Alþýðublaðið - 09.02.1996, Síða 8

Alþýðublaðið - 09.02.1996, Síða 8
*■ * \WRE vf/h/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 Föstudagur 9. febrúar 1996 23. tölublað - 77. árgangur ■ Pólitískstefnumörkun í heilbrigðismálum í molum, segirfyrrverandi heilbrigðisráðherra Stjórnin veit ekki sitt rjúkandi ráð -segir GuðmundurÁrni Stefánsson fyrrverandi heilbrigðisráðherra um ástandið í heilbrigðismálum. Guðmundur Ámi Stefánsson fyrr- þingi í gær að yfirskrift utandagskrár- verandi heilbrigðisráðherra sagði á Al- umræðunnar - ástandið í heilbrigðis- Fimmfaldur 1. vinningur! Nú er að nota tcekifœnð! -vertu viðbúinav vinningi Fáðu þér miða fyrir kl. 20.2« á laugardagimi. málum - væri réttnefni. „Það er raun- verulegt ástand, ekki endilega í heil- brigðisþjónustunni heldur hvað varðar hina pólitísku stefnumörkun. Þar hrekst ríkisstjórnin, og sérstaklega heilbrigðisráðherra og fjármálaráð- herra, úr einu homi í annað án þess að vita hvað snýr upp eða niður. Rætt er um forgangsröðun einsog allra meina bót án þess að forsvarsmenn ríkis- stjómarinnar hafi hugmynd um hveiju eigi að forgangsraða eða hversvegna. Em þau að segja með slíkri forgangs- röðun að Islendingar, sjötíu ára og eldri, eigi ekki að njóta aðhlynningar þegar kemur að hjartasjúkdómum, mjaðmaaðgerðum og öðm þessháttar? Hvað á ríkisstjórnin við þegar hún segir að hinir ríku eigi að geta keypt sér lúxusþjónustu? Er það forgangs- röðun ríkisstjómarflokkanna? Hvemig ber að skilja stefnumörkun sem í öðm orðinu byggir á innritunargjöldum á Guðmundur Árni: Eiga hinir ríku að geta keypt sér lúxusþjónustu? spítala en daginn eftir á nefskatti á alia landsmenn? Fleiri dæmi nefna, en að öllu samanlögðu er ljóst að ríkisstjóm- in veit ekki sitt rjúkandi ráð,“ sagði Guðmundur Ámi Stefánsson. ■ Matthías gagnrýnir Davíð Oskiljanlegt að fresta landsfundi „Þingmenn þora ekki að segja neitt eða spyrja um framboðsmál Davíðs, leiðtoga síns. Við erum all- ir farnir sem þorðum og létum ekki ganga yfir okkur.“ Þetta segir Matthías Bjarnason, fyrrverandi alþingismaður í snörpu viðtali við Tímann í gær. Matthías ræðir einnig þau áform að fresta landsfundi Sjálf- stæðisflokksins í annað sinn, nú fram á haust, og vandar foryst- unni ekki kveðjurnar. Það hafi verið eðlilegt að fresta fundinum ögn vegna atburðanna á Flateyri, en það sé gjörsamlega óskiljanlegt að fresta honum um heilt ár: „Ein- hvern tíma hefði mér fundist það vera undarlegt ef kjörtímabil for- ystu flokksins væri lengt um 50 prósent. Ég er hræddur um að myndi syngja í ýmsum ef Alþingi tæki upp á því sama,“ segir Matt- hías. „Annars hef ég fyrirlitningu á pólitík,“ segir gamli þingskörung- urinn og gagnrýnir þar sérstak- lega að eytt sé milljörðum í fram- kvæmdir sem megi sannarlega bíða. Nefnir hann sérstaklega Hvalfjarðargöng og endurbætur á Bessastöðum sem hann segir vera að nálgast 1.4 milljarða og muni líklega kosta meira. Á sama tíma segir Matthías að sé verið að spara „sem þeir kalla tugþúsundir legudaga í sjúkra- húsakerfinu“. Og hann spyr: „Hvað kostar það þetta fólk, til dæmis á geðdeildunum, hvað verð- ur um þessa sjúklinga sem fá ekki læknishjálp þvert ofan í gildandi lög? Og almannatryggingarnar og ellilífeyrisþegana, þar verður næst ráðist á þá sem minnst mega sín.“ Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Útför Gísla Ág- ústs Gunnlaugs- sonar á mánudag Á mánudaginn verður gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði út- för dr. Gísla Ágústs Gunnlaugs- sonar, en hann lést eftir langvinn veikindi, aðeins 42 ára að aldri. Gísli var fæddur í Reykjavík 6. júní 1953, sonur Sigrúnar Ingi- bjargar Gísladóttur og Gunnlaugs Rafns Þorfinnssonar. Hann lauk B.A. Honours prófi í safnfræði og bókmenntum frá East Anglia háskólanum í Norwich 1976 og varð cand.mag í sagnfræði við Háskóla íslands 1979. Doktorsrit- gerð sína varði hann við Uppsala- háskóla 1988 og fjallaði hún um þróun fjölskyldu- og héimilis- gerða á Islandi 1801-1930. Gísli fékkst við kennslu og fræðistörf og var dósent við Há- skóla Islands er hann lést. Eftir hann liggur fjöldi ritverka og rit- gerða um sagnfræði, Hann var þekktur og virtur meðal erlendra fræðimanna, birti fjölda ritverka á erlendum málum og var tíður fyrirlesari á alþjóðlegum ráð- stefnum. Gísli var um skeið for- maður Sagnfræðingafélags Is- lands og ritstjóri Sögu, tímarits Sögufélagsins. Þá var hann virkur í starfi Alþýðuflokksins, bæði í Hafnarfirði og á landsvísu. Jafn- aðarmenn sjá nú á bak góðum og traustum félaga og liðsmanni. Gísli var giftur Berglindi Ás- geirsdóttur og eru börn þeirra þrjú, Ásgeir, Sigrún Ingibjörg og Sæunn. ESSO Stórahjalla Happadrjúg þjonusta ESSO þjónusta stuðlar að ánægjulegum og öruggum akstri og nægir að nefna rétta loftþyngd í dekkjum, hreinar rúður eða næga olíu. Það gæti líka reynst happadrjúgt að líta inn og kaupa miða í lottói eða getraunum. E S S O ÞJONUSTA - snýst u m þ i g Olíufélagiðhf ~50ára~

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.