Alþýðublaðið - 19.01.1996, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
7
o r n u r
Ef myndirnar minar láta
éinum manni í viðbót líða
ömurlega, þá finnst mér að ég
hafi unnið gott verk.
Woody Allen, 1979.
Ég hefði verið betri en Hitler.
Ég hefði getað flutt ræðurnar
hans miku betur. Það er
engin spurning.
Klaus Kinski, 1984.
Leikurinn á að vera stærri
en lífið. Handritin eiga að vera
stærri en lífið. Allt á að vera
stærra en lífið.
Bette Davis, 1982.
Allt í einu fara þeir
að láta mann leika móður
kvenhetjunnar sem maður hefði
sjálfur leikið fimm árum fyrr
- það gerist mjög snögglega.
Julie Christie, 1987.
Ef einhver af minni kynslóð
segir að hann hafi ekki reynt að vera
Brando, þá er hann að Ijúga.
James Caan, 1975.
Ef þú vilt ekki að menn sjái
á þér brjóstin, láttu þá vera að
fara úr skyrtunni.
Ellen Barkin, 1991.
Apocalypse Now fjallar ekki
um Vietnam, hún er Vietnam.
Þarna í frumskóginum vorum við,
alltof mörg, við gátum fengið alltof
mikla peninga og alltof mikil
tæki og, smátt og smátt,
gengum við af göflunum.
Francis Coppola, 1979.
John Huston sagði viö mig:
„Ég breyti aldrei neinu. Ef þeir
vilja hafa það svona, þá fá þeir það.
Ef þeir vilja vonda mynd, þá getum
við haft hana vonda. Það kostar
bara aðeins meira."
Robert Mitchum, 1989.
Að fara i rúmið með
einhverjum sem ég er ekki bálskotin
í - ég held að ég sé ekki nógu
fullorðin til þess.
Cher, 1980.
Það eina sem ég kunni
að meta við kvikmyndirnar
var að geta horft í hnakkann á
sjálfum mér sem ég hefði annars
ekki séð nema hjá klæðskeranum.
John Gielgud, 1983.
Meira að segja hinir
lauslátu geta fundið til sársauka.
Warren Beatty, 1975.
Ég held að það sé alþekkt keppni í
leikarastétt um hver geti sagt snjöll-
ustu hlutina um Marlon.
Jack Nicholson, 1976.
Allt slær mig út af laginu
- nema að gera kvikmyndir.
Elizabeth Taylor, 1977.
Kókaín er aðferð guðs til að tjá þér
að þú þénir of mikla peninga.
Robin Williams, 1990.
Ég er klassískt dæmi um alla
grínista - aldrei fyndinn nema
þegar ég er í vinnunni.
Peter Sellers, 1973.
Ég hef gert auglýsingar í Ástralíu
sem ég mundi borga þér fyrir að sjá
ekki - salthnetur, fiskstautar...
John Cleese, 1987.
Ég held að ég sé farinn að
öðlast dálítið sjálfstraust.
John Gielgud (á 71 árs afmaeli
sínu), 1975.
Gallinn við heiminn er að hann er
alltaf einum drykk á eftir manni.
Humphrey Bogart, 1949.
Við veltum því fyrir okkur hvort við
ættum að fara í frí eða fá skilnað.
Svo varð okkur Ijóst að ferð til
Bermuda er búin eftir tvær vikur en
að skilnað á maður allt sitt líf.
Woody Allen, 1972.
Graftarbólur, nærsýnis-
gleraugu, flasa - dæmigerður
Mitchum- aðdáandi.
Robert Mitchum, 1989.
Dýrasta listform sem hefurverið
fundið upp. Leonardo þurfti ekki að
biðja framleiðendur um peninga til
að teikna vangasvip. Hann þurfti
bara tíkall fyrir blýanti. Goya
gat málað þjóðarharmleikfyrir
tvöhudruðkall.
Mel Brooks, 1975.
Hvað er leiklist nema lygi og hvað er
góð leiklist nema sannfærandi lygi?
Laurence Olivier, 1982.
I bíó ertu strengjabrúða, á sviði
ertu foringinn.
Richard Burton, 1963.
Ég trúi ekki á líf eftir dauðann en
til vonar og vara tek ég samt með
mér nærföt til skiptanna.
Woody Allen, 1972.
Ég er líklega snillingur.
En ég hef enga hæfileika.
Francis Coppola, 1989.
Það er auðveldara að búa með
snillingi heldur en bjána.
Guilietta Massina (kona
Federico Fellini), 1985.
Satt að segja er ég með háskólapróf
í talmeinafræði. Ég ætlaði að taka
doktorspróf en leiklistin þvældistfyr-
ir. Það er synd, ég ætlaði alltaf að
gera eitthvað virðingarvert.
Madeline Kahn, 1975.
Ekkert afl er sterkara í kvikmyndum
en óttinn við að áhorfendum leiðist.
Norman Mailer, 1987.
Að leika er eins og að
missa niður um sig buxurnar:
maður stendur ber.
Paul Newman, 1982.
Leiklistin er eins og kynlífið. Maður á
að gera það, ekki tala um það.
Joanne Woodward, 1987.
Leikarar sem eru lengi í faginu
breytast annað hvort í leikstjóra
eða drykkjurúta.
Gene Hackman, 1985.
Sem maður er ég ekki mjög
spennandi. Sem leikari vona ég
að ég sé æsandi.
Willem Dafoe, 1989.
Þegar ég var átta ára missti
ég það út úr mér við pabba minn
að mig langaði að verða leikkona.
Hann gaf mér utan undir.
Greta Scacchi, 1984.
Ég er hræðileg slúðurkerling.
Ekki trúa orði af því sem ég segi.
Alec Guinness, 1986.
Það er enginn 22 ára. Ég á skó
sem eru eldri en það.
Syivester Stallone, 1985.
Ameríkumenn gera
bara barnamyndir. Ég fer ekki
þangað nema mér sé boðið.
Ég mundi aldrei fara þangað til
að snapa mér vinnu.
John Hurt, 1984.
Hann er dýrlega undirförull
og níðangurslega fyndinn.
Ég er viss um að helminginn
af því sem hann lætur út úr sér
segir hann til að rugla unga
kvikmyndagerðarmenn.
John Boorman (um Jean-Luc
Godard), 1985.
Mikilvægasti eiginleikinn er að kon-
an viti ekki að hún er falleg eða trúi
því ekki. Það er ekkert sem mér
finnst meira óaðlaðandi en kona
sem veit að hún er falleg, sem veit
að karlmenn horfa á hana.
Roger Vadim, 1975.
Kvikmyndagerð er eins og sáðlát.
Aðeins ein af milljón kemst alla leið.
Claude Lelouch, 1985.
Að vera góð í rúminu þýðir
að ég er komin undir sæng og
mamma færir mér kakó.
Brooke Shields, 1990.
Undireins og maður kemur á töku-
stað er manni sagt af hverjum mað-
ur geti keypt það. Cher segir að það
verði reistur minnisvarði um okkur-
tvær stelpur sem fóru í gegnum
Hollywood og tóku aldrei kókaín.
Teri Garr, 1981.
Hvort ég er hrædd við dauðann?
Alls ekki. Það verður mikill léttir. Þá
þarf ég ekki að tala lengur við þig.
Katherine Hepburn, 1990.
Eisenstein virðist vera eintómt form
og ekkert innihald. Chaplin er inni-
hald og sama og ekkert form. Eng-
inn hefði komist upp með að taka
kvikmyndir jafn flatneskjulega og
Chaplin. Enginn hefði getað verið
jafn skeytingarlaus um söguna og
Eisenstein. En báðir eru þeir stór-
brotnir kvikmyndahöfundar.
Stanley Kubrick, 1980.
Ég er ekki bitur vegna þess hvernig
Hollywood fór með mig, heldur
vegna þess hvernig farið var með
Griffith, von Sternberg, Buster Kea-
ton og hundrað aðra.
Orson Welles, 1985.
Ég hef aldrei gert mynd sem kemst
nálægt því að geta talist meistara-
verk. Ekki einu sinni í áttina að því.
Woody Allen, 1989.
Pauline Kael er Rambo kvikmynda-
dómaranna...sturluð plastpokakerl-
ing.
Alan Parker, 1990.
Ég var svo horuð að fólk gaf mér
viðurnefnið stechetto- spýtan. Ég
var löng, mjó, Ijót og svört eins og
arabastelpa. Ég varfurðuleg í útliti.
Ekkert nema augun. Það var ekkert
hold á beinunum.
Sophia Loren, 1964.
Frægðin hefur sína kosti
- ég get alltaf fengið borð á
veitingahúsi. Gallinn er að
aðdáendur taka vídeómyndir af
mér meðan ég er að borða.
Steve Martin, 1987.
Fólk heldur að ég hafi verið fæddur
í kjólfötum með pípuhatt.
Fred Astaire, 1976.
Ég virðist ekki hafa hæfileikann
til að njóta frægðarinnar eins og
á að njóta hennar.
Clint Eastwood, 1976.
Snilligáfa er að taka eitthvað sem
er flókið og gera það einfalt.
George Hamilton, 1986.
Satt að segja veit ég ekki hvað
góð vinátta gerir fyrir mann eða til
hvers hún er. Ég skil hana ekki.
Sally Field, 1986.
Þú kemst að því hverjir eru
raunverulega vinir þínir þegar þú
lendir í hneykslismáli.
Elizabeth Taylor, 1965.
Þú mundir ekki trúa sumu
af því sem þeir hafa sagt um mig.
Eins og gagnrýnandinn sem
sagði að ferillinn minn væri
dularfyllri en vöggudauði.
Sylvester Stallone, 1988.
Við vorum svo fátæk
að móðir mín hafði ekki
efni á að eiga mig. Konan í
næsta húsi fæddi mig.
Mel Brooks, 1974.
Hún var mjög smitandi,
þessi árátta að til að verða
sannur listamaður þyrfti maður að
farga sér eða ganga af göflunum.
Menn báru brjálæðið utan á sér eins
og heiðursmerki. Ég þekkti menn
sem gengu fram af húsþökum.
Sam Shepard, 1987.
Auðvitað voru eiturlyf skemmtileg.
Einmitt þess vegna eru þeir sem
berjast gegn þeim svona heimskir-
þeir geta ekki viðurkennt það.
Anjelica Huston, 1990.
Aðdáendur mínir voru ekki ungir fal-
legir menn. Ég lenti óhamingjusöm-
um manngreyjum af vitlausraspítul-
um. Brjálæðingum sem hvísluðu að
þeir myndu biðja fyrir mér, sem
sendu mér löng Ijóð um Guð og
endurholdgun. Hinir fáu útvöldu
með mark á enninu hafa alltaf laðast
að mér og ég að þeim.
Mai Zetterling, 1987.
eh. íslenskaði úr The Wordsworth
Dictionary of Film Quotations.
Alþýðublaðið
- kynningaráskrift
aðeins 750 krónur á mánuði!
Hallgrímur Helgason Egill Helgason Arnór Benónýsson Hrafn Jök-
ulsson Kolbrún Bergþórsdóttir Halldór Björn Runólfsson Jónas Sen
Þóra Arnórsdóttir Vilhjálmur Þorsteinsson Rannveig Guðmundsdóttir
Svavar Gestsson Þorsteinn Antonsson Magnús Árni Magnússon Jón
Baldvin Hannibalsson Gudmundur Andri Thorsson Jónas Hallgríms-
son Birgir Hermannsson Hrönn Hrafnsdóttir og öll hin
- býður einhver betur?
S í m i
5 6 2
5 5 6 6