Alþýðublaðið - 12.03.1996, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 12.03.1996, Qupperneq 1
Þriðjudagur 12. mars 1996 Stofnað 1919 40. tölublað - 77. árgangur Frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á Lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna 180 ára afmæli ASI Umtalsverð skerðing á lífeyrisréttindum - segir Páll Halldórsson formaður BHMR og vill að nýtt kerfi sé byggt upp samhliða því gamla „Við erum fyrst og fremst á móti því að verið sé að skerða lífeyrisréttindi með einhliða ákvörðun, enda ljóst að frumvarpið felur í sér umtalsverða skerðingu á verðmæti lífeyrissjóðsrétt- inda“ segir Páll Halldórsson formaður BHMR, en í gær lögðu forystumenn samtaka opinberra starfsmanna fram tryggingastærðfræðilega úttekt sem þau létu gera á frumvarpsdrögum ríkis- stjómarinnar um Lífeyrissjóð starfs- manna ríkisins. Telja þeir að ffumvarp ríkisstjómarinnar feli í sér umtalsverða skerðingu á verðmæti lífeyrisréttinda miðað við núgildandi lög og tína til ým- is dæmi því til stuðnings úr áliti trygg- ingastærðfræðings. í því er sýnt ffam á mismun á bilinu 4 til 11 prósent milli laga sem nú em í gildi og þess sem gert er ráð fyrir í fmmvarpi stjómarinnar. „Við teljum að lífeyrissjóðsréttindi séu einstaklingsbundinn réttur og að þau réttindi verði ekki af fólki tekin með einhliða hætti,“ segir Páll. Hann segir að ef breyta eigi lögum um Líf- eyrissjóð starfsmanna ríkisins sé nauð- synlegt að gera það þannig að réttindi einstakhnga skerðist ekki. Að því segir hann eina leið: „ Hún er sú að búið verði til nýtt kerfi og gefinn verði möguleiki fyrir þá sem þegar em komn- ir í sjóðinn að vera ennþá í gamla kerf- inu eða fara í það nýja. Ef búið yrði til nýtt kerfi tel ég að margir myndu vilja fara í það, sæju aðra kosti við það. Þetta hefur verið gert í öðmm löndum, að hafa tvö kerfi samhliða og reynslan hef- ur verið sú að eldri lífeyrisþegar, á aldr- inum 55 til 60 ára, hafa verið í gamla kerfinu en aðrir farið í nýja. Ég held að það sé eina leiðin, til að einstaklings- rétturinn skerðist ekki, að búa til slíkt nýtt kerfi,“ segir Páll Halldórsson. Forystumenn opinberra starfsmanna heyja nú áróðursstríð við ríkisstjórn- ina. í gær kynntu Páll Halldórsson, formaður BHMR, Ögmundur Jónas- son, formaður BSRB, og Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins mat tryggingafræðilegt mat á frumvarpi ríkisstjórnarinnar um lífeyrissjóð ríkisstarfsmanna. ■ Alþýðuflokkurinn 80 ára Kveðja frá formanni Jafnaðarmennfagiia í dag 80 ára afinæli Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks Islands. Á þessum sama degi fagna systur- samtök okkar, Alþýðusamband íslands, sama áfanga í tilver- unni. Við jafnaðarmenn sendum öllumfélögum Alþýðusambands- ins baráttukveðjur á þessum tímamótum um leið og við þökk- um samfylgd fyrsta aldarfjórð- unginn og samstarfí blíðu og stríðu alla tíð síðan. Þar sem afmælið ber upp á virkan dag - og við erum öll vinnandifólk - ætlum við að halda upp á afmœlið yfir helg- ina. Að kvöldi föstudagsins 15. mars verður hátíðarkvöldverður að Borgartúni 6, samkvœmt áður auglýstri dagskrá, og hefst hann kl. 19.30. Á sunnudeginum þann 17. mars verður dagskráfyrir allafjölskylduna að Hótel Borg milli kl. 14.00 og 16.30. Allir þeir sem vilja heiðra okkur með nœrveru sinni eru hjartanlega velkomnir. Alþýðublaðið mun gera af- mœlinu skil í se'rstakri aukaút- gáfu nœstkomandi föstudag. Á flokksþingi okkar á nœsta hausti munum við minnast 80 ára afinœlisins ennfrekar, um leið og íslenskir jafnaðarmenn búa sig undir að ganga í endur- nýjun lífdaganna í augsýn nýrr- ar aldar. Velkomin til afmœlisfagnaðar. Jón Baldvin Hannibalsson formaður „Sel hjálpartæki menníngarinnar," segir Gunnar verslunarstjórr Bókarinnar sem nú er flutt í nýtt húsnæði. ■ Bókin flutt á Grundarstíg Sel hjálpartæki „Ég var eiginlega búinn að gefast upp en góðir menn og konur hafa hjálpast að við að gera mér kleift að heíja bóksölu á nýjan leik,“ segir Gunnar Valdimarsson fyrrum verslunarstjóri í Bókinni. Um tíma leit út fyrir að rekstrinum yrði hætt en mál- in hafa þróast á jákvæðan veg og verslunin hefur nú tekið til starfa í öðm húsnæði. „Ég vona að menn rati hingað því versl- mennmgarmnar unin er einungis 250 metra frá gamla staðnum," segir Gunnar. Bókina er nú að fmna að Grundarstíg 2 þar sem verslunin Rómeó og Júh'a voru áður til húsa og seld voru ýmis hjálpar- tæki ástarlífsins. ,J þessari verslun sel ég hjálpartæki menning- arinnar," segir Gunnar. „Bókin er grundvallar menningartæki." og Alþýðuflokks Metum mikils samstarfvið jafnaðarmenn - segir Benedikt Davíðsson forseti ASÍ „Eins og að okkur er sótt nú held ég að það sé meiri ástæða en oft að hreyf- ingin standi sig í stykkinu og vinni sameinuð að þeim verkefnum sem henni voru falin í upphafi, það er að segja að vera sverð og skjöldur verka- lýðshreyfingarinnar í sókn og vöm,“ segir Benedikt Davíðsson, en í dag, 12. mars, er þess minnst að 80 ár eru liðin frá stofnun Alþýðusambands íslands og Alþýðuflokksins. Sem kunnugt er voru Alþýðusam- bandið og Alþýðuflokkurinn ein hreyf- ing þar til leiðir skildi 1940. Benedikt rifjar upp að það hafi einmitt verið Jón Baldvinsson, formaður Alþýðuflokks, sem hreyfði því fyrst á sambandsþingi 1926 að heppilegt væri að skilja að yfirstjóm verkalýðshreyfingarinnar og stjómmálahreyfingarinnar, llkt og hefði gerst víðast í nágrannalöndum. „Við hér Alþýðusambandsmegin höfum starfað í þeim anda allar götur síðan og teljum líklegt að við getum náð árangri með þeim hætti, en gemm okkur þó fulla grein fyrir að okkur er nauðsynlegt að eiga góðan stuðning í vinstri sinnuðum flokkum í póhtikinni, á Alþingi og hvar sem er í stjómsýsl- unni. Við metum því mikils samstarf við þá flokka sem vilja kalla sig jafhað- armannaflokka." ■ Siðanefnd fundar enn vegna biskupsmála Er kannski að færastá annan vettvang - segir formaður siðanefndar „Siðanefnd skilaði áliti í þessu máli á sínum tíma. Síðan hefur ýmislegt komið fram og það er margt sem við viljum ræða við konumar og þær við okkur,“ sagði Úlfar Guðmundsson for- maður Siðanefndar prestafélagsins en í dag heldur siðanefnd fund með tveim konum sem ásakað hafa biskup fyrir kynferðislega áreitni. „Við höfum ekki gefið þetta mál frá okkur ennþá, en það stendur ekki til að hafa það til eilífðar, enda er það kannski að færast yfir á annan vettvang," sagði Úlfar og sagðist ekki vilja tjá sig frekar um málið á þessari stundu. Nokkrar vangaveltur hafa verið uppi um það hver borgaði lögfræði- kostnað biskups. Séra Baldur Krist- jánsson biskupsritari sagði í samtali við Alþýðublaðið að það lægi í augum uppi að biskup bæri sjálfur þann kosm- Framsóknarflokkur kiknar undan kosningaloforðum Svíkja loforð um greiðsluaðlögun, segir Össur Skarphéðinsson Á Alþingi í gær kom fram hörð gagnrýni á frumvarp dómsmálaráð- herra um réttaraðstoð við einstaklinga sem leita nauðasamninga. Stjómarand- stæðingar telja stjórnarfrumvarpið ganga allt of skammt. I máli Jóhönnu Sigurðardóttur kom ffam að frumvarp- ið myndi einungis hjálpa örfáum tug- um einstaklinga. Össur Skarphéðinsson réðst harkalega að félagsmálaráðherra fyrir að kikna undan kosningaloforðun- um. en Framsóknarflokkurinn lofaði því fyrir síðustu kosningar að leggja fram frumvarp um greiðsluaðlögun. „Félagsmálaráðherra hefur bersýnilega fætur úr gúmmíi," sagði Össur og ásak- aði Pál Pétursson fyrir að láta Sjálf- stæðisflokkinn kúga sig í málinu. Öss- ur rifjaði upp kosningaloforð fram- sóknarmanna þar sem þeir meðal ann- ars lofuðu að lækka skuldir þeirra sem ættu í tímabundnum greiðsluerfiðleik- um. Össur rukkaði einnig Sif Friðleifs- dóttur um eitt af kosningaloforðum hennar en hún hafði sagt í kosningabar- áttunni að sér fyndist að það ætti að hækka fyrstu lán til húsnæðiskaupa upp í 80 prósent. „Það er ekki nóg að lofa í kosningabaráttu, hæstvirtur þing- maður Sif Friðleifsdóttir, það verður líka að standa við stóru málin. Hvenær kemur að því að þú leggur fram frum- varp um þessa hækkun?" sagði Össur. Félagsmálaráðherra hefur bersýni- lega fætur úr gúmmii, sagði Össur á þingi í gær.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.