir
óábyrga framkomu," sagði Sighvatur
Björgvinsson alþingismaður í samtali
við Alþýðublaðið í gær. í fréttum
Ríkisútvarps kom fram að Rússar
gagnrýna Norðmenn harðlega fyrir að
hafa einhliða ákveðið að veiða 725
þúsund tonn úr norsk-íslenska sfldar-
stofninum. Fiskifræðingar segja
óhætt að veiða allt að milljón tonn úr
stofninum, og því ljóst að lítið er til
skiptanna fyrir fslendinga, Rússa og
Færeyinga, sem einnig hafa nýtt
stofnínn, nái Norðmenn fram vilja
sínum.
Rússar og Norðmenn voru sam-
stiga á síðasta ári, en íslandi og Fær-
eyjum voru þá settir slflcir afarkostir
að samningar náðust ekki. Fyrir vikið
voru veiðar íslendinga og Færeyinga
einskorðaðar við fiskiveiðilögsögu
ríkjanna.
Samningaviðræður um skiptingu
sfldveiða á þessu ári hafa verið árang-
urslausar en fundað verður í Moskvu
síðar í mánuðinum. Sighvatur kvaðst
telja lfldegt að Rússar tilkynni Norð-
mönnum, Færeyingum og íslending-
um að þeir ákveði sjálfir hve mikið
þeir veiða. Rússar standi hinsvegar
frammi fyrir því, að þótt uppeldis-
stöðvar norsk-íslenska stofnsins sé að
hluta í rússneskri lögsögu þá verði
þeir að semja við Norðmenn um að
veiða sfldina í lögsögu Noregs. Sig-
hvatur sagði því að torvelt yrði að fá
Rússa í bandalag með íslendingum
og Færeyingum gegn Norðmönnum,
þarsem síldin héldi sig að mestu í
norsku fiskveiðilögsögunni.,
„Það er hinsvegar ágætt ef ágrein-
ingur verður milli Rússa og Norð-
manna. Þá er hugsanlega hægt að
reka fleyg milli þeirra í öðrum málum
sem varða veiðar í Norðurhöfum."
■ Enn bætist við lista
hugsanlegra forsetafram-
bjóðenda
Skorað á Pét-
ur Kr. Hafstein
Samkvæmt heimildum Alþýðu-
blaðsins vinnur hópur manna að því
að fá Pétur Kr. Hafstein hæstaréttar-
dómara og fyrrum sýslumann í for-
setaframboð. Pétur, sem verður 47 ára
í mars, er sonur Ragnheiðar og Jó-
hanns Hafsteins, sem var formaður
Sjálfstæðisflokksins og forsætisráð-
herra. Pétur var sýslumaður á Isafirði
1983-91 en hefur síðan gegnt embætti
hæstaréttardómara. Ekki náðist í Pétur
sjálfan vegna málsins í gær, en blaðið
hefur heimildir fýrir því að máhð hafi
verið rætt við hann.
■ Jón Baldvin Hannibalsson
í viðtali við norskt dagblað
Styð konu í for-
setaembættið
Vill ekki nafngreina hana af ótta við að skaða framboð
hennar.
í viðtali við norska dagblaðið Sta-
vanger Tidning segist Jón Baldvin
Hannibalsson styðja ákveðna konu í
embætti forseta Islands. Blaðið segir
að þar sem Jón Baldvin sé umdeildur
á íslandi vilji hann ekki opinberlega
lýsa yfir stuðningi við hana þar sem
hann óttist að stuðningur sinn kunni
að skaða framboð hennar.
„Það eina sem ég vil segja er að ég
styð konu til forseta. Forsætisráðherr-
ann Davíð Oddsson virðist hafa hug á
því að verða forseti. Tækist það yrði
áralöng hefð rofin. Síðustu forsetar
hafa komið úr menningargeiranum,“
er haft eftir Jóni Baldvin sem blaðið
segir vera litríkan og umdeildan
stjórnmálamann. Fiskveiðideila Is-
lendinga og Norðmanna er einnig til
umræðu, en Jón Baldvin segir að Is-
lendingum beri að stefna Norðmönn-
um fyrir Alþjóðdómstólinn í Haag
vegna 200 mílna lögsögunnar sem
Jón Baldvin: Davíð Oddsson virðist
hafa hug á forsetaembættinu.
þeir tóku sér við Svalbarða. Jón Bald-
vin víkur síðan að Evrópusambandinu
og segist hafa trú á því að Island og
Noregur eigi eftir að vera aðilar að
bandalaginu, enda muni samstarf yftr
landamæri tryggja atvinnuöryggi og
velferð einstaklinga í alþjóðasamfé-
lagi nýrrar aldar.
Listakona á tíræðisaldri
Næst komandi laugardag klukkan
15:00 verður opnuð sýninga á verk-
um Maríu M. Asmundsdóttur mynd-
listarkonu, frá Krossum í Staðarsveit.
Sýningin verður í húsakynnum Fé-
lags eldri borgara í Reykjavflc og ná-
grenni að Hverfisgötu 105,4. hæð.
María, sem nú er á 97 aldursári,
hefur fengist við margvíslega lista-
vinnu lengst af ævinni. Hún hefur
málað myndir allt frá unga aldri.
Eignaðist fljótt myndavél og notaði
síðan myndirnar til að mála eftir .
Annars hefur hún sótt myndefni víða
að, þar á meðal frá Danmörku og
Noregi. Þá hefur hún málað á gler, og
útsaum hefur hún lagt mikið í, enda
erfitt og vandasamt verk.
María sýndi verk sín fyrst í útstill-
ingargluggum hjá Marteini Einars-
syni árið 1930 og síðan árið 1990 í
félags- og þjónustumiðstöðinni í Ból-
staðarhlíð, en hefur nú safnað saman
stærra safni af ýmsum listmunum,
sem einnig verða til sýnis.
Dagskrá um Don Juan
Næstkomandi mánudagskvöld
verður hinn margrómaði og smáði
Don Juan tekinn til umfjöllunar í
Listaklúbbi Leikhúskjallarans. Fjallað
verður um uppsetningu litháíska leik-
stjórans Rimosar Tuminas á leikriti
Moliére og hún skoðuð frá ólíkum
sjónarhólum. Nokkrir af aðstandend-
um sýningarinnar munu sitja fyrir
svörum um ýmislegt er varðar sýning-
una og vinnslu hennar. Sýning þessi
hefur eins og kunnugt er hlotið afar
ólíka dóma - nokkra einstaklega góða
en aðra mjög slæma.
Elísabet Jökulsdóttir er hér titluð
áhorfandi, Guðmundur Andri
Thorsson karlmaður, Edda Heiðrún
Backman leikkona, Amór Benónýs-
son gagnrýnandi og Silja Aðalsteins-
dóttir leikhúsvinur munu flytja stutt
erindi.. Leikaramir Jóhann Sigurðar-
son og Sigurður Sigurjónsson flytja
kafla úr verkinu og gestum gefst kost-
ur á að virða fyrir sér búninga Vytaut-
asar Narbutas og njóta tónlistar
Faustasar Latenas bæði úr Mávinum
og Don Juan. Leitað var til Jóns Við-
ars Jónssonar gagnrýnanda Dags-
ljóss. Hann gat því miður ekki komið
þar sem hann verður erlendis á mánu-
daginn. Umsjón með dagskránni hefur
Ásdís Þórhallsdóttir en hún hefur
unnið sem aðstoðarleikstjóri Rimasar í
báðum þessunt sýningum.
Þeir eru stundum kailaðir Lenín og Stalín, eða Marx og Engels, póst-sovéskr-
ar myndlistar. í útliti gætu þeir hins vegar verið náskyldir Gög og Gokke, og
list þeirra verið eftir þá alla; hún er sérkennilegt sambland af alvöru og glen-
si, auglýsingaskrumi og pólitískri hugsjónamennsku. Þeir heita Komar og
Melamid og á morgun afhjúpa þeir á Kjarvalsstöðum málverkið sem íslenska
þjóðin vildi helst sjá og málverkið sem íslenska þjóðin kærir sig síst um. í
Alþýðublaðinnu í dag segir frá litríkum ferli þessara skringilegu myndlistar-
forkólfa.