Alþýðublaðið - 21.03.1996, Síða 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 21. MARS 1996
s k o ð a n i r
MMUBIB
21085. tölublað
Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566
Útgefandi Alprent
Ritstjóri Hrafn Jökulsson
Umbrot Gagarín hf.
Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing
Sími 562 5566
Fax 562 9244
Símboði auglýsinga 846 3332
Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði.
Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk
Átök á afmælisvori
Ríkisstjómin velur sér vorið þegar Alþýðusamband íslands
fagnar áttatíu ára afmæli sínu til þess að boða til átaka við öll
samtök launafólks í landinu um réttindi þeirra og stöðu. Lagt hef-
ur verið íram fmmvarp til laga um réttindi og skyldur opinberra
starfsmanna þar sem ríkisvaldið hyggst með lagasetningu skerða
mörg mikilvæg réttindi starfsmanna sinna. Lagt hefur verið fram
stjómarfmmvarp um samskipti aðila á vinnumarkaði þar sem
megintilgangurinn er að veikja verkalýðshreyfmguna í landinu.
Boðað hefur verið framvarp til breytinga á lögum um atvinnu-
leysistryggingar, sem sett vom að tilhlutan verkalýðshreyfingar-
innar eftir hörð átök á vinnumarkaði, þar sem tilgangurinn er að
skerða rétt atvinnulausra, einkum og sér í lagi láglaunafólksins. f
farvatninu em breytingar á lögum um lífeyrisréttindi opinberra
starfsmanna, sem skerða eiga samningsbundin réttindi þeirra. Allt
er þetta gert í andstöðu við vilja launþegahreyfinganna í landinu.
Rikisstjómin er að leggja til atlögu við samtök launafólks og vel-
ur til þess afmælisvor ASÍ.
Samtök opinberra starfsmanna hafa bmgðist við með því að
stofna sameiginlega aðgerðanefnd og halda nú fjöldafundi vítt og
breitt um landið til þess að búa félagsmenn sína undir komandi
átök. Viðbrögð ASÍ hljóta að verða áþekk, enda felast í fyrirætl-
unum ríkisstjómarinnar þau viðhorf hennar, að ráðherrar telja, að
verkalýðshreyfingin standi nú svo veikum fótum að óhætt sé fyrir
þá með þingmeirihluta sinn og Vinnuveitendasamband íslands að
baki sér að leggja til atlögu við samtök launafólks um þann rétt
samtakanna, sem þau öðluðust með lögum fyrir hálfum sjötta
áratug. Forvígismenn Alþýðusambands íslands og aðildarfélaga
þess hljóta að skilja að verkalýðshreyfmgin á nú aðeins eitt svar.
Hún verður að sýna hvers hún er megnug þegar ríksstjómarflokk-
amir ráðast að réttindum hennar, taka saman höndum við opin-
bera starfsmenn og vinna sigur. Atökin framundan em ekki um
kaup og kjör. Átökin em um hreyfinguna sjálfa, hvort hún á að
geta verið launafólki í landinu sá styrkur í vöm og sókn, sem hún
hefur verið síðastliðin áttatíu ár.
Hemaðaráætlun forsætisráðherrans er skýr og ljós og í fyllsta
samræmi við starfshætti hans fram til þessa í samskiptum hans
við íslenska verkalýðshreyfmgu. Það sem fyrir honum vakir er að
leggjá firam fmmvörp um algerar breytingar á gmndvallarréttind-
um launafólks og samtaka þeirra sem komi öllu í uppnám og síð-
an er ætlun hans að bjóðast til þess að draga sumt til baka ef fall-
ist verði á annað. Þessari aðferð hefur Davíð Oddsson þráfaldlega
beitt, ekki síst við fjárlagagerð. Þannig hefur honum tekist að fá
verkalýðshreyfmguna, ekki síst ASÍ, til þess að fallast á ýmislegt
gegn því að draga annað til baka. Þetta ætlar hann einnig að gera
núna. Hann stefnir að áfangasigri en ekki algemm sigri. Svo
kemur næsta lota. Þannig vinnur hann.
Samtökum launafólks hlýtur að vera þetta ljóst. Mikil samstaða
er að skapast meðal launafólks um að hrinda þessari atlögu ríkis-
stjómarinnar í eitt skipti fyrir öll. Ef Davíð tekst ætlunarverk sitt
að semja við verkalýðshreyfinguna um að hún láti sum réttindi
sín af höndum gegn því að fá einhver önnur aftur til baka verður
ekki auðvelt að blása fólkinu baráttuanda aftur í brjóst í næstu
lotu. Þvert á móti hafa þá verið rofín þau skörð í virkismúrana að
vígið hlýtur að falla. Og þetta vígi er verkalýðshreyfingin. Á átta-
tíu ára afmælinu þarf ASÍ að berjast fyrir sjálfum tilvemréttinum.
í þeirri baráttu duga engar málamiðlanir. ■
Fluttu Ingibjörg Sólrún og
Jón Baldvin góðar ræður?
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Jón
Baldvin Hannibalsson fluttu ræður í
tilefni af 80 ára afmæli Alþýðuflokks-
ins. Þar blésu ferskir vindar og fram
komu ýmis ný viðhorf.
Þessir forystumenn sýndu vel
nauðsyn þess að jafnaðarmenn verði
að ná betur saman í baráttunni fyrir
hugsjónum sínum. Það yrði best gert
þannig að myndaður verði vettvangur
fólks sem hefði svipaða lífssýn en
starfar nú £ mörgum flokkum eða utan
flokka.
Gestaboð
Nú er tækifærið
Það er mjög margt í umhverfinu
sem gerir það að verkum að nú eru
betri skilyrði fyrir því að þessi draum-
ur íslenskra jafnaðarmanna rætist. í
stefnu núverandi ríkisstjómar íhalds
og sérhyggju koma fram harkalegar
árásir á velferðarkerfið.
Hér eru svipuð átök í uppsiglingu
og em nú milli hægri og vinstri flokka
í Evrópu. Þetta gerir kröfur til jafnað-
armanna meðal annars að endurmeta
velferðarkerflð eins og bræðraflokk-
amir erlendis em að gera.
Jaíhaðarmenn hafa fyrir löngu við-
urkennt og styðja markaðskerfið sem
heppilegt tæki á samkeppnismarkaði.
Samkeppnisöfl markaðskerfisins eiga
hins vegar ekkert erindi inn í velferð-
arþjónustu hins opinbera, svo sem í
heilbrigðismálum og í menntamálum.
Á þessum sviðum mega aidrei skapast
forréttindi hinna efnaðri.
Þessi sameiginlega sýn jafnaðar-
manna stendur andspænis fijálshyggju
og hagsmunagæslu valdakerfis Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks.
Skilin eru nú skarpari en oft áður.
Vitaskuld mun stór jafnaðarmanna-
flokkur framtíðarinnar á Islandi rúma
margar skoðanir og áherslur alveg
eins og erlendis.
2+2=5
Við verðum að líta fram á við en
ekki aftur á bak. Persónulegir hags-
munir forystumanna skipta hér engu.
Þetta er miklu stærra mál en það. Þetta
er vitaskuld ekki tæknilega samein-
ingarumræða heldur barátta fyrir lífs-
sýn og hugsjónum.
Markmiðið er ljóst. Þeir sem nú eru
dreifðir í mörgum flokkum og utan
flokka verða að sameinast í eitt fram-
boð við næstu Alþingiskosningar. Við
verðum að skilja að sá tími er hðinn
að A-flokkarnir bíði með grasið í
skónum eftir að komast I stjóm með
Sjálfstæðisflokknum.
Við verðum aldrei stór nema við
komum með trúverðuga stefnu sem
höfði ekki aðeins til kjósenda Alþýðu-
flokks, Alþýðubandalags, Þjóðvaka
og hluta kjósenda Kvennalista heldur
einnig til hinna fjölmörgu kjósenda
Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks sem em sósíaldemókratar í evr-
ópskum skilningi.
Við verðum að ná til þessara hópa
og það gerist ekki nema með sameig-
inlegu framboði. Hér gildir jafnan 2
plús 2 em 5.
Það er til fleira en
efnahagsmál
Jafnaðarstefnan er róttæk og við
þurfum að átta okkur á því að nútíma
jafnaðarstefna fjallar um fleira en
efnahagsmál. Við þurfum að leggja
miklu meiri áherslu á til dæmis
menntamál, umhverfismál, valddreif-
ingu, upplýsingatækni, bama- og ung-
lingastefhu, kvennapólitík, menning-
armál og þróunaraðstoð.
Það er svo margt sem sameinar
okkur og við þurfum að blása eld að
þeim glóðum sem nú loga til myndun-
ar sameiginlegs vettvangs á landsvísu.
Ef okkur tekst það ekki þá situr þessi
ríkisstjóm ekki aðeins í 4 ár heldur í 8
ár og jafnvel í 12 ár. Það er skylda
okkar að koma í veg fyrir þá framtíð-
arsýn.
Ræður Ingibjargar Sólrúnar og
Jóns Baldvins í afmælisvikunni vora
mjög góðar og hugur fylgdi máli.
Næsta verkefni snýst um að finna far-
veg fyrir umræðu og skapa vettvang
fyrir sameiginlegt ffamboð til Alþing-
is.
Höfundur er þingmaöur Þjóðvaka
IRæður Ingibjargar Sólrúnar og Jóns Baldvins í afmælisvikunni
voru mjög góðar og hugur fylgdi máli. IMæsta verkefni snýst um
að finna farveg fyrir umræðu og skapa vettvang fyrir
sameiginlegt framboð til Alþingis.
m a r s
a
Atburðir dagsins
1556Fyrsti erkibiskupinn af
Kantaraborg, Thomas Cranm-
er, brenndur á báli sem trúvill-
ingur, en hin kaþólska drottn-
ing María I (Blóð María) réð
ríkjum í Bretlandi á þessum
tfma. 1788 New Orleans eyðist
í eldi. 1918 Þýskur her undir
stjórn hershöfðingjans Erich
Ludendorff brýst í gegnum
vamarlínuna við Somme. 1919
Fossafélagið Titan sækir um
sérleyfi til virkjunar allrar
Þjórsár. 1935 Jón Þorláksson
formaður íhaldsflokksins og
fyrsti formaður Sjálfstæðis-
flokksins andast.
Afmælisbörn dagsins
Jón Vídalín 1666, biskup. Jo-
hann Sebastian Bach 1685,
þýskt tónskáld og orgelleikari.
Benito Pablo Juarez 1801.
Mexíkanskur forseti sem Bret-
ar og Frakkar hröktu úr emb-
ætti. Peter Brook 1925, bresk-
ur leiksviðs og kvikmynda
leikstjóri.
Annálsbrot dagsins
Þá skeði óúlbærileg ungbams
meðferð Þorsteins Jónssonar að
Höfðadal í Tálknafirði í Barða-
strandarsýslu. Átti hann fyrst
bamið með bróðurdóttur konu
sinnar, hvert hún andvana
fæddi. Var þess líkami að
lengd, nær af mönnum skoðað
var, vart 3 1/2 kvartil. Gróf
hann fyrst þetta bam á laun þar
í dalnum. Þar eftir gróf hann
það aftur upp og færði í holu
eina á fjallinu fyrir ofan Höfða-
dal, hvaðan hann það síðast
upp tók. Þorsteinn á alþingi af-
tekinn, um bamsmóðurina sett
til kongsins náða, eftir atvik-
um.
Sjávarborgarannáll 1722
Tilvitnun dagsins
Látum oss aldrei gleyma því að
allir sem ekki hafa gengið af
vitinu hafa ekki þar með sann-
að, að þeir haft nokkurt.
Soren Kierkegaard
Málsháttur dagsins
Sá sem eldinn vill hafa, hlýtur
reykinn að þola.
Orð dagsins
Strykum yfir stóru orðin,
standa við þau minni reynum.
Skjöllum ekki skrílsins vammir.
Skiljum sjdlfir livað við mein-
um.
Hannes Hafstein
Skák dagsins
I skák dagsins nýtir svartur sér
hversu illa staðsettir hvítu
mennimir era, einkum drottn-
ingin. Búlgarski alþjóðameisl-
arinn Danailov hefur hvítt en
ungverski stórmeistarinn For-
intos stýrir svörtu mönnunum
til snoturs sigurs.
Hvað gerir hvítur?
1.... Bd4!! 2. h3 Ekkert skárra
var: 2. Bxd4 Hxd4! 3. Dxa5
Dg2+!! 4. Hxg2 Hdl+ 5. Hgl
Hggl mát! 2.... Dg3 Danailov
gafst snarlega upp.