Alþýðublaðið - 19.01.1996, Side 3

Alþýðublaðið - 19.01.1996, Side 3
FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996 ALÞÝÐUBLAÐK) 3 s k o ð a n i r Uppskrift að atkvæðu Hvað þarf til að fjölga kjósendum Alþýðuflokksins? Eg var spurður þessarar spumingar á fundi hjá Félagi ungra jafnaðarmanna í Kópavogi í haust. Ég svaraði því til að ég skyldi Pallborðið | Baldvin Björgvinsson skrifar skrifa grein í Alþýðublaðið, til að svara spurningunni almennilega. Stefna og málefni eru ekkert vanda- mál hjá okkur, það þarf bara að koma þeim til fólksins. Fortölur er mikið og vel rannsakað svið innan sálfræðinnar. fólk hagi sér ekki samkvæmt skoðun- um sínum eru til dæmis: Félagslegur þrýstingur, fólk þorir ekki að skera sig úr, vill vera eins og hinir (það er erfitt fyrir bónda að segjast kjósa Alþýðu- flokkinn, bændur eiga jú að vera kratahatarar). Að fylgja fjöldanum, er líka að vilja vera eins og hinir (skýring á hluta af fylgi Sjálfstæðisflokksins). Þeir sem styðja Alþýðuflokkinn eru minnihlutahópur (nema í Hafnarfirði) og öðruvísi en hinir, þetta er því þung- ur róður. Að breyta viðhorfum Sá sem segir skilaboðin og skila- boðin sjálf. Þetta er grundvöllur við- horfabreytinga. Sá sem flytur skila- boðin verður að vera áreiðanlegur, þú trúir því frekar sem stendur hér ef sál- fræðinemi skrifar það, en ef hann er rafvirki. Þú trúir frekar því sem lyíja- ffæðingur segir um ákveðið lyf, frekar Við getum alveg haft hreinan meirihluta á þingi, við þurfum bara að fá jafnaðarmenn landsins til að merkja rétt við á kjördag. Mín tillaga er sú, að setja saman nokkurskonar herráð sem saman- stendur af stjórnmálafræðingi, sálfræðingi, félags- fræðingi, og öðrum fræðingum (sem nóg er af í flokknum), sem hefur það hlutverk eitt að fjölga kjósendum flokksins. Það segir sig sjálft að fortölur, eða hvernig á að sannfæra fólk um ákveðnar skoðanir, er vel rannsakað málefni. Fortölur eiga jú við í allri sölumennsku, þar með töldum stjóm- málum. Menn hafa þess vegna auðvit- að sett peninga í rannsóknir á því hvemig selja má meira og auðvelt hef- ur verið að fá fé hjá stjómmálamönn- um.til rannsókna. I rauninni má segja að fortölur sé eitt af best rannsökuðu málefnum sálfræðinnar, eitt af fáu sem hægt er að treysta á þeim bæ. Viðhorf Mörg félagsleg viðhorf (skoðanir) tengjast sterkum tilfinningum. Þarf ekki að nefna önnur dæmi en viðhorf til fóstureyðinga eða íþróttafélaga til að allir skilji við hvað er átt. Viðhorf eru frekar stöðug og erfitt að breyta þeim. Öll viðhorf eru sambland af sannfæringu, tilfinningum og gildis- mati og tilhneigingu til að hegða sér í samræmi við þau. Fólk á það þó til að hegða sér ekki í samræmi við viðhorf sín, það fer eftir að stæðum hverju fvinpi. Atriði sem geta orðið til þess að en orðum málara um sama mál. Sá sem flytur skilaboðin verður að vera trúverðugur, segir maðurinn satt, er hægt að treysta honum og því sem hann segir? Það er ekki hægt að segja að íslenskir stjómmálamenn hafi mik- inn trúverðugleika, traust er líka eitt- hvað sem maður verður að ávinna sér hjá öðrum. Traust fæst aðeins með einu móti, að svíkja fólk aldrei og vera heiðarlegur! Sá stjómmálamaður sem hefur trúverðugleika, hann á mikið. En þótt sá sem flytur skilaboðin skipti miklu máli þá skipta skilaboðin sjálf enn meira máli. En hvað er það sem ákvarðar hvort einhver skiptir um skoðun? Kjamaleið er ein aðferð sem verður að nota. Kjarnaleið felst í því að fylgja skilaboðunum vandlega og gáfulega eftir og nota rök og aftur rök og mótrök og rök. Þessari aðferð er aðallega beitt á þá sem em vel inni í málefninu sem fjallað er um. Til dæm- is þyrfti að nota þessa leið til að sann- færa bónda um ágæti stefnu Alþýðu- flokksins í landbúnaðarmálum. Það er hægt með réttri aðferð. Jaðarleið er önnur aðferð sem fólk notar til að taka ákvarðanir. Þessi aðferð snýr meira að einstaklingnum sjálfum. Ekki er notast við rök til að taka ákvörðun, heldur skiptir meira máli hver talar, aðalatriði málsins og í hvaða umhverfi og sam- hengi skilaboðin em gefin. Kjarna- leiðin byggist á rökhugsun. Jaðarleið- in er hins vegar einskonar þumalputta- regla. Farið er eftir sérfræðiþekkingu þess sem flytur skilaboðin, hvort hann er aðlaðandi eða ekki, eða bara lengd þeirra án tillits til innihalds. Að lokum Þegar einhver vill breyta viðhorfi sínu (skipta um skoðun), þá verða ým- is ljón á veginum, ýmiskonar andlegt misræmi. Skoðanir í einu máli stang- ast á við aðrar og svo framvegis. Það er of langt mál til að afgreiða hér. En eins og fyrr segir þá em viðhorf frekar stöðug, þeim verður ekki auðveldlega breytt. En með réttum aðferðum er það hægt. Ég tel að tími sé til kominn fyrir Alþýðuflokkinn, jafnaðarmanna- flokk íslands að fara að koma skila- boðum sínum á framfæri. En það er ekki sama hver gerir það og það er ekki sama hvemig það er gert. Stjóm- málamenn sem rúnir em trúverðug- leika sínum, og em ekki mjög áreiðan- legir í þokkabót, eiga ekki að sjást sem talsmenn okkar. Skilaboðin verða að hæfa þeim sem talað er til í hvert skipti fyrir sig, kjamaleið og jaðarleið, blandað saman eftir þörfum. Við- horfabreytingar eru heilmikil her- kænskulist, þannig fara stórir stjóm- málamenn og flokkar að. Við getum alveg haft hreinan meirihluta á þingi, við þurfum bara að fá jafnaðarmenn landsins til að merkja rétt við á kjör- dag. Mín tillaga er sú, að setja saman nokkurskonar herráð sem samanstend- ur af stjómmálafræðingi, sálfræðingi, félagsfræðingi, og öðmm fræðingum (sem nóg er af í flokknum), sem hefur það hlutverk eitt að fjölga kjósendum flokksins. Höfundur er sálfræðinemi. Email: baldvinb@rhi.hi.is JÓN ÓSKAR v i t i m e n n Bókin flýgur áfram, þrátt fyrir að hún sé á góðu máli. Umsögn Súsönnu Svavarsdóttur í Dagsljósi um skáldsögu Böðvars Guðmundssonar, Híbýli vindanna. Utvarpshlustandi: Hann var svo mikill dýravinur. Utvarpsmaður: Já, og svo mikill mannvinur líka. Samræða í beinni útsendingu útvarpsins um Guðmund G. Hagalín. Ég hugsa að hér kjósi allir A-listann vegna þess að B- listinn er svo ofboðslega veikur. Gylfi Páll Hersir, Dagsbrúnarmaður í DV í gær. Þeim væri víst skammar nær að biðja alla Dagsbrúnar- menn afsökunar fyrir kjaftinn á sjálfum sér. Um frambjóðendur B-listans. Lesendabréf í DV í gær. Hér var allt með friði og spekt og safnaðarstarf með miklum blóma þegar Flóki kom til starfa, hvað sem hann segir. Jón Stefánsson organisti i Morgunblaðinu í gær. Meginsök Þorsteins er þó sú að selja SR-mjöl langt undir sannvirði og sólunda með því opinberu fé. Sverrir Hermannsson um Þorstein Pálsson í Mogganum í gær. Er ekki meira en nóg komið af deilum innan kirkjunnar? Jónas Gíslason vígslubiskup í Morgunblaðinu í gær. fréttaskot úr fortíð Framleiðsla fornmenja Verksmiðjur, sem framleiða fom- minjar í stórum stfl, eru fyrirbrigði, sem við höfum lengi þekkt í Evrópu, en nú byrja Austurlönd einnig að láta til sín taka í þessari „iðngrein". Lögreglan í Kairo hefir komist á snoðir um að verksmiðja ein þar í borginni framleiði sviknar „mumi- ur“. Verksmiðjan hefir selt geysi- lega, en nú hefir starfsemi hennar verið stöðvuð. Alþýðublaðið Sunnudaginn 5. janúar 1936 h i n u m e g i n "FarSide" eftir Gary Larson Forsetaefnum fjölgar stöðugt enda talsvert til í þeim orðum Jóns Sigurðssonar banka- stjóra í Alþýdubladinu i gær, að vilji menn sýna öðrum fyllstu kurteisi um þessar mundir þá orði þeir við þá forsetafram- boð. Listinn yfir möguleg forsetaefni er orðinn ærið skrautlegur: Guðrún Agnarsdóttir læknir, Snorri Óskarsson eld- klerkur, Pálmi Matthías- son sóknarprestur, Ólaf- ur Ragnar Grímsson al- þingismaður, Bryndís Schram framkvæmda- stjóri, Pétur Kr. Haf- stein hæstaréttardómari, Ólafur Egilsson sendi- herra, Davíð Oddsson forsætisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins, Jón Sigurðsson banka- stjóri og fyrrverandi ráð- herra, Páll Skúlason prófessor, Guðrún Pét- ursdóttir lífeðlisfræðing- ur, Ellert B. Schram fyrrverandi ritstjóri, Andri ísaksson sálfræðingur, Ólafur Ragnarsson út- gefandi og Vésteinn Óla- son prófessor. Auðvitað væri gaman ef allt þetta ágæta fólk hellti sér í slag- inn - þá gæti 7% fylgi dugað til að hreppa hnossið... Ragnar Jónsson sér- legur orgelspilari séra Flóka Kristinssonar Langholtsklerks kom skemmtilega á óvart í gær, með því að tilkynna um framboð sitt til emb- ættis forseta íslands. Með þessu hefur Ragnari tekist að tengja nafn sitt við þau tvö mál sem heitast brenna á vörum almenn- ings þessa dagana. Þetta heitir að stela senunni með stæl... Sérkennileg deila er nú komin upp milli þing- flokks Þjóðvaka og stjórn- ar BSRB. Þingflokkurinn hefur mótmælt samþykkt BSRB þar sem stjórn Sjúkrahúss Reykjavikur er gagnrýnd fyrir niðurskurð á starfsemi sjúkrahúss- ins.Bendir Þjóðvaki á að þessi gagnrýni sé mjög ósanngjörn, þar sem allur þessi niðurskurður sé ein- göngu þeim Ingibjörgu Pálmadótturheilbrigðis- ráðherra og Friðrik Só- fussyni fjármálaráðherra að kenna. Hvernig ætli Ögmundur Jónas- sonóháði bregðist við þessu... Þrjátíu ár höfðu liðið og þrátt fyrir að hann iðraðist þess ekkert sérstaklega að hafa kvænst Vöndu, keypt hús, eignast tvö börn og fengið sér venjulega 9-5 vinnu þá fann Pétur hvernig hugur hans hvarflaði æ oftar heim til gamla góða Ævintýralands... fimm á förnum vegi Myndir þú kjósa Pál Skúlason sem forseta Islands? Jón Snorrason bílstjóri: Ásmundur Daníelsson Nei, þessi framboðsmál eru vegfarandi: Nei, það myndi komin út í tómar öfgar. ég ekki gera. Eiríkur Aðalsteinsson við- Dagný Bjarnadóttir lands- skiptafræðingur: Nei. En ég lagsarkítekt: Nei, alls ekki. er reyndar ekki farinn að gera upp við mig hvern ég myndi kjósa. Elva Osk Olafsdóttir leik ari: Já, alveg eins, enda er maðurinn vel menntaður og skemmtilegur.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.