Alþýðublaðið - 24.01.1996, Page 1

Alþýðublaðið - 24.01.1996, Page 1
■ Jákvæðar undirtektir Þjóðvaka við hugmyndum um samvinnu við Alþýðuflokkinn Formlegar viðræð- ur á næstu dögum -segir Jón Baldvin Hannibalsson. Rannveig Guðmundsdóttir formaður þingflokks Alþýðuflokksins: Mín trú að tekið verði í útrétta sáttahönd. Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir þingmaður Þjóðvaka: Sameining gæti verið í augsýn. „Mér er ánægjuefni að viðbrögðin hafa reynst jákvæð. Eg geri ráð fyrir því að nú á næstu dögum munum við taka upp formlegar viðræður okkar í milli um málið,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson í samtali við Alþýðu- blaðið í gær um viðbrögð Þjóðvaka við tillögum hans um samvinnu flokk- anna. í viðtali við Alþýðublaðið síð- astliðinn föstudag lýsti Jón Baldvin þeirri skoðun að fyrsta skrefið í átt til sameiningar jafnaðarmanna gæti orðið sameiginlegur þingflokkur Alþýðu- flokks og Þjóðvaka. I Þjóðvakablaðinu, sem út kemur í dag, er forsíðuviðtal við Jóhönnu þar sem hún fagnar fmmkvæði Jóns Bald- vins. Nánar er sagt frá viðtalinu við Jóhönnu annarsstaðar á síðunni. Jón Baldvin sagði að samvinna þingflokk- anna gæti orðið fyrsta skrefið á lengri leið. „Þetta gæti orðið prófsteinn á það hvað menn raunverulega meina þegar þeir boða aðgerðir um sameiningu jafnaðarmanna. Á bak við hlýtur að búa sú hugsun að gefa kjósendum raunverulegan valkost við núverandi stjóm,“ sagði Jón Baldvin. Rannveig Guðmundsdóttir formað- ur þingflokks Alþýðuflokksins fagn- aði því að fulltrúar flokkanna væru famir að tala um samstarf. Hún sagði: „Alþýðuflokkurinn á að vera með op- ið tilboð til Þjóðvaka því það er mín trú að það komi að því að tekið verði í útrétta sáttahönd." Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir þingmaður Þjóðvaka sagði að staða stjómarandstöðuflokkanna í skoðana- könnunum gæfi þeim sérstakt tilefni til að þjappa sér betur saman. Hún sagði ennfremur: „Ég vona að þeim auðnist að sameina kraftana fyrr en síðar og hver veit nema það sé í aug- sýn.“' Samkvæmt heimildum Alþýðu- blaðsins ræddu Jón Baldvin og Jó- hanna saman í gær, en Jón Baldvin vildi ekki tjá sig urn viðræður þeirra. Sjá viðtöl á baksíðu. Jón Baldvin Hannibalsson og Jóhanna Sigurðardóttir ræddu saman í gær um hugmyndir um samvinnu þingflokka Þjóðvaka og Alþýðuflokks. ■ Ástarbréf með sunnudagskaffinu IMýjung í Þjóðleik- húsinu Þjóðleikhúsið býður nú upp á leik- sýningu síðdegis á sunnudögum í Leikhúskjallar- anum. Sýnt verður leikritið Ástarbréf og njóta leikhús- gestir kaffiveit- inga meðan horft er á sýn- inguna. Leik- endur í Ástar- bréfuni eru Her- dís Þorvaldsdóttir og Gunnar Eyjólfs- son. Ástarbréf er hugljúft, bandarískt verk um mann og konu sem komin em á efri ár. Þau hafa þekkst allt frá bemsku og hafa haldið stöðugu bréfa- sambandi í gegnum árin. Samband þeirra hefur þróast í gegnum bréfin, dýpkað og tekið á sig ýmsar myndir. Aðstæður hafa þó valdið því að þau hafa aldrei náð alveg saman. Leikritið lýsir ást þeirra, tilfinningum og eftir- sjá. Ástarbréf vom sýnd við miklar vin- sældir á Litla sviði Þjóðleik- hússins fyr- ir tveimur árum og var farið með verkið í leikferð á 1 i ð n u sumri. Höfundur er bandariska leikskáldið A.R. Gumey, en það var Úlfur Hjörv- ar sem þýddi verkið. Þómnn S. Þorgrímsdóttir er höfúnd- ur leikmyndar, Ásmundur Karlsson haniiar lýsingu. Leikstjóri er Andrés Sigurvinsson. Forsýning verður á Ástarþréfum í Þingholti, Hótel Holti laugardaginn 27. janúar klukkan 15.00 á vegum Fé- lags íslenskra háskólakvenna og Kvenstúdentafélags Islands. Skilvísir þjófar Það vakti mikla athygli nýverið þegar brotist var inn í Bókavörðuna við Vesturgötu og ýmsu fágæti stol- ið. Þar á meðal voru bækur, póstpoki, faxtæki, skjaldamappa sem merkt var Stasi og innrömmuð mynd af Adolf Hitler. Þjófarnir virtust semsagt bæði áhugamenn um sögu og fagrar bókmenntir, en í Bókavörðunni var settur upp galdrastafur til að hindra frekari gripdeildir að næturþeli. Nú er komið á daginn að áhrif galdrastafsins voru enn meiri en búist var við: allt þýfið er til skila komið utan faxtækið. Ari Gísli Bragason verslunar- maður sagði að tækið kæmi væntanlega aftur í hús á næstu dögum. Þjóf- unum hefði hinsvegar verið sagt að þeir skyldu fyrir alla muni haida eftir myndinni af Hitler sáluga. A-mynd: E.ÓI. ■ Tuttugasti hver maður atvinnulaus 1995 6538 atvinnu- lausir í fyrra Árið 1995 voru um 6538 manns að meðaltali atvinnulausir á landinu, eða 5% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði, samkvæmt nýjum tölum frá vinnumálaskrifstofu fé- lagsmálaráðuneytisins. Atvinnuleysi jókst því um 0,2 prósentustig frá 1994 en þá voru 6209 atvinnulausir að meðaltali. Skráð atvinnuleysi 1995 skiptist svona eftir svæðum og kyni. Svæði_______________________Konur__________Karlar________Alls Höfuðborgarsvæðið 6,2%4,3%5,1% Landsbyggðin 6,6% 3,5% 4,8% Vesturland 5,0% 2,9% 3,7% Vestfirðir 2,0% 1,7% 1,8% Norðurland vestra 7,8% 3,5% 5,2% Norðurland eystra 6,7% 4,8% 5,6% Austurland 6,4% 3,8% 4,8% Suðurland 8,0% 3,8% 5,5% Landið allt 6,4% 4,0% 5,0% Rýnt í forsetaefni Alþýðublaðið birtir í dag veglega úttekt á þeim einstaklingum sem helst hafa verið orðaðir við forsetaframboð. Blaðið fékk til liðs við sig fólk sem er öllum hnútum kunnugt í kosningastarfi og bað það að vega og meta styrk og veikleika forsetaefna, hvaðan þau geta helst vænst stuðnings og hvað þau þurfi að til bragðs að taka til að gera sig gildandi í langhlaupinu á Bessastaði. ■ Jóhanna Sigurðardóttir óskar eftir viðræðum við Alþýðuflokkinn Fagnar frumkvæði Jóns Baldvins „Mér finnst rétt að verkin fari að tala í þessu sameiningarmáli." „Ég fagna því frumkvæði Alþýðu- flokksins sem fram kom í máli for- manns flokksins í Alþýðublaðinu í síð- ustu viku. Það var vissulega jákvætt framlag. Því svara ég einfaldlega þannig að fyrir hönd Þjóðvaka óska ég eftir viðræðum við Alþýðuflokk um samstarfið," segir Jóhanna Sigurðar- dóttir í viðtali við Þjóðvakablaðið sem út kemur í dag. I viðtalinu segir Jóhanna ennfremur: „Mér finnst rétt að verkin fari að tala í þessu sameiningarmáli. Mikilvægt er að flokkamir sem opnir eru fyrir þessu sameiningarferli, Alþýðuflokkur, Al- þýðubandalag og Þjóðvaki hefji nú þegar viðræður um þessi mál. Margir hafa séð fyrir sér að þingflokkamir geti starfað saman sem einn þingflokkur - þingflokkur jafnaðarmanna, en héldu sjálfstæði, þannig að þingmannahópar flokkanna yrðu samt til áfram sem sjálfstæðar einingar. Samstarfið getur þannig þurft að þróa í nokkrum áföng- um. Jóhanna segir að miklu skipti að hefja uppbyggingarstarfið sem fyrst og að jákvætt hugarfar sé afar inikilvægt. Flokkamir verði að bregðast við kröf- um og væntingum grasrótarinnar, og unga fólksins sérstaklega sem auðvitað verði að taka þátt í þessu ferli. H

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.