Alþýðublaðið - 19.01.1996, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.01.1996, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996 Sem pólitísk vítamínsprauta í samstarfi milli jafnaðarmanna- flokka á Norðurlöndum og í samvinnu þeirra og verkalýðshreyfinganna fær orðið „samstaða" (solidaritet) öfluga merkingu. Það er hvetjandi að hlusta á sjónarmið og taka þátt í umfjöllun um framtíðarmarkmið jafnaðarmanna, pólitískt samstarf þvert á öll landa- mæri og baráttu gegn atvinnuleysi í Evrópu. Háborðið Rannveig Guðmundsdóttir skrifar Um miðjan mánuðinn sótti ég tveggja daga fund SAMAK sem hald- inn var á Rönneberga kursgárd fyrir utan Stokkhólm, í forföllum formanns Alþýðuflokksins sem fór með sendi- nefnd Alþingis til Litháen. SAMAK er samstarfsvettvangur jafnaðarmanna- flokka og verkalýðshreyfingar á Norð- urlöndum. Janúarfundur SAMAK er einskonar aðalfundur samstarfsins sem forystumenn flokkanna og forystu- menn verkalýðshreyfinga leggja áherslu á að sækja. Þannig var það einnig nú, Paavo Lipponen forsætis- ráðherra Finnlands og Ingvar Carlsson forsætisráðherra Svfþjóðar sátu fund- inn frá upphafi en Gro Harlem Brundt- land forsætisráðherra Noregs og Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur mættu að lokinni minning- arathöfn um Mitterrand í París. Það voru fyrst og fremst Evrópumál á dagskrá þessa fundar. Þijú landanna eru nú aðilar að Evrópusambandinu meðan Noregur og ísland standa utan þess en með þátttöku í samstarfí á evr- ópska efnahagssvæðinu. Fyrir Noreg og Island er það þýðingarmikið að fá hlutdeild í þeirri pólitísku umræðu sem tengist áformum og stefnumörkun þeirra Norðurlanda sem starfa innan Evrópusambandsins auk þess sem samráðsfundur af þessum toga tengist stefhumörkun Norðurlandaráðs. En það sem mér fannst áhugaverð- ast var að finna hin sterku áhrif sem lykilfólk í verkalýðshreyfingu hefur á sameiginlega stefnumörkun norrænna jafnaðarmanna. Sameiginleg baráttumál Það er líka athyglisvert að það fólk sem leiðir saman hesta sína á þessum vettvangi er þess mjög meðvitað að ef árangur á að nást í atvinnu- og efna- hagsmálum þarf sameiginlegt átak að koma til þvert á öll landamæri og enn- fremur að pólitísk barátta fyrir réttind- um launþega á að ná til fólks í þeim löndum þar sem réttindi launþega eru rýr svo sem í fyrrum austantjaldslönd- um og þriðja heiminum. Það voru fá en stór mál á dagskrá fundarins. I fyrsta lagi var fjallað um fyrirhugað efnahags- og myntbandalag Evrópusambandsins, reynt að varpa ljósi á stöðuna og hvaða spumingum væri ósvarað varðandi þau áform sem uppi eru. Þá var fjallað um fyrirhugaða Evrópuráðstefnu Norðurlandaráðs og meginsjónarmið í álitsgerð jafnaðar- manna sem þar verður leitað stuðnings við. Síðast en ekki síst var fjallað um þá kröfu sem norrænir jafnaðarmenn setja fram um að ákvæði um félagsleg réttindi launþega verði sett inn í al- þjóðlega viðskiptasamninga sem Norðurlönd standa að. Samstaða Eitt sterkasta slagorð jafnaðarmanna í tímans rás er SAMSTAÐA (solidarit- et). Þetta er ekki innihaldslaust slagorð - þetta er leiðarljós jafnaðarmanna hvar sem þeir bindast samtökum eða vinna að sameiginlegum verkefnum. Sameinuð stöndum við og baráttumál jafnaðarmanna á Norðurlöndum hafa náð hljómgrunni í Evrópu og þannig skilað sér inn í framkvæmdaáætlun Evrópusambandsins. A það bæði við um Allan Larson-skýrsluna og svo- kallaða Auken-skýrslu. Allan Larson er fyrrverandi fjármálaráðherra Sví- þjóðar og leiddi hann nefndarstarf og tillögugerð um skipulega áætlun um að minka atvinnuleysi í Evrópu um helm- ing fyrir aldamót. Verkefnið var upp- haflega unnið á norrænum vettvangi jafnaðarmanna en síðar í samvinnu jafnaðarmannaflokka í Evrópu og voru meginatriði skýrslunnar tekin inn í svokallaða Hvítbók Evrópusambands- ins. Svend Auken er fyrrverandi for- maður danskra jafnaðarmanna og mik- ilvægar tillögur úr norrænni skýrslu sem unnin var undir hans stjóm hafa verið teknar upp sem markmið Evr- ópusambandsins í umhverfismálum. Jafnaðarmenn hafa lagt mikla áherslu á sameiginlega ábyrgð vestur-Evrópu varðandi aðgerðir og úrbætur í um- hverfismálum til dæmis í fyrrum aust- antjalds löndum. Tengsl við verkalýðs- hreyfingu Að sækja samráðsfundi jafnaðar- manna á Norðurlöndum er mér jafnan sem pólitísk vítamínsprauta og svo var einnig nú en hinir sameiginlegu fundir með verkalýðsforystu vekja mjög til umhugsunar. Það er athyglisvert að í þeim stóm málum sem hér er drepið á voru fulltrúar verkalýðshreyfinga ffummælendur og það var afar áhuga- vert að skynja hin eðlilegu samráð for- ystumanna flokkanna og forystumanna launþega um leiðir að sameiginlegu marki, hvemig halda skuli á stóm mál- unum, hvað beri að varast. Maður situr eftir með þá tilfinningu að sl£k vinnu- brögð beri ríkulegan ávöxt. Það er langt um liðið síðan viðskiln- aður varð með formlegu samstarfi Al- þýðuflokks og verkalýðshreyfingar. En þrátt fyrir að ekki sé sömu sam- tvinnun til að dreifa eins og þeirri sem enn er við lýði á Norðurlöndum þá eigum við öfluga fulltrúa í hópi þeirra er sinna launþegabaráttu. Verkalýðs- málanefnd Alþýðuflokksins er sam- ráðsvettvangur innan okkar flokks og þann vettvang eigum við að virkja bet- ur í sameiginlegu átaki fyrir hagsmun- um launþega. Það er enn mikilvægara íyrir þingflokk og flokksforystu nú þar sem lykilmaður úr verkalýðsforystu Karl Steinar Guðnason var þingmaður Alþýðuflokksins á annan áratug og Launagreiðslur — verktakagreiðslur Launamiðum þarf að skila í síðasta lagi 21. janúar Til að tryggja frádrátt frá tekjum af atvinnurekstri þurfa vinnu- veitendur að afhenda skattstjóra upplýsingar um launagreiðslur og/eða verktakagreiðslur vegna vinnusamninga á árinu 1995. Að öðrum kosti er skattstjórum heimilt að synja um frádrátt vegna slíkra greiðslna, sbr. breytingar sem gerðar hafa verið á 31. gr. skattalaganna. Munið því að skila tímanlega! RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Skilafrestur rennur út 21. janúar Allir þeir sem greitt hafa laun eða verktakagreiðslur á árinu 1995 eiga að skila launamiðum ásamt launaframtali til skattstjóra. myndaði mikilvægan hlekk milli flokks og verkalýðsforystu, en þann góða hlekk hefur þingflokkurinn misst. Það er sannfæring mín að við eigum möguleika á að eiga öflugra samráð við launþegasamtök en hingað til, bæði með formlegum og óformlegum samráðsfundum. Það er verkefni sem við eigum að takast á við af krafti og fullri einurð og saman leita nýrra leiða til árangurs. Góð tengsl og gagnlegur vettvangur Þó við höfum ekki tækifæri til að sækja alla SAMAK fundi hefur það reynst okkur gagnlegt að efla tengsl með þátttöku á þessum aðalfúndum og með samstarfi jafnaðarmanna í Norð- urlandaráði, með því kynnumst við baráttuaðferðum, áformum og árangri. Þessi tengsl gera okkur meðal annars kleift að fylgjast með þróun mála gagnvart Evrópusambandinu, kynnast afstöðu Norðurlandaþjóðanna til meg- inmála og stefnumörkunar sambands- ins og taka þátt í umfjöllun þar um. Slíkir fundir fá rneira vægi sökum þess Það er sannfæring mín að við eigum mögu- leika á að eiga öflugra samráð við launþega- samtök en hingað til, bæði með formlegum og óformlegum sam- ráðsfundum. Það er verkefni sem við eig- um að takast á við af krafti og fullri einurð. að hér skortir ærlega pólitíska umljöll- un og skoðanaskipti um Evrópusam- bandið kosti þess og galla. Alþýðu- flokkurinn einn flokka hefur viljað hleypa þeirri umræðu af stokkunum en hlýtur engar undirtektir annarra stjóm- málaflokka. Samak-fundurinn sendi frá sér yfirlýsingu sem í lauslegri þýð- ingu fylgir þessum hugleiðingum mín- um. ■ Höfundur er formaður þingflokks Alþýðuflokks ■ SAMAK - samstarfsvettvangur jafnaðarmannaflokka og verkalýðshreyfingar á Norðurlöndum Yfirlýsing frá ársfundi SAMAK í Rönneberga 12. janúar 1996 Ríkjaráðstefna Evrópusam- bandsins 1996 - Mikilvæg for- gangsatriði fyrir samborgarana Evrópusambandið verður að svara þeim áskorunum sem Evrópa stend- ur frammi fyrir. Til að samborgarar í Evrópu beri traust til Evrópusam- bandsins er þess krafist að ríkjaráð- stefnan 1996 bæti möguleika sam- bandsins til þess að bregðast við mikilvægustu áskorunum. Verkalýðshreyfingin á Norðurlönd- um lítur svo á að atvinnustarfsemi og vinnumarkaðspólitík, jafnréttis- málin, umhverfismálin ásamt lýð- ræði og upplýsingaskyldu séu for- gangsmál ríkjaráðstefnunnar. Atvinnuleysið er ennþá stærsta efnahags- og félagslega vandamál Evrópusambandsins. Verkalýðs- hreyfingin á Norðurlöndum hefur markvisst unnið að því að efla eða styrkja hið pólitíska takmark á Evr- ópuvettvangi hvað varðar eflingu aðgerða til styrktrar atvinnustigi. Við höfum með skýrslum og tillögum, m.a. Larson- og Auken-skýrslunum, haft þau áhrif á stjórnmálin í Evrópu- sambandinu á mjög afgerandi hátt. Fyrir ríkjaráðstefnu Evrópusam- bandsins krefjumst við að nýr kafli um atvinnumál verði settur inn í grundvallarsamþykktir Evrópusam- bandsins. Þessi kafli á að innihalda skýr markmið og ákveðna fram- kvæmdaáætlun til að gefa markmið- inu um fulla atvinnustarfsemi jafn mikið gildi og þeim kröfum sem sett- ar eru fram til að verða þátttakandi í efnahags- og myntbandalagi Evr- ópu. Til að ná auknu atvinnustigi er mikilvægt að hafa sameiginlega skoðun á efldri vinnumarkaðspólitík og samþættum efnahags- og pólit- ískum aðgerðum til að mæta sam- drætti í efnahagsmálum. Markmiðið að minnka um helming atvinnuleys- ið í Evrópu fram til ársins 2000 verð- ur að vera vegvísir fyrir pólitíkina í Evrópu. Hvað varðar Efnahags- og mynt- bandalagið stöndum við frammi fyr- ir þeirri staðreynd að mörgum mikil- vægum pólitískum spurningum er enn ósvarað. Spurningin um það hvernig maður ætlar að haga tengsl- unum milli þeirra sem taka þátt í EMU (efnahags- og myndbandalagi) frá byrjun og þeim sem ef til vill koma inn í það bandalag síðar eða velja að standa alveg fyrir utan, verður fljótlega að leggja línur svo þarna skapist ekki tómarúm óvissu og spákaupmennsku. Ein af þýðingarmestu áskorunum Evrópusambandsins á komandi ár- um er að nýta sér það sögulega tækifæri sem við stöndum nú frammi fyrir, að stækka Evrópusam- bandið til Eystrasaltslandarina og- annarra landa í Austur- og Mið-Evn ópu. Það er þýðingarmikið að styrkja samvinnu grannríkja á Eystrasalts- og Barentsvæðunum. Það eru hagsmunir allrar Evrópu að þessi samruni eigi sér stað mark- visst til þess að styrkja lýðræði og jafna hinn mikla mun í lífsafkomu og aðstæður á vinnumarkaðnum. Þetta er þýðingarmikið fyrir hina félags- legu og efnahagslegu þróun í grann- ríkjum okkar og ekki síst fyrir stöðug- leika og frið. Ríkjaráðstefna Evrópusambands- ins hefur það verkefni meðal annars að fara í gegnum ákvörðunarferli sambandsins. Til að auka þekkingu og skilning samborgaranna á Evr- ópusambandinu er mikilvægt auka upplýsingaskyldu og einfalda ákvörðunarferlið. Á vissum sviðum svo sem eins og í umhverfispólitík lítum við svo á að möguleikana á meirihluta ákvörðunum verði að auka. Gegnum félagsmálakafla Maast- richt-samkomulagsins fengu vinnu- markaðssamtökin aukin áhrif innan sambandsins. Það er brýnt að gæta þess nú að þessi ákvæði um grund- vallar réttindi launþega séu færð inn í grundvallarsamþykktir þannig að ákvæðin eigi við öll lönd í Evrópu- sambandinu. Krafa um félagslegt ákvæði Jafnaðarmannaflokkarnir og verka- lýðshreyfingarnar á Norðurlöndum láta ennfremur í Ijós einlægan stuðn- ing við að félagsleg ákvæði verði sett inn í alþjóðaviðskiptasamninga og eru ákveðin í að vinna að því að slíkt ákvæði verði afgreitt á ráðherra- fundi Alþjóðaviðskiptastofnunarinn- ar (WTO) í Singapore í desember. Þetta málefni verður að setja fram í öðru alþjóðlegu tilliti svo sem eins og í Norðurlandaráði, ESB, ILO og OECD. Þetta félagslega ákvæði á að þyggja á alþjóðlega viðurkenndum grundvallarsamþykktum ILO um fé- lags- og samningarétt, þrælkunar- og þvingunarvinnu, barnavinnu og misrétti.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.