Alþýðublaðið - 02.04.1996, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 02.04.1996, Qupperneq 7
ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 + Minning Guðlaugur Þorvaldsson „Ertu virkilega að vinna með honum Guðlaugi," sagði systir mín, þegar ég hóf sumarstörf á Hagstofunni, fyrir yfir þrjátíu árum síðan. Hann hafði kennt henni í Verslunarskólanum, en var nú skrifstofustjóri Hagstofunnar. Hafði meðal annars umsjón með launakönnun fyrir Kjaradóm, sem ég hafði fengið vinnu við og ljómi stóð af honum í fjöl- skyldunni. Guðlaugur var jafn yndislegur yfir- maður á Hagstofunni eins og hann hafði verið kennari. Fyrir mig var Hagstofan reyndar merkilegur virmustaður. Ég var í hagfræði úti í Englandi og fékk nú fyrsta aðgang að öllum hagstærðum, sem mest vom ræddar úti og sem grund- völluðu ákvarðanatöku í hagstjórn landsins og stefhumótun í efnahagsmál- um. Klemens Tryggvason, Hagstofu- stjóri, var líka einstakur yfirmaður. í allri framkomu eins og ég hafði helst gert mér hugmyndir um notrænan kon- ung. Glæsilegur, hreinskiptinn og alþýð- legur. Þetta var skemmtilegur vinnu- staður og mjög eftirminnilegur. Við kynnin af Guðlaugi fann ég strax hversu reynsluheirhur hans var víðfem- ur og hann kunni að meta það sem ég hafði áður fengist við í sumarvinnu. Sveita- og blaðastörf, fiskvinna, sjó- mennska og vegamál vom líka hans líf. Hann kynnti mig persónulega fyrir því stórkostlega fólki, sem þá fyllti hvert rúm á Hagstofunni. Áka, Ingimari, Hrólfi, Högna, Hjalta, Stefáni, Maddý, Hildi og Ásthildi. Hann var einstaklega félagslyndur og hrókur alls fagnaðar hvarvetna, þar sem hann fór. Ósérhlífinn dugnaðarforkur og einn glæsilegasti dansherra, sem ég hef séð til á gólfinu. Kaffistofa Amarhvols á þessum tíma var jafnan vettvangur mikilla atburða, ekki síst á skákborðinu. Opinmynntur fylgdist ég með öllum snillingunum, en engum tjáði að tefla til sigurs við stjóm- arráðið á þessum tíma. Guðlaugur hafði verið formaður starfsmannafélagsins og átti sinn þátt í aðstöðunni. í síðdegisk- affið komu svo Klemens og Torfi Hjart- arson tollstjóri, spjölluðu saman, - alltaf við sama borðið, og þá vissi ég að ís- lenska lýðveldinu væri vel borgið. Nokkmm árum seinna lágu leiðir okkar Guðlaugs aftur saman upp í Há- skóla. Ég var deildarfulltrúi Heimspeki- deildar þegar Guðlaugur var kosinn rektor, en vegna vináttu við hann og Stefán Sörenson háskólaritara, sinnti ég strax nokkram verkefnum á aðalskrif- stofunni og fór alfarið þangað, þegar Guðlaugur var endurkosinn rektor eftir þrjúár. Um þetta leyti var ég einnig í stjóm Félags háskólakennara og knúðum við mjög á við háskólayfirvöld um lausn or- lofsmála félagsins. Guðlaugur hóf þá hið mikla starf við endurappbyggingu Herdísarvíkur og afhenti félaginu stað- inn til ráðstöfunar. Einnig fengum við helming Háskólans í Halldórsstöðum í Laxárdal og undir forystu Gunnars Schram prófessors byggðum við í Brekku í Biskupstungum. An skilnings og áhuga Guðlaugs á öllu þessu, er mér til efs að þetta allt hefði tekist. Guðlaugur hafði mikið yndi af ferða- lögum og stundum skelltum við okkur saman í bíltúr út úr bænum, til dæmis til Herdísarvíkur eða upp í Borgarfjörð. Við fórum jafnan Krísuvíkurleiðina til Herdísarvíkur og þá minntist Guðlaugur æskuáranna. Hann þekkti hvert fjall, holt og mýri. Hafði smalað þetta allt sem unglingur. Hann átti yndislegan sumarbústað upp í Skorradal og stoltur sagðist hann hafa borið með strákunum sínum megnið af efninu í bústaðinn upp gönguslóðann til þess að hlífa birkinu kringum bústaðinn. Mikið annríki var hjá Guðlaugi sem háskólarektor og reyndi á hann í stjóm- sýslunni og byggingarmálum. Auka- störfin hlóðust líka á hann. Hann vann til dæmis að sameiningu flugfélaganna íslensku, var skipaður í sáttanefndir og var fylgdarmaður erlendra þjóðhöfð- ingja á Islandi. Eitt sinn í boði á Bessa- stöðum, þegar mikið gekk á i þinginu, vildi þáverandi forsætisráðherra, Ólafur heitinn Jóhannesson, skála sérstaklega við hinn „áhyggjulausa" rektor og kink- aði Kristján heitinn Eldjám forseti kolli brosandi. Stuðningur við forsetafram- boð Guðlaugs, kom víða að og ótvírætt tel ég að ríkisráðið hafi treyst honum til starfans. Sem sáttasemjari hafði Guðlaugur upphaflega aðstöðu í Tollstjórahúsinu og við vorum saman í bíl í Tryggvagöt- unni þegar útvarpið bar fyrst fréttina um framboð Vigdísar Finnbogadóttur til embættis forseta íslands. ,JNú er ég fall- inn,“ sagði Guðlaugur. Mér fannst hann skilja þetta þannig, að sérstaða hans hjá félagshyggjufólki og launþegum, varð- andi hina frambjóðenduma, væri nú breytt. Einnig að hinn gífurlegi kraftur í kvennahreyfingunni á þessum árum, myndi skipta sköpum. Um þetta leyti misstu þau Kristín einn sona sinna í hræðilegu slysi og hvernig þau bókstaflega héldu höfði þessa erfiðu mánuði er mér ennþá óskiljanlegt. Mannkostir Guðlaugs sem sáttasemj- ara dugðu þjóðinni vel. Þjóðarsáttar- samningamir, sem tókust, þótt 200 þús- und tonn af þorski hyrfu úr sjónum og skuldimar væru að kaffæra okkur, vom forsenda fýrir því að hægt var að vinna sig verðbólgulaust út úr vandanum og björt framtíð blasir nú við. Að Guðlaugi stóð einstakt mann- kostafólk. Fjölskylda hans er forystufólk í útvegi og sölumálum afurða okkar, slysavömum og félagsmálum. Þetta er í hnotskum þjóðin við ysta haf, þiggur, gleðst og þakkar og stendur saman í mótlæti. I fimmtugsafmæli Guðlaugs voru margar ræður haldnar. Meðal ann- ars minntist ein æskuvinkona úr Grinda- vík þess þegar þau bömin í plássinu stóðu saman hönd í hönd og horfðu á bátana koma inn úr brimsköflunum, fram hjá boðum og klettum í friðarhöfh. Pabba var borgið í það skipti. í lífinu óskum við okkur öll vel- gengni og hamingju. Þótt mótlætið styrki stundum þá hjálpar ástúðin fyrst og fremst fram veginn. Guðlaugur eign- aðist yndislega konu, falleg og mann- vænieg böm sem hann þakkaði sífellt fyrir. Þau hafa nú mikið misst. Ég sakna stundanna með Guðlaugi. Gruflað um fegurð veraldarinnar, landið og ferðalög, ástir og mannlíf, póhtík og íþróttir. Ég þakka vini og velgjörðar- manni stuðninginn, ráðin og samfylgd- ina. Algóður Guð styrki Kristínu, dreng- ina, fjölskyldur þeirra, ástvini alla, vini og vandamenn og veiti Guðlaugi mín- um sinn frið. GuðlaugurTryggvi Karlsson Menntamálaráðuneytið Laus staða Laus ertil umsóknar staða rektors við Menntaskólann við Sund. Staðan veitistfrá 1. ágúst 1996. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil sendist menntamálaráðuneytinu, Sölvhóls- götu 4,150 Reykjavíkfyrir 27 apríl. Menntamálaráðuneytið 29. mars 1996 Óskum Alþýðuflokknum til hamingju með 80 ára afmœlið PITAN Skipholti 50c S.HELGASON HF , SKÉMMUVEC3I 48 « SlMI BB7 BG7T mEFAX SS7 8410 ora STÉTT HF.tJ HELLUSTEYPA ^ HYRJARHÖFÐI 8 - 11 2 REYKJAVÍK Ctf-') 577 1 ^OO . Fax: 5771701 Félag starfsfólks í veitingahúsum BIFREIÐASKOÐUN ÍSLANDS HF. ©ATHUCUN hf SKOÐUNARSTOFA , KLETTAGÖRÐUM 11 • 104 R. SUNDAHÖFN Smurstöðin Stórahjalla Kópavogi Skeljungur hf. Mosfellsbær Fiskkaup hf. HEKLA LYF|AVERSLUN ISLANDS H F. Borgartúni 7, 105 Reykjavík iýKRISTALL Hraðfrystihús Eskifjarðar 'málningh/f - það segir sig sjálft - Gjögur hf.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.