Alþýðublaðið - 13.03.1996, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.03.1996, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 1996 ALÞÝÐUBLAÐH) 5 nm a n a s Fyrir prestastefnu sumarið 1798 samdi Sigurður varnarskjal fyrir prest, sem var snjöll smíði en býsna ósvífin. Vegna óvæntra veikinda gat Sigurður ekki lesið upp skjalið fyrir prestadómnum en fékk til þéss starfaBenedikt Grön- dal sem þá var varalögmaður. Las hann vörnina upp í Þingvallakirkju og vakti hún mikla athygli vegna þess hversu vel hún var samin og afdráttarlaust orðuð, þótt á nútíma- mælikvarða yrði hún sögð karl- rembuleg. f vörninni benti Sigurður á að Guðrún hefði kært prest til sýslu- mann fimm mánuðum eftir atburð- inn, og þótti hún helst til lengi hafa verið að átta sig á meintum atburðum: „Verður hún hér við svo upp- væg og gerist svo óró á sál og lík- ama, nota bene fyrst hér um fimm mánuðum eftir viðureignina, að hún hleypur upp, steðjar af stað, stökkur og stöðvast ei fyrr en í þriðju kirkjusókn að Hlíðarenda hjá herra sýslumanni Vigfúsi Þór- ariössyni, um hver altarishorn hún grípur og heldur sér í lífi og dauða, biðjandi sér miskunnar í dýpstu auðmýkt og herra sýslumannsins kröftugasta taumataks." Prestur hafði viðurkennt fyrir réttindum, sem sakfellt hafði hann, að hafa snert beran líkama Guð- rúnar. í vörn sinni fyrir prest fann Sigurður útgönguleið frá þeirri játningu, og byggði hún á útúr- snúningum; sem ekki var beinlínis hægt að taka alvarlega, enda virtist honum þykja kvartanir Guðrúnar hinar smávægilegustu: „Allir vita að handsöl og kossar eru almenn kveðja hér á landi. Þetta gengur frá hæsta til þess lægsta. Þetta heitir kurteisi hjá al- múga en lítillæti hjá yfirmönnum, og allir sem eigi þetta aðgæta eru álitnir fyrir rusta. Einir utan prestsins fjandmenn skulu hér af leiða aðra meiningu en að hann hafi gefið henni sína hönd þá hún rétti fram til að þakka fyrir emb- ættið... Ekkert kann framar upp á hann að sannast en að hann hafi tekið í hönd maddömu Guðrúnar eður máski snert á henni vanga beran“. Nú var meint káf orðið að hand- taki eða klappi á vangann. Og varnarræðan hélt áfram. Sigurður benti á að prestar væru mannlegir og öllum gæti orðið á, og þó svo prestur hefði þuklað þá væri það ekki svo himinhrapandi stórglæpur að hann ætti skilið að missa hemp- una fyrir vikið. Það væri hins veg- ar með öllu ólíklegt að séra Þór- halli, jafn vel giftur og hann væri, hefði talið sig hafa eftir einhverju að sækja hjá Guðrúnu. Sá texti Sigurðar er að þessu viðvék var hinn meinlegasti í garð Guðrúnar sem hann talaði um líkt og væri hún notuð útsöluvara: „Ólíklegt mætti finnast hverjum heilvita að séra Þórhalli sem á þá indælustu konu er hefur glatt hann með dæilegum börnum, hvar af sex leika sér um kring foreldrana, skyldi frá sínu farsæla heimili nið- ur að Árnagerði og setjast þar til Veneris kvöldmáltíða að þeim krásum er af öðrum fyrr og síðar nagaðar voru“. f skjalinu beindi Sigurður síðan eftirfarandi orðum að prestum: „Nú kref ég allan þingheim og spyr, hvort nokkurn tíma heyrst hafi síðan land byggðist meir heimskulegt, illviljað, blygðunar- laust og lygafullt skammaskjal, eftir hverju eintómu, án annarra bevísinga, einn aktverðugur emb- ættismaður er dæmdur frá kjóli og kalli?" Sýslumanni hafði tekist allvel að snúa vörn i sókn, gera lítið úr Guðrúnu og koma því til skila að líklega væri þarna á ferð einkenni- lega innréttuð kvensnift, sem af einhverjum annarlegum ástæðum væri að ná sér niðri á presti. Lokadómurinn var séra Þórhalla í vil en prestastefna komst að þeirri niðurstöðu að engar sannanir væru fyrir sekt prests, en taldi hann hins vegar sekan um gár- ungslegt framferði og var hann dæmdur til að greiða fjörtíu ríkis- dala sekt til fátækra prestsekkna í Skálholtsbiskupsdæmi. Kjól og kall fékk hann aftur. Séra Þórhalli var prestur í Fljótshlíð í átján ár eftir þetta og lenti ekki aftur í telj- andi útistöðum við sóknarbörn sín. Engar frekari sögur fara af Guð- rúnu sem komst á raun um það að ein vesæl kona má sín lítt gegn harðsnúnum lögfræðingi, jafnvel þó hún telji sig hafa sannleikann sín megin. ■ Staða skrifstofustjóra í heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu Staða skrifstofustjóra í heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu er laus til umsóknar. Umsækjandi skal hafa lokið prófi í lögfræði. Umsóknir með upplýsing- um um menntun og fyrri störf sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116,150 Reykjavík eigi síðar en 29. mars 1996. Reykjavík 11. mars 1996. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Aðalfundur íslandsbanka hf. Aðalfundur íslandsbanka hf. 1996 verður haldinn í Borgarleikhúsinu mánudaginn 25. mars 1996 og hefst kl. 15. Dagskrá 1. Aðalfundarstörf í samræmi við 10. grein samþykkta bankans. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Hluthafar sem vilja fá ákveðin mál tekin til meðferðar á fundinum skulu gera skriflega kröfu um það til bankaráðs, Kirkjusandi - 5. hæð, Reykjavík, í síðasta lagi föstudaginn 15. mars næstkomandi. Framboðsfrestur til bankaráðs rennur út miðvikudaginn 20. mars n.k. kl. 10 fyrir hádegi. Framboðum skal skila til bankastjórnar. Atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í íslandsbanka hf., Kirkjusandi, Reykjavík, 2. hæð, 20. mars frá kl. 12 -16 og 21. og 22. mars n.k. frá kl. 915 -16 og áfundardegi frá kl. 915 -12. Dagskrá fundarins, tillögur og ársreikningur félagsins fyrir árið 1995 verður hluthöfum til sýnis á sama stað . frá og með mánudeginum 18. mars 1996. 6. mars 1996 Bankaráð íslandsbanka hf. ÍSLANDSBANKI Bæjarmálaráð Alþýðuflokks Hafnarfjarðar Fundir bæjarmálaráðs flokksins eru í Alþýðuhúsinu annan hvern mánudag og hefjast kl. 20.30. Húsið er opnað kl. 20.00. Áfundunum eru bæjarfulltrúar, fulltrúar stjórna og félaga flokksins, fólk í nefndum á hans vegum, flokksfólk og annað stuðningsfólk. Á þeim eru kynnt og rædd nál- efni líðandi stundar sem og ann að er ástæða er til á hverjum tíma. Næsti fundur ráðsins verður mánudaginn 18. mars.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.