Alþýðublaðið - 09.02.1996, Síða 4

Alþýðublaðið - 09.02.1996, Síða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1996 s k i I a b o ð Skilafrestur skatt framtal s rennur út 10. febrúar Leiðbeiningabæklingur með skattframtali hefur að geyma nauðsynlegar upplýsingar varðandi framtalsgerðina. Kynntu þér bæklinginn vel - og útfylling framtalsins verður auðveldari en þig grunar. Rétt útfyllt skattframtal tryggir þér rétta skattlagningu. Eyðublöð liggja frammi hjá skattstjórum og umboðsmönnum þeirra, og í Reykjavík í bönkum, bankaútibúum og sparisjóðum. Þá er minnt á mikilvægi þess að varðveita launaseðla. Ef þörf krefur eru þeir sönnun fyrir því að staðgreiðsla hafi verið dregin af launum. Skattframtalinu á að skila til skattstjóra í viðkomandi umdæmi og mundu að taka afrit af framtalinu áður en því er skilað. Skilaðu tímanlega og forðastu álag! RSK RÍKISSKATTSTJ ÓRI áar Alþýðublaðið ■gerir ekki úlfalda úr mýflugu Tónleikaröð Leikfélags Reykjavíkur Stórsveit Reykja- víkur ásamt söngkonum Stórsveit Reykjavíkur mun halda tónleika þriðjudagskvöldið 13. febrúar. Stórsveitin er eina starf- andi hljómsveit sinnar tegundar hér á landi. Hér er um að ræða fullskipað „Big Band“ með nítján hljóðfæraleikurum auk stjórnanda, sem á þessum tónleikum verður Stefán S. Stefánsson. Snæbjörn Jónsson stjórnandi mun einnig koma fram með hljómsveitinni. Liðstyrkur Stórsveitarinnar verður ekki af verrri endanum, söngkon- urnar Andrea Gylfadóttir, Berglind Björk Jónasdóttir, Ellen Kristjáns- dóttir og Edda Borg, munu sjá um sönginn á tónleikunum. Tónleik- arnir eru liður í Tónleikaröð Leik- félags Reykjavíkur í Borgarleik- húsinu og hefjast klukkan 20:30. Leikendur, leikstjóri, höfundar og aðrir aðstandendur Tröllakirkju. Nýtt íslenskt leikverk eftir Þórunni Sigurðardóttur, gert eftir skáldsögu Ólafs Gunnarssonar Tröllakirkja sett á svið Á stóra sviði Þjóðleikhússins standa nú yfir æfingar á leik- verkinu Tröllakirkju, eftir sam- nefndri skáidsögu Ólafs Gunn- arssonar. Höfundur leikverksins er Þórunn Sigurðardóttir. Sögusvið verksins er Reykja- vík á árunum eftir stríð. Segir þar frá íslenskum athafnamanni sem dreymir um að reisa stór- hýsi en draumar hans hrynja til grunna þegar ofbeldisverk er framið í fjölskyldunni; átaka- verk um stóra drauma, fallvalta gæfu, hefnd og fyrirgefningu. Bókin Tröllakirkja vakti á sín- um tíma mikla athygli og var til- nefnd til íslensku bókmennta- verðlaunanna 1992. Frumsýning verður 1. mars næstkomandi. Akureyri Páll Skúlason í Deiglunni Starf félags áhugafólks um heimspeki á Akureyri hefst á þessu ári með heimsókn dr. Páls Skúlasonar heimspek- ings. Fyrirlestri sínum hefur Páll valið heitið Umhverfing og fjallar hann um forsendur umhverfis- og náttúruvernd- ar. Hyggst Páll skýra ýmsar grundvallarhugmyndir og viðhorf í rökræðum um um- hverfismál og þar á meðal greinarmuninn á umhverfis- verndarhyggju og náttúru- verndarhyggju. Fyrirlesturinn hefst klukk- an 14:00 á laugardag í Deigl- unni.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.