Alþýðublaðið - 19.01.1996, Blaðsíða 1
Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins
Þjóðvaki og Alþýðuflokk
ur sameini kraftana
„Samstarfið við þingmenn Þjóðvaka hefur gengið
ágætlega. Það er málefnaleg samstaða með þeim í
ýmsum stórmálum."
„Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að
þessir flokkar sameini kraftana á þingi
og sé það gjaman fyrir mér sem fyrsta
skrefið á lengri leið,“ sagði Jón Bald-
vin Hannibalsson formaður Alþýðu-
flokksins, aðspurður hvort hann væri
reiðubúinn til að auka samvinnu við
Þjóðvaka með það fyrir augum að
flokkamir sameinist. „Samstarfið við
þingmenn Þjóðvaka hefur gengið
ágætlega. Það er málefnaleg samstaða
með þeim í ýmsum stórmálum. Það er
því ekki einungis spuming um hvort,
heldur hvenær fulltrúar Þjóðvaka á
þingi draga rökréttar ályktanir af stöðu
sinni,“ sagði Jón Baldvin ennfremur.
I viðtalinu, sem birt er í heild á síðu
fimm, kemur meðal annars fram að
Jón Baldvin ætlar að gefa kost á sér
áfram sem formaður Alþýðuflokksins
á flokksþingi síðar á árinu.
Hann kvaðst ekki reiðubúinn að
lýsa yfir, hvem hann styður sem næsta
forseta enda eðlilegt að bfða uns rnenn
hefðu formlega gefið kost á sér. Hins-
vegar sagði Jón Baldvin að sig „fýsti
lítt“ að sjá Davíð Oddsson sent hús-
bónda á Bessastöðum.
„Davíð Oddsson hefur gegnt vel
sínu hlutverki sem fulltrúi valdakerfis
Sjálfstæðisflokksins í landstjóminni.
Eg er formaður í stjórnarandstöðu-
flokki og mig fýsir lítt að sjá fulltrúa
þessa valdakerfis á Bessastöðum."
Jón Baldvin. Gefur kost á sér áfram
sem formaður Alþýðufiokksins.
■ Utanríkisráðuneytinu þókn-
astekki leiðarar jónasar
Skaðar
mig ekki
- segir Jónas Kristjánsson
Utanríkisráðuneytið sendi í gær frá
sér tilkynningu þar sem það lýsir yfir
vanþóknun á tveimur leiðumm Jónasar
Kristjánssonar ritstjóra. Leiðaramir birt-
ust í DV 26. október á fyrra ári og 17.
janúar á þessu ári. Þar fjallar Jónas um
Boris Jeltsín Rússlandsforseta, en í síð-
ari leiðaranum segir meðal annars að
Jeltsín „velkist um ýmist timbraður eða
kófdmkkinn á almannafæri heima fyrir
og í útlöndum, leikandi fárveikur hlut-
verk fíflsins um vfðan völl...“ Álit utan-
ríkisráðuneytisins er að leiðarar Jónasar
séu „ósmekklegir og óviðeigandi".
Harmar ráðuneytið þessi skrif og lýsir
þeirri von að þau „hafi ekki skaðleg
áhrif á hið góða samband sem ríkir á
milli íslands og Rússlands". „Ég hef
ekkert við það að athuga að utanríkis-
ráðuneytið telji sig þurfa af diplómatísk-
um ástæðum að bregðast við á þennan
hátt,“ sagði Jónas Kristjánsson í samtali
við Alþýðublaðið. ,,Ég er ekki kunnugur
verksviði þeirra í smáatriðum, en ef þeir
telja að þetta sé innan þess þá skaðar
það mig ekki og enn síður blaðið. Hlut-
verk þess í tilverunni er annað en DV.“
Leikskáld taka flugið Á laugardag verður fyrsta verkið úr leiksmiðju Leik-
félags Reykjavíkur sýnt. Linda Vilhjálmsdóttir skáld i viðtali á baksiðu. A-mynd: E.ÓI.
■ Skuldasöfnun Reykjavíkurborgar minnkar verulega og rekstrarútgjöld lækka
samkvæmt nýrri fjárhagsáætlun
Höldum góðum dampi í öllum málaflokkum
-segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri
„Þetta er náttúrlega búið að vera
mikill bamingur að koma þessu sam-
an, en ég er sátt með það sem ég sé,
sérstaklega yfir því að rekstarúgjöldin
hafa lækkað og skuldasöfnun er að
minnka. Það hefur þurft að fara mjög
vel yfir alla málaflokka til að þetta
væri hægt án þess að við færum út í að
hækka skatta,“ segir Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgarstjóri sem í gær
lagði fram fjárhagsáætlun Reykjavík-
urborgar fyrir 1996.
Borgarsjóður er eins og vitað er afar
skuldsettur, heildarskuldimar em ríf-
lega 13 milljarðar króna. Ingibjörg
Sólrún telur það þó ávinning að á fjár-
hagsáætluninni sé ekki gert ráð fyrir
að skuldasöfnun borgarinnar aukist
nema um 500 milljónir, en þess má
geta að 1994, síðasta árið sem unnið
var eftir fjárhagsáætlun Sjálfstæðis-
manna, jukust skuldirnar um 2.675
milljónir.
„Það hefði í sjálfu sér verið hægt að
eyða þessum mun, til dæmis með því
að draga saman framkvæmdir um
fjórðung,“ segir Ingibjörg Sólrún.
„Það hefði lfka verið hægt að hækka
útsvarið úr 8.4 prósentum í 9 prósent.
Það hefði gefið okkur 600 milljónir í
aukatekjur. Við tókum hins vegar þá
ákvörðun að ekki væm forsendur til
útsvarshækkunnar, ríkisvaldið hefur
hækkað skatta á launafólk svo mikið
að við getum ekki fetað í sömu fót-
spor.“
En hvenær er þá raunhæft að
ímynda sér að Reykjavík geti farið að
borga skuldimar sínar?
„Við stefnum auðvitað að því að
grynnka á skuldunum. Við emm núna
að vinna að þriggja ára áætlun um
rekstur, fjármál og framkvæmdir
borgarinnar, eins og sveitarstjórnar-
lögin kveða reyndar á um. Þar emm
við að stefna að því að ná rekstrar-
gjöldunum enn frekar niður. Sam-
kvæmt þessari ljárhagsáætlun em þau
komin niður í 79 prósent af skatttekj-
um, við stefnum að því að ná þeim
niður í 75 prósent. Þá er kannski orðin
von til að við séum að komast í jafn-
vægi og hugsanlegt að við getum farið
Ingibjörg Sólrún setti upp áhyggju-
svip á blaðamannafundi í gær þar
sem hún kynnti fjárhagsáætlun
Reykjavíkurborgar. En hún segist
vera sátt eftir barninginn.
að borga niður skuldir. Og eins ef
gengur eftir með sölu eigna, þá væri
náttúrlega markmiðið að nýta andvirð-
ið til að greiða skuldir."
Ingibjörg Sólrún segir að þama sé
einkum átt við fyrirtæki sem vafasamt
er að borgin þurfi að eiga, til að
mynda Skýrr, Malbikunarstöð, Gijót-
nám, Jarðboranir og hlut borgarinnar í
Landsvirkjun.
I fjárhagsáætlunni er gert ráð fyrir
að skatttekjur borgarsjóðs á þessu ári
nemi rúmum 11.2 milljörðum króna,
en rekstrargjöld verði um 9.8 milljarð-
ar króna. Eftir segir Ingibjörg Sólrún
að standi um tveir milljarðar sem séu
aflögu í framkvæmdir.
„Þetta finnst mér dágóð upphæð í
framkvæmdir, þótt hún sé auðvitað
lægri en á ámnum þegar Ráðhúsið var
í byggingu," segir Ingibjörg Sólrún.
„Við höfum þurft að hagræða, en það
er enginn sársaukafullur niðurskurður.
Við erum ekki að leggja niður neinar
stofnanir eða gera einhverjar kúvend-
ingar. Mér sýnist við vera að halda
góðum dampi í öllum málaflokkum."
■ Sveinn Einarsson rekur
sögu leiklistar á íslandi í
Listaklúbbnum
Til skemmt-
unarog
fróðleiks
Mánudagskvöldin 22. og 29. janúar
verða dagsskrár í Listaklúbbi Leikhús-
kjallarans sem bera yfirskriftina Saga
leiklistar á Islandi. Dagskrár þessar
eru í umsjón Sveins Einarssonar leik-
stjóra. „Þetta verður nú svona í léttum
dúr,“ sagði Sveinn er við slógum á
þráðinn til hans. „Með mér verða tveir
leikarar, þau Jóhann Sigurðarson og
Ragnheiður Elfa Amardóttir, sem lesa
texta sem koma inn í spjallið, og
syngja jafnvel og leika. Þannig að
þetta verður svona til skemmtunar og
fróðleiks. í þessari röð. Fyrri dagskrá-
in rekur söguna til 1911, en sú síðari
nær fram á okkar daga. Ég tek efnið
allt öðrum tökum en í bók minni um
leiklistarsöguna og heilmargt nýtt
kemur fram, en efnistökin verða ekki
eins fræðileg. Þetta er fyrst og fremst
hugsað sem ánægjuleg stund og til að
sýna fram á að það er margt forvitni-
legt og skemmtilegt í leiklistarsög-
unni. Og þama er partur af menning-
arsögunni, sem kannski hefur ekki
verið sinnt nægilega mikið. Og svo
finnst mér nauðsynlegt að þekkja leik-
listarsöguna til að skilja forsendur
leiklistarinnar. En síðast en ekki síst
finnst mér sjálfum þetta svo skemmti-
legt.“
Dagskráin hefst bæði kvöldin
klukkan 20.30. Jóhann Guðm. Jó-
hannsson tónlistarstjóri Þjóleikhússins
mun sjá um tónlistarflutning.
Sveinn í léttum dúr.