Alþýðublaðið - 12.03.1996, Qupperneq 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 1996
s k o ð a n i r
MÞYDVBIMD
21079. tölublað
Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566
Útgefandi Alprent
Ritstjóri Hrafn Jökulsson
Umbrot Gagarín hf.
Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf.
Ritstjórn, augiýsingar og dreifing
Sími 562 5566
Fax 562 9244
Símboði auglýsinga 846 3332
Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði.
Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk
„Einu megum við
aldrei gleyma“
Alþýðuflokkurinn og Alþýðusamband íslands fagna 80 ára afmæli í
dag. Hinn 12. mars 1916 komu saman fulltrúar fátækra verkamanna,
karla og kvenna, og stofnuðu til samtaka vinnandi fólks. Nú munu
menn eiga erfitt með að gera sér í hugarlund hvemig íslenskt mannfélag
á öðrum áratug aldarinnar var. Verkamenn voru réttlaus stétt, vinnulög-
gjöf engin til, ekkert öryggisnet fyrir þá sem fóru halloka í lífinu. Fmm-
heijamir, stofnendur Alþýðusambandsins og Alþýðuflokksins, mættu
harðri andstöðu hinna ráðandi afla. Sagan geymir því miður ekki nöfn
allra þeirra sem tóku þátt í baráttunni fyrir rótttækum umbótum og upp-
stokkun íslensks samfélags. En það var samheldnin, sigurviljinn og rétt-
lætiskenndin sem smám saman urðu til þess að mannréttindamál ASI
og Alþýðuflokksins þokuðust áleiðis. Vitanlega eiga margir þátt í þeirri
þjóðfélagsbyltingu sem orðið hefur á íslandi á þessari öld. En skerfur
Alþýðuflokksins er drýgri en flestra annarra. Ahrif Alþýðuflokksins á
öldinni em langt umffam þingstyrk hans, enda hafa aðrir flokkar - seint
eða snemma - tekið upp flest baráttumál hans.
Frá 1916 til 1940 vom ASÍ og og Alþýðuflokkurinn skipulagsleg ein-
ing. Á fjórða áratugnum blossaði hins vegar upp sú borgarstyijöld í
verkalýðshreyfmgunni sem meðal annars leiddi til aðskilnaðar Alþýðu-
sambandsins og Alþýðuflokksins. Það er ömurleg staðreynd að íslenskir
kommúnistar, sem fýrst klufu Alþýðuflokkinn 1930, skuli öðmm frem-
ur hafa staðið í vegi fyrir sókn jafnaðarstefnunnar á íslandi. Eigi að síð-
ur var það rétt ákvörðun að aðskilja ASI og Alþýðuflokkinn. Stjóm-
málaflokkar eiga ekki að vera bundnir á klafa neins konar hagsmuna-
samtaka, eins þótt málstaður þeirra sé góður og göfugur. Það hefur alla
tíð verið einn höfuðstyrkur Alþýðuflokksins að hann hefur aldrei selt
sig á vald sérhagsmunum, heldur ævinlega látið heill ijöldans sitja í fyr-
irrúmi. Aðrir íslenskir stjómmálaflokkar - og allir hafa þeir sér til ágæt-
is nokkuð - em með einum eða öðmm hætti pólitísk útibú öflugra sér-
hagsmunahópa.
Alþýðuflokkurinn getur litið með stolti til þeirra óteljandi umbóta-
mála sem hann hefur borið fram til sigurs, og flokkast á stundum undir
pólitíska kraftaverkastarfsemi með hliðsjón af því að flokkurinn hefur
jafnan þurft að semja við aðra stjómmálaflokka um hugsjónamál sín. Is-
lenskir lýðræðisjafnaðarmenn mega líka vera stoltir af því að þeir hafa
'aldrei gengist á hönd erlendum öfgastefnum, heldur alltaf og undan-
tekningalaust verið málsvarar frelsis, lýðræðis og mannréttinda.
Saga Alþýðuflokksins er átakasaga. Flokkurinn hefur þrásinnis klofh-
að, hann hefur séð á bak sumum af ástsælustu foringjum sínum - og
stundum hefur hann verið við það að þurrkast út. En það er á ögurstund-
um sem reynir á styrk og þolgæði manna. íslenskir jafnaðarmenn hafa
aldrei lagt árar í bát þótt brimskaflar hafi gengið yfir. Trúin á hugsjónir
lýðræðisjafnaðarstefnunnar hefur reynst sá styrkur sem dugar þegar
mest liggur við. Og ekkert er mikilvægara í starfi jafnaðarmanna en
trúnaðurinn við þær hugsjónir sem kölluðu saman fátækt fólk í Reykja-
vík 12. mars 1916. Dr. Gylfi Þ. Gíslason, fyrrum formaður Alþýðu-
flokksins, orðaði þetta svo á hálfrar aldar afmæli flokksins, árið 1966:
Einmitt nú... langar mig til þess að minna á og undirstrika hver hlýtur
ávallt að vera og verða kjaminn í allri baráttu jafnaðarmanna í stjóm-
málum og félagsmálum. Auðvitað er aukin velmegun mikilvæg. Auð-
vitað er bætt menntun mikils virði. Auðvitað era betri og stærri skip,
nýjar og fullkomnari verksmiðjur og þægilegri og glæsilegri búðir æski-
legar. En einu megum við aldrei gleyma. Allar verða framfarimar að
vera í þeim anda, sem hefur verið aðalsmerki jafnaðarstefnunnar frá því
að hún fæddist í bijósti hinna bestu manna sem hugsjón um frelsi og
réttlæti, um samúð og samhjálp.“
En trúnaður við hugsjónir jafnaðarstefnunnar þýðir ekki að Alþýðu-
flokkurinn hafi verið eða eigi að vera safn fyrir gamlar pólitískar hug-
myndir. Það hefur hann aldrei verið. Hann hefur jafnan verið farvegur
nýrra hugmynda, nýrra leiða. Hin einstöku baráthimál era önnur nú en
1916. En granntónninn er hinn sami: Barátta fyrir betra og réttlátara
þjóðfélagi. Barátta fyrir því að ísland sé hlutgengt í samfélagi þjóðanna.
Barátta fyrir því að íslendingar njóti bestu mögulegu lífskjara. Barátta
fyrir því að allir þegnar mannfélagsins hafi sama rétt og sömu tækifæri.
Því mega jafnaðarmenn aldrei gleyma. ■
Horfum fram um veg
Alþýðuflokkurinn á 80 ára afmæli.
Það eru merk tímamót stjórnmála-
flokks sem gefa tilefni til íhugunar um
sögu og vegferð. Alþýðusamband fs-
lands á jafnframt 80 ára afmæli og
fyrstu áratugi eftir stofnun Alþýðu-
flokks og Alþýðusambands var saga
þeirra og framtíðarsýn samofin þó síð-
ar syrti í lofti og þeir atburðir gerðust
er mörkuðu þáttaskil og aðskilnað. Al-
þýðuflokkur og Alþýðusamband hafa,
fyrst saman og síðar sem aðskilin
stjómmála og verkalýðssamtök, haft
sterk áhrif á þjóðfélagsmótun á íslandi
og baráttumálin hvað varðar rétt,
hagsmuni og afkomu hins vinnandi
manns. Á þessum tímamótum þegar
þingflokkur Alþýðuflokksins sendir
liðsmönnum flokksins nær og fjær og
öllum þeim er lagt hafa hönd á plóg í
tímans rás til framgangs jafnaðarstefn-
unni heilla og hamingjuóskir, sendir
^bor^ð |
þingflokkurinn jafnframt hamingju-
pg baráttuóskir til Alþýðusambands
íslands. Það er hlutverk annarra að
rekja sögu Alþýðuflokksins en það er
ástæða til að staldra ögn við hlutskipti
þingflokksins sem hverju sinni á ör-
lagastund hefur staðið í hringiðu
þeirra atburða sem aftur og aftur hafa
orðið til þess að rýra pólitíska stöðu
flokksins og draga úr athafnalöngun
flokksmanna sem engu fengu ráðið
um atburðarás.
Þó hollt sé að líta um öxl
Ég segi stundum að það sé ágætt að
líta í bakspegilinn til að læra af mis-
tökum. Það þýðir ekkert að velta sér
upp úr þeim atburðum sem leiðá til
sundrungar en mikilvægt að skoða
hvemig þá bar að, skilja og fyrirgefa,
en halda síðan fram á veg ótrauðari
enn fyrr. Vonandi með ákveðna
reynslu og visku í farteskinu. Það er
öllum ljóst að í þau skipti sem örlaga-
atburðir gerðust sem leiddu til klofn-
ings og sérframboða jafnaðarmanna
þá gerðust þeir á vettvangi þingflokks.
Afleiðingarnar bitnuðu hinsvegar á
öllum sem í eldlínu stóðu og höfðu
áhrif í baráttunni hvort heldur í sveit-
arstjórninni eða í flokksfélögunum
heima í héraði. Þessvegna er svo mik-
ilvægt þegar horft er um öxl að draga
það ffam hve vel tókst hveiju sinni að
ná vindi í seglin á ný.
Jafnaðarmenn eru fólkið sem tekur
höndum saman í bjartsýni og trú, fólk
sem telur mikilvægt að fmna félags-
andann og samheldnina hjá sínu liði,
fólk sem verða allir vegir færir þegar
vinátta og samstaða er sterk. Þess-
vegna leggja jafnaðarmenn yfirleitt
miklu meiri áherslu á styrk og fram-
gang þegar þeir rifja upp baráttu lið-
inna tíma en óheillaatburði. Það er
styrkurinn okkar allra að ná samstöðu
í baráttunni og ýta sjálfum okkur til
hliðar til að ná árangri saman. Al-
þýðuflokkurinn hefur þannig orðið
sterkt umbótaafl í öOum stærri sveitar-
stjómum þessa lands og átt þess kost
að móta það nærsamfélag sem fjöl-
skyldunni er mikilvægast.
Hvers vegna Alþýðuflokkur?
Stjómmálaflokkar em tæki þar sem
fólk skipar sér á bekk til að hafa áhrif
á þjóðfélagsgerð. Alþýðuflokkurinn
hefur frá öndverðu verið til fyrir fjöl-
skylduna. Á upphafsámnum baráttuafl
fyrir atvinnu og atvinnuöryggi, fyrir
því að koma fjölskyldum úr kofum og
rakakjöllurum í mannsæmandi íbúðir,
fyrir jöfnum rétti til menntunar allra
bama, fyrir veikindarétti og trygging-
um, fyrir reisn og jafnrétti þegna þessa
lands. Ávallt með frelsi einstaklings til
athafna að leiðarljósi, ávallt með rétt-
láta tekjuskiptingu og sanngjarna
skiptingu skatta að markmiði. Island í
dag er allt annað og eiginlega flóknara
umhverfi fjölskyldunnar en það
áþreifanlega umhverfi fátæks verka-
fólks sem Alþýðuflokkurinn spratt úr.
Þörf fjölskyldunnar fyrir að staðið sé
vörð um hagsmuni hennar er þó engu
minni en áður þó umbúnaðurinn sé
annar. Og markmið jafnaðarmanna
em þau sömu að skapa velferðarþjóð-
félag þar sem félagslegt réttlæti ríldr.
Jafnaðarmenn hafa aldrei burðast
með ýmsa óKka hagsmunahópa á bak-
inu sem heft hafa för. Jafnaðarmenn
hafa átt einn hagsmunahóp sem þeir
hafa unnið fyrir. Það em launþegar.
Styrkur okkar jafnaðarmanna hefur
verið framsýni og þor. Alþýðuflokkur-
inn hefur ávallt viljað alþjóðlegt sam-
starf til varðveislu friðar og frelsis. I
störfum sínum í ríkisstjóm hefur Al-
þýðuflokkurinn horft til þess hvaða
tæki séu tiltæk til að efla og styrkja
velferðarþjóðfélagið og ótrauður bar-
ist fyrir að slík tæki yrðu nýtt. Gildir
það um frelsi í viðskiptaháttum sem
flokkurinn hefúr eflt hveiju sinni sem
hann hefur haft slík ráðuneyti og bar-
áttu á vettvangi utanríkismála fyrir al-
þjóðasamstarfi sem væri til hagsbóta á
atvinnu- og neytendasviði. Enginn
vafi er á því að flokkurinn hefur á
vissan hátt goldið fyrir framsýni sína
þó á sama tíma hafi honum, þrátt fyrir
efnahagssamdrátt, tekist að hrinda
fram félagslegum umbótamálum en
það er staðreynd hvað varðar stómar-
aðild síðustu ára. Það er heldur engin
tilviljun að Alþýðuflokkurinn hefur í
ríkisstjóm sóst eftir að stýra erfiðum
útgjaldaráðuneytum félags- og heil-
brigðismála en þar skipast viðkvæm-
ustu málefni fjölskyldunnar. í þeim
málaflokkum hefur Alþýðuflokkurinn
sett mikilvæg lög sem styrkt hafa fé-
lagslegan rétt fjölskyldunnar.
Það sem við lærðum
Tæki til að ná pólitískum markmið-
um er eitt, markmiðin sjálf allt annað.
Þegar við jafnaðarmenn beittum okkur
í ríkisstjórn við að afla slíkra tækja
urðu þvílík pólitísk átök að margir
misskildu stöðuna. Það er við okkur
sjálf að sakast. Við vorum öll svo
meðvituð um að aðild að alþjóðlegu
viðskiptasamstarfi væri leið til betri
lífskjara, tæki til atvinnusköpunar,
tæki til gagnkvæmra menntunarrétt-
inda, tæki til félagslegs öryggis að við
hömruðum ekki nægilega á því. Við
höfum lært að það má aldrei gleyma
því að tengja baráttuleiðimar velferð
Ijölskyldunnar. Hún er markmiðið hitt
eru leiðirnar sem deilt er um. Þetta
höfum við lært. Þingflokkur Alþýðu-
flokksins er sterkur. Hann er fámenn-
ari en oft áður og á ný með aðeins
eina konu innanborðs eins og á síðasta
áratug. Hann er sterkur af því það er
vilji fýrir hendi að taka höndum sam-
an og breyta því sem þarf að breyta,
nýta það sem við höfum lært. Okkur
liggur ekki á að fara fram með hávaða
og látum því við eram að byggja upp.
Það er nú að verða ár síðan við fór-
um út úr ríkisstjóm og tengsl flokksins
við landsstjórnina rofin þó góðra
verka okkar muni gæta áfram í ís-
lensku þjóðlífi. Við ætlum að byggja
upp innan ffá, styrkja flokk og flokks-
anda, undirbyggja vel fyrir næstu lotu.
Þingflokkurinn hefur sett á laggimar
samstarfs- og málefhahópa sem þann-
ig era settir upp að tengja á formlegu
flokksöflin. Hópamir era sjö eins og
þingmenn flokksins og það er tilnefnt
í hvern þeirra frá þingflokki, Sam-
bandi Alþýðuflokkskvenna og Sam-
bandi ungra jafnaðarmanna. Til við-
bótar tengjum við inn í kjamahópana
okkar fólk úr launþegahreyfingu og
sveitarstjórnum og aðra þá er hafa
þekkingu á málasviði. Hver kjarna-
hópur mun móta sínar aðferðir við
hvemig hann vinnur á málasviðinu og
ætlum við okkur að búa til sterka uþp-
byggingarhópa innan flokksins jafn-
framt því að styrkja jafnrétti í okkar
röðum. Þingflokkurinn hefur átt góða
fundi með fulltrúum sínum úr laun-
þegahreyfingum og fjallað um sam-
eiginleg baráttumál og þær breytingar
sem nú vofa yfir í réttindamálum
þeirra. Það samstarf er ætlunin að efla.
Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmanna-
flokkur íslands starfar undir áratuga-
gömlum einkunnarorðum, þau eru:
„FRELSI JAFNRÉTTI OG
BRÆÐRALAG". Þessi einkunnarorð
era í fullu gildi enn f dag og boðskap-
ur ríkisstjórnarinnar á undanfömum
vikum hefur verið þess eðlis að undir
þessum merkjum eiga jafnaðarmenn
og allir launþegar nú að fylkja liði og
ganga saman fram um veg.
Höfundur er formaöur þingflokks Alþýöu-
flokksins- Jafnaöarmannaflokks íslands
Jafnaðarmenn eru fólkið sem tekur höndum
saman í bjartsýni og trú, fólk sem telur mikil-
vægt að finna félagsandann og samheldnina
hjá sínu liði, fólk sem verða allir vegir færir
þegar vinátta og samstaða er sterk.
Þessvegna leggja jafnaðarmenn yfirleitt
miklu meiri áherslu á styrk og framgang
þegar þeir rifja upp baráttu liðinna tíma
en óheillaatburði.
m a r s
Atburðir dagsins
1916 Alþýðusamband íslands
og Alþýðuflokkurinn stofnuð.
1938 Hitler leggur Austurríki
undir Þýskaland.
1940 Svonefndu Vetrarstríði
milli Sovétríkjanna og Finn-
lands lýkur með sigri sovéska
innrásarhersins. 1947 Truman
Bandaríkjaforseti notar hugtak-
ið Kalda stríðið í fyrsta skipti í
ræðu í bandaríska þinginu.
Hann er þó ekki höfundur hug-
taksins heldur dálkahöfundur-
inn Herbert Bayard. 1965
Fyrsla íslenska bítlaplatan
kemur út. Á henni voru lögin
Bláu augun þín og Fyrsti koss-
inn, bæði eftir Gunnar Þórðar-
son í flutningi hljómsveitarinn-
ar Hljóma frá Keflavík.
Afmælisbörn dagsins
Gabriele d’Annunzio 1863,
ítalskur rithöfundur. Vaslav
Nijinsky rússneskur dansari og
danshöfundur. Jack Kerouac
bandarískur rithöfundur sem
skrifaði bókina Á vegum úti
(On the Road). Liza Minnelli
bandarísk leikkona, söngvari
og dansari.
Annálsbrot dagsins
Á því sumri sigldu kaupför
héðan með lítinn eður öngvan
fisk, barlestuð af gijóti. Þá gátu
ei bændur á Suðumesjum gold-
ið fisk í landskuldir sínar, og
velflestir af ríkum og fátækum
komust í stórskuldir við danska
kaupmenn og þeirra eftirliggj-
ara. Þá var umferð mikil af fá-
tæku, bjargþrota fólki um suð-
ursveitir, því allvíða flosnuðu
upp húsmenn og ómagamargir,
bæði (hér) á Álftanesi og ami-
arsstaðar. Féll þá margur af
vesöld og bjargleysi.
Setbergsannáll 1701
Tilvísun dagsins
Betra er að deyja virðulega en
lifa skammsamlega.
Ólafur jarl á Katanesi í Skotlandi
við Surt járnhaus.
Málsháttur dagsins
Lengi er eftir lag hjá þeim er
liðsmenn voru til foma.
Orð dagsins
Dagar þíns lífs, þínar sögur,
þín svör
voru sjóir með hrynjpndi trafi.
Móðir. Nú ber ég þitt mól á vör
og merki þér Ijóðastafi.
Til þess tók ég fari, til þess
flaul minn knör.
Til þess er ég kominn af hafi.
Einar Benediktsson
Skák dagsins
Nú skoðum við afbrigði af
skák Konci og Golombeks frá
Ólympíuskákmótinu í Varna
árið 1962. Hvftur er í stórsókn
og spumingin er: Hvemig getur
hann knúið fram mát í tveimur
leikjum? Þessi þraut ætti tæpast
að vefjast fyrir lesendum skák-
dálkarins.
Hvítur leikur og vinnur.
1. Dxh6+!! gxh6 2. Hg8 Mát.