Alþýðublaðið - 13.03.1996, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 13.03.1996, Blaðsíða 1
Midvikudagur 13. mars 1996 Stofnad 1919 41. tölublaö - 77. árgangur ■ Viðari Eggertssyni sagt upp stöðu leikhússtjóra í Borgarleikhúsinu. Hljótum að skoða starfssamning Leikfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar upp á nýtt, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri Mjög sérkennileg aðgerð - segir Ingibjörg Sólrún. Ferlegar fréttir, segir Kjartan Ragnarsson, fráfarandi formaður Leikfélagsins „Mér finnst þessi gjömingur mjög sérkennilegur. Það er ekki ýkja langt síðan þetta sama leikhússráð - því þetta er sama leikhússráðið þótt skipt hafi verið um einstaklinga í þvf - réði Viðar einróma til starfa. Þá var niðurstaða eft- ir miklar umþenkingar að það þjónaði best hagsmunum Leikfélagsins að fá hann til starfa. Nú, nokkmm mánuðum síðar, ákveður leikhúsráð að reka hann, án þess að hann hafi nokkuð fengið að sanna sig. Mér finnst það mjög sér- kennileg aðgerð og miðað við þetta sýnist mér að það sé ekki pláss fyrir stjómanda í þessu húsi.“ Ingibjörg Sólrún segir að nefhd haft verið að störfum til að fara yftr starf- semina í Borgarleikhúsinu. Hana hafi skipað tveir fulltrúar borgarstjóra og tveir ffá Leikfélaginu. í áliti nefndar- innar komi meðal annars fram að eitt að því sem brýnt sé að gera sé að auka listræna ábyrgð og sjálfstæði leikhús- stjóra. „Síðan er ráðinn leikhússtjóri sem reiknar væntanlega með að þetta standi, en um leið og hann fer að sýna þetta sjálfstæði, þá er hann látinn fara. Það á enn eftir að ganga frá nýjum samstarfssamningi milli leikhússins og Reykjavíkurborgar, við hljótum auðvit- að að skoða það mál upp á nýtt eftir þessa aðgerð." Alþýðublaðið náði í gærkvöldi tali af Kjartani Ragnarssyni, sem í fyrrakvöld sagði af sér formannsembætti í Leikfé- laginu. Kjartan dvelur nú við störf í Svíþjóð. „Þetta eru ferlegar fréttir,“ sagði Kjartan, en hann hafði ekki frétt af brottrekstri Viðars fyrr en í símtalinu við blaðamann Alþýðublaðsins. Kjart- an beitti sér mjög fyrir ráðningu Viðars Eggertssonar og hefur verið talinn helstur bakhjarl hans. ,JÉg kom heim fyrir hálfum mánuði og skynjaði að það væri stemming fyrir því að stjóm Leikfélagsins færi að skipta sér af starfi leikhússtjóra. Það kom eiginlega skip- un þess efnis og í framhaldi af því þótt- ist ég skynja að það væri meirihluti í félaginu sem væri ekki sammála mér um markmið og leiðir. í framhaldi af því sendi ég fax heim og sagði af mér.“ Viðar Eggertsson var rekinn á fundi leikhússráðs Borgarleikhússins í gær eftir að honum hafði verið gefinn kost- ur á að segja upp, en ekki þegið. Full- trúar Leikfélags Reykjavfkur, Sigurður Karlsson formaður, Kristján Franklín Magnús og Þorsteinn Gunnarsson, greiddu atkvæði með brottvikningunni, Viðar Eggertsson: „Þeir hætta miklu til að verja hagsmuni fárra." en Ömólfur Thorsson, fúlltrúi borgar- stjóra, greiddi atkvæði á móú. Lét Om- ólfur bóka svohljóðandi athugasemd, og staðfesú Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir að það hefði verið gert með vitund sinni: „Eg óttast að hér séu hagsmunir ein- stakra félagsmanna í Leikfélagi Reykjavíkur látnir vega þyngra en hagsmunir þess listræna starfs sem æú- að er vettvangur í borgarleikhúsi með tilstyrk Reykjavíkurborgar. Og þessi gjörningur hlýtur að hafa áhrif á þá Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: „Sýn- ist að ekki sé pláss fyrir stjórnanda í þessu húsi." endurskoðun samkomulags Reykjavík- urborgar og Leikfélags Reykjavíkur ffá 1992 sem nú stendur yfir.“ Reykjavíkurborg styrkir Leikfélag Reykjavíkur um 140 milljónir króna á þessu ári. Einnig hafa staðið yfir samn- ingaviðræður um að ríkið leggi meira fé í reksturinn í tilefni afmælisárs. Samkvæmt heimildum AJþýðublaðsins hefur verið farið fram á 30 milljón króna framlag, sem er vemleg hækkun, og það jafnvel úl ffambúðar. Viðar Eggertsson sagði í samtali við Kjartan Ragnarsson: „Skynjaði að meirihluti í félaginu væri ekki sam- mála mér." Alþýðublaðið í gær að Leikfélag Reykjavíkur hefði varla þörf á leikhús- stjóra, það hefði sjötíu slfka innan- borðs. Hann segir að sér sýnist að hags- munir einstaklinga ráði þar sterkar en listræn stefna leikhússins. „Þeir hæúa miklu til að verja hagsmuni fárra,“ sagði Viðar. .Eélagsmenn virðast telja það til óþurftar að leikhússtjóri starfi við húsið, en ég sé ekki að hagsmuna- félag nokkurra einstaklinga sem hafa atvinnu af listastarfsemi sé fært um að reka listastofnun." Alþýðusam- bandið kaupir r Asmundarsal Alþýðusamband fslands fagnaði því í gær að 80 eru liðin frá stofn- un þess. Af því tilefni undirrituðu Benedikt Davíðsson, forseti Al- þýðusambandsins, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, samning um kaup Listasafns ASÍ á Asmundarsal við Freyjugötu. Er þá fullljóst að þessu gamla húsi Asmundar Sveinssonar myndhöggvara verður ekki breytt í barnaheimili, eins og borgaryfir- völd höfðu fyrirhugað. Síðar um daginn fóru forvígis- menn Alþýðusambandsins á fund Vigdísar Finnbogadóttur forseta og afhentu henni áttatíu trjáplöntur til gróðursetningar; eina fyrir hvert ár sem Alþýðusambandið hefur starf- að. Benedikt Davíösson afhendir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra ávísun, væntanlega fyrstu greiðslu fyrir ný húsakynni Listasafns ASÍ. Að sögn Benedikts Davrðssonar sparar þó Alþýðusamandið afmæl- isgleðina mestanpart þangað til í maí, en þá er um fimm hundruð þingfulltrúum stefnt á afmælisþing sambandsins. ■ Biskup skrifar prestum Alvarlegt og ótrú- legt trúnaðarbrot - hópur presta fer fram á afsögn biskups. Ólafur Skúlason, biskup yfir fs- landi, hefur ritað öllum prestum á ís- landi bréf þar sem hann segist harma svokallað biskupsmál, ekki síst vegna þess að margir reki ágjöf kirkjunar úl hans persónulega. í bréfinu lýsir bisk- up sig saklausan af ásökunum sem á hann hafa verið bomar um kynferðis- lega áreitni, en verður þó einkum tíð- ræú um trúnaðarupplýsingar sem hafa borist frá honum til ljölmiðla. Segir í bréfi biskups: „Eitt vil ég segja nú að þessu loknu, að ég er sek- ur um það sem er bæði alvarlegt og ótrúlegt. Ég átú einn sök á því að yfir- lýsing fjórmenninganna úr Langholú komst á borð fjölmiðla og þeirri sök verður ekki komið á aðra, hvorki I Sparnaðaraðgerðir heilbrigðisráðherra stofna framtíð Sjúkrahús Suðurnesja í hættu Líður eins og skipstjóra sem skipið er að sökkva undan -segir Hrafnkell Oskarsson yfirlæknir. „Mér líður eins og skipstjóra sem skipið er að sökkva undan," segir Hrafnkell Óskarsson yfirlæknir á Sjúkrahúsi Suðumesja, en því er gert að spara 25 milljónir á þessu ári. Hrafnkell segir þessar sparnaðarað- gerðir geta orðið banabita sjúkra- hússins. „Við emm búin að skera niður og spara nokkur ár í röð og teljum okk- ur vera komin inn að beini á sjálfum okkur,“ segir Hrafnkell. „Það er ekki hægt að spara þessa upphæð öðruvísi en að segja upp fólki. Ef við segjum upp fólki verðum við að skera niður starfsemina og það verður ekki gert öðruvísi en með lokunum deilda. Mér hefur fundist eins og það lægi í loftinu að sú lokun yrði þá að hluta á almennum gangi, þar sem sjúkra- plássum yrði fækkað um helming. Sú deild er með tuttugu og tveimur sjúkrarúmum. Helmingurinn er bundinn af langlegusjúklingum og því er um það eitt að ræða að loka þeim rúmum sem hreyfing er á. Það kemur aftur á móti í veg fyrir að hægt sé að sinna almennu starfi á deildinni, sem myndi í raun leggjast af.“ Hrafnkell hefur verið yfirlæknir Sjúkrahúss Suðurnesja í tæp sex ár. „Allan þann tíma hefur þetta verið stöðug barátta og barningur. Það er alltaf þjarmað harðar og harðar að okkur og álagið á starfsfólk er gífur- legt,“ segir hann. „Það er lágmarks- krafa að við fáum möguleika til að sinna þessu fimmtán þúsund manna svæði á sómasamlegan hátt. Við er- um ekki að biðja um neitt annað. Það er alveg fáránlegt að leggja niður starfsemi sem er tiltölulega auðvelt að sinna hér á ódýrri lítilli stofnun og færa hana inn á stóru dýru spítalana. Ég hef sagt það og segi það enn að ef þessari deild verður lokað munum við ekki geta sinnt okkar heimafólki. Þá er næsta skref að loka, með einu pennastriki, þessari stofnun.“ Hrafnkell Óskarsson yfirlæknir: Við erum búin að skera niður og spara nokkur ár í röð og teljum okkur vera komin inn að beini á sjálfum okkur. Olafur Skúlason: „Ég einn átti sök á því að yfirlýsing fjórmenning- anna úr Langholti komst á borð fjölmiðla." starfsfólk mitt né lögmenn. Á þeirri stundu var ég einn í mínum vanda og gætti þess ekki að fara í smiðju til annarra. Þeúa athæfi harma ég, og þóú ég geti tilgreint atriði sem æúu að geta talist til málsbóta skýli ég mér ekki að baki þeim.“ Ennfremur segir í bréfi biskups: „Ekkert afsakar þó þetta verk mitt og hef ég skýrt tekið fram, bæði í einka- samtölum og á fundum, að prestar eiga og þurfa og verða að geta treyst því að starfsfólk greini ekki frá því að leitað sé úl þeirra." Stöð 2 skýrði frá því í gær að hópur presta hafi ákveðið að skrifa biskupi bréf og krefjast þess að hann segi taf- arlaust af sér. Sagði í fréúinni að um- ræddir prestar teldu að með trúnaðar- broti sínu hefði biskup framið svo al- varleg embættisafglöp að ekki verði við unað.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.