Alþýðublaðið - 21.03.1996, Síða 8
► *
'mtVFILl/
4 - 8 farþega og hjólastólabílar
5 88 55 22
Fimmtudagur 21. mars 1996
45. tölublað - 77. árgangur
Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk
■ Verkefnaskráin sem Viðar Eggertsson ætlaði fyrir næsta leikár í Borgarleikhúsinu
Grískir harmleikir
tónlist eftir
- söngleikur með tónlist og textum eftir Tom Waits, ný
verk eftir Harold Pinter og Árna Ibsen.
Sýning, unnin upp úr fjórum gnsk-
um harmleikjum, með tónlist eftir
Björk Guðmundsdóttur og undir leik-
stjóm Simons McBumey, sem kemur
frá hinu heimsfræga leikhúsi Theatre
de Complicité, er meðal verkefna sem
Viðar Eggertsson, burtrekinn leikhús-
stjóri í Borgarleikhúsinu, hafði sett á
verkefnaskrá leikhússins næsta vetur.
Brottvikning Viðars hefur sett und-
irbúning næsta leikárs hjá Borgarleik-
húsinu í mikið uppnám. Þá verður
Leikfélag Reykjavíkur 100 ára og
vildu menn eðlilega að mikið yrði um
dýrðir á afmælisári. Hafði til dæmis
verið leitað eftir sérstökum styrk frá
ríkinu vegna þessa, að upphæð 30
milljónir króna. Viðar hafði ásamt að-
stoðarfólki sínu, þeim Sigrúnu Val-
bergsdóttur og Bjama Jónssyni, unnið
að undirbúningi afmælisársins síðan í
haust.
Þar átti ein helsta skrautfjöðurin að
vera áðumefnd sýning, byggð á fjór-
um grískum harmleikjum, þar sem
fylgt væri ættarsögu Ödipusar, Antíg-
ónu og þeirrar ættar allrar. Samkvæmt
heimildum Alþýðublaðsins mun hafa
verið frágengið að Björk Guðmunds-
dóttir semdi tónlistina við sýninguna
og að Simon McBurney leikstýrði.
Hann er ein aðalsprautan í breska
leikhópnum Theatre de Complicité
sem kom hingað á síðustu Listahátíð
og sýndi við feikn góðar undirtektir.
Þá mun hafa verið gengið frá
samningum um sýningarrétt á þekkt-
um og vinsælum söngleik sem nefnist
Black Rider. Höfundur hans er Robert
Wilson sem má telja til þekktari leik-
hússmanna í heiminum. Tónlist og
Björk
söngtextar í þvf verki eru eftir þann
fræga tónlistarmann Tom Waits, en
leiktextinn eftir William Burroughs.
Mun þykja nokkuð gott að hafa feng-
ið rétt til að sýna þetta verk, því höf-
undar munu vera vandfýsnir á hvaða
leikhúsum þeir leyfa að sýna verkið.
Auk þessa hafði verið ákveðið að
setja á svið nýjan gamanleik eftir
Ama Ibsen, en verk hans Himnaríki
hefur verið sýnt við miklar vinsældir
hjá Hafnarfjarðarleikhúsinu í vetur.
Nýjasta verk Harolds Pinter, Moonl-
ight, var einnig á verkefnaskrá. Þá
hafði Asa Hlín Svavarsdóttir verið
ráðin til að veita barnaleikhúsi for-
stöðu og meðal verka sem stóð til að
vinna þar mun hafa verið ný leikgerð
fyrir böm, unnin upp úr Ljósi heims-
ins eftir Halldór Laxness.
Samkvæmt heimildum Alþýðu-
blaðsins hafði Viðar Eggertsson lagt
þessa verkefnaskrá fyrir leikhúsráð.
Hún hafði þó ekki fengið endanlegt
samþykki og verður varla svo úr
með
Verkefnaskráin hafði verið lögð fyr-
ir leikhúsráð Borgarleikhússins, en
verður varla að veruleika eftir
brottvikningu Viðars.
þessu, enda mun mikið af þessum
verkefnum hafa verið bundið persónu
Viðars og ólíklegt að aðrir muni
koma þessum áformum á leiksvið.
Ragnheiður Axel veitir Baltasar Kormáki aðhlynningu: Fólk sem er úr samhengi við sögu og menningu fyrri kyn
slóða og myndi deyja úr leiðindum á Raufarhöfn.
Gjaldþrot,
girnd, glans
og gabb
Draumadísir frumsýndar
í kvöld
Sannur ilmur karlmennskunnar;
lykt af leðri, viskí og vindlum.
Tvítugu vinkonurnar Steina og
Styrja láta lokkast. Þær verða ást-
fangnar af sama draumaprinsinum,
Gunnari, myndarlegum ungum æv-
intýramanni í viðskiptum. En
Vala, metnaðargjarni bókhaldarinn
hans, væri konan sem hann gæti
hugsað sér... hefði hún ekki meiri
áhuga á frama sínum en honum.
Leiftursókn á markaðinn er svar
Gunnars við versnandi stöðu fyrir-
tækisins og í þeirri sókn er Steina
leynivopnið hans. En mikilvæg
skjöl hverfa og við það breytast öll
samskipti fólks...
Svona hljómar hann í stuttu
máli, söguþráðurinn í Draumadís-
um, nýrri kvikmynd Asdísar Thor-
oddsen sem frumsýnd verður í
Stjörnubíói í kvöld. Þetta er gam-
anmynd sem fjallar um gjaldþrot,
girnd, glans og gabb og um ungar
konur sem höfundurinn segir að
séu „úr samhengi við sögu og
menningu fyrri kynslóða og
myndu deyja úr leiðindum á Rauf-
arhöfn eftir tveggja tíma viðdvöT'.
Steina og Styrja eru leiknar af ung-
um og frekar óreyndum leikkon-
um, Silju Hauksdóttur og Ragn-
heiði Axel, en Gunnar er leikinn af
engum öðrum en Baltasar Kor-
máki.
■ Margrét Frímannsdóttir segir engan stórágreining
innan forystu Alþýðubandalagsins
Mun halda ótrauð áfram
á sömu braut
- segir Margrét. Hef ekki gengið í verk Svavars og hann ekki í mín.
J aðdraganda formannskjörs voru
haldnir um tuttugu fundir þar sem ég
kynnti hugmyndir mínar um rekstur
flokksins og uppbyggingu á innra
starfi, þar með talið verksvið fram-
kvæmdastjóra. Ég vona að þeir sem
kusu mig hafi jafnframt gert það
vegna þessara hugmynda. Ég mun
halda ótrauð áfram á sömu braut,“
segir Margrét Frímannsdóttir formað-
ur Alþýðubandalagsins.
Mikið hefur verið bollalagt um það
á undanförnum dögum að Margrét
hafi gefist upp fyrir Svavari Gestssyni
og bandamönnum hans í þingflokkn-
um og að Svavar sé í raun sterki mað-
urinn í flokknum. Hefur uppsögn Ein-
ars Karls Haraldssonar, framkvæmda-
stjóra Alþýðubandalagsins, verið höfð
til marks um þetta og því jafnvel hald-
ið fram að Margrét hafi hrakið Einar
Karl úr starfi.
I samtalinu við Alþýðublaðið sagð-
ist Margrét segist telja afar mikilvægt
að allir sem gegndu forystuhlutverk-
um í Alþýðubandalaginu ættu gott
samstarf og þannig væri samstarfi
þeirra Svavars Gestssonar, formanns
þingflokksins, háttað. „Það að ég hafi
gengið í hans verk og hann í mín er
bara della,“ segir Margrét. Hún segir
einnig rangt að stórágreiningur hafi
verið á milli þeirra Einars Karls, held-
ur hafi skipulagsbreytingar haft í för
með sér breytt verksvið framkvæmda-
stjóra flokksins.
Margrét Frímannsdóttir: Segir
rangt að stórágreiningur hafi verið
milli sín og Einars Karis.
■ Starfslaunum lista-
manna úthlutað
Mikil
eftirsókn
í lista-
manna-
laun
Réttir aðilar hafa nú úthlutað starfs-
launum listamanna fyrir árið 1996.
Alls munu hafa borist 575 umsóknir í
um starfslaun, þar af 146 í listasjóð,
219 í launasjóð myndlistarmanna, 190
í launasjóð rithöfunda og 20 í tón-
skáldasjóð.
Eftirtaldir fengu starfslaun í 3 ár og
I ár, en einnig voru veitt laun í 6 mán-
uði og ferðastyrkir, úr listasjóði, sem
veitir styrki til tónlistarmanna: Auður
Hafsteinsdóttir fiðluleikari og Helga
Ingólfsdóttir semballeikari í þijú ár, en
Guðmundur Ólafsson, Jón Aðalsteinn
Þorgeirsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir
í eitt ár.
Úr launasjóði myndlistarmanna
fengu úthlutað í þijú ár Finnbogi Pét-
ursson, Ingólfur Amarsson, Ragnheið-
ur Jónsdóttir og Þorvaldur Þorsteins-
son í þrjú ár, en í eitt ár Bjami H. Þór-
arinsson, Eggert Pétursson, Finna B.
Steinsson, Guðrún Kristjánsdóttir,
Haraldur Jónsson, Jón Óskar og Krist-
ín Jónsdóttir.
Úr launasjóði rithöfunda fengu út-
hlutað í þrjú ár Ólafur Haukur Símon-
arson og Sigurður Pálsson, en í eitt ár
fengu úthlutað Birgir Sigurðsson,
Böðvar Guðmundsson, Einar Kára-
son, Fríða Á. Sigurðardóttir, Guð-
mundur Páll Ólafsson, Guðrún Helga-
dóttir, Gyrðir Elíasson, Ingibjörg Har-
aldsdóttir, Ólafur Gunnarsson, Pétur
Gunnarsson, Sigurður A. Magnússon,
Steinunn Sigurðardóttir, Svava Jak-
obsdóttir, Vigdís Grímsdóttir, Þor-
steinn frá Hamri og Þórarinn Eldjám.
Úr tónskáldasjóði fékk Hjálmar H.
Ragnarssyni úthlutað þriggja ára
starfslaunum, en Haukur Tómasson
starfslaunum í eitt ár.
■ Leigusamningi
sagt upp
Stöð 2 á
hrakhólum
íslenska útvarpsfélaginu hefur verið
sagt upp leigusamningi að Krókhálsi 6
þar sem tæknideild Stöðvar 2 og
fréttastúdíó em til húsa, en eigendur
húsnæðisins, Plastos hf., hyggjast nota
húsnæðið undir eigin starfa. Forráða-
menn Stöðvar 2 munu að undanfömu
hafa átt í viðræðum við Plastos um
kaup á húsnæðinu eða áframhaldandi
leigu, en samkvæmt heimildum Al-
þýðublaðsins hafa þeir ekki skilað
neinum árangri. Því mun liggja nokk-
uð ljóst fyrir að Stöð 2 verði nauð-
beygð til flutninga.
íslenska útvarpsfélagið hefur sem
kunnugt er gert kauptilboð í hús Sjón-
varpsins við Laugaveg, en ekki þykir
líklegt að húsið sé til sölu, enda þykir
víst að starfsemi Sjónvarpsins rúmast
ekki í húsi Ríkisútvarpsins við Efsta-
leiti, en eitt sinn var ráðgert að Sjón-
varpið flytti þangað.
Því er óráðið um framtíðarstað
Stöðvar 2, en vfst er það kostar mikið
fé að flytja starfsemi fjölmiðlafyrir-
tækis af þessu tagi og innrétta nýtt
húsnæði sem því hentar. Tala heim-
ildamenn blaðsins jafnvel um nokkur
hundmð milljóna í því sambandi.