Alþýðublaðið - 05.03.1996, Side 5

Alþýðublaðið - 05.03.1996, Side 5
ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 bessastaðabardagar honum að bjóða sig fram til forseta; mun hann hafa hringt í hann oft og tíð- um og talað lengi í senn. Kristján Eld- jám vatt sér lengi vel fimlega undan en um síðir þóttist Stefán Jóhann sjá merki þess að hann myndi láta sig. Margir fleiri lögðu fast að Kristjáni um þessar mundir, en gekk raunar ann- að til en að hrekkja Gunnar Thoroddsen. Þetta voru einkum vinir og kunningjar Kristjáns og aðrir sem höfðu haft kynni af honum. Þóttust þeir sjá í Kristjáni stakan heiðursmann sem var til þess fallinn að verða sameiningartákn þjóð- arinnar. Kristján fer fram f lok janúarmánaðar 1968 fréttist að stuðningsmenn Gunnars Thoroddsen væru komnir af stað með undirskrifta- lista þar sem sendiherrann var hvattur til að gefa kost á sér til forseta; þeim sem lítt þekktu til formúlunnar þótti raunar sæta nokkurri furðu að eftir þriggja ára undirbúning þyrfti að dekstra sendiherr- ann. Þegar síðast fréttist höfðu á þriðja þúsund manna skorað á Gunnar að láta tilleiðast. Frá honum sjálfum heyrðist hvorki hósti né stuna. Ekki dró til frekari tíðinda fyrr en komið var fram yfir miðjan marsmánuð. Þar var þó ekki um að ræða framboðstil- kynningu úr sendiherrabústaðnum í Kaupmannahöfn, heldur úr Þjóðminja- safninu við Suðurgötu; Kristján Eldjám þjóðminjavörður hafði gefið kost á sér til forsetakjörs. Fréttir þessar komu á óvart, þótt nafh Kristjáns hefði vissulega borið á góma í heilabrotum liðinna vikna. Margir tóku framboði Kristjáns fagnandi. Agnar ritstjóri Bogason lét sér mjög annt um framboðsmálin og hafði eins og áður er komið fram íyrir sið að gera sér fréttamat úr þvf sem enginn annar taldi í frásögur færandi, en fann ella ný sjónarhom á málefnum. Atti það sfðar- nefhda við um framboð Kristjáns. Blað- ið var ffamboðinu heldur andsnúið; ekki fyrir þær sakir að Kristján væri slæmur maður, heldur þvert á móti - forseta- embætti var varla sæmandi öðmm eins ágætismanni og Kristjáni, og það á besta aldri. Agnar skrifaði: „Forsetaembættið er vissulega nauð- syn í einu eða öðru formi, þó menn skilji á um hversu best er að reka það. Hitt ber að benda á, að ef það verður til þess að vera eins konar heimili fyrir pól- itfska geldinga eða til þess einnig að setja menn í fullu starfsfjöri og á besta aldri í mjölgeymslur þar suður frá, er embættið óþarft." Á ritstjóranum var helst að skilja að Gunnar ætti ekkert betra skilið en að þjóðin kysi honum þau dapurlegu örlög að daga uppi sem forseti lýðveldisins þegar pólitísk sól hans tæki að hníga. Allt öðm máli gegndi um Kristján að dómi ritstjórans, hann segir: „Hins vegar er þetta með öllu óskilj- anlegt með dr. Kristján, sem sannarlega á betra skilið en nikka kurteislega og Dr. Kristján Eldjárn undirritar eiðstafinn 1. ágúst 1968. Halldóra forsetafrú og fráfarandi forseti, Ásgeir Ásgeirsson, fylgjast með. sippa kokkteila, störf sem við trúum alls hristu höfuðið raunamæddir og sögðu ekki að hann sé sérlega spenntur fyrir þótt þau séu nauðsynleg samkvæmt eðli starfsins." Skýringar á þeim afleik þjóðminja- varðar að bjóða sig fram vom á næsta leyti. Fáum dögum síðar kvað Agnar Bogason upp úr með það að Kristjáni hefði nánast verið þröngvað til þessa leiks. Svo virtist sem þjóðminjavörður hefði mátt sæta ofsóknum harðsvíraðra málafylgjumarma sem vísast höfðu hót- að öllu illu þar til þessi kurteisi fræði- maður lét á endanum í minni pokann. Átti Kristján sér þá ósk heitasta, að sögn blaðsins, að tapa með sæmd í kosning- unum og fá þannig að snúa aftur til anna sinna í guðsfriði. Að. líkindum hafa margir tekið undir með blaðinu að illa væri með góðan dreng farið, ef satt væri. Þegar Kristján gekk fram fyrir skjöldu og hóf kosningabaráttuna benti þó flest til þess að honum væri full al- vara og sækti jafnvel beinlínis eftir því að komast á Bessastaði. Pólitíkus eða mann fólksins Formlegt framboð Gunnars Thorodd- sen barst fáum dögum síðar. í spjalli við Morgunblaðið var sendiherrann borgin- mannlegur en vildi engu spá um úrslit. Margir höfðu talið Kristjáni til tekna að hafa ekki gefið sig að stjómmálum en Gunnar sagði þvert á móti búast við því að stjórnmálaferill sinni yrði sér til framdráttar; öllum mætti vera ljóst að forseta væri umfangsmikil þjóðmála- og mannþekking nauðsyn, og afskipti af stjómmálum yki hvort tveggja. í spjall- inu harmaði Gunnar að kosningabarátt- an færi svo snemma af stað, slíkt kynni ekki góðri lukku að stýra, og sagði Kristján ábyrgan fyrir því. Hljómuðu þau orð nokkuð ankanalega í ljósi þess að undirbúningur Gunnars sjálfs undan- farin ár hafði ekki farið leynt. Fáir fóru í grafgötur með að báðir frambjóðendur hefðu nokkuð til síns ágætis. Komst sá svipur brátt á að Gunnari var hampað sökum reynslu sinnar, en Kristjáni fyrir það gagnstæða; reynsluleysið var talið tryggja að þar færi „maður fólksins" en ekki aflóga stjómmálarefur. Gunnar reyndist sann- spár um að baráttan varð hörð, og einatt sáust menn ekki fyrir. Kann að hafa ráð- ið þar nokkm að baráttan stóð óvenju lengi og vígamóðurinn óx eftir því sem á leið. Þegar ljóst varð að umsækjendur um ábúð á Bessastöðum voru tveir, þeir Gunnar Thoroddsen og Kristján Eldjám, upphófst tími mikilla heilabrota í land- inu. Alþýða manna var eins og spum- ingamerki yfir þessum býsnum; báðir frambjóðendur virtust vissulega mestu kostamenn og kjósendum var vandi á höndum að velja á milli þeirra. Þannig fréttist af eldri frú austur á fjörðum sem vildi helst fá að kjósa dr. Kristján og ffú Völu á Bessastaði, en tilheyrendur að það mætti ekki. Fyrsta skoðanakönnunin í mars, eftir að Gunnar og Kristján höfðu tilkynnt íramboð sitt, birtist skoð- anakönnun í Vikunni. Blaðamenn leit- uðu til 250 landsmanna og höfðu 136 myndað sér skoðun, 103 vom óákveðnir en 11 „svömðu út í hött“ að dómi blaðs- ins; það er ýmist geltu í símann, heimt- uðu að fá að hlusta á útvarpið í ftiði eða stungu upp á eintómum afglöpum í embættið. Enn var þannig tæpur helm- ingur óákveðinn. Niðurstöður vom á þá leið að Gunnar fékk 74 atkvæði eða tæp 30 prósent en Kristján Eldjám, sem kom næstur, rúm 5 prósent. Áðrir sem nefndir vom til sögunnar vom: Agnar Klemens Jóns- son, Bjami Benediktsson, séra Einar Guðnason, Einar Ólafur Sveinsson prófessor, Eiríkur Kristófersson fyrr- verandi skipherra, Emil Jónsson ráð- herra, Eysteinn Jónsson alþingismaður, Geir Hallgrímsson borgarstjóri, Gunn- laugur Briem ráðuneytisstjóri, Gylíi Þ. Gíslason ráðherra, Halldór Laxness rithöfundur, Hannes J. Kjartansson sendiherra, Hannibal Valdimarsson, Kristinn Guðmundsson sendiherra, Páll S. Pálsson hæstaréttarlögmaður, Pétur Benediktsson bankastjóri og þingmaður, Pétur Thorsteinsson sendi- herra og Vilhjálmur Þ. Gíslason fyrr- verandi útvarpsstjóri. Athyglisvert er að af þeim 22 sem nefndir voru skyldi stungið upp á 6 sendiherrum og að minnsta kosti 6 kunnum stjómmálamönnum; kann þetta að endurspegla viðhorf almennings til embættisins að einhverju leyti, áður en eiginleg kosningabarátta hófst. Konur vom hins vegar lítt eða ekki nefndar til sögunnar, en þó heyrðist norður á Akureyri hjáróma rödd sem spurði hvort ekki mætti fullt eins ímynda sér konu í þessu starfi. Þessi rödd, sem sagði hug sinn í blaðinu Verkamaðurinn, lagði til þá málamiðl- unartillögu að í stað Gunnars byði Vala kona hans sig fram til forseta; ef hún næði kjöri kæmist Gunnar eftir sem áð- ur til Bessastaða og mætti því una sín- um hag. Skömmu síðar kvisaðist út að nokkrar betri frúr í Reykjavík væru komnar af stað með undirskriftasöfnun til stuðnings sendiherrafrúnni, en engum sögum fer af viðtökum, hafi þá nokkum tíma verið um slíka söfnun að ræða. Kristján tekur forystu Eftir að framboðsffestur rann út og í ljós kom að þeir Kristján og Gunnar myndu einir bítast um hnossið tóku skoðanakannanir nýjan fjörkipp; að vísu ákváðu stærri blöð og tímarit að halda að sér höndum í kurteisisskyni, en á fjöldamörgum vinnustöðum var eftit til kannana og kynntu ýmis smáblöð al- menningi niðurstöður þeirra. Þannig bárust spurnir af skoðanakönnunum meðal annars frá Áburðarverksmiðj- unni, starfsfólki í Sambandshúsinu, toÚ- stjóraskrifstofunni, kennarastofu MR, Kaupfélagi Þingeyinga. Er skemmst frá að segja að langflestar kannanirnar sýndu nær algera yfirburði Kristjáns. Gunnar átti á hinn bóginn hvergi vísan stuðning, nema ef vera skyldi á Litla- Hrauni, en meira að segja þar stóð fylgi frambjóðanda í jámum, hvor um sig fékk 25 atkvæði. Stuðningsmenn Gunnars misstu frá- leitt móðinn þrátt fyrir þessar ágjafir í upphafi. Þeir fullyrtu að kannanirnar væm mestanpart svik og prettir og báðu menn að spyija að leikslokum, enn væri dijúgur tími til stefnu. Og sá tími skyldi nýttur til hins ftrasta. f upphafi kosningabaráttunnar sam- þykktu stjórnmálaflokkarnir að taka ekki beina afstöðu til kosninganna og einstakir flokksmenn ættu það þvf við samvisku sína hvorn frambjóðandann þeir styddu. Var því enda ákaft hampað af stuðningsmönnum beggja frambjóð- anda á komandi vikum að þeirra maður nyti fylgis fólks úr öllum flokkum. Dag- blöðin, málgögn stjómmálaflokkanna, tóku sömu afstöðu og fjölluðu ekki um kosningabaráttuna nema hvað sagt var frá helstu kosningafundum frambjóð- enda. Mörg minni blaðanna fóru hins vegar ekki leynt með aðdáun sína á öðr- um hvomm frambjóðandanum. Blöðin Frjdls þjóð og Austurland, málgagn Alþýðubandalagsins á Aust- Qörðum, lýstu yfir stuðningi við Krist- ján. Þótti það raunar sums staðar vafa- samur greiði. Dálæti Frjálsrar þjóðar þótti minna um of á afskipti Kristjáns af Þjóðvöm tæpum tveimur áratugum áð- ur, en það voru samtök sem börðust gegn „íhlutun erlendra þjóða í landinu og dvöl herhðs hér“. Þá skrifaði ritstjóri Austurlands, forsíðugrein skömmu eftir stuðningsyfirlýsinguna undir yfirskrift- inni: „Gerum forsetakosningamar að baráttu fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðild að NATO“, og sagðist þar fyrir sitt leyti ekki geta stutt annan frambjóðanda en þann sem stað upp úr miðjum maímánuði. Gunn- arsmenn riðu á vaðið með fyrsta tölu- blaði Þjóðkjörs; með nafngiftinni hafa þeir viljað minna á að Gunnar væri ekki síður maður fólksins en Kristján. Um svipað leyti kom út fyrsta tölublað Kristjánsmanna. Hét það 30. júní og minnti nafngiftin hinn almenna kjós- anda á kjördaginn. Á forsíðu blaðsins var Ávarp til Islendinga undirritað af Benedikt Blöndal, Halldóri E. Sig- urðssyni, Hersteini Pálssyni, Hiimari Foss, Kristjáni Karlssyni, Kristjáni Thorlacius, Stefáni Jóhanni Stefáns- syni, Steingrími Hermannssyni og fleirum. Aðrir sem lýstu stuðningi við Kristján í blaðinu vom til dæmis Pétur Benediktsson, Ragnar Jónsson í Smára, Eysteinn Jónsson, Bjami' Vil- hjálmsson, Guðmundur J. Guð- mundsson, Jónas Jónsson frá Hriflu, Þorsteinn Pálsson, Haraldur Blöndal og Þór Whitehead. Það má segja að báðir frambjóðendur hafi haft traust lið á bak við sig. Sósíalistar óvelkomnir Níu tölublöð komu út af Þjóðkjöri, blaði stuðningsmanna Gunnars, og skrifaði vænn hópur valinkunnra manna í hvert blað, ráðherrar, bæjarstjórar og hæstaréttarlögmenn, en einnig bílstjórar, bókaverðir og húsmæður, og að því er virðist fólk úr öllum stjómmálaflokkum. Ungir stuðningsmenn Gunnars gáfu einnig út blað sem þeir nefndu Unga fólkið. Komu þrjú tölublöð út af því. Unga fólkið tók í sama streng og höf- undar á síðum Þjóðkjörs, en þó var mál- flutningur þeirra fyrmefndu öllu skori- norðari og þeir fúsari til að hnýta í mót- heijann. Meðal annars skrifaði Friðrik Sophusson, nú fjármálaráðherra, Krist- jáni Eldjám opið bréf þar sem hann rifj- aði upp þjóðmálaafskipti forsetaefhisins og viðhoif hans til vem Bandaríkjahers í landinu. Af öðrum afkastamiklum skrí- bentum blaðsins má nefna fféttamenn- ina Helga E. Helgason og Ómar Ragnarsson. í blaðinu var jafnan látið liggja að því að Gunnar nyti stuðnings meirihluta ungs fólks. Gunnar Thoroddsen og Bjarni Benediktsson ræðast við. Margir drógu í efa hversu heill Bjarni væri í stuðningi sínum við Gunnar. myndi beita sér fyrir slíkri atkvæða- greiðslu í embætti. Þetta nýttu andstæð- ingar Kristjáns sér óspart og stuðnings- menn hans máttu hafa sig alla við að sannfæra fólk um að hann væri ekki blóðrauður bolsi. Öflugar sveitir stuðningsmanna Gunnar og Vala Thoroddsen komu til landsins 3. maí og gat þá hin eiginlega kosningabarátta hafist. Jafnvel þótt nið- urstöður skoðanakannana væm Gunnari heldur mótsnúnar var Ijóst við liðskönn- un að hann átti víða hauka í homi. Með- al þeirra sem vom áberandi í stuðnings- liði hans má nefna Magnús Óskarsson, Val Valsson, Jón G. Sólnes, Eggert G. Þorsteinsson, Magnús Jónsson, Bjarna Benediktsson, Björn Frið- finnsson, Guðmund Daníelsson, Ör- lyg Hálfdánarson, Hreggvið Jónsson, Ellert B. Schram, Markús Örn An- tonsson, Auði Auðuns og vitanlega marga fleiri. Stuðningsmenn Gunnars virðast hafa ætlað að haga fylgisöflun þannig í upp- hafi að ríða um hémð og fá stuðning ýmissa framámanna og reikna síðan út hve marga hver höfðingi hefði á bak við sig, eftir formúlum frá Sturlungaöld. Þóttu það því uggvænleg tíðindi er Halldór Blöndal og Jón G. Sólnes fóm um allt Norðurland eystra til að afla fylgis og snem aftur með þau tíðindi að Gunnar ætti vísan stuðning broddborg- ara þar nyrðra en „hinn almenni kjós- andi“ væri á bandi Kristjáns. Svipaðar fréttirbárast víðar af landinu. Blaðaútgáfa frambjóðendanna fór af Einungis fimm tölublöð komu út af blaði stuðningsmanna Kristjáns, 30 júní. Sú útgáfa var einnig nokkuð frábmgðin Þjóðkjöri; greinarnar voru færri og lengri, og við lauslega athugun virðast ritnefndarmenn þar hafa verið kresnari á greinarhöfunda - máski til að styggja ekki kjósendur óþarflega -og valið einna helst þá sem látið höfðu kveða að sér í menningarmálum. Má þar nefna Jónas Krlstjánsson og Herstein Páls- -son. Þá prýddu síður þess nokkrar pólit- ískar skrautfjaðrir, grein eftir Hriflu- Jónas og viðtöl við Hermann Jónasson og Stefán Jóhann Stefánsson. Sagan segir að yfirlýstir sósíalistar hafi ekki fengið aðgang að blaðinu og var þetta lagt þannig út að Kristjáns- menn hafi talið það bjamargreiða við sinn mann og álitið fylgislimn blasa við Kristjáni ef sósíalistar lykju sundur munni á síðum blaðsins, samkvæmt þeirri trú að sósíalistum þyki vont gott. Frekar vom nú pistlar í þessum blöð- um einhæf lesning; nýstárleg efnistök og frumleg sjónarhom vom þar viðlíka fágæt og pylsuvagnar á tunglinu. Stuðn- ingsmenn Gunnars lögðu helst áherslu á glæsileika þeirra hjóna og hversu stjóm- málareynsla væri nauðsynleg undir- stöðuþekking forseta, til dæmis við stjómarmyndanir. Kristjánsmenn á hinn bóginn klifuðu á því á að forsetinn væri sameiningartákn þjóðarinnar og staðgóð þekking á menningu íslendinga for- senda heilla í starfi. Gegndarlaus söguburður f fyrstu viku júnímánaðar hófust fundaferðir frambjóðendanna um landið

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.