Alþýðublaðið - 13.03.1996, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 13.03.1996, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 1996 S ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 ð U 7 n Magnús M. Norðdahl skrifar Verkalýðsh reyfi ng í vanda? um annað er samið en fyrirÍTam hafa verið gefm fyrirmæli um. í öðru lagi með því að draga úr ríkisrekstri og umsvifum ríkisins í efnahagslífinu þar sem það í dag stendur steinrunnið á bak við atvinnurekstur sem fyrir löngu á að vera kominn úr höndum þess. I þriðja lagi með því að afleggja ríkis- valdið og ríkisbankakerfið sem félags- málastofnum ákveðinna atvinnu- greina. íslenskur landbúnaður er ef til vill besta dæmið þar um en íslenskir bændur, framleiðslu- og markaðsfyrir- tæki þeirra eru fullfær um að standa sig í samkeppni á opnum markaði. Hann þarfnast einskis fremur en þess að losna undan áþján og miðstýringu ríkisvaldsins. Allt of margir íslenskir Undanfarin ár hefur því verið haldið að almenningi að verkalýðshreyfingin íslenska sé í vanda. Kjarasamning- ar séu gerðir um litlar kauphækkanir eða óbreytt ástand. Hreyfingin sé sundurleit og aðgerðir hennar stuðli að ójafnvægi á vinnumarkaði með því að einstakir hópar nái sínu fram með aðgerðum eftir að stóru samflotin hafi gert samninga. Það má vel vera að sannleikskom sé í þessu og um það er hreyfingin vel meðvituð. En hver er vandinn? í skrifum ýmissa pistlahöfunda löngum verið afnám kjarasamninga dagblaðanna, og þar er Alþýðublaðið ekki undanskilið, koma þær skoðanir ;frtoni|ð vandinn liggi að mestu innan ■hréyíingminnar sem sé miðað við nú- verandi skipulag ófær um að gæta hagsmuna launafólks. Hún sé ólýð- ræðisleg, þung í vöfum, spillt af valdi og beiti úreltum aðferðum við gerð kjarasamninga. Lagt er til að gripið verði þegar til aðgerða og skipulagi hennar breytt og komið á nýjum regl- um við gerð kjarasamninga. Þetta virðist sannfærandi rökstuðningur og hann hefur orðið úl þessr_að--Páll Pér- ursson ber í borðið og vill í ósátt við verkalýðshreyfmguna koma á nýrri og miðstýrðri aðferð við gerð kjarasamn- inga. Undir síbylju framkvæmdastjóra VSÍ um nauðsyn á endurskipulagn- ingu hreyfingarinnar og „lýðræðis- væðingu" hennar jarma síðan pistla- höfundar dagblaðanna í einum kór. Allt þetta ber vott um svo litla þekk- ingu á málefnum verkalýðshreyfmgar- innar og svo mikla yfirborðsmennsku að mál er að linni og að Alþýðuflokk- urinn og Jafnaðarmenn allir rísi upp til vamar þessu systkini sínu, verkalýðs- hreyfingunni. I allri þessari umræðu gleyma menn því í fyrsta lagi að verkalýðshreyfing- in er stærsta félagsmála- og samtrygg- ingarstofnun samfélagsins og gegnir þar ómetanlegu en lítið virtu eða ræddu hlutverki. Umfjöllun um það bíður betri tíma. f öðru lagi virðast menn gleyma því að stærsti launa- greiðandi landsins, ríkisvaldið, hefur með skipulögðum hætti vegið svo að samningshlutverki verkalýðshreyfmg- arinnar að engan skyldi undra hver ávöxtur undanfarinna kjarasamninga hefur verið í beinum kauphækkunum. Eru menn búnir að gleyma því í um- ræðu dagsins að vinsælasta hagstjóm- artæki undanfarinna áratuga hefur með lögum. Lög á lögmætar verkfalls- aðgerðir, lög sem umtuma skattakerf- inu og almannatryggingakerfmu, laun- þegum í óhag stuttu eftir gerð kjara- samninga, fmmvörp sem umtuma líf- eyrisréttindum og starfskjömm eins og nú liggja fyrir Alþingi og svo mætti lengi telja. Með þessum hætti hefur samningsréttur verkalýðshreyf- ingarinnar um kaup og kjör í raun ver- ið svo skertur að stappar nærri því að hann hafi verið afnuminn. Ahersla hreyfmgarinnar undir þessum kring- 'úmstæðum hefur því undanfarin ár fremur beinst að launajöfnun, nýskip- an í öryggismálum og að því að þvinga viðsemjendur sína, þar með talið ríkisvaldið, til þess að virða al- þjóðsamninga um réttindi verkafólks. Þetta hefur hún gert einfaldlega vegna þess að allar aðrar aðgerðir em bann- aðar með löggjöf eða stjómvaldsað- gerðum á einn eða annan hátt. Sameinaður frontur ríkisvaldsins og VSÍ birtist síðan í ijölmiðlum veifandi línuritum, töflum, aflaspám og þjóð- hagsskýrslum sem fyrirfram segja öll- um sem heyra vilja um hvað sé að semja fyrir verkafólk. Með öðrum orðum, það er ekkert um að semja nema þetta. Og hreyfmgin veit að ef ekki er spilað með beitir ríkisvaldið þeim vopnum sem það hefur og kem- ur kauplagi í það horf sem það fyrir- fram var búið að ákveða í samráði við „Guðfeður" íslensks efnahagslífs í Garðastrætinu. Minnast menn þess að ríkisvaldið hafi sett lög um hækkun launa í andstöðu við VSI eða aukið réttindi verkafólks með öðrum hætti en þeim að bæta „tjónið" að fullu með hliðaraðgerðum sem síðan er beint velt á launafólk með aukinni skatt- heimtu, skerðingu félagslegra réttinda og svo framvegis. Um leið bætir ríkis- valdið sér sitt eigið tjón, enda stærsti Með öðrum orðum. Vandi verkalýðshreyfingar- innar er ekki eigið skipulag heldur sameinaðir kraftar rfkisvaldsins og VSÍ sem árum saman hafa skipulega dregið úr samningsrétti hreyfing- arinnar og gildi gerðra kjarasamninga. launagreiðandinn. Og síðan geysast spekingarnir fram og kalla þetta „- vanda verkalýðshreyfingarinnar" sem rekja megi til skipulags hennar við gerð kjarasamninga og stjómun innri málefha. Þetta á ekkert skylt við þann raunvemleika sem hreyfmgin stendur frammi fyrir við gerð kjarasamninga og gagnvart kauplagi í landinu. Óró- ann innan hreyfingarinnar er ekki að rekja til skipulags hennar heldur til þess að stórir hópar hafa gefist upp á málamiðlunum og heimta aðgerðir, harðar aðgerðir, og það vekur ugg í bijósti margra. Þessu sulla menn síðan saman við skipulag hreyfingarinnar og nota tækifærið til þess að hvetja til endurskipulagningar hennar með laga- boði þegar raunveruleikinn er sá að ríkisvaldið og vinnuveitendur óttast óróann innan verkalýðshreyfingarinn- ar og þær aðgerðir sem hinir órólegu boða. Það á því að nota moldviðrið sem blásið hefur verið upp til þess að draga enn frekar en orðið er úr valdi og sjálfstæði hreyfmgarinnar og færa það inn á borð ríkissáttasemjara. Með því verða hinir órólegu hamdir fyrir- fram og satt best að segja dettur manni helst í hug að fmmvörpin sem nú á að fara að afgreiða á Alþingi hafi þann tilgang einn að undirbúa gerð næstu kjarasamninga. Mál er að Jafnaðarmenn taki ein- arða afstöðu í málinu. Þingflokkur Al- þýðuflokksins hefur gert það en meira þarf til. Við þurfum að beita okkur til aðgerða í anda þess tilgangs sem við réttlætum póhtíska tilvem okkar með og í samræmi við arfleifð okkar. I megindráttum getum við gert það með þrennum hætti. I fyrsta lagi með því að virða sjálfstæði verkalýðshreyfmg- arinnar og láta henni sjálfri eftir að skipuleggja sín innri mál og stýra sín- um samningsháttum innan ramma nú- verandi laga og ef einhveijar breyting- ar á að gera þá verði þær gerðar í fullu samráði og með samkomulagi við hana. Aðferðin við gerð kjarasamn- inga er og verður samningsatriði verkalýðshreyfingar og vinnuveitenda. Embættismaður ríkisins, Ríkissátta- semjari, á ekki að fá meira vald en hann hefur nú. Hann verður aldrei annað en einn útvarða efnahagsstefhu ríkisvaldsins og aldrei sjálfstæður meðan ríkið sjálft er undir, ofan á og allt í kringum samningsborðið eða með vönd laganna tilbúinn til höggs ef bændur sem áður mynduðu kjamann í íslenskri sjálfstæðisbaráttu eru í dag ekki annað en kúgaðir skuldaþrælar úreltra efnahagsráðstafana og miðstýr- ingar. Önnur dæmi má nefna eins og til dæmis austur ríkisins á fjármunum til refaræktar, fiskeldis og annarra „nýjunga" í íslensku efttahagslífi sem orðið hafa til þess að fjöldi sjálfstæðra fslendinga situr í fangabúðum ríkis- bankanna og sjóða ríkisins, hart nær eignalausir og margir gjaldþrota. Reikningurinn fyrir öllu saman er síð- an sendur á almenning með skattlagn- ingu eða háum vöxtum innan banka- kerfisins sem verða að standa undir af- skriftareikningum ríkisbankanna og afleiðingum þess að þeir eru hag- stjómartæki ríkisins og félagsmála- stofnun gæluverkefna en ekki grand- varar ljármálastofhanir. Með öðrum orðum. Vandi verka- lýðshreyfingarinnar er ekki eigið skipulag heldur sameinaðir kraftar rík- isvaldsins og VSÍ sem árum saman hafa skipulega dregið úr samningsrétti hreyfingarinnar og gildi gerðra kjara- samninga. Með því hefur verið dregið úr vægi hennar sem málsvara launa- fólks innan efnahagsh'fsins og virðing hennar og traust hefur verið rýrt meðal almennra félagsmanna. Verkalýsð- hreyfmgin hefur ætíð verið og er enn útvörður launafólks og við jafnaðar- menn eigum að virða þá stöðu um leið og við berjumst fyrir opnum samfé- lagsins, auknu lýðræði og þáttöku þess í samfélagi ffjálsra þjóða. ■ ■ Sendiherra flytur fyrirlestur Borges og feiknstafir hans Argentíntínumaðurinn Jorge Lu- is Borges hlaut aldrei Nóbelsverð- laun - og það var raunar algjört svindl - en samt er víst að hann er í hópi allra merkustu höfunda tutt- ugustu aldarinnar; maður sem hélt til í völundarhúsi, fullu af spegl- um, kynjaverum og gömluin Borges var áhugamaður um íslenskar bækur og aðdáandi þessa norðurhjarafólks. Myndina tók Robert Guillmette T íslandsheimsókn hans. skræðum. Borges var líka mikill áhugamaður um fsland og gamlar íslenskar bækur; hann skrifaði greinarstúf um forngermanskar bækur, hann kom til íslands, þá löngu orðinn blindur, til að snerta görnul handrit í stofnun Árna Magnússonar; lýsti oft aðdáun sinni á þessari norðurhjaraþjóð og orti frægt kvæði uin víg Snorra Sturlusonar. Eftir Borges hafa ver- ið þýdd á íslensku tvö smásagna- söfn; annað af Guðbergi Bergs- syni, hitt af Sigfúsi Bjartmarssyni, en að auki er nokkuð af ljóðum hans til í íslenskum þýðingum. Á morgun, fimmtudaginn 14. mars klukkan 17.15, flytur Feder- ico Mirre, fyrirlestur í Norræna húsinu og nefnist hann Argentín- skar nútímabókmenntir og Jorge Luis Borges. Federico Mirre er sendiherra Argentínu á fslandi, með aðsetur í Osló, menntaður í heimspeki, tungumálum og lög- fræði. Fylgir sögunni að hann hafi verið ágætlega kunnugur Borges. Fyrirlesturinn sent fer fram á ensku er í boði Heimspekideildar Háskólans.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.