Alþýðublaðið - 12.03.1996, Síða 3

Alþýðublaðið - 12.03.1996, Síða 3
ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r Hugleiðingar um Alþýðuflokkinn Og kannski er það einmitt tilfinningasemin sem hefur gert Alþýðu- flokknum erfitt fyrir sem stjórnmálaflokki. í stað þess að sinna dægur- málunum öllu meira hefur hugsjónin um nýjan og betri heim einkennt og yfirgnæft starf og málflutning. Hin daglega barátta fyrir brauðinu hefur orðið útundan. En þetta tvennt þarf að fylgjast að. Á undanfömum íjörtíu árum eða frá því að ég gekk í FUJ í Reykjavík hef ég notað margar stundir til að íhuga og ræða þessa spumingu: „Af hverju er Alþýðuflokkurinn ekki stærri en raun ber vitni?“ Svörin hafa verið Pallborðið | Bk Árni ™ ymm Gunnarsson mörg og margvísleg en ekkert þeirra hefur þó nægt til að útskýra ástæðuna. Stærð flokksins gengur þvert á hug- myndir mínar um fjölda jafnaðar- manna á Islandi. Ég hef reynt að sætta mig við vem- leika hundraðshluta atkvæða með svörum eins og þessum: Flokkurinn hefur öðmm flokkum meir klofnað og þverklofnað, hann hefur liðið fyrir rangláta kjördæmaskipan, innra skipu- lag hefur oft setið á hakanum og hann hefur ekki kjölfestu í neinum hags- munasamtökum vinnuveitenda eða launþega. Síðan hef ég haldið áfram og spurt sjálfan mig: „Eru allir búnir að gleyma gömlu baráttumálunum og ár- angri flokksins í velferðar- og rétt- indamálum? Og ef svo er, af hverju héfilr flokkurinn orðið svo harkalega fýrir, þarðiftu á óánægju almennings méð lllt' árferði í velferðarkérfinu? Eðá ér hugsánlegt að fólkið geri aðrar kröfur til Álþýðuflokksins en annarra flokka?" Hvað sem þessum hugleiðingum líður þá er það ljóst að Alþýðuflokkur- inn og barátta hans hefur haft meiri áhrif á þróun mála og landstjómina en stærðin segir til um. Og stundum hafa liðið ár og dagar þar til þjóðin hefur viðurkennt að áherslur flokksins hafa þrátt fyrir allt verið réttar í veigamikl- um málum. Um það má nefna fjölda- mörg dæmi. Stundum hefur mér dottið í hug að Alþýðuflokkurinn hafi farið fram úr sjálfirm sér og þjóðinni um leið. Menn verða gjaman kratar af hugsjón og til- finningu. Hugsjónin snýst um frelsi, réttlæti og jöfnuð. Og kannski er það einmitt tilfinningasemin sem hefur gert Alþýðuflokknum erfitt fyrir sem stjómmálaflokki. I stað þess að sinna dægurmálunum öllu meira hefur hug- sjónin um nýjan og betri heim ein- kennt og yfirgnæft starf og málflutn- ing. Hin daglega barátta fyrir brauðinu hefur orðið útúndan. En þetta tvennt þarf að fylgjast að. Auðvitað lifum við ekki lengri á ár- angri fyrri ára og ekki heldur á fram- tíðarsýn sem ekki kemst nægilega vel til skila. Við verðum að takast á við núið og verkefni þess. Á 80 ára af- mæli Álþýðuflokksins er sá vandi mestur að draga úr sársaukafullum af- leiðingum niðurskurðar í því velferð- arkerfi sem flokkurinn ber meiri ábyrgð á en aðrir flokkar. Þjóðfélags- breytingar og aldursskipting þegnanna næstu árin gera þetta verkefni mun brýnna en ella. Alþýðuflokkurinn verður jafnframt að finna aðferð til að koma framtíðar- sýninni og veruleika nýrrar aldar til skila meðal almennings. Núverandi stærð flokksins á ekki að vera neitt lögmál nema hann kjósi sér það hlut- verk að vera hrópandinn í eyðimörk- inni og sætti sig við stærðina vegna þeirra mikilvægu mála sem hann hef- ur, þrátt fyrir allt, komið til skila. Þörf- in fyrir jafnaðarstefnuna hefur sjaldan verið meiri á Islandi en einmitt nú. Höfundur er framkvæmdastjóri og fyrr- verandi þingmaður Alþýðuflokksins. JÓN ÓSKAR v i t i m e n n Ég sé ekki eftir því sem ég hef gert, því trassaskapur- inn stafar einmitt af því að ég hef eitt öllum tíma mínum í stjórnmál og fjölskylduna og því hafa aðrir hlutir oft lent á hakanum, eins og að borga reikningana. Mona Sahlin í Morgunblaöinu á sunnudag. Hér bíða mikilvægari verkefni en þras um fundarsköp. Gísli Ólafsson bæjarstjóri í Vesturbyggð. Mogginn á sunnudag. En Stígamót hafa unnið gott starf og vonandi tekst þeim að endurvinna traustið og ég vil sjálfur mjög gjarnan stuðla að því. Herra Ólafur Skúlason biskup I Tímanum á laugardag. Það hafa margir blaðamenn barið marga heilbrigðisráðherra. Birgir Guömundsson í tímans rás. Tíminn á laugardag. Danmörk og Island eru afar ólík lönd, ef litið er til náttúrulegra skilyrða. Jón Kristjánsson ritstjóri í Tímanum á laugardag. Biskupinn yfir Islandi hefur gert töffara að tals- manni sínum í málum þeim, sem hafa brunnið á honum að undanförnu. Jónas Kristjánsson í leiöara Helgarblaðs DV. Óneitanlega er sérkennilegt að fylgjast með talsmanni, sem hamast á faxinu eins og hann sé verjandi landskunnra afreksmanna í skuggalegum viðskiptum. Sami leiðari. fréttaskot úr fortíð Dagblöð sem vindlinga- pappír Vegna viðskiptakreppunnar verða íbúamir á Java, að reykja tóbak sem vafið er í dagblaðapappír. Miklar birgðir af amerískum dagblaðapappír eru fluttar til Java frá Indlandi, og eru notaðar sem vindlingapappír. Arið 1934 hækkaði innflutningur dag- blaðapappírs úr 27,000 tonnum upp í 34,000 tonn. Alþýðublaðið sunnudaginn 21. júlí 1935 h i n u m e g i n "ForSido" eftir Gary Larson Alþýðubandalagið hélt á laug- ardag fund um útvarps- og sjónvarpsrekstur undiryfirskrift- inni Sjónvarp og útvarp á sam- keppnismarkaði og hafði ýmist þekkt fólk úr heimi fjölmiðlanna hafðj þar framsögu, meðal ann- árra Stefán Jón Hafstein, fyrr- yrr\ yfirrpaður Rásar 2, og Ævar Kjartansson, ritstjóri menningar- mála á.RÚV. Töluðu þeirfélag-. arnir hvor á eftir öðrum og gerðu harða hríð að yfirstjórn Ríkisútvarpsins fyrir dugleysi. Einn þeirra sem sat fundinn var Heimir Steinsson útvarpsstjóri og var Ijóst að honum mislíkaði málflutningurinn mjög. Þegar liðið var nokkuð á tölu Ævars þótti honum sér ekki lengur til setunnar boðið, heldur stóð upp og gekk út með þjósti. Aðrir hæstráðendur á Ríkisútvarpinu létu sér hins vegar ekki bregða og á eftir ræðum Stefáns Jóns og Ævars stigu í pontu Hörður Vilhjálmsson, fjármálastjóri Ríkisútvarpsins, og Markús Örn Antonsson framkvæmdastjóri og fluttu framsöguerindi í friði og spekt. Eins og Alþýðublaðið skýrði frá ekki alls fyrir löngu er langt i frá komin niðurstaða í þær deilur sem staðið hafa í Borgarleikhúsinu að undan- förnu. Andstæðingar þeirra Kjartans Ragnarssonar og Viðars Eggertssonar munu seint una því að búa við það óör- yggi og valdaleysi sem nýliðnir atburðir hafa borið í skauti sínu. Nú þegarfrumsýning Hins Ijósa mans er afstaðin má búast við tiðindum. Framhaldsfélagsfund- ur var haldinn í gærkvöldi og undanfarna daga hefur gamli kjarninn í leikhópi Leikfélags Reykjavíkur staðið fyrir mikilli smölun. Eftir því sem blaðið heyrir eru þar helstir forsprakkar leikarnir Sigurður Karlsson, Jón Hjartarson og Þorsteinn Gunnarsson. Fyrir fundinn munu þeir hafa ráðgert að lýsa vantrausti á sitjandi stjórn og ómerkja gerðir hennar. Þar með er talin ráðning Viðars sem leik- hússtjóra. Eftir því sem næst verður komist mun skipulag þeirra jafnvel ná svo langt að þeir hafi tryggt sér afskiptaleysi borgaryfirvalda ef til þessara umskipta kemur... Lakleg frammistaða íslensku stórmeistaranna á Reykjavík- urskákmótinu sem lauk nú um helgina olli miklum vonbrigðum. Hannes Hlífar Stefánsson og Margeir Pétursson stóðu sig skást þeirra, voru í 6.-10. sæti með sex vinninga, en Helgi Ass Grétarsson, Jóhann Hjartars- son og Helgi Ólafsson voru í 11.-18. sæti með fimm og hálfan vinning. Eins og kunnugt er þiggja íslensku stórmeistararnir menntaskólakennaralaun hjá rík- inu og er er nú mjög til umræðu meðal skákáhugamanna að þetta fyrirkomulag hafi gert stór- meistarana værukæra. Er í þvl sambandi bent á að norsku skák- meistararnir sem voru mjög sig- ursælir á mótinu þurfi að hafa meira fyrir lifinu; sigurvegari mótsins, Simen Agdestein vinnur til dæmis fyrir sér með kennslu og blaðaskrifum. Efstu menn á mótinu uppskáru náttúr- lega nokkuð verðlaunafé, þótt ekki sé þar um háar fjárhæðir að ræða. Islensku stórmeistararnir ætluðu hins vegar að hafa vaðið fyrir neðan sig og fóru þess á leit fyrir mótið að hver um sig fengi greidda þúsund dollara fyrir það eitt að taka þátt. Mun það hafa mælst mjög misjafnlega fyrir... „Baldur, viltu gjöra svo vel að hætta þessu bölvaða smjatti. Núna!!! Maggi og Bolli hafa ekki getað komið niður einni einustu baun vegna lystarleysis sem þessi búkhljóð í þér valda... Það er ekki svo oft sem við fáum Heinz í stað Ora og fullkominn óþarfi hjá þér, að eyðileggja jólamáltíðina svona fyrir okkur." f i m m förnum vegi Hvað er Alþýðuflokkurinn gamall? Magnús Árni Skúlason framkvæmdastjóri: Hann var stofnaður árið 1926 og verður þar af leiðandi sjötíu ára. Helga Kolbeinsdóttir söngnemi: Hann verður fjörutíu ára. Inga Gunnarsdóttir veit- Bjarni Ragnar myndlistar- ingastjóri: Finimtíu ára. maður: Hann verður áttatíu ára í dag. Gunnar Kristmannsson tónlistarkennari: Hann verður sjötíu og fimrn ára.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.