Alþýðublaðið - 22.02.1996, Síða 7
FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1996
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
7
m e n n i n g
Af Leifi heppna og Huldu heppnu
og landkynningarhrakföllum okkar
Á sunnudagsmorgnum þegar
messað er á Gufunni svissar maður
gjaman yfir á Rásina og hlustar á úr-
valið úr Dægurmálaútvarpi vikunnar.
Um daginn vildi svo til að tvö viðtöl
sem varða heiður og sjálfsvirðingu
þjóðarinnar, hvorki meira né minna,
lentu hlið við hlið. Annað var viðtal
við Helga Skúla Kjartansson sagn-
fræðing um miður vinsæla kenningu
hans er lýtur að Leifi heppna og
áhöld um þjóðemi hans. Hitt var við-
tal við Einar Sigurðsson Flugleiða-
mann um Huldu flugfreyju og reikult
ríkisfang hennar. Við skulum kalla
hana Huldu heppnu, því ef rétt er
skilið hjá mér fann hún sína Amer-
iku eins og Leifur forðum, eða rétt-
ara sagt Amerikana í líkama læknis á
slysavarðstofu. En eftir því sem ég
hef heyrt er það ekki á við minna en
eiga væna gullnámu að vera í tygjum
við amerískan lækni.
Hið fyrsta sem vakti athygli mína
var vandræðagangurinn og vonbrigð-
in í báðum viðtölum. Helgi Skúli
gerði í því að stríða útvarpsmannin-
um og benda honum á að ekkert væri
ömggt í málefnum Leifs Eiríkssonar.
Ekki væri á hreinu að hann hefði
fundið Ameríku. Það var eins víst að
hann hefði rekist á útkjálka Ný-
fundnalands sem sjálft er ekki annað
en kuldaleg eyja helmingi strjábýlli
en ísland. Þegar útvarpsmaðurinn
var næstum orðinn mállaus af
hneykslan yfir þessum föðurlands-
svikara, að því er honum fannst,
steig Helgi Skúli skrefið til fulls.
ísmeygilegur benti hann útvarps-
manninum á það að á undan Leifi
hefði faðir hans, Eiríkur rauði, fund-
ið Ameríku. Með því að fmna Græn-
land hefði hann jafnframt fundið
Ameríku því þrátt fyrir allt tilheyrði
Grænland þeirri heimsálfu.
Vandræðin út af Leifi heppna voru
þó smámunir £ samanburði við áfall-
ið út af Huldu heppnu, flugfreyjunni
góðu sem allt í einu var orðin finnsk
eða sænsk eða Guð má vita hvað.
Allir sem fylgjast með Bráðavaktinni
í Sjónvarpinu ættu að þekkja búning
flugfreyjunnar Huldu á stól við rúm-
ið þar sem hún skemmtir sér með
lækninum. Það fór víst ekki milli
mála að búningurinn var frá Flug-
leiðum. En í staðinn fyrir að réttþýða
- sbr. réttfeðra - okkar ágætu flug-
freyju klúðruðu sápugerðarmennimir
þjóðeminu, íslenskum sjónvarpsblín-
um til mikillar hrellingar.
Menning & listir |
Halldór Björn
Runólfsson
skrifar
Þegar Sigurður G. Tómasson
hringdi í Einar hjá Flugleiðum tók
ekki betra við. Einari yfirsást full-
komlega alvara málsins. Hið eina
sem hann hafði fram að færa var sú
staðhæfing að flugfreyjubúningnum
hefði ekki verið sýnd nein óvirðing
og því væri ímynd Flugleiða eftir
sem áður eins hnökralaus og bams-
rass. Bersýnilega deildi Einar ekki
vonbrigðunum með Sigurði G. og
öðmm þjóðlegum sjónvarpsblínum.
Hann lét sér nægja að klifa á virð-
ingunni fyrir búningi Flugleiða líkt
og um sparifatnað frá West Point
eða Sandhurst væri að ræða. Hann
virtist ekki skynja þann spón sem
við íslendingar vorum að missa úr
aski okkar vegna lélegrar landa-
fræðikunnáttu sápugerðarmannanna
bandarísku. Hvílílc hörmung og hví-
lfk hneisa.
Þannig fór í vaskinn einhver ágæt-
asta landkynning sem sést hefur á
skerminum í seinni tíð. Maður getur
nærri um alla þá ókvæntu, amerísku
barnalækna sem hingað streymdu
núna með dýrmætan gjaldeyri, bara
ef þjóðemi Huldu heppnu hefði skil-
að sér óbrenglað úr bólfarasenunni á
Bráðavaktinni. í staðinn má búast
við því að straumurinn fari hjá landi
og liggi allur til Finnlands. Það væri
ekki minna áfall en þá þegar íbúar
Rovaniemi stálu jólasveininum frá
okkur og beittu Hróðólfi rauðnef
fyrir sleðann í sérútsendingu CNN á
besta tíma. Það var ekki í fyrsta
sinni að frændur okkar á Norður-
löndum komu í veg fyrir að við rétt-
um úr kútnum efnahagslega. Þetta
sannar að séu útlendingar ekki bein-
„Maður getur nærri um alla þá ókvæntu, amerísku barnalækna
sem hingað streymdu núna með dýrmætan gjaldeyri, bara ef
þjóðerni Huldu heppnu hefði skilað sér óbrenglað úr bólfarasenunni
á Bráðavaktinni."
línis að ræna okkur þá koma þeir
með heimsku sinni í veg fyrir að
flugfreyjubúningur Flugleiða - okk-
ar nýi þjóðbúningur og efnahagsstolt
- skili mikilvægri vitneskju um land
okkar til milljóna sjónvarpsáhorf-
enda út um allan heim.
Ef málefni Leifs heppna væri ekki
fyrnt sökum þess hve lengi hann
hefur legið í gröfinni teldi ég það
vel athugandi að Helgi Skúli Kjart-
ansson væri ákærður fyrir landráð.
Hins vegar er Hulda heppna sprellif-
andi, að minnsta kosti á skerminum.
Það er því öllu alvarlegra þegar mi-
svitrum sápugerðarmönnum er veitt-
ur aðgangur að þjóðbúningi okkar
án þess að með fylgi ströng ákvæði
um þjóðemi persónunnar sem klæð-
ist honum. Ánnað hlýtur að teljast
argasta vanvirða hvaða augum sem
Einar Sigurðsson kýs svo að líta
málið.
En hvað sem öðru líður þá á Dæg-
urmálaútvarp Rásar 2 heiður skilinn
fyrir fádæma árvekni. I ljósi þreng-
inga Rásarinnar - en niðurskurður
vofir eilíflega yfir þessum ágæta
fjölmiðli - og skjótra viðbragða
hans í hvert sinn sem hætta steðjar
að íslenskri menningu tel ég vel at-
hugandi að honum verði falið aukið
eftirlitsstarf á vegum Menntamála-
ráðuneytis. Þannig gæti Rásin
bjargað eigin skinni og sameinað um
leið tvö heldu áhugamál ráðherra
síns og útvarpsstjóra; íslenskt upp-
lýsingaeftirlit og menningarleg vam-
armál. ■
Afgangarnir úr þarþarsíðustu mynd
Casino
___________Háskólabíó___________
★★
Las Vegas ljómar eins og gim-
steinn, eða öllu heldur glingur, út í
dimmri eyðimörk; þangað em ófor-
varendis komnar nokkrar fígúmr úr
fyrri bófamyndum Martins Scorsese,
það em smáir menn og ómerkilegir,
h'tilsigldir stríðsmenn sem hafa stórar
byssur fyrir málstað, þúsund dollara
jakkaföt, demantsúr, mannalæti og
hneigð til ofbeldis. Að öllu jöfnu er
kjömmhverfi svona náunga ólgandi
sollurinn í New York, þar em birtu-
skilyrðin rétt og loftið hæfilega vont; í
þeim bæ em þeir eins og heima hjá
sér, en þegar þeir lenda innan um gjá-
bónað formækað í spilavítaborginni
eru þeir skrípakallar sem klaufskast
um, bijótandi og bramlandi allt sem
fýrir verður.
Scorsese er eina ferðina enn að
yrkja um fólkið sem manni virðist
standa honum næst hjarta, það er líkt
og hann sé ekki með sjálfum sér nema
hann komist annað slagið á þessar
slóðir. Þetta eru æskuvinir hans og
leikbræður, sömu delamir og í Mean
Streets og Goodfellas; þeir em teknir
að færast ögn á miðjan aldur en em þó
orðnir litlu vitrari af harkinu. Líkt og
fyrr eru þeir uppfullir af gamaldags
karlmennskuþótta og sjálfumgleði
sem hlýtur að leiða til ófamaðar - hu-
bris hét það í grísku harmleikjunum -
og í samanburði við gervisiðfágunina í
spilavítunum finnst manni að þeir séu
tímavilltir bændakurfar, og þá ekki
síst glæpahöfðingjamir sem em eins
og hrörlegir og hefnigjamir fomaldar-
menn þai' sem þeir brugga launráð í
,í rauninni er ekkert hérna sem fær hárin til að rísa nema nöturlegt
og formálalaust ofbeldið undir byljandi Rolling Stones músík.
Þetta eru einmitt atriðin sem eru klippt úr myndinni áður en
hún fæst sýnd hjá Svíum..."
hefur mátt lesa í blöðum vinnur Shar-
on Stone svosem engan leiksigur, þótt
hún sýni merkjanlegar framfarir; hún
má líka eiga það að hún er jafn há-
beinótt og endranær og skræpótt fötin
frá áttunda áratugnum fara henni afar
vel. Ein helsta togstreitan í myndinni á
að vera vandræðagangurinn í hjóna-
bandi hennar og spilavítisforstjórans
de Niro, en í raun daga öll þau mál
frekar upp í hávaða en spennu, svona
líkt því og þegar Tommi og Jenni rífa
ofan af sér húskofann.
Samt verður náttúrlega ekki skafið
af Scorsese hvað hann er meiriháttar
kvikmyndagerðarmaður. Þótt sálin
hafi orðið eftir í snilldarverkinu Good-
fellas og myndin sé líkt og gerð úr af-
göngunum þaðan, er allt ytra byrðið
að sönnu óaðfinnanlegt. Það eru líka
fáir sem kunna betur að láta myrða
fólk í kvikmynd; í rauninni er ekkert
héma sem fær hárin til að rísa nema
nöturlegt og formálalaust ofbeldið
undir byljandi Rolling Stones músík.
Þetta em einmitt atriðin sem em klippt
úr myndinni áður en hún fæst sýnd hjá
Svíum - enn verður forsjáráráttan í
þeim til þess að þeir gera sér lífið leið-
inlegra en þörf er á. ■
sóðalegum bakherbergjum veitinga-
húsa. Maður fær ekki varist þeirri til-
hugsun að allt sem þeir em að bardúsa
sé grátbroslegur örlagamisskilningur -
enda endar þetta auðvitað allt saman
með skelfmgu.
Egill
Helgason
skrifar
Raunar kitlaði það mann dáh'tið að
rifja upp kynnin við þessa mannlífs-
flóm, en illu heilli er líkt og meistari
Scorsese hafi sagt allt sem hann hefur
að segja um þetta lið, að hann hafi
ekki lengur neinu við að bæta. Og af
því Scorsese á í vandræðum með að
klastra saman úr þessu einhverri sögu
sem vit er í, grípur hann til þess hall-
ærislega úrræðis að setja yfir allt rödd
að ofan sem liggur eins og mara á
myndinni; þularrödd sem jafnóðum
skýrir gang sögunnar og leyndar hugs-
anir sögupersónanna. Sjálf kvikmynd-
in verður á pörtum eins og þreytuleg
neðanmálsgrein við þennan linnulausa
þularmalanda.
Það er fleira sem ber þreytumerki.
Robert de Niro er til dæmis afar
þreytulegur, enda leikur hann þreyttan
mann. Joe Pesci er sami skrækróma
aftanúrkreistingurinn og fyrr; hann
þvælist í gegnum rulluna sína á gam-
alþekktum lummum. Ólíkt því sem