Alþýðublaðið - 24.01.1996, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 24.01.1996, Qupperneq 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ s k o ð a n MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996 i r fimiiiiiiftíiii 21052. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiöjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Hreppaflutningar nútímans Á næstunni verður ellefu manna heimili á Seltjamamesi leyst upp. Heimilismönnum verður tvístrað í allar áttir. Þeir vita ekki á þessari stundu hvað framtíðin ber í skauti sér. Þeir em fómarlömb möppudýra sem að undanfömu hafa setið og reiknað út hvemig hægt væri að draga saman í heilbrigðiskerfmu. í augum reikni- meistaranna em heimilismenn á Bjargi á Seltjamamesi aðeins tölur á blaði. Þessvegna verður heimih þeirra lagt niður og þeir fluttir nauðungarflutningum einsog hreppsómagar fortíðarinnar. Hjálpræðisherinn hefur í samráði við Ríkisspítala rekið heimili fyrir geðklofasjúklinga á Bjargi í 28 ár. Nú em ellefu sjúklingar á Bjargi, þar af einn sem hefur búið þar frá upphafí en meðal dval- artími er tólf ár. Bjarg er fyrst og fremst heimili, ekki meðferðar- stofnun, og þessvegna til muna ódýrara í rekstri en sérhæfðar geðdeildir. Kostnaður á hvem sjúkling á dag nemur nú fimmþús- und og þrjúhundmð krónum. Heildarframlög Ríkisspítala á ári em því rúmlega tuttugu milljónir króna. Geðdeildum Ríkisspítala er gert að skera niður um 40 milljónir frá síðasta ári, og stjómendur á þeim bæ ætla að ná helmingi þeirrar upphæðar með því að segja upp samningi við Hjálpræðis- herinn. Þetta er hinsvegar ömurlegt dæmi um það hvemig aurar em sparaðir á íslandi en krónunum kastað: Allir sjúklingamir á Bjargi munu þurfa vistun annarsstaðar. Þeir geta ekki búið einir, þeir þurfa athvarf og öryggi. í samtali við Alþýðublaðið í gær sagði einn af heimilismönnum á Bjargi: „Ætli þeir raði okkur ekki á deildimar inná Kleppi.“ Líklega. En það er einfaldlega miklu dýrara. Kostnaður við hvem sjúkling mun væntanlega þrefaldast. Svona er íslensk hagræðing í framkvæmd. Þess ber að geta að ákvörðun um lokun Bjargs var tekin innanbúðar á Ríkisspítulum. Heilbrigðisráðherra getur því skorist í leikinn og komið í veg fyrir þessa ósvinnu. Svo virðist sem fjárhagslega aðþrengdir yfirmenn' geðdeilda Ríkisspítala séu fyrst og fremst að reyna að koma kostnaði af heimilismönnum á Bjargi yfir á sveitarfélögin. Eflaust má færa að því nokkur rök að sveitarfélögin leggi sitt af mörkum, en að- ferðin sem notuð er af stjómendum Ríkisspítala er þá í senn smánarleg og ómannúðleg. Samstarf Ríkisspítala og Hjálpræðishersins hefur gengið ákaf- lega vel, og ánægja hefur ríkt með heimilið á Bjargi. Einsog fram kom í Alþýðublaðinu í gær fer heldur ekkert á milli mála að heimilismönnum líður vel þar sem þeir em, enda allt gert til þess að skapa þeim hlýlegt og öruggt umhverfi. Starfsmenn á Bjargi og Hjálpræðisherinn eiga heiður skilinn fyrir hversu vel er búið að fólkinu. Það er þessvegna þeim mun nöturlegra þegar allt hið góða starf er lítilsvirt og að engu gert, og heimilismönnum ráð- stafað einsog ómögum. Engin fjárhagsleg rök mæla með því að heimilinu á Bjargi sé lokað. Reyndar væri sönnu nær að efla og auka rekstur slíkra heimila, svo léttur baggi sem þau eru á ríkisvaldinu. Hin fjárhags- legu rök vega þó ekki þyngst. Mestu varðar að koma í veg fyrir að dálítill heimur ellefu manna sé lagður í rústir. Heimilismenn á Bjargi þjást af erfiðum sjúkdómi. Þeir geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér, þeir eru í sannarlega í þeim hópi sem minnst má sín. í sumra augum eru þeir greinilega aðeins tölur á blaði sem hægt er að skera niður. Alþýðublaðið skorar á ráðamenn að koma í veg fyrir það hneyksli sem í uppsiglingu er. ■ Hversdagsmirmi og þjóðlegir straumar Enda þótt ekkert byltingarkennt verði beink'nis fundið í sýningasölum höfuð- borgarsvæðisins er ýmis nýjung þar á ferð sem ef til vill á eftir að geta af sér viðhorfsbreytingar þegar fram líða stundir. Tvennt virðist lita listalifið með áberandi hætti. Annað er víxlun verk- skiptingar en hitt er uppgötvun lista- manna og upphaihing þeirra á listiðn og hvers konar handverki. Menning & listir Halldór Björn Runólfsson listfræðingur skrifar Augljósasta dæmið um hið fyrra - í merkingunni auglýstasta dæmið - er sýning bresk-bandaríska hannyrðafor- kólfsins, Kaffe Fassetts, í Hafnarborg. Hún hittir okkur í hjartastað með því að staðfesta „ég get líka-hvötina“ sem býr í okkur öllum, drauminn um að geta gefið „fúlum á móti“ langt nef. Sagan segir frá þessum einstæða snillingi - Fassett er vitanlega heimsþekktur eins og alhr hin- ir snillingamir sem hingað leggja leið sína - sem lærði að pijóna á svipstundu í enskri hraðlest. Ef marka má orð Þorvaldar Þorsteins- sonar í þættinum hjá Helga og Völu á laugardaginn má þakka forsjóninni að Kaffe Fassett skyldi taka upp pijónana en gleyma málverkinu. Ályktun Þor- valdar er þó ekki laus við karlrembu ef haft er í huga hvemig Fassett stal glæpn- um frá konunni góðu sem kenndi hon- um í hraðlestinni og öllum nafnlausum systmm hennar sem aldrei komast inn fyrir þröskuld Hafnarborgar. Það getur varla skoðast öðruvísi en hnökur á bar- áttu kvenna fyrir viðurkenningu hefð- bundinna starfa sinna þegar karlmaður sendir þeim langt nef með því að gerast heimsfrægur fyrir pijónaskap lærðum af þeim á mettíma. Maður hlýtur að spyrja: Er prjóna- skapur svona auðveldur? Ef svo er, getur þá verið að önnur kvenleg iðja sé eins og að drekka vatn? Hvers vegna hef ég aldrei heyrt talað um heimsfræga pijóna- konu? Eða er þetta eins og með kokkana og tískukóngana í Frakklandi? Allir vita að það er erfiðara fyrir konur að komast í raðir þekktra matargerðarmanna og skraddara en úlfalda inn fyrir nálaraug- að. En merkilegast þótti mér að sjá hve óvenjulega venjulegt allt þetta pródúkt er og laust við alla fmmlega hugsun. Þetta er bara venjulegur prjónaskapur byggður á stflbrigðum frá 17. og 18. öld. Eini munurinn er sá að Colbert hefði aldrei tekist að selja eitt einasta góbehn- teppi fyrir utan landamæri Frakklands ef vefarar Loðvíks XIV hefðu verið jafn hroðvirkir og Fassette og félagar. En ef svona „nýlunda“ trekkir þá er ekkert við því að segja. Og það besta af öllu er að Hafharborg tapar hvorki fé né vinsæld- um á þessari sýningu. Refillinn hennar Nínu Gauta. I Lista- safni Kópavogs er snöggtum frumlegri vefnaður þótt hann sé bæði málaður og lfmdur en ekki prjónaður. Það er meiri ferskleiki og minni tilgerð yfir þessari ævintýralegu langloku um 180 daga hnattferð þeirra Fihasar Fogg og Passe- portout en flestu því sem Nína hefur sýnt hér í heimahögunum. Nýlundan er sú að refillinn er prógramm-verk sem væntanlega er hugsað út ffá heimi smá- fólksins, enda fær Nína bersýnilega eitt og annað lánað úr herbergi sinna eigin bama. En þrátt fyrir svo fyrirframgefna áætl- un tekst Nínu það sem enn heldur nafhi Jules Veme á lofti; að höfða langt út fyr- ir þröng landamæri prógrammsins. Því sem konur tapa suður í Hafharfirði vinna þær aftur að nokkm í Listasafni Kópa- vogs. Galdurinn er að voga því öðmvísi vinnur maður aldrei neitt. Þá lexíu hefur Nína bersýnilega lært og brotið þamiig af sér hlekki eftirhermunnar. Margt býr í þokunni Eins og allir vita em Vestfirðingar manna göldróttastir. f gamla daga tókst þeim að magna upp svo gráleit veður að ratvísustu hetjur sáu ekki handa sinna skil og töpuðu sjálfum sér og reiðskjót- anum ofan í næstu keldu. Núna láta þeir sér nægja að halda úti fjörmiklu og sjálf- stæðu menningarlífi þrátt fyrir erfiða landshætti og náttúmleg áföll. Ef hlut- fállslega væri sami kraftur og kyngi í Reykvíkingum og sýnir sig vera í ísfirð- ingum væri ekki fráleitt að höfuðborgin gæti orðið menningarborg Evrópu árið 2000. bekk með menningunni eða náttúmnni. Það er eins og Jón vilji skipa fram- kvæmdaþörf mannsins á bekk með hreiðurgerð fugla, innrömmuninni á bekk með eggjaskuminni og sanna þar með að menningin sé hvergi undanþegin lögmálum náttúmmiar. Á meðan reynir Guðmundur að inn- ramma eigin reynslu með tilvísun í sigl- ingakort sem spanna hvorki meira né minna en hnöttinn sjálfan. Með þeim undirstrikar hann þau eilífu sannindi að frelsið er ekki fólgið í því ábyrgðarleysi að láta vaða á súðum. Sjómaður verður alltaf að stefna í ákveðna átt. Því er list- sköpun áþekk siglingu. Listamaðurinn verður að leggja niður fyrir sér frum- drögin áður en hann hrindir verkinu í framkvæmd. Með líkum hætti verður stýrimaðurinn að ákveða stefnuna áður en hann hrindir úr vör. Listsköpun er eins og Odysseifsför um ónumdar innri lendur hugans. Bakkelsi og búðatóftir Ef til vill speglast þessi nýi, þjóðfé- lagslegi postmódemismi best í verkurn þeirra Ástu Ólafsdóttur og Birgis Andr- éssonar. Ásta sýnir í efri sölum Nýlista- safnsins á meðan Birgir leggur undir sig galleríið á efri hæð Sólons Islandus. Ásta bakar ekki aðeins leirinn sem hún notar í tveimur aflíðandi verkum, öðru á pallinum en hinu í SÚM-salnum gamla, heldur bakar hún smákökur til að nota sem efhivið í hringlaga viðarverk á loft- inu. List Ásm er svo fleytifull af tílvísun- um í þjóðlegan heimilisiðnað og búsýslu IÞví sem konur tapa suður í Hafnarfirði vinna þær aftur að nokkru í Listasafni Kópavogs. Galdurinn er að voga því öðruvísi vinnur maður aldrei neitt. Sýning þeirra Guðmundar Thorodd- sen og Jóns Sigurpálssonar er gott dæmi um það sjálfstæða listalíf utan höfuð- borgarinnar sem lýtur eigin lögmálum með blessunarlegum hætti. Báðir byggja lágmyndir sínar á því sem ég nefndi upphafhingu handverks og listiðna. Slík nálgun er að sumu leyti í hróplegri and- stöðu við hugmyndrænt inntakið þvf bókstafurinn varar eindregið við hvers konar persónulegum tökum á borð við handavinnu þegar um hugmyndlist er að ræða. „Rétt“ hugmyndlist skal vera út- færð eins ópersónulega og frekast er unnt svo hugmyndin njóti sín ein og óskoruð. Þeir Jón og Guðmundur virða slíkan bókstaf að vettugi. Fyrir þeim vakir fyrst og fremst að víkka út hið ljóðræna tungutak myndlistarinnar með því að bæta við hana brotum úr smiðjunni. Jón notfærir sér flúraða og gyllta ramma, hvers lags karma og homlista sem uppi- stöðu í samsettum verkum sínum. Sam- an við þessi tilbúnu smíðabrot setur hann gjaman svartfuglsegg fyllt með gifsi. Þessi ljóðræna tilvísun í náttúruna lyftir verkum hans á óvenjulegt plan. Með eggjunum og römmunum í einu og sama verkinu er yfirstigin sú tvíhyggja sem jafnan skipar list annað hvort á að varla verður getur gert í sjálfu Árþæj- arsafni. Leitin að rótum íslensks.natK]- verks og tækni tengdri daglegum önntim virðist vera eitt áleimasta hugðarefni ís- lenskrar samtímalistar. Eins og stór hlutí íslenskra rithöfunda hafna myndlistar- menn okkar einhæfum erlendum vegvís- um og kjósa að takast á við sinn sértæka og sérstæða veruleik. Við skulum að vísu ekki halda að því ráði einvörðungu einlæg ættjarðarást. íslenskir listamenn vita sem vfst er að rótlausir ná þeir skammt. En þeir eiga samt hrós skilið fyrir áræðni í framsögn og hugmynda- ríki í uppsetningu. Þannig geta nú gestir Sólons íslandus nálgast hluta af þeim verkum sem Birgir Andrésson lagði upp með í Feneyjaför sína sem fulltrúi íslands á aldarafmæli þess Tvíærings - Biennalsins - sem er allra tvíæringa elstur og virtastur. Hekl- aðir þjóðfánar í sauðalitunum og undur- fagrar teikningar af uppgreftri búðatófta vöktu verðskuldaða athygli sýningar- gesta við Adríahafið. Vonandi eígum við eftir að taka Ust Birgis eins vel hér heima því þar er á ferðinni ekki óþjóð- legra pródúkt en Heklumyndir Ásgríms og Jóns Stefánssonar, eða Fjallamjólk Kjarvals. Munurinn er einungis sá að list Birgis er nútímalegri, talar beinna til okkar sem enn erum í fullu fjöri. ■ Atburðir dagsins 41 Caligula keisari Rómar drepinn. 1895 Randolph Churchill lávarður, leiðtogi breskra íhaldsmanna, deyr. 1908 Konur voru kosnar í bæj- arstjórn Reykjavíkur í fyrsta skipti. 1965 Winston Churchill, fyrrum forsætisráðherra Brcta og Nóbelshöfundur, deyr. 1985 Jón Páll Sigmarsson sigraði í keppni um titilinn „sterkasti maður heirns", fyrstur íslend- inga. Afmæiisbörn dagsins Hadrían 76, rómverskur keis- ari, lét reisa múr sem við hann er kenndur þvert yfir Norður- England til að verjast innrásum Skota. Ernest Borgnine 1917, bandarískur leikari. Neil Diam- ond 1941. bandarískur tónlist- armaður. Nastassja Kinski 1961, þýsk leikkona. Annálsbrot dagsins 1 Tálknafirði á Vestfjörðum dó einn maður, gekk aftur og kvaldi annan mann, gjörði stór- ar ónáðir á bænum, þar dó. Grafinn upp aftur tvisvar og í seinna sinni kominn á 4 fætur á grúfu f gröfinni. Þá tekið af honum höfuðið og stungið til saurbæjar. Síðan varð ekki vart við hann. Setbergsannát! 1696. Storka dagsins Húsagerðarlist er í rauninni storknuð tónlist. Friedrich von Schelling, 1775- 1854, þýskur heimspekingur. Málsháttur dagsins 111 er þeim einvera sem yfir illu býr. Krafa dagsins Sé hin útvortis lögun ekki sam- kvæm fegurðarinnar kröfum, getur maður ei verið ánægður jafnvcl með hið nytsamligasta, hið besUi verk. Tómas Sæmundsson, 1807-1841, prestur og Fjölniomaður. Orð dagsins Fallinn lofar margur maöur margan kauðann. Ætli ég verði annólaður eftir dauðann ? Jóhannes Guðjón Jónasson, 1862-1928. Skák dagsins Skákþraut dagsins er laufiétt, enda átti Herzog ekki í vand- ræðum með að stýra hvítu mönnunum til öruggs sigurs. Wittmann var að drepa mcð svörtum biskupi á d5, en Herzog kippir sér ekki upp við það heldur blæs til lokasóknar. Hvítur leikur og vinnur. 1. Hxh7+! Kxh7 2. Hh3+ Kg8 3. Dh6 Whittmann gafst upp, og ekki seinna vænna.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.