Alþýðublaðið - 24.01.1996, Síða 8

Alþýðublaðið - 24.01.1996, Síða 8
Samkvæmt skoðanakönnun DV í síðustu viku hafa stjórnarand- stöðuflokkarnir fjórir aðeins 30% fylgi samanlagt. Kolbrún Berg- þórsdóttir ræddi af þessu tilefni við fimm þingmenn og einn stjórnmálafræðing, bað um skýringar á þessari dapurlegu stöðu og spurði hvernig stjórnarandstöðuflokkarnir ættu að bregðast við ilÞYÐUBLiÐIS t. * 'mWFIU/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 Miðvikudagur 24. janúar 1996 Kristín Ástgeirsdóttir þingmaður Kvennalista Öll stjórnar- andstadan er í kreppu „Það er svosem ekki auðvelt að skýra þessa niðurstöðu, sérstaklega í ljósi þeirra aðgerða sem ríkisstjómin greip til um áramótin og stjómarand- staðan barðist gegn af mikilli hörku með nokkmm árangri. En svo virðist sem sú barátta hafi ekki skilað sér út í þjóðfélagið í jólaönnunum. Fyrir utan áðurnefndar aðgerðir hefur ríkis- stjómin verið mjög aðgerðarlítil og þar af leiðandi gert fátt til að valda óvinsældum. Þessi niðurstaða segir stjómarand- stöðunni að hún þurfi að herða róður- inn og koma málstað sínum betur til skila. Það sem er athyglisverðast við þessar tölur er útkoma Þjóðvaka. Flokkurinn hefur verið á stöðugri nið- urleið og horfir ekki fram á bjarta framtíð. Kvennalistinn finnst mér geta vel við unað; hann heldur nokk- uð sínum hlut. Slakt gengi Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags er athygl- isvert. I stuttu máli sýna niðurstöð- urnar að öll stjórnarandstaðan er í kreppu. Því hlýtur hver flokkur fyrir sig að taka á sínum málum. En kjörtímabilið er rétt að byrja og það þýðir ekkert að örvænta. Það á mikil gerjun eftir að eiga sér stað á þessu kjörtímabiii. Það er ég-alveg sannfærð um.“ Rannveig Guðmundsdóttir formaður þingflokks Alþýðuflokksins Flokkarnir setja hornin hver í annan „Ég held að í þessari skoðanakönn- un njóti stjórnarflokkarnir tímasetn- ingarinnar. Jólahátíð og áramót em tími friðar, gleði og bjartsýni, fjöl- skyldubönd em treyst og flestir líta jákvætt til komandi árs með von um betri afkomu og bjartari tíma. Fólk hugsar sem svo; nú stjómarflokkamir eru við stjórnvölinn, það er langt í næstu kosningar og svo sem í lagi að leyfa þeim að sýna betur á spilin eftir fremur aðgerðarlítið haust - ef frá em talin fjárlög og niðurskurður. Ekki má gleyma því að aðgerðir sam- kvæmt fjárlögum em ekki komnar til framkvæmda og ekki famar að bitna á fjölskyldum. Það er þinghlé og deyfð í stjórnmálaumræðu meðan vangaveltur um forsetaframboð blómstra í umræðunni. Stjórnarand- staðan átti marga snarpa og góða spretti á Alþingi á haustþinginu, ekki síst í lokaátökunum fyrir jól. Hún hefur fulla burði til að sinna því hlut- verki sínu að veita stjórninni sterkt aðhald, benda á aðrar leiðir og vekja nýja umræðu. Hinsvegar eru fjórir flokkar í stjórnarandstöðu. Einstak- lingar úr röðum þeirra em sífellt að vekja athygli á smæð flokkánna og gera úr því skóna að í þeirri smæð felist getuleysi. Umræða um samfylk- ingu og/eða sameiningu hefur á köfl- um verið áreitin án þess að slíkum orðum sé fylgt eftir í verki. í ræðu og riti setja stjómarandstöðuflokkar tals- vert homin hver í annan og því má ekki gleyma að trúverðugleiki er þýð- ingarmesti kostur stjómmálaafls. Það þyrftu mörg okkar að íhuga. Minn flokkur á að efla samstöðu og samheldni í sínum röðum og nú þegar tími gefst loks til á að gefa því forgang að endurbyggja brýr í ýmsar áttir, fyrst og fremst yfir til launþega- samtakanna. Málefnastaða flokksins er góð og við höfum alla burði til að vera orðin afgerandi og sterkt stjóm- málaafl þegar nær dregur kosningum. Alþýðuflokkurinn á að vera með opið tilboð til Þjóðvaka því það er mín trú að það komi að því að tekið verði í útrétta sáttahönd. Við eigum ótrauð að horfa fram á veg.“ Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir þingmaður Þjóðvaka Stjörnarand- staðan er sundruð „Ég gæti svarað þessari spumingu í hálfkæringi og sagt ástæðuna fyrir lé- legri útkomu stjórnarandstöðunnar vera þá, að þeir hópar sem ríkisstjóm- in hefur aðallega ráðist á, væru í þeirri stöðu að vera ekki í úrtakinu sem spurt er. Þetta er símakönnun. Sjúklingar á sjúkrahúsum svara ekki í svona könnun og sjúklingar heima em ekki í standi til að komast í síma og koma á framfæri andstöðu sinni við ríkisstjórnina. Kjör aldraðra og öryrkja eru í mörgum tilfellum svo slæm að ef þeir væm með síma þá er búið að loka honum vegna vangold- inna símareikninga. Þetta var nú kaldhæðni. I raun tel ég meginástæð- una fyrir þessari útkomu þá að stjóm- arandstaðan er sundmð í fjómm hlut- um, fjórum flokkum, og meðan svo er hefur þjóðin ekki trú á henni sent raunvemlegum valkosti. I rökréttu framhaldi af þessari nið- urstöðu er ljóst að stjómarandstöðu- flokkarnir verða að þjappa sér betur saman. Ég vona að þeim auðnist að sameina kraftana fyrr en síðar og hver veit nema það sé í augsýn." Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur Stjórnarand- staðan óvenju velk „I byrjun er rétt að taka fram að það er ákveðin óvissa í kringum þessa niðurstöðu. Úrtakið er lítið og margir sem taka ekki afstöðu. Það þarf allavega að hafa ákveðinn fyrir- vara ef túlka á niðurstöðurnar sem stuðning eða andstöðu við ríkisstjóm- ina því f könnuninni var spurt um fylgi við flokka, en ekki við ríkis- stjóm. Það er því ekki ástæða til að túlka þessar niðurstöður mjög bók- stafiega, en þær gefa ákveðna vís- bendingu. Stjórnarandstöðuflokkarnir eru margir, litlir og komu allir illa út úr síðustu kosningum; þannig að stjóm- arandstaðan hefur ekki sérstaklega gott andlit. Það er engin sérstök for- ysta fyrir stjómarandstöðunni og eng- inn flokkanna er stærri en hinir. Þannig er stjórnarandstaðan einfald- lega óvenju veik. Þess ber líka að gæta að ríkisstjómin er búin að sitja frernur stutt, hún hefur ekki lent í neinum átakamálum, einhverjir myndu kannski segja að hún hefði ekki lent í mjög miklum málum yfir- leitt. Það virðist vera notalegt sam- starf innan hennar og hún gefur því af sér mynd sem sterk og traust forysta. Ríkisstjórnin er líka á hveitibrauðs- dögunum, en það er ekki víst að þeir standi mjög lengi. Það er oft þannig 13. tölublað - 77. árgangur að ríkisstjórnir koma vel út í skoð- anakönnunum á fyrstu mánuðum samstarfs. Ef það er rétt sem ég er að segja, að stjórnarandstaðan þjáist vegna þess að hún hafi lítið andlit þá virðist tvennt geta gerst ætli hún sér að auka vinsældir sínar. Annað hvort að flokkamir vinni saman, og þá kemur til þessi þreytta hugmynd um að þeir sameinist. Sú sameining er hugsan- leg, þótt það séu ekki margir sem trúi því lengur. Hins vegar getur það líka gerst að einhver flokkurinn nái að verða sprækari en hinir og taki að sér að sópa til sín óánægjufylgi. Að hinu ber að gæta að stjómarandstöðuflokk- arnir eru sjálfsagt allir frekar daprir inn á við eftir síðustu kosningar og slíkir flokkar em náttúrlega ekki lík- legir til stórræða.“ Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins Munum taka upp formlegar viðræður við Þjóðvaka „Stafar þetta fylgi af því að stjóm- arflokkamir hafi komið svo miklu í verk að þeir hafi áunnið sér traust kjósenda? Það er erfitt að finna dæmi um það. Ríkisstjómin er í fyrsta lagi verkasmá. Hún hefur klúðrað stómm umbótamálum sem varða breiða al- mannahagsmuni. Þrátt fyrir að góðæri sé, að þeirra mati, gengið í garð, halda þeir áfram hallarekstri og skuldasöfnun í ríkisrekstri. Eina málasviðið þar sem þeir taka til hend- inni varðar niðurskurð fjármuna til heilbrigðiskerfisins, en þar er ekki byggt ekki á neinni yfirvegaðri stefnu. Þetta er varla til þess fallið að skapa aukið traust á stjómarflokkun- um. Ég held að við hljótum einfald- lega að lesa út úr þessari skoðana- könnun, að svo miklu leyti sem hún er marktæk, að kjósendur telja sig ekki sjá neinn raunvemlegan valkost. Það er lexían sem menn eiga að draga af stöðu stjómarandstöðunnar. f viðtali við Alþýðublaðið síðast- liðinn föstudag lýsti ég þeirri skoðun minni að fyrsta skrefíð í átt til sam- einingar jafnaðarmanna gæti orðið sameiginlegur þingflokkur núverandi þingmanna Alþýðuflokks og Þjóð- vaka. Ég rökstuddi það með því að það er nú þegar komin reynsla á það á þessu fyrsta þingi stjómarandstöðu að málefnaleg samstaða er einna mest milli þessara tveggja hópa. Þar má nefna ýmis stórmál dagsins, eins og útfærslu á GATT-samningnum þar sem flokkamir vom samstíga, bæði út frá sjónarmiðum neytenda og nýrri hugsun um opnun þjóðfélagsins. Sama máli gildir um afstöðu til bú- vörusamningsins. Sama máli gegnir um tillöguflutning í ríkisfjármálum þar sem báðir leggja áherslu á ráð- deild í ríkisrekstri, en skilgreindu víg- línuna að því er varðar gmndvallar- þætti velferðarkerfisins. Ég lagði áherslu á að þetta ætti að vera fyrsta skrefið á lengri leið. Þetta gæti orðið prófsteinn á það hvað menn raunvemlega meina þegar þeir boða aðgerðir um sameiningu jafnað- armanna. Á bak við hlýtur að búa sú hugsun að gefa kjósendum raunvem- legan valkost við núverandi stjórn. Málið kann að hafa komið forystu- mönnuni Þjóðvaka í opna skjöldu, en það er mér ánægjuefni að viðbrögðin hafa reynst jákvæð. Ég geri ráð fyrir því að nú á næstu dögum munum við taka upp formlegar viðræður okkar í Kristín: Það á mikil gerjun eftir að eiga sér stað á þessu kjörtímabili. Rannveig: Alþýðuflokkurinn á að vera með opið tilboð til Þjóðvaka. Ásta Ragnheiður: Stjórnarand- stöðuflokkarnir verða að þjappa sér betur saman. Gunnar Helgi: Stjórnarandstöðu- flokkarnir eru sjálfsagt frekar dapr- ir inn á við og ekki líklegir til stór- ræða. Svavar Gestsson: Vantraustsumr- æða flokkanna um sjálfan sig er formúla fyrir minnkandi fylgi. Jón Baldvin: Sameining gefur kjós- endum raunverulegan valkost við núverandi stjórn. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk milli um málið." Svavar Gestsson formaður þingflokks Alþýðubandalagsins Alþýðuflokk- ur borgar enn skatt fyrir fimm stóla Síðasta skoðanakönnun DV segir að stjórnarandstöðuflokkarnir hafi bara 30% atkvæða. Þar af hefur Al- þýðubandalagið að vísu helminginn eða svipað og hinir flokkarnir til sam- ans. Þetta er athyglisvert og full ástæða til þess að ræða málið eins og Alþýðublaðið gerir nú tilraun til. Fyrst verður að skoða flokkana í stjómarandstöðu hvem fyrir sig. Al- þýðubandalagið stendur sterkast, en þó ekki nægilega sterkt að mínu mati því árásir íhaldsins á velferðarkerfið em svo alvarlegar að það ætti að birt- ast í hærri tölum Alþýðubandalagsins og lægri tölum Framsóknarflokksins sérstaklega. Alþýðuflokkurinn hefur beitt sér talsvert gegn niðurskurði velferðarkerfisins. I þeim efnum held ég að Alþýðuflokkurinn eigi við að glíma trúverðugleikavandamál. Það er svo stutt síðan Sighvatur stóð í nið- urskurðinum að Alþýðuflokkurinn hefur engu flugi náð í þessu efni jafn- vel þó að Össur hafi beitt sér myndar- lega fremur en Sighvatur. Það breytir engu. Stjómarþátttakan herjar enn á Alþýðuflokkinn. Hann er enn að borga skatt fyrir fimm ráðherrastóla í langan tíma með Sjálfstæðisflokkn- um. Þjóðvaki þurrkast út. Hann á við að stríða sérstakt vandamál. Hans aðal- mál er að sögn sameining yinstd manna. Fátt hefur að margra ntati gerst í því. Til dæmis reynir formaður Þjóðvaka jafnvel að gera lítið úr því sem gerst hefur. Þetta bitnar á Þjóð- vaka. En verra er þó fyrir Þjóðvaka að glíma við þá staðreynd að fram- ámenn flokksins vildu einmitt ekki sameina kjósendur um færri framboð fyrir síðustu alþingiskosningar. það er ekki nema eitt ár síðan við gengpm á eftir Jóhönnu með grasið í skónum. En hún neitaði. Glæsitölur í skoðana- könnunum blinduðu hana. Allt þetta - talið um sameiningu sem ekki hefur orðið og það hve skammt er síðan Jó- hanna og Alþýðuflokkurinn voru í niðurskurðarríkisstjórn - bitnar á stjómarandstöðunni í heild. Þó verður að viðurkenna að Kvennalistin þrauk- ar merkilega vel og Alþýðubandalag- ið heldur sínu kosningagfylgi og rúm- lega það. En hvað getur stjórnarandstaðan gert til að breyta þessari stöðu? Fyrst að starfa saman þar sem hún getur starfað saman með eðlilegum hætti. I verkalýðshreyfingunni, í sveitar- stjómunum og alls staðar annars stað- ar þar sem það er hægt. Hún ætti einnig að tala minna um samstarf en leyfa því sem gert er að njóta sín með eðlilegum og sanngjörnum hætti en ekki ævinlega með fýlusvip á andlit- inu yfir því að ekki skuli fleira nást fram. Það er líka mikið til í því að sameiningartalið hefur oft borið þann svip að talsmenn stjórnarandstöðu- flokkanna treysti ekki sínum eigin flokkum og þess vegna verði þeir að sameinast. Þessi vantraustsumræða um sjálfan sig er formúla fyrir minnkandi fylgi. Þess vegna er eðli- legt að flokkarnir haldi uppi sínum merkjum hver á sinn hátt af fullum myndarskap. Það mun Alþýðubanda- lagið gera og sú samstaða sem tekist hefur með óháðum er kannski for- dæmi sem gæti nýst annars staðar. Að minnsta kosti er eitt víst: Áframhald á pólitískum hjónaskilnaði Jóns og Jóhönnu með nýjum „nálg- unum“ og „uppsögnum“ á víxl leysir engan vanda. Éf menn vilja samstarf byrja þeir ekki á því að senda bón- orðsbréf í fjölmiðlum. Þeir sem vilja ekki samstarf nota hins vegar þá að- ferð. Þannig séð hefur hún gefist vel. En það er ekki það sem við viljum? Eða hvað?“

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.