Alþýðublaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 8
V * 'mwnu/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 Fimmtudagur 7. mars 1996 M»YIIU RIMII 38. tölublað - 77. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk ■ Heimsóknartími fanga á Litla-Hrauni stytturtil muna A Eg átta mig ekki á þessu ■ Nýtt tímarit Djöfullinn gengur laus f gær kom á götuna, lit- prentað í bak og fyrir, nýtt tímarit sem nefnist Séð og heyrt og er mjög sniðið eftir tímaritum á Norðurlöndum sem njóta mikilla vinsælda. Ritið, sem er gefið út af Fróða, mun koma út hálfs- mánaðarlega, en ritstjórar eru Kristján Þorvaldsson og Bjarni Brynjólfsson. Það efni sem áreiðanlega vekur mesta athygli í fyrsta tölublaðinu er viðtal við biskupshjónin, Ólaf Skúla- son og Ebbu G.B. Sigurðar- dóttur. Þar segja þau meðal annars að þau telji bak við ásakanirnar á hendur bisk- upi um kynferðislega áreitni sé eitthvert „mast- ermind“. Biskup segir einn- ig að eftir reynslu sína hafi hann sannfærst um að hinn illi sé að verki í mannheim- um. „Djöfullinn gengur laus í mannheimum,“ segir hann í viðtalinu. Af öðru efni blaðsins má nefna heimsókn til Guðrún- ar Pétursdóttur og Ólafs Hannibalssonar, sundferð með Jóni Baldvini Hanni- balssyni og frásögn af kynnum Ólafs Ragnars Grímssonar við heldra fólk á Indlandi. -segir Vilhjálmur Grímsson formaður Verndar. Verndarmenn hyggjast beita sér gegn gegn breytingunum „Ég átta mig ekki á þessu sjálfur, ég verð að játa það,“ segir Vilhjálm- ur Grímsson, formaður Vemdar, um breytingar sem Fangelsismálastofn- un hefur gert á högum vistmanna á Litla- Hrauni. Heimsóknartími vist- manna hefur verið styttur úr sjö og hálfri klukkustund í tvær og nú er föngum óheimilt að taka á móti vin- um og ættingjum í eigin klefa. Sigurður Steindórsson, deildar- stjóri á Litla-Hrauni, gat ekki gefið blaðinu neinar skýringar á þessari ákvörðun. Formaður Vemdar segist ekkert skilja í henni, en samtökin hafi í hyggju að ræða þessi mál við fangelsismálayfirvöld, enda séu Vemdarmenn þeim ósammála. Heimsóknartími fanga hefur verið styttur úr sjö og hálfri klukkustund í tvær og nú er þeim óheimilt að taka á móti vinum og ættingjum í eigin klefa. „Þeir gætu hugsanlega gefið þær skýringar að með þessu væri verið að draga úr kostnaði við eftirlit og gæslu. Ég ímynda mér að þetta liggi í því að það er meiri vinna að fylgj- ast með traffíkinni og hafa stjórn á henni. Svo er alltaf vandamál út af fíkniefnasmygli í heimsóknum," sagði Vilhjálmur en segir um leið að þau rök breyti engu um afstöðu sína. Eins og fyrr segir hyggjast Vernd- armenn gera athugasemdir við málið og kanna hvernig sambærilegum málum er háttað annars staðar svo þeir geti haft einhver áhrif á aðgerð- ir Fangelsismálastofnunar. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náði Alþýðublaðið ekki í Harald Johann- essen fangelsismálastjóra í gær. Ritstjórarnir Kristján Þorvaldsson og Bjarni Brynjólfsson og blaðamaðurinn Gerður Kristný voru sátt við tímaritiö sitt á útgáfudegi. ■ Forsetaframboð Höfum nógan tíma — segirÁslaug Ragnars, starfsmaður á skrifstofu Guð- rúnar Pétursdóttur. „Kosningabaráttan er auðvitað ekki hafin en við notum tímann til að skipuleggja hana,“ segir Aslaug Ragn- ars en hún er meðal helstu skipuleggj- enda kosningabaráttu Guðrúnar. As- laug segir verkefni starfsmanna skrif- stofunnar nú vera meðal annars að byggja upp stuðningsmannakerfi úti á landi, huga að blaðaútgáfu og skipu- leggja heimsóknartíma Guðrúnar hjá félagasamtökum og vinnustöðum. „Guðrún er að kynna sig. Hún er gjaman beðin um að koma á félags- fundi og hún fer á þá. Hún hefur ekki farið mikið um landið en er á leiðinni norður á næstunni, í öðrum erindum, og ætlar að kynna sig í leiðinni," segir Aslaug að lokum, en eiginleg kosn- ingaskrifstofa verður ekki opnuð á næstunni. ■ Fréttamenn fara í mál við íslenska útvarpsfélagið Ófriður á Stöð 2 A föstudaginn verður dómtekið í fé- lagsdómi mál sem fréttamenn á Stöð 2 og Blaðamannafélagið höfða gegn Is- lenska útvarpsfélaginu, eigendum Stöðvar 2. Mikil óánægja hefur verið meðal fréttamanna Stöðvar 2 að und- anfömu og var það orðað svo í samtali við blaðið að þar á bæ sé ríkjandi „gríðarleg taugaveiklun". Deilur fréttamannanna við stjóm ís- lenska útvarpsfélagsins standa fyrst og fremst um greiðslur vegna stórhátíðis- daga. Fyrirkomulag þeirra hefur verið samkvæmt samningi frá 1991, en um síðustu páska ákváðu stjómarmenn að breyta þeim einhliða. Fylgir því nokk- ur kjaraskerðing. Ekki hefur hins veg- ar verið hróflað við samningum myndatökumanna og eru fréttamenn óánægðir með að vera settir skör lægra en þeir. Fréttamenn Stöðvar 2 mótmæltu þessu athæfí stjómarinnar strax eftir páskana í fyrra og aftur eftir jól. Þegar þeir fengu ekki svör gáfu þeir stjóm- inni frest til að hverfa frá ákvörðun sinni. Hann rann út 10. febrúar og þá var ákveðið að höfða mál. Að sögn starfsmanns á Stöð tvö sem Alþýðublaðið hafði tal af finnst fréttamönnunum þar eins og verið sé að „plokka af þeim launin", enda hafi fréttatímum verið fjölgað að undan- fömu og þeir lengdir, en á sama tíma hafi yfirvinna verið skorin niður að miklu leyti. lÁrni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum um frumvarp dómsmálaráðherra um réttindi samkynhneigðra á Alþingi Ættum við þá ekki á leyfa fjölkvæni og barnagiftingar? - Margrét Pála Ólafsdóttir, formaður Samtakanna 78: Þessi ummæli segja dapra sögu um þann sem tekur svona til orða „Ég tel að ósk samkynhneigðra sem fjallað er um í þessum lögum og geng- ur mjög skammt, að minnsta kosti að þeirra mati, sé krafa um sérréttindi. Ef samkynhneigt fólk á að fá réttindi til staðfestrar samvistar, eins konar vígslu fram hjá kirkjunni, af hverju ættum við þá ekki að leyfa ijölkvæni og bamagiftingar sem tíðkast víða um heim.“ Þessi orð lét Ami Johnsen, al- þingismaður Sjálfstæðisflokks, falla í umræðum á Alþingi í fyrrakvöld, en þá lagði flokksbróðir hans, Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra, fram fmmvarp ríkisstjómarinnar um stað- festa samvist samkynhneigðra. í frumvarpinu er kveðið á um að samkynhneigðir geti stofnað til sam- vista og njóti þá að ýmsu leyti réttinda sem væm þeir í hjónabandi, til dæmis hvað varðar erfðarétt, almannatrygg- ingar og félagslega aðstoð. Gerðu flestir þingmenn góðan róm að fmm- varpinu og töldu reyndar sumir gengið of skammt. Ámi Johnsen var hins vegar á ann- arri skoðun og taldi gengið of langt. Varð honum tíðrætt um kristna sið- fræði og að samkynhneigð væri skekkja. Orðrétt sagði þingmaðurinn: „Það er kannski talið hart að segja það, en það er mín sannfæring að kyn- villa sé skekkja." Varaði hann ítrekað við því að með frumvarpinu væri ver- ið að veita samkynhneigðum sérrétt- indi umfram aðra hópa og taldi að það gæti „raskað æði rnörgu". Loks setti Ámi frumvarpið í sam- hengi við upplausn í samfélaginu sem hann sagði vaða víða yfir: „Upplausn- in veður yfir nútímaþjóðfélag, aga- leysi, oft virðingarleysi og ég held að tilhliðmn í þessum efnum sem hér um ræðir sé ekki af hinu góða,“ sagði þingmaðurinn. Alþýðublaðið bar málflutning Áma Johnsen undir Margréti Pálu Ólafs- dóttur, formann Samtakanna 78 og lét hún svo um mælt að fávisku af þessu tagi væri vart svarandi: „Hér er talað tungumál sem ekki er talað af meiri- hluta þjóðarinnar. Því miður segja þessi ummæli dapra sögu um þann sem tekur svona til orða. Ég lít ekki svo á að þau séu á nokkum hátt sam- kynhneigðum til smánar, heldur þeim sem lætur eftir sér hugsun af þessu tagi.“ Margrét Pála sagði ennfremur að hún væri þess fullviss að meirihluti fólks styddi að samkynhneigðir nytu sambærilegra réttinda og aðrir: „Þetta er afskaplega einfalt mál og það eina sem þarf til að skilja það er að fólk afli sér þekkingar, ástundi víðsýni og sýni umburðarlyndi. Það vom margir þing- menn, úr öllum flokkum, sem tóku til máls í gær, og þeir höfðu þetta að segja, þar á meðal dómsmálaráðherra. Það gladdi mig mikið." Árni Johnsen varaði við því úr ræðustóli á Alþingi að með frum- varpi dómsmálaráðherra væri ver- ið að veita samkynhneygðum sér- réttindi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.