Alþýðublaðið - 24.01.1996, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 24.01.1996, Qupperneq 5
MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996 ALÞÝÐUBLAÐK) 5 bessastaðabardaqinn eika þeirra ójöfn, sumir 5spor sem getur reynsttil trafala, aðrir þykja jafnvel full flekklausir Ellert B. Schram PIús: „Ellert getur notað það í kosningabaráttu að hann er orðinn mjög sjóaður í diplómatahlutverki fyrir íþróttahreyfinguna í útlönd- um. Það mun hann áreiðanlega nota, auk þess sem hann hefur ver- ið þokkalega bjartur og farsæll í ritstjórastarfi - og að vissu leyti í pólitík." „Hann er drengur góður, ágætur tækifærisræðumaður sem býður af sér góðan þok'ka, en hefur kannski ekki mikla forsetaeiginleika um- fram það.“ „Hann er sympatískur og geð- þekkur maður, en hann hefur ekk- ert í það að verða forseti.“ Mínus: „Mig grunar að hann hafi mjög lítið til brunns að bera til að næra þjóðina vitsmunalega séð. Hann er svona svolítill Páimi.“ „Ellert hefur grafið undan tiltrú fólks með því að líta á embætti forseta eins og hverja aðra vinnu. Þetta virkar eins og hann sé reikull og sækist eftir embættinu svona meðal annarra metorða sem hann gæti hugsað sér.“ „Ellert vantar þá virðingu sem til þarf, hann hefur tapað of oft til að koma til greina sem sigurveg- ari. Styrkleiki hans kann að liggja innan íþróttahreyfingunni en veik- leiki í ofmati á eigin ágæti.“ „Fólki finnst hann vera dalandi stjarna. Hann líður líka fyrir að hafa farið í fýlu og hætt í pólitík." Bakland: „Ellert er þrátt fyrir allt forseti íþróttasambands Is- lands sem eru fjöldasamtök. Eg held líka að hann sé vel kynntur innan íþróttahreyfingarinnar og geti sótt fylgi þangað miklu fremur en Pálmi. fþróttamenn eiga kannski ekki eftir að fórna sér þús- undum saman fyrir hann, en hann á þó að geta nýlt sér þetta batterí að einhverju leyti.“ Næstu skref: „Ég held að það sé einna helst að ráðleggja honum að fara ekki í framboð." Guðrún Pétursdóttir Plús: „Það er erfitt að átta sig á Guðrúnu. Hún hefur margt til brunns að bera, menntun, hæfi- leika, tungumálakunnáttu. Það er verulega mikið bein í nefinu á henni og að því leytinu er hún eng- in Guðrún Agnarsdóttir eða Vigdís Finnbogadóttir. Ég mundi segja að hún væri þungaviktarmanneskja í embættið, ef.fólk á annað borð vill svoleiðis einstakling á forsetastól.“ „Það er einhver brilljans í henni og ef hún spilar rétt úr stöðunni held ég að hún eigi að hafa mikla möguleika." „Hún gæti veitt nýjum ferskleika inn í embættið með gáfum sínum, hugmyndaauðgi og glæsileika." „Það heyrast raunar raddir um að embættið megi ekki verða ein- hver einkaeign kvenna og að það gæti haft áhrif. Eflaust vegur þó þyngra að því hefur verið gegnt af konu með miklum sóma og margir munu telja rétt að kona gegni því áfram.“ „Ætterni hennar er bæði styrk- leiki og veikleiki. Hún nýtur efa- laust trausts margar sjálfstæðis- manna vegna þess en jafnframt eru þar ýmsir sem finnst nóg komið af Engeyjarættinni í æðstu stöðum og áhrifum hennar." Mínus: „Veikleiki hennar er hversu fáir þekkja hana og hvað hún hefur verið lítið í umræðunni. Hún þarf á öllurn þeim tíma að halda sem er til kosninga til að kynna sig og það er ákveðinn vandi að forsendurnar eru ekki ljósar, nefnilega við hverja er etja.“ „Ég held að það sé.veikleiki Guðrúnar að hafa verið í öllum þessum skæruhernaði. Þótt hún sé mikil baráttukona og hafi sýnt Davíð og Hrafni tvo í heimana, þá hefur hún fyrst og fremst virkað á mann sem nokkurs konar skæru- liði.“ „Það gæti reynst erfitt að ná stuðningi landsbyggðarinnar sem þekkir lítið til hennar, ef til vill að undanskildum Vestfjörðum." „Eiginmaður hennar er náttúr- lega ekki síður þekktur en hún og mér er ekki alveg ljóst hvort hann verði henni til framdráttar. Þó held ég að það gæti verið kostur fyrir konu sem sækist eftir forsetaemb- ætti að hún eigi mann sem er nógu sérstakur til að verða ekki eins og einhver drottningarmaður sem hangir aftan í henni. Mér sýnist að Ólafur Hannibalsson sé þess konar maður, en þó rná vera að þjóðinni kunni að þykja hann full sérvitur." „Guðrún þykir skondin, skemmtileg og sjarmerandi. Það er hins vegar þröngur hópur sem veit af því og vill gera hana að forseta. En þessi hópur er svo ánægður með frambjóðandann sinn að hon- um er mjög hætt við að ofmeta hana og möguleikana til að afla henni fylgis.“ Bakland: „Hún er náttúrlega á dálítið sérstökum stað stað í pólit- ík. Hún er af þessum fínu sjálf- stæðisættum en um leið virkar hún svolítið eins og svarti sauðurinn í fjölskyldunni með því að hafa ver- ið á móti Ráðhúsinu og ávarpa ’68-kynslóðina á nýársböllum. Hún gæti semsagt haft mjög breiða skírskotun í báðar fylkingar, til hægri og vinstri." „Hún getur náttúrlega fyrst og fremst vænst stuðnings meðal menntafólks. En það er líka styrk- leiki hjá henni hvaðan hún er ætt- uð. Thorsættin og Engeyjarættin og allt það fólk er mjög sterkt bak- land, ekki bara fjárhagslega sem skiptir auðvitað mjög miklu máli, heldur líka meðal þjóðarinar sem finnst hún vera af konungakyni og vill hafa slíka manneskju í for- svari." Næstu skref: „Það sem þarf fyrst og fremst að gera við Guð- rúnu er að fá hana til að vera hana miklu ábyrgari og landsmóðurlegri en í þessu viðtali sem var tekið við hana í sjónvarpinu á mánudaginn. Það þarf að gera hana mun yfir- vegaðri." „Guðrún er alveg óskrifað blað og af öllum frambjóðendum er flóknast að leggja upp kosninga- baráttu fyrir hana. Maður breytir. ekki ímynd Davíðs, Jóns Baldvins eða Ólafs Ragnars, maður lætur þá vera nokkurn veginn eins og þeir eiga að sér og reynir að forðast mistök. Hjá Guðrúnu erum við að tala um allt aðra hluti. Það þarf að móta ímynd hennar og reyna að koma henni til skila. Þetta er í raun spurning um að búa til einhvers konar persónu og því er kosninga- baráttan hennar að vissu leyti óskastarf fyrir menn sem eru svo ánægðir með sjálfa sig að þeir halda að þeir geti mótað einhverja draumakaraktera fyrir þjóðina.“ Steingrímur Hermannsson Plús: „Kostir hans eru þeir einir að hann er búinn að vera lengi í pólitík og á þrátt fyrir allt ákveð- inn hóp sem hefur á honum blint traust og fær honum aldrei full- þakkað fyrir öll árin sem hann stýrði þjóðarskútunni til andskot- ans. Þetta eru þrátt fyrir allt ein- hverjar þúsundir manna.“ „Steingrímur hefur náttúrlega áratuga uppsafnaða pólitíska reynslu. Hluta þjóðarinnar finnst hann líka vera sá stjórnmálamaður sem hefur skilið sig best - svona á sinn hátt. Það má heldur ekki gleyma luralegu fasinu sem vekur væntumþykju í huga helmings þjóðarinnar." „Steingrímur gæti reynst sterkur kandídat þegar baráttan fer að harðna. Hann er einn af vinsælustu núlifandi stjórnmálamönnum og hefur fylgi langt út fyrir sinn flokk.“ „Það er einkennilegt en satt að fólk virðist treysta Steingrími. Þess vegna gæti hann komist nokkuð langt þrátt fyrir að vera útjaskaður pólitíkus." Mínus: „Hann er of gamall og löngu orðinn þreyttur og búið að parkera honum. Raunar skorti hann alltaf þá dýpt sem þarf til að höndla forsetaembættið, enda var hann alla tíð fyrst og fremst klókur sáttasemjari og baktjaldamaður. Ég held það sé útilokað að þjóðin velji sér Steingrím sem forseta." „Ég held ekki að þjóðin sé á höttunum eftir afa sínum í þetta embætti og maður sem lætur múra sig inn í Seðlabanka í staðinn fyrir að gera eitthvað skemmtilegt í ell- inni hefur ekki karaktersveifluna sem þarf í þetta embætti.“ „Ég held að hans metnaður hans sé of rislágur, þótt hann sé ágætur maður. Þjóðinni þykir vænt um hann og hann hefur að mörgu leyti verið farsæll, en hann hefur ekki þá eiginleika sem þjóðin vill sjá í embættinu.“ „Eftir öll árin í pólitíkinni eru ótal axarsköft sem hægt er að herma upp á Steingrím þegar hent- ar. Það er líka spurning hvort þorra þjóðarinnar þyki hann núorðið ekki of púkó til að verða forseti." „Það er náttúrlega veikleiki að tala um að gegna stöðunni til fjög- urra ára, fólk vill stöðugleika í for- setaembættinu. Sjálfstæðismenn gætu þó bitið á agnið og metið það þannig að þarna leysist vandi Dav- íðs, því auðvitað mundi það henta honum betur að fara fram eftir fjögur ár. En kannski er þetta bara brella hjá Steingrími til að fá stuðning." Bakland: „Bakland Steingríms er þreytt eins og hann. Hann á sér fyrst og fremst stuðningsmenn í eldri kantinum, fólk sem er yfir fimmtugt og hefur ekkert að gera lengur í svona pjakka eins og munu verðu í kringum aðra fram- bjóðendur. Hann er hættur að vera foringi þannig að baklandið hans er núll.“ „Framsóknarmenn munu kannski fara vel með það, en ekki einu sinni þeir kjósa Steingrím. Þeir eru að reyna að vera nútíma- menn og hann minnir of mikið á gamla Framsóknarflokkinn. Obb- inn af Framsóknarflokknum mundi líklega frekar kjósa Davíð en Steingrím." Næsta skref: „Hiklaust að láta hann ekki fara fram.“ X Olafur Egilsson Plús: „Að því ég best veit er eini kosturinn við Olaf sem for- setakandídat að hann hefur dip- lómatíska reynslu og flekklaust mannorð.“ „Ólafur er grandvar og góður diplómati, óaðfinnanlegur maður, siðfágaður og kurteis heimsborg- ari.“ „Ef þjóðin vildi fá svona litla kóngsímynd eða svona lítil kon- ungshjón, þá mundu Ólafur og kona hans sóma sér vel. Mér finnst hann hafa talsvert nrikið í þetta og kannski ekki síður konan hans sem er mun litríkari manneskja. Þetta er gáfað fólk og kann sig afskap- lega vel.“ „Styrkleiki Ólafs felst fyrst og síðast í reynslu hans og þekkingu á erlendum samskiptum en veikleik- inn jafnframt í karakterleysi emb- ættismennskunnar.“ Mínus: „Ólafur er fulltrúi di- plómatíunnar og að rnörgu leyti hliðstæðan við Pétur Thorsteinsson í síðustu forsetakosningum. Ég held að hann eigi ekki neina möguleika á að afla sér vinsælda vegna þess að þjóðin ber enga virðingu fyrir embættismannastétt- inni lengur, né sendiherrum sér- staklega“ „Hann hefur unnið störf sín í kyrrþey og það veit enginn hver hann er. Eg held að eins og staðan er í dag þyrfti hann að lyfta grett- istaki til að ná einhverjum ár- angri." „Eftir að Pétur Thorsteinsson féll í kosningum finnst diplómöt- um án efa að störf þeirra á erlendri grund séu ekki metin að verðleik- um. An efa er það satt, enda álíta íslendingar að diplómatar séu menn sem hafa það náðugt í út- löndum, alveg burtséð frá því hvað þeir eru gáfaðir, vel lesnir og tala mörg tungumál." Bakland: „Hann hefur verið það mikið erlendis að það er ekki hægt að ímynda sér annað en að bak- landið hans sé mjög fámennt og mjög reynslulítið í öllum kosn- ingahasar." Næstu skref: „Ég gef mér að Ólafur sé það lítið þekktur að hann þurfi langmestu peningana í kosn- ingabaráttu. Það hefur verið talað um að þurfi á bilinu 10 til 20 millj- ónir króna og ég held að Ólafur kæmist ekki af með minna en 20 milljónir. Ég efast um að hann myndi leggja í slíkan kostnað."

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.