Alþýðublaðið - 17.01.1996, Síða 2

Alþýðublaðið - 17.01.1996, Síða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANUAR 1996 s k o ð a n i r ÍMIIIIMIDID 21048. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun (safoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Silkihanskar og hrútshorn Eftir nokkra daga munu fulltrúar íslands, Færeyja, Rússlands og Nor- egs funda í Moskvu og freista þess að komast að samkomulagi um veið- ar úr norsk-íslenska sfldarstofninum. Óbilgimi Norðmanna veldur því að menn eru vægast sagt hóflega bjartsýnir á að nokkrir samningar tak- ist. Miklu varðar hinsvegar að treysta samvinnu við Færeyinga og reyna að reka fleyg millum Norðmanna og Rússa. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir Islendinga. Áður en norsk-íslenski sfldarstofninn hmndi, laust fyrir 1970, vom veiðar úr honum afar mikilvægar fyrir íslenskt þjóðarbú. Á ámnum 1962-68 veiddu ísiendingar samtals rúmlega tvær milljónir og þrjú- hundmð þúsund tonn. Hámarki náðu veiðamar árið 1966, námu þá 691 þúsundi tonna, sem var litlu minna en Norðmenn veiddu það ár. Frá 1970 og fram á síðasta ár veiddu íslendingar hinsvegar ekkert úr stofn- inum, enda hafði honum nær verið útrýmt og hélt sig að mestu við strendur Noregs. Nú er hinsvegar svo komið að þessi sfldarstofn vex með ævintýralegum hraða og er talið að óhætt sé að veiða allt að millj- ón tonn á ári. Þá er sfldin aftur farin að ganga til vesturs, inn í lögsögu Færeyja og Islands. Á síðasta ári kom sfldargangan lítillega inn fyrir fiskveiðilögsögu íslands, en vonir em bundnar við að á næstu ámm hafi sfldin lengri viðdvöl. Norðmenn, sem líta á sig sem drottnara Norðurhafa, ljáðu ekki máls á samningum í fyrra um sanngjama skiptingu á veiðum úr stofninum. Niðurstaðan varð því sú, að Islendingar og Færeyingar sömdu um veið- ar og þannig veiddu íslensku skipin íyrst og fremst innan færeysku lög- sögunnar. Norðmenn em enn við sama heygarðshomið og hafa einhliða ákveðið að þeim beri 725 þúsund tonn af væntanlegum milljón tonna veiðum úr stofninum. Norskir útvegsmenn vilja raunar ganga enn lengra og heimta 89% prósent af heildarkvótanum sér til handa. íslend- ingar og Færeyingar geta vitanlega ekki beygt sig fyrir hroka Norð- manna í málinu, og nú er svo komið að Rússum er líka nóg boðið. Þeir gagnrýna harkalega sjálftöku Norðmanna og kreíjast réttlátari skipta. Mjög mikilvægt er að efla samstöðu með Rússum og einangra þannig Norðmenn eftir föngum. Yfirgangur Norðmanna í þessu máli kemur ekki á óvart, enda í fullu samræmi við framgöngu þeirra í öðmm málum sem varða veiðar í Norðurhöfum. Deilur íslendinga og Norðmanna eru víðtækar. Þær snú- ast um veiðar úr norsk-íslenska sfldarstofninum, veiðar í Smugunni og á Barentshafi, um fiskvemdarsvæðið við Svalbarða, Reykjaneshrygg og sfldarsmuguna. f hveiju málinu á fætur öðru hafa Norðmenn sýnt að frændur em frændum verstir; í besta falli verður um þá sagt að þeir séu manna duglegastir við að veija eigin hagsmuni. Þegar Halldór Ásgrímsson tók við embætti utanríkisráðherra lét hann á sér skilja, að honum myndi veitast létt að ná samningum við Norð- menn. Nýi utanríkisráðherrann taldi að með því einfaldlega að setja upp silkihanska og leita til gamalla vina og skólabræðra í Noregi myndi allt falla í ljúfa löð. Vitanlega vom þessar yfirlýsingar einkum til marks um að formaður Framsóknarflokksins hefur ekki djúpan skilning á alþjóða- málum, þótt hann hafi setið áratugum saman á Alþingi. Alltjent er kom- ið á daginn að aðferðir Halldórs duga skammt. Sighvatur Björgvinsson sagði í viðtali við Alþýðublaðið í síðustu viku að Norðmenn hafí varpað öndinni léttar þegar þeir heyrðu af við- horfsbreytingunni í íslenska utanríkisráðuneytinu. Þeir telji sig eiga í fullu tré við íslendinga eftir ráðherraskiptin og gangi því á rétt okkar hvað eftir annað. Sighvatur segir að Halldór Ásgrímsson eigi að svara Norðmönnum með sama hætti og formaður Alþýðuflokksins lagði gmnninn að - Norðmenn skilji ekkert annað. Þetta em orð að sönnu. Ef Norðmenn mæta fullir þvermóðsku og hroka til fundarins í Moskvu er kominn tími til að Halldór Ásgrímsson taki af sér silkihanskana. Deilunni um fiskvemdarsvæðið við Svalbarða á þá að vísa til Alþjóðadómstólsins í Haag og kæra Norðmenn til EFTA fyrir að neita að afgreiða íslensk skip sem veiða á úthafmu. Silkihansk- amir hafa reynst haldlitlir í samskiptum við Norðmenn - og því kann að reynast nauðsynlégt að tala við þá með tveim hrútshomum. ■ Þannig fer lokaatriðið sem er hápunktur verksins forgörðum að miklu leyti vegna þess að fjarlægðin milli persónanna sem takast á er hreinlega of mikil. Ógnin og átökin lenda í einhverju tómarúmi og hið sama á við um áhorfandann. Lánlaus leigjandi Verkefni: Leigjandinn Höfundur: Simon Burke Þýðing: Hallgrímur H. Helgason Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason Hljóðmynd: Georg Magnússon Leikmynd og búningar: Vignir Jóhannsson Leikstjórn: Hallmar Sigurðsson Sýningarstaður: Þjóðleikhúsið - Smíðaverkstæðið Útaf fyrir sig góð og gegn leið, en tekst ekki að þessu sinni. Kemur þar bæði til holdleysi verksins og síðan vinnur rýmið á Smíðaverkstæðinu eins og það er nýtt í sýningunni gegn þessari aðferð. Sviðið er vítt og tekur frá manni tilfinninguna fyrir þeirri innilokun og bælingu sem persónumar búa við. Þannig fer lokaatriðið sem er hápunktur verksins forgörðum að Ekki veit ég hvemig á því stendur að verk sem fjalla um enska lágstétt virðast eiga upp á pallborðið hjá ís- lensku leikhúsfólki, og vel að merkja íslenskum áhorfendum. Verk Jim Cartwrights hafa verið sýnd í öllum atvinnuleikhúsunum undanfarin miss- eri við gífurlegar vinsældir. Og enn er höggvið í sama knémnn. Leigjandinn segir okkur af portkonunni Lois og vonlítilli leit hennar að betra og ham- ingjuríkara lífi í umhverfi sem iyrst og fremst lýtur lögmálum ftumskógarins. Það hvarflar auðvitað að manni að höfundurinn Simon Burke sé að freista þess að feta í fótspor Cartw- rights og nýta sér vinsældir verka hans. En auðvitað er Ijótt að gera fólki upp ætlanir og því rétt að setja punkt- inn hér. f það minnsta er ljóst að Leigjandinn er ekki verulega merki- legt verk, persónumar eintóna og kli- sjukenndar, skilningur og samúð höf- undarins á örlögum þessa fólks tak- markaður og húmorinn, sem í senn getur skerpt, og gert manni návistina við þennan ömurleika léttbærari er víðsfjarri í þessu verki. í raun er hér um að ræða léttmeti sem betur hæfir sjónvarpsskjánum en virðulegum Þjóðleikhúsum. Leikstjóranum Hallmari Sigurðs- syni er því nokkur vandi á höndum, við að skapa úr þessu flata verki lif- andi og skemmtilega sýningu. Hann velur þá leið að treysta á innlifaðan og lágstilltan leik leikaranna og byggja upp spennu í sálrænum átökum þeirra. miklu leyti vegna þess að fjarlægðin milli persónanna sem takast á er hrein- lega of mikil. Ógnin og átökin lenda í einhverju tómarúmi og hið sama á við um áhorfandann. Eftir stendur að vinna Hallmars með leikurunum er unnin af fagmennsku og fágun sem er að verða eins konar vörumerki hans. En að þessu sinni hefði örlítið meiri gredda og geðveiki nýst betur til að fleyta þessu vanburða verki yfir verstu blindskerin. Leikmynd Vignis ber þess merki að þar er myndlistarmaður á ferð sem vinnur meira út ífá sjónrænum þáttum en leikhúslegum. Þannig var vandséð hveiju hin holræsalegu hringform áttu að þjóna í framvindu leiksins og virk- uðu frekar utanáliggjandi og tilgerðar- leg. Búningar hans voru hins vegar betri og þjónuðu vel persónusköpun leikaranna. Hljóðmynd Georgs var vel unnin og fagmannleg þannig lagað séð. En hafi hún átt að magna spennuna og skapa stemmningar var hún einfald- lega of sterk fyrir þetta lágsiglda verk. a n u a r Lýsing Jóhanns Bjama var hógvær en lítið notuð sem gerandi í sýning- unni og hefði að ósekju mátt nota hana meira til hljómfallsbreytinga. Þýðing Hallgríms H. var lipur og eðlileg og laus við allan ritmálsblæ. Tinna Gunnlaugsdóttir leikur leigj- andann Lois og gerir það vel og ekki verður við hana sakast þó höfundinn skorti reynslu til að ljá þessari persónu meiri dýpt. Örn Árnason fer með hlutverk leigusalans Wise. Örn sem fyrst og fremst er þekktur fyrir gamanleik og sönghlutverk, glímir hér við hinn bælda og vondapra kokkál og gerir honum fantagóð skil og sýnir að hann er fyrst og fremst góður leikari og sem slíkur jafnvígur á gaman og alvöru. Pálmi Á. Gestsson leikur úrhrakið og ofbeldismanninn Pollock, týpa sem er ekkert nýjabmm fyrir hann að fást við. Pálmi er stór og kraftmikill leikari og fer vel með þetta hlutverk, en verð- ur eins og fleiri fyrir barðinu á spennulítillri uppsetningaraðferð. Smá tittlingaskítur, það að láta Pollock byrja svona snemma að handleika hnífinn tekur ógnina ansi mikið úr þeirri senu þar sem hnífurinn er í aðal- hlutverki. Reed er í höndum Randvers Þor- lákssonar. Persónan er á margan hátt best unnin frá höfundarins hendi, býr yfir mestum mótsögnum og er í raun skítsokkurinn í verkinu. Randver nær ekki að skapa úr honum trúverðuga persónu og sú ógn sem Reed á að skapa kemst aldrei til skila og verður fremur flatur og átakalxtill í meðfömm Randvers. Anna Kristín Arngrímsdóttir og Stefán Jónsson fara með lítil hlutverk og gera það af trúmennsku. Niðurstaða: Litlaus sýning sem einkennist af hetjulegum tilraun- um leikaranna við að blása lífs- anda í nasir andvana verks. Atburðir dagsins 1850 Skólasveinar hrópuðu pereal! (niður með hann) að Sveinbirni Egilssyni rektor Lærða skólans. Þeir voru að mótmæla skylduaðild að bind- indisfélagi skólans. 1874 Sí- amstvíburarnir frægu, Chang og Eng, deyja með þriggja klukkustunda millibili, 62 ára gamlir. 1914 Eimskipafélagið stofnað. 1934 Hvítur fátækling- ur finnur 500 karata demant í Suður-Afríku. 1975 Sjö fórust í þyrluslysi á Kjalarnesi. 1979 Iranskeisari flýr úr landi og leitar hælis í Egyptalandi. 1991 Eldgos í Heklu, stóð í fjóra daga. Afmælisbörn dagsins Benjamin Franklin 1706, bandarískur sljómskörungur og vísindamaður. David Lloyd Gcorge 1863, brcskur forsætis- ráðherra. Al Capone 1899, bandarískur glæpaforingi. Mú- hameð Alí 1942, bandarískur hnefaleikameistari. Dóni dagsins Ég viidi gefa handlegginn á mér upp í axlarliö til þess að hafa ekki lifað, cins og ég hel' gert.'Það cr í mér helvítis dóni, sem hugsar ekki um neitt nema peninga. Hann sér við gentlc- manninum. En />eir uilast aldrei viö. Hínar Benediktsson viö Þórö Sveinsson lækni. Málsháttur dagsins Það er ckki oft, að fógetinn kemur í Tálknafjörð. Annálsbrot dagsins Varð úti Einar Þorleifsson bóð- ir Bjöms ríka, áður hirðstjóri, á Sölvmannagötum. við 13. mann. Riðu tveir dauðir í söðl- unum, freðnir, til Staðar í Hrútafirði aptur. Vatnsfjaröarannáll elsti 1463. Orð dagsins Gekkstu þannig lífsins leið langa gtítu og breiða: Gerðir aðeins út úr neyð tíðnmt mtínnuni greiða. Egill Jónasson, 1899-1989, verka- maður á Húsavík. Skák dagsins Pólski meistarinn Akiba Rúb- enstein var í hópi bestu skák- manna heims á fyrri hluta ald- arinnar. Stíll hans var skáldleg- uf, leiftrandi af andríki og ærsl- um. Við skoðum skæra perlu úr skríni Rúbensteins í dag. Hann hefur svan og á leik gegn Belsit/.nian í skák sem tefld var í Varsjá 1917. Svarti ridd- arinn á d4 er í uppnátni en Rúbenstein hefur annað en undanhald í huga. Þeir sem finna fléttuna ættu að snúa sér að atvinnumennsku í skák! Svartur leikur og vinmtr. 1. ... Ii5l! 2. cxd4 h4 3. Dé2 Dxh2+I! Glæsilegt! 4. Kxh2 hxg3+ 5. Kgl Hhl Skák og mát!

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.