Alþýðublaðið - 13.03.1996, Page 2

Alþýðublaðið - 13.03.1996, Page 2
2 ALÞÝÐUBLAÐK) MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 1996 s k o ð a n i r riÞYIIII BI/ÐII) 21080. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Símboði auglýsinga 846 3332 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Frá fortíð til framtíðar Allt er í heimi hverfult. Tímamir breytast og mennimir með. Og víst er það rétt og satt, að nútíminn virðist eiga fátt sameigin- legt við tímana á öndverðri öldinni hvað þá ef litið er til fyrri alda. Tæknibyltingin hefur haldið innreið sína og gjörbreytt þjóð- félagsmyndinni á örfáum áratugum. Og að verulegu leyti til hins betra, því velsæld hefúr aukist og afkoma fólks batnað. Það er þó ekki algilt, því enn býr stærstur hluti veraidar við mikla fátækt. Þannig að þótt skilin milli austurs og vesturs í heiminum verði æ minni, þá verður munurinn milli lífsgæða suðurhvels jarðar og norðurhlutans æ meiri - munurinn milli ríkra og fátækra eykst. Islendingar hafa á hinn bóginn notið ríkulegra þeirra byltingar í atvinnuháttum sem átt hefur sér stað. Á aðeins örfáum áratugum höfum við komist út úr torfkofunum og baslinu til bjargálna - til mikillar velsældar. En sumt breytist hægt - eða alls ekki. Eftir sem áður er lífsins gæðum misskipt. Ennþá eru það fámennir hópar sem skafa rjó- mann ofan af og hafa allt til alls, á sama tíma og fjölmennur hóp- ur launafólks býr afar þröngar aðstæður. Baráttan fyrir frelsi og jöfnum rétti fólks til mannsæmandi lífs, sambærilegra möguleika til öruggra afkomu, er enn í fullum gangi. Það er með öðrum orðum þannig, að hin pólitíska barátta fyrir frelsi, jafnrétti og bræðralagi er ennþá jafnbrýn og nauðsynleg og hún var fyrir áratugum. Alþýðuflokkurinn og Alþýðusamband íslands fagna 80 ára af- mæli um þessar mundir. Saga hinnar pólitísku hreyfingar og hinnar faglegu er að meira og minna leyti samofin, enda þótt þær hafi með formlegum hætti skilið skiptum íyrir margt löngu. Það breytir þó ekki hinu að baráttumálin og markmiðin hafa oftast verið þau sömu. Alþýðublaðið telur brýnt að þessi öfl, jafnaðarmenn og verka- lýðshreyfingin freisti þess nú að bindast sterkari böndum. Það er ekki síst nauðsynlegt nú á síðari tímum, þegar mikilvægt er fyrir þau öfl sem vilja félagshyggjuna í öndvegi að standa saman gegn framsókn skeljalausrar frjálshyggju, en málsvarar hennar trúa í blindni á mátt þeirra sem meira mega sín. En ekki aðeins er um að ræða vamarbaráttu jafnaðarmanna og verkalýðshreyfingar íyr- ir áunnum árangri heldur og er brýnt fyrir jafnaðarmenn að sýna fram á styrk jafnaðarstefnunnar til framtíðar, siðferðilegan, pólit- ískan og efnhagslegan, þegar við nú senn rennum inn í nýja öld. Jafnaðarstefnan er nefnilega hvoru tveggja í senn, sígild og breytileg. Hún byggir ekki á kreddum og algildum lausnum, heldur er íyrst og síðast lífsýn þeirra sem vilja öra framþróun en um leið gæta að grundvallargildum á borð við réttlæti og jöfnuð. Þótt íjölmargt hafi breyst til betri vegar fyrir tilverknað baráttu jafnaðarmanna hér á landi síðustu áratugi, þá eru eftir sem áður stór verkefni fyrir stafni. Enn er ólokið baráttu jafnaðarmanna fyrir því, að þjóðin eigi landsins gögn og gæði, en ekki fáeinir út- valdir sem hafa með vafasömum hætti slegið eign sinni á þau. Hér er Alþýðublaðið að vísa til hálendisins, jarðvarmans, fall- vatna og virkjunarréttinda. Hér er bent á fiskinn í sjónum. Jafnað- armenn viðurkenna að sjálfsögðu eðlilegan eignarrétt einstak- linga og hópa, en hafna sjálftöku. Kvótakerfið í okkar fiskveiði- stjómarkerfi var aldrei hugsað sem endanlegt afsal á fiskimiðun- um til örfárra kvótakónga. Afnotaréttur stórlandeigenda á sam- eiginlegu landsvæði þjóðarinnar átti aldrei að mynda varanlegan eignarrétt. Hér eru á ferðinni gmndvallaratriði í stjómmálum. Ekki dægurþras um lítilvæg málefni, heldur einfaldlega spuming- in um það, hver á Island. Og í þessum efnum sem öðmm em það hagsmunir fjöldans, fólksins í landinu, sem Alþýðuflokkurinn ber fyrir bijósti. Alþýðuflokkurinn er síungur flokkur, sem byggir á traustum gmnni. 80 ára saga hans greinir frá sigmm og ósigmm í með- vindi og mótvindi. En umfram allt em jafnaðarmenn samferða samtíðinni, nútímanum, en ekki fastir í fortíð gamalla viðhorfa. Framtíðin er því Alþýðuflokksins.B Ég skora á alla stuðningsmenn þína, vini og velunnara, að strengja þess heit nú á áttræðisafmæli þínu, að forðast frekara skaðræði með opinberum níðingshætti í garð hvers annars. Orku þeirra sem fylgja stefnu þinni er betur varið til styrkingar innviða og gagnkvæmrar hvatningar og uppbyggingar. Heitstrenging á afmælisári - 80 ára afmælisbarn ávarpað Þá ertu áttræður blessaður minn. Saga þín er saga réttlætisbaráttu á ís- Iandi og minnisvarðar þínir eru verk ódrepandi baráttumanna og fánabera þinna, sem farið hafa með mikilvæga málaflokka á tímum mótunar f ís- lensku samfélagi. Heilbrigðis- og tryggingarmál, banka- og viðskipta- mál, menntamál og utanríkismál ís- lendinga eru meðal þess sem halda munu nafni þínu og heiðri á lofti um ókomin ár, sökum þess hve vel þínir Pallborðið iíWSk Jakob | 41Wdj Frímann llim ^ ; .. Magnússon skrifar menn hafa leyst þau af hendi á hveij- um tfma. Að öðmm ólöstuðum átt þú mestar þakkir skildar fyrir að Island er annálað velferðarsamfélag meðal þjóða. Megi hljómprúð rödd þín og krafa um frelsi, jafnrétti og bræðralag áfram verða Islendingum til hvatning- ar og blessunar um ókomin ár og ald- ir. Málgagn þitt hefur notið krafta margra hæfustu penna þjóðarinnar og nýtur í dag ritsjórnar metnaðarfulls skálds og fagurkera, sem á síðustu misserum hefur lyft blaðinu í nýjar hæðir menningarlegrar og skapandi umfjöllunar. Formaður þinn er einn merkilegasti og mikilhæfasti stjómmálamaður 20. aldarinnar á Islandi, hvers framsýni og mælska ber. af öðru því sem hugsað er og sagt á Alþingi voru. Stefna þín í öllum mikilvægustu þjóðmálum er kristaltær, virt og dáð af stórum hluta landsmanna, hugsjónir þínar og stefnumið eru sú framtíðartónlist sem vaxandi hluti ungs fólks á íslandi telur vænlegast að dansa eftir inn í nýja öld. Hverju sætir þá að íylgi þitt mælist á undanfömum missemm hæst 16% og allt niður í 4%? A áttatíu ára ferli þínum virðist áhöfn þín æði oft hafa stokkið fyrir borð og skilið þig eftir fáliðaðan í ólgusjó stjómmálabaráttunnar. Avallt hefur þó tekist að endumýja áhöfnina og halda innanborðs vel mönnuðu og samstilltu liði, að minnsta kosti þar til babb kemur í bát- inn á ný: þá virðist liðsmenn þína oft- ar en ekki skorta þrek og vilja til að útkljá sín mál í anda bræðralags: 'Menn' byrja að vega að'saniherjum sínum bölva þeim og rægja þá. Og eins og jafnan þegar gripið er til vopna að óyfirveguðu máli, þá hættir mönnum til að skjóta sjálfa sig í fótinn - og það sem verra er, - flokkinn sinn í leiðinni. Þó að menn vegist sem bet- ur fer sjaldan, í eiginlegri merkingu, með vopnum á íslandi okkar daga, þá er eins og að í seinni tíð hafi menn uppgötvað fjölmiðla sem kjörin vopn, er grípa megi til, jafnvel í smæstu inn- anborðsdeilum. Hvers kyns óvild eða öfúnd er veitt útrás með meiðandi og svertandi skrifum um náungann. Reyndar hefur í þeim skilningi ríkt eins konar skálmöld á íslandi um all- langt skeið og er þar engum hlíft. Að minnsta kosti „eitt mannorðsmorð á viku“ var til skammst tíma það sem fjármagnaði Pressuna og síðar Helg- arpóstinn. Meira að segja DV, sem í eina tíð var ritstýrt af metnaðarfullum og vandvirkum ristjóra sem tók blaða- menn á teppið fyrir hvers kyns óná- kvæmni, gerir nú út á lægstu hvatir mannskepnunnar og prentar vísvitandi ósannindi og nánast hvaða óþverra sem kynni að auka sölu á blaðinu. Þú, gamli Alþýðuflokkur, hefur ekki farið varhluta af þeim bölvaða vopnagný. Sárgrætilegast hlýtur þó að vera inn- anborðsskakið, svo tilgangslaust og skaðlegt sem það óhjákvæmilega er. Það liggur í augum uppi að sæmi- lega viti borið nútímafólk á erfitt með að ganga tilliðs við söfnuð þar'sém allt logar í ófriði, þar sem samh'erjai1 og bræður beijast f sífellú, hversu há- leit sem stefnumið söfnuðsins kunná að vera á sviði þjóðmála. Bræðráflökk þinn Framsóknarflokk og samstarfs- aðila þinn lil skamms tíma, Sjálfstæð- isflokk skortir margt af því sem þig prýðir, en þessir söfnuðir háfa notið þess að þar vinnur fjöldi einstaklinga óeigingjamt starf á bak við tjöldtn',-én leysir döilúr sínar og inhri'mál'^ömú- - leiðis að-mestu-á-bak-vfð'tjrikÍMirf kyrrþey. Á þeim bæjum virðist trú- mennska hins almenna flokksmanns við flokk og flokksystkin hafa skapað ákveðna tiltrú kjósenda, sem margir eru þó að líkindum jafnaðarmenn í hjarta sínu eins og við íslendingar er- um auðvitað langflestir. Trúmennskan, það er lykilorðið. Sá sem gengur til liðs við þig af heilum og hreinum hug, honum ber að heita þér únmennsku, styrkja þig og efla til ífekari dáða, beina vopnum sínum frá þér en ekki að þér. Eg skora á alla stuðningsmenn þína, vini og velunn- ara, að strengja þess heit nú á áttræðis- afmæli þfnu, að forðast frekara skað- ræði með opinberum níðingshætti í garð hvers annars. Orku þeirra sem fylgja stefnu þinni er betur varið til styrkingar innviða og gagnkvæmrar hvatningar og uppbyggingar. Aðeins þannig getur þú, kraftmikill og endur- nærður á níræðisaldri, valdið því veigamikla hlutverki sem þér er ætlað á komandi ámm og áratugum. Þá fyrst geta jafnaðarmenn á íslandi sameinast til dáða, með hið gagnkvæma traust og trúmennsku að leiðarljósi. Að lokum,- til hamingju með af- mælið gamli. Höfundur er starfsmaöur í utanríkisþjónustinni. Atburðir dagsins 1881 Alexander 11 Rússakeisari drepinn með sprengju, af öfga- sinnum í Pétursborg. 1894 Fyrsta nektarsýningin í at- vinnuskyni fer fram i Davan Fayoneau Music Hall í París. 1930 Plútó sú reikistjarna sem fjærst er sólinni uppgötvuð. 1961 Pablo Picasso 79 ára að aldri kvænist hinni 37 ára fyrir- sætu Jacqueline Rocque. 1983 Samtök uin kvennalista stofnuð á lúndi á Hótel Esju í Reykja- vík. Afmælisbörn dagsins Sigurður Guðmundsson mál- ari 1883. Pcrcival Lowell 1855, bandarískur stjömufræð- ingur. rannsóknir hans á Uran- us leiddu til uppgötvunar Plútó. Tessie O’Shea breskur skenuntikraftur, þekkt undir heitinu „Tveggja tonna Tessie" vegna stærðar sinnar. Annálsbrot dagsins Á vori þessa árs um fráfæru- leyti gengu fyrir sunnan og austan blíð logn í hálfan mán- uð.I þeim lognum skeði það.að sjórinn fyrir öllum Garði, Strönd og öllum Innnesjum varð með sérlegri eður smolti yfirdreginn bæði djúpt og grunnl undir landið. Þá sömu fitu þoldu ei sjófuglar, svo þeir drápust sumir í fitunni, og mjög margir voru teknir sem hálfdauðir af sjómönnum. Sumir skriðu upp í ljörugrjót og voru þar kraftlausir teknir. Sjávarborgarannáll 1651 Tilvísun dagsins Þú munt ráða ferðum þínum Bolli, segir konungur, því þér eruð um flest einráðir íslend- ingar. Ótafur Haraldsson Noregskonungur Málsháttur dagsins Oft er dyggð undir dökkum hámm Orð dagsins Hirðirinn rdfar um lieiðar ogfjöil og horaður verður að svelta; en lijörðin erfarin til lielvítis öll, því hundurinn kunni' ekki að gelta. Káinn Skák dagsins Ungverski stórmeistarinn Far- ago hefur aldrei náð í fremstu röð enda melnaður hans mjög bundinn við að gera jafntefli. Farago hefur hvítt og á leik í skák dagsins gegn enska stór- meistaranum Stuart Conquest. Sá síðamefndi tefldi á Reykja- víkurmótinu sem lauk um helg- ina en náði ekki á verðlauna- pall. Hvílur leikur og vinnur. Df6+! Dxf6 2. exf6+ Kxf6 3. Rxf4 og hvítur hefur unnið heilan mann.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.