Alþýðublaðið - 09.02.1996, Page 3
FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1996
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
s k o ð a n i r
Ný leið til að meta innihald
og verðmæti starfa
Kynhlutlaust starfsmat er nýyrði
í tunguniálinu og náði töluverðri
útbreiðslu fyrir síðustu Alþingis-
kosningar. Þá heyrðist það mikið
notað í umræðu um launamál
kvenna og kallaði á flóknar útskýr-
ingar. En til að gera lahga sögu
Pallborð I
stutta má segja að starfsmat sé að-
ferð til þess að meta innihald starfa
og ákvarða verðmæti þeirra. Kyn-
hlutlaus starfsmatskerfi eru frá-
brugðin hefðbundnu starfsmati að
því leyti að sérstaklega er hugað að
því að gera þeim þáttum sem ein-
kenna störf kvenna jafnhátt undir
höfði og þáttum sem einkenna
hefðbundin karlastörf. Verðmæti
kvennástarfanna, sem alla jafna eru
vanmetin, eru dregin fram.
Tilraun með kynhlutlaust
starfsmat
'Félágsmálaráðherra kynnti í gafer
fillögur starfshóps sem unnið hefur
skýrslu úrh starfsmat og safnað
saman upplýsingum víða að um
reynsluna af kynhlutlausu starfs-
mati sem tæki til þess að draga úr
launamun kynja. Starfshópurinn
leggur til að farið verði út í tiiraun-
verkefni þar sem kynhlutlausu
starfsmati verði beitt í einni eða
tveimur stofnunum á vegum ríkis-
ins, einu einkafyrirtæki og einu
Tyr’rft'æki'éða 'stofnuh á vegum
ReykjávíkufbÖfgaf. Félagsmálaráð-
herra hefur kynnt ríkisstjórninni
málið en ekki er enn ljóst hvert
framhaldið verður. Af hálfu borg-
aryfirvalda hefur verið beðið eftir
niðurstöðum starfshópsins og þar
er áhugi á því að taka þátt í verk-
efninu og skoða innbyrðis röðun
starfa og vægi þeirra þátta sem
metnir eru til ábyrgðar og launa hjá
einhverri af stofnunum eða fyrir-
tækjum borgarinnar. Síendurteknar
kannanir sýna að enn hefur ekkert
haggað Mesópótamíu-lögmálinu
svokallaða þótt árin og aldirnar
hafi raskað öðrum lögmálum. Einn
þeirra þátta sem það byggir á eru
kynbundnir fordómar og vanmat,
til dæmis á færni og ábyrgð sem
krafist er fyrst og fremst af konum.
Með starfsmatsverkefni væri stigið
skref í þá átt að taka á vandanum.
Launamunur minnkar
um allt að þriðjung
Starfsmat sem aðferð til þess að
ákvarða laun er upprunnið í Banda-
ríkjunum í byrjun þeSsarar aldar og
hefur þaðan breiðst út um hinn
enskumælandi heim, til Kanada,
Astralíu og Nýja- Sjálands. I dag er
það einnig útbreitt í löndum Evr-
öpusambandsins, Hollandi, Þýska-
landi og Bretlandi og á Norður-
löndunum. í Svíþjóð eru um 60%
starfa í iðnaði metin samkvæmt
starfsmati og þar í landí eru hafnar
tilraunir með kynhlutlaust starfs-
mat til þess að ákvarða laun í
nokkrum sveitarfélögum,
Ekki eru til neinar heildstæðar
rannsóknir á hversu miklum hluta
kynbundins launamunar hefur tek-
ist að eyða með þessari aðferð, en
rannsóknir frá einstökum fylkjum í
Bandaríkjunum og Kanada sýna að
með notkun kynhlutlauss starf-s-
mats sé hæ^t að minnka kynbund-
iriri íáuriairiún urn all't áð þfiðjurig:
Launamisréttið verður ekki leiðrétt eins
og hendi sé veifað, margir verða að koma
að því verki. En fullur vilji er til þess af
hálfu borgaryfirvalda að reyna þær leiðir
sem skilað gætu konum betri samnings-
stöðu og leitt til breytinga.
Starfsmat er þó alls ekki galla-
laust kerfi og það er ljóst að eitt og
sér leiðréttir það ekki launamisrétt-
ið sem konur búa við. Starfsmat er
kostnaðarsöm, viðamikil og vanda-
söm aðgerð og það tekur ekki sjálf-
krafa á þeim launamun sem til er
kominn vegna yfirborgana og ým-
issa hlunnindagreiðslna.
Hér á landi hefur starfsmati verið
beitt á vegum allra stærstu sveitar-
félaganna utan Reykjavíkur frá ár-
inu 1987 og tekur nú til um 3.000
einstaklinga. Hjá Reykjavíkurborg
hefur það þó aldrei verið notað.
Þótt starfsmatskerfi sveitarfélag-
anna sé ekki kynhlutlaust og í því
hafi ekki verið hugað sérstaklega
að sjónarmiðum kynhlutleysis þá
er það skoðun þeirra sem til þekkja
að hefðbundin kvennastörf hafi
komið vel út úr þessu starfsmati.
Sérstaklega á þetta við um konur í
lægra launuðu störfunum.
Gerð starfsmannastefnu
hjá Reykjavíkurborg
, Hjá Reykjavíkurborg vinna nú i
um sjö þúsund starfsmenn og eru
konur í meirihluta. Unnið er nú að ;
samanburði á launum karla og
kvenna sem þar star’fa og væntan-
lega kemur í ljós að launamunur
kynjanna sé þar svipaður og annars
staðar í þjóðfélaginu. Það er
kannski mikilvægara í þessari
könnun að jafnframt er verið að
skoða hvernig nýta megi þær upp-
lýsingar sem til eru í starfsmanna-
skrá borgarinnar með það.að Jeið- ;
arljósi að finna aðferð til þess að '
bera sarnan ýmsa þætti í launum
karla og kvenna, hvort sem er inn-
an eða á milli málaflokka, og fylgj-
ast með breytingum á launahlutfalli
kynjanna.
Það er ekki nokkur vafi á því að
það er mjög mikilvægt fyrir konur
að launakerfi séu gegnsæ og kröfur
sem gerðar eru til starfsmanna
skýrar bæði hvað menntun og ann-
að varðar. Hingað til hafa starfs-
menn borgarinnar ekki haft starfs-
lýsingar til að styðjast við í starfi,
en þær eru veigamikill þáttur við
framkvæmd starfsmats, og ekki
hafa verið gerðir við þá ráðningar-
samningar. Reykjavíkurborg hefur
til þessa ekki haft skýra og skil-
merkilega starfsmannastefnu, en
það stendur til bóta. Hafin er gerð
heildstæðrar starfsmannastefnu
sem tekur meðal annars til ráðn-
inga, réttinda, starfsþjálfunar,
fræðslumála, endurmenntunar og
jafnréttis, svo nokkuð sé nefnt.
Stöndum vel að verki
Launamisréttið verður ekki leið-
rétt eins qg -hendi sé veifað, margir
verða að koma að því verki. En
fullur vilji er til þess af hálfu borg-
aryfirvalda að reyna þær leiðir sem
skilað gætu konum betri samnings-
stöðu og leitt til breytinga. Ein slík
leið er tilraun með starfsmat og
vonandi næst samstaða meðal
stjórnvalda og aðila vinnunrarkað-
arins um að standa vel að því
verki.
Höfundur er aðstoðarkona borgarstjóra.
f
Ikaffistofu Alþingis er mikið
skrafað um forsetakosning-
arnar, ekki síst vegna þess
að tveir þingmenn, Davíð
Oddsson og Ólafur Ragn-
ar Grímsson eru sterklega
orðaðir við framboð. Ein
samsæriskenning á kaffi-
stofu þingsins gengursvo
langt, að Davíð hafi þegar
samið við Halldór Ás-
grímsson utanríkisráðherra
um að Framsókn fái forsæt-
isráðuneytið gegn stuðningi
við kjör Davíðs. Sé þetta rétt,
er ekki vafamál að margir
sjálfstæðismenn verða ókát-
ir mjög. En auðvitað færi
Davíð létt með að beygja
flokk sinn i duftið í þessu
máli einsog öðrum...
r
Inýju tölublaði Þjóðvaka-
blaðsins er frá því greint að
óformlegar viðræður standi
h i n u m e g i n
"FarSide" eftir Gary Larson
yfir milli Þjóðvaka og Al-
þýðuflokks um sameiningar-
mál, og muni tíðinda að
vænta einhverntíma á næstu
vikum. Um Alþýðubandalag-
ið er sagt, að óljóst sé um
áhuga þess, umfram al-
menna samvinnu á þingi. í
forystugrein Þjóðvakablaðs-
ins er líka fjallað um hrær-
ingarnar á vinstri væng.
Leiðarahöfundur segir Ijóst
að þíða sé að skapast milli
Alþýðuflokksins og Þjóð-
vaka, en öðru máli gegni um
Alþýðubandalagið: „Það
verður að segjast alveg
einsog er að áhugi þess
flokks á sameiningarmálum
virðist afar takmarkaður,"
segir í forystugreininni og er
kvartað yfir „stífni" Alþýðu-
bandalagsins. Þetta kemur
heim og saman við heimildir
okkar um að allaballar þæfi
mjög málið, og tali af miklu
yfirlæti og hroka um Þjóð-
vaka og Jóhönnu Sigurd-
ardóttur sérstaklega...
Náttúruverndarmenn fóru
mikinn í fréttatíma
Stöðvar 2 um helgina og
lýstu djúpum áhyggjum af
því hversu gengið hefði ver-
ið á votlendið á íslandi.
Töldu þeir að sökum þess
væri mjög þrengt að fugla-
lífi. Sjálfsagt er að taka undir
það viðhorf að um langt
skeið hafa íslendingar ekki
sést fyrir í ræstingu mýra og
eyðileggingu votlendis. Hitt
stingur þó ögn í stúf að nátt-
úruverndarmenn lögðu sér-
staka áherslu á að fuglalífinu
í Vatnsmýrinni stafaði ógn af
því ef þar hæfust bygginga-
framkvæmdir. Nú vill svo til
að í Vatnsmýrinni á að
byggja hús yfir Náttúru-
fræðistofnun og Náttúru-
gripasafn, en áhugamenn
um náttúrulíf hafa barist fyrir
því að slíkt hús yrði reist síð-
an safnið var stofnað 1889.
En nú virðast þeir, að
minnsta kosti sumir þeirra,
vera reiðubúnir að fórna
húsinu fyrir kríuna á Tjörn-
inni - það er ekki hægt ann-
að en að bera virðingu fyrir
slíkri stefnufestu...
Og það gerðist nákvæmlega einsog hann sagði fyrir um...
Skyndilega og án nokkurar viðvörunar féll miðillinn Lárus í
ieiðslu, talaði torkennilegum tungum og gerði viðstöddum
það Ijóst að nú talaði í gegnum sig 2 milljóna ára gamli
órangútan-apinn Árni!
f i m m
förnum vegi
Á að leyfa hvalavinum að sleppa hvalnum Keiko í hafið við Island?
Ari Björn Hjálmarsson
arkitekt: Eg er ekki viss um
að honum sé neinn greiði gerð-
ur með því.
Jóhanna Margrét Ólafs-
dóttir nemi: Já, alveg endi-
lega. Það getur varla haft
slæmar afleiðingar.
Hafsteinn Sigurðsson Elísabet Jensdóttir vegfar-
nemi: Já, tvímælalaust. andi: Það þurfa að liggja fyrir
rannsóknir um hvað hvalnum
er fyrir bestu.
Smári Guðmundsson veg-
farandi: Já.
JÓN ÓSKAR
v i t i m e n n
Við verðum að læra af
þessu, að tapa 1:2 eða 1:3 er
lítið í knattspyrnunni, en
1:7 eru stórar tölur.
Arnór Guðjohnsen eftir að Slóvenar
rótburstuöu íslendinga í fótbolta.
Hér eru til læknar menntaðir
á þessu sviði en við gerum
miklar kröfur til prófessora,
meiri en til sérfræðinga.
Einar Stefánsson varadeildarforseti
í læknadeild HÍ. DV í gær.
Tollstjórinn í Reykjavík
hefur alla tíð verið á pólitísku
framfæri Framsóknarflokks-
ins í ýmsum embættum og
hvergi gert garðinn frægan.
Jónas Kristjánsson í leiöara DV í gær.
Það þarf ekki neinn snilling
til þess að sjá að þarna hefur
gamall maður verið veiddur
í gildru þess sem ætlar sér
sjálfur feitan gölt að flá í
lok síns eigin starfsferils.
Lesendabréf í DV í gær.
Ég hefði gjarnan viljað
sjá gamla baráttuhundinn
og boxarann Jón Baldvin
taka þennan slag.
Bubbi Morthens um fiskveiðideilurnar við
Norðmenn. Helgarpósturinn í gær.
Nú eru breyttir tímar.
Kalda stríðið er úr sögunni.
Bragð er að þá barnið finnur!
Björn Bjarnason menntamálaráðherra
í Helgarpóstinum í gær
Enginn segir neitt
og Valhöll er í síauknum
mæli að taka á sig mynd
hcimils alkóhólistans.
Garri í Tímanum í gær.
fréttaskot úr fortíð
Póker-
faraldur í
Drammen
Lögreglan í Drammen hefur fengið
kvartanir um það, að mikið sé um pó-
kerspil víða um borgina. Sagt er, að
menn fari með mánaðarlaun sín á
stuttri kvöldstund. Samkvæmt lög-
reglusamþykktinni í Drammen er
ekki leyft að spila póker á opinberum
stöðum, og nú ætlar lögreglan að
gægjast í spilin.
Alþýðublaðið
sunnudaginn
23. ágúst 1936