Alþýðublaðið - 02.04.1996, Page 8
* *
'WEVFILl/
4 - 8 farþega og hjólastolabílar
5 88 55 22
MWBIMII
Þriðjudagur 2. apríl 1996
51. tölublað - 77. árgangur
Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk
■ Þegar Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti forsetaframboð sitt á fimmtudag er Ijóst að baráttan
fyrir forsetakosningarnar í sumar hófst fyrir alvöru. Ný skoðanakönnun sýnir að Ólafur hefur
góða forystu á mótframbjóðendur sína og jDykir mörgum það kyndugt í Ijósi þess hversu um-
deildur maðurinn er. Það virðist þó víst að Ólafur hefur alla burði til að verða nokkurs konar að-
alpersóna kosningabaráttunnar, alveg burtséð frá því hvort hann nær kjöri eða ei
Aðalleikarinn Ólafur
- fólk sem er öllum hnútum kunnugt í kosningabar-
áttu veltir vöngum yfir framboði Ólafs Ragnars og
áhrifunum sem það mun hafa á forsetakosningarnar
Það má líklega fullyrða að baráttan
fyrir komandi forsetakosningar hafi
fyrst byijað af einhveiju marki þegar
Ólafur Ragnar Grímsson boðaði
blaðamenn til heimilis síns og til-
kynnti að hann gæfi kost á sér til for-
setaembættis. Því verður ekki neitað
að framboð Ólafs setur nýjan svip á
baráttuna og ljóst að nú er alvaran að
hefjast. Um helgina birti Ríkisútvarp-
ið síðan nýja skoðanakönnun Gallups
og benda niðurstöður hennar til þess
að staða Ólafs sé verulega sterk,
kannski miklu sterkari en nokkurn
hefði órað fyrir. Alþýðublaðið leitaði
til nokkurra einstaklinga sem eru öll-
um hnútum kunnugir í kosningabar-
áttu og spurði þá álits á stöðunni.
Það var samdóma álit allra sem
blaðið hefði tal af að með Ólafi væri
kominn í slaginn þungaviktarmaður
sem hefði ýmsa kosti til að bera til að
verða forseti. „Það er enginn vafi á að
margir sem aldrei gætu hugsað sér að
kjósa Ólaf í alþingiskosningum gætu
vel fundið hjá sér hvöt til að greiða
honum atkvæði sitt sem forseta,"
sagði einn viðmælandi blaðsins. „Það
er engin spuming að Ólafur hefur yfir-
burða þekkingu á stjórnskipun lýð-
veldisins, hvort heldur tekur til lög-
gjafarvaldsins eða framkvæmdavalds-
ins. Þar er hann innanbúðarmaður,"
sagði annar viðmælandi og bætti við
að sem stjómmálafræðingur og heitur
áhugamaður um stjómmál væri hann
líklegri en nokkur annar frambjóðandi
til að geta rætt um hlutverk og framtíð
forsetaembættisins án þess að í því
væri tómahljóð.
„Ég styð hann ekki,“ sagði kona
sem blaðið ræddi við, „en ég neita því
ekki að ég tel að hann gæti orðið
ágætur forseti og að hann muni draga
að sér fylgi mjög víða. Sambönd hans
í útlöndum em mjög mikil og á síðari
ámm hefur hann einbeitt sér mjög að
viðskiptum erlendis. Ég veit þess
dæmi að hann hefur verið að hjálpa
mönnum úr viðskiptalífinu hér heima
og það oftar en ekki án endurgjalds.
Því mun hann fá mikið fylgi úr röðum
bisnessmanna."
Samkvæmt heimildum Alþýðu-
blaðsins eru það einkum þrír þættir
sem urðu til þess að Ólafur Ragnar
ákvað að hella sér í slaginn. I fyrsta
lagi mun hann hafa átt samtöl við
ýmsa forvígismenn úr öðrum stjóm-
málaflokkum og margir þeirra heitið
honum stuðningi og hvatt hann til að
fara í framboð. Eru þar jafhvel nefndir
til sögunnar þungaviktarmenn úr
Sjálfstæðisflokki og Alþýðuflokki, og
eins og það var orðað - síðast en ekki
síst úr Framsóknarflokki.
í öðru lagi munu þreifingar stuðn-
ingsmanna Ólafs á vinnustöðum hafa
leitt í ljós að fylgi hans meðal almenn-
ings er mun meira en þeir höfðu búist
við. Þannig hafði blaðið spurnir af
skoðanakönnun sem gerð var á vinnu-
stað í Hafnarfirði þar sem starfa tutt-
ugu manns. Af þeim sögðust fimmtán
ætla að kjósa Ólaf.
í þriðja lagi mun það hafa verið af-
drifaríkt fyrir Ólaf og stuðningsmenn
hans að þegar þeir voru að kanna jarð-
veginn komust þeir af því að hann var
„annar kostur“ hjá mörgum kjósend-
um. Þannig munu margir sem sögðust
ætla að kjósa Guðrúnu Pétursdóttur
hafa nefnt Ólaf sem næstbesta kostinn
og hið sama er að segja um hugsan-
lega stuðningsmenn Páls Skúlasonar
og Davíðs Oddssonar. Reyndir kosn-
ingamenn sem eru margir f kringum
Ólaf Ragnar gera sér grein fyrir því að
í þennan hóp ætti að vera hægt að
sækja umtalsvert fylgi og þykir þetta
gefa góð fyrirheit fýrir kosningabarátt-
una.
Athygli vekur að í þessu sambandi
var ekki minnst á stuðningsmenn
Guðrúnar Agnarsdóttur. Það var sam-
dóma álit viðmælenda blaðsins að
fylgi hennar væri einlitast þeirra
þriggja alvöruframbjóðenda sem
komnir væru í slaginn. „Hennar fylgi
Olafur Ragnar Grímsson: „Það
verður að láta Ólaf þegja sem
mest," segir einn viðmælandi Al-
þýðublaðsins, en stuðningsmað-
ur hans telur að hann sé nógu
gáfaður og reyndur til að halda
ró sinni i slagnum.
Guðrún Agnarsdóttir:
„Innkoma Guðrúnar í
þennan slag var óþarf-
lega veik og bar ekki
með sér biæ sigurveg-
Guðrún Pétursdóttir:
Hún á undir högg að
sækja, en „hún er
hörkukona og mun
sækja baráttuna fast,"
eins og einn stuönings
maður hennar orðar
það.
virðist fyrst og fremst koma frá
Kvennalistanum og eindregnum fylg-
ismönnum hans,“ sagði einn þeirra.
Það kom misjafnara hljóð í strok-
kinn þegar spurt var út í veikleika Ól-
afs sem forsetaframbjóðanda. Þannig
voru menn á öndverðum meiði um
hvort sú staðreynd að Ólafur Ragnar
er gamalreyndur stjómmálamaður og
fyrst og fremst þekktur sem slíkur,
væri jákvæð eða neikvæð fyrir hann.
„Það er algjör vitleysa
að það sé einhver regla
að stjórnmálamaður
geti ekki orðið for-
seti,“ sagði stuðnings-
maður Ólafs. „Ég
minni bara á kosning-
amar 1952. Þá sigraði
Ásgeir Ásgeirsson, gamalreyndur
stjórnmálamaður og flokkaflakkari
sem hafði setið á þingi í þrjátíu ár,
Bjama Jónsson dómkirkjuprest sem
aldrei hafði nærri pólitík komið og var
talinn með ópólitískari mönnum.
Raunar snerist sú kosningabarátta
þannig að í hugum fólks var Ásgeir
uppreisnarmaðurinn gegn kerfinu,
maður fólksins, en Bjami var aftur á
móti holdgervingur yfirstéttarinnar og
flokkavaldsins.“
Fáir virðast efast um að
Ólafur hefur burði til að
verða nokkurs konar aðal-
leikari í kosningabarátt-
unni, enda.er hann um-
deildur maður sem á að
baki skrautlegan feril með-
an þeir mótheijar sem hafa
gefið sig fram eru meira
eða minna flekklaust fólk
sem fátt misjafnt er hægt að
segja um. Ýmisir telja
raunar að baráttan muni
fyrst og fremst snúast um
hann og persónu hans, og
var í því sambandi bent á
að í raun hefði Gunnar
Thoroddsen verið „aðal-
leikari" kosninganna 1968
- þótt Kristján Eldjárn
hefði sigrað þar næsta ör-
ugglega hefði baráttan þá
fyrst og fremst snúist um
að vera „með eða á móti
Gunnari". Ekki væri óhugs-
andi að framboð Ólafs
hefði svipuð áhrif.
Það er að minnsta kosti
víst að andstæðingar Ólafs
munu geta fundið ýmsar
gamlar syndir sem þeir geta
núið honum um nasir. í
samtali við Alþýðublaðið
sagði einn andstæðingur
hans: „Ólafur er ófyrirleit-
inn stjómmálamaður sem hvað eftir
annað hefur sýnt að hann er fyrst og
fremst tækifærissinni. Þjóðinni mun
ekki þykja hann trúverðugur í þessu
nýja hlutverki."
Annar viðmælandi sem lýsir sig
andsnúinn Ólafi sem forseta orðar
þetta svo: „Ólafur er tækifærirssinni
og mér finnst óhuggulegt hvað þjóðin
virðist fljót að gleyma. Ég minni bara
á að meðan hann var formaður Al-
þýðubandalagsins tókst honum að
hrinda frá sér og úr flokknum flestum
nánustu vinum sínum. Hann brást
fólki eins og Margréti Bjömsdóttur,
Össuri Skarphéðinssyni og Merði
Árnasyni. Að ég tali nú ekki um
hvernig hann sveikst aftan að Svan-
fríði Jónasdóttur í varaformannskosn-
ingunni á móti Steingrími J. Sigfús-
syni. Ég veit líka að margir opinberir
starfsmenn em ekki búnir að gleyma
því þegar Ólafur Ragnar, þá fjármála-
ráðherra, kom aftan að þeim og setti á
þá bráðabirgðalög og tók þannig af
þeim kjarabætur sem hann var nýbú-
inn að semja við þá um. Það verða
margir opinberir starfsmenn til að
kjósa á móti honum af þessum sökum.
Þetta verður allt rifjað upp í kosninga-
baráttunni og mun draga vindinn úr
seglunum hjá Ólafi þegar líður á bar-
áttuna.“ Hins vegar vom menn fremur
á sama máli um þann veikleika Ólafs
að fara offari. „Honum hættir alltaf að
fara fram úr sjálfum sér. Ég minni á
að í síðustu alþingiskosningum lagði
hann fram stjórnarsáttmála í miðri
baráttu, án þess að tala við kóng eða
prest. Það var svona dæmigert Ólafs
Ragnars frumhlaup," segir einn heim-
ildamaður. „Hann er mikill keppnis-
maður og hættir til að gleyma sér í
hita leiksins," segir annar. Og einn
viðmælandi orðaði þetta einfaldlega
svona: „Það verður að láta Ólaf þegja
sem mest.“
Ýmsir nefndu hins vegar að þessi
kosningabarátta yrði allt öðruvísi en
hinn hefðbundni leðjuslagur stjórn-
málamanna. „Ólafur er það gáfaður og
reyndur að hann mun halda ró sinni og
yfirvegun í gegnum þennan slag,“
sagði stuðningsmaður hans. „Þetta
verður ekki kosningabarátta „á la
Grímsson," sagði annar viðmælandi.
Allir sem Alþýðublaðið hafði tal af
voru sammála um að tilkynning Ólafs
Ragnars þýddi að nú væri kosninga-
baráttan hafin fyrir alvöru. Þegar spurt
var út í stöðu þeirra Guðrúnar Péturs-
dóttur og Guðrúnar Agnarsdóttur voru
menn sammála um að á brattann væri
að sækja fyrir þær. Einn stuðnings-
manna Guðrúnar Pétursdóttur sagðist
þó enn hafa fulla trú á framboði henn-
ar: „Guðrún er hörkukona og mun
sækja baráttuna fast. Ég hef þá trú að
hún muni í vaxandi mæli vinna sér
traust unga fólksins og þeirra sem
vilja breyta ímynd forsetaembættisins.
Hún mun koma með ferska strauma á
Bessastaði.“
„Guðrún Agnarsdóttir nýtur trausts
og virðingar, en geldur þess hjá ný-
ungagjamri þjóð hversu ímynd hennar
er lík Vigdísar," sagði einn stuðnings-
maður hennar. „Innkoma Guðrúnar í
þennan slag var óþarflega veik og bar
ekki með sér blæ sigurvegarans,"
sagði viðmælandi sem efaðist um að
Guðrún gæti gert sér vonir um að fá
neitt fylgi að ráði.
Hvað sem þessum vangaveltum h'ð-
ur er-ljóst að lfamundan er mikil bar-
átta, eða eins og einn heimildamaður
blaðsins orðar það: „Þessi keppni
vinnst ekki fyrr en í endamarkinu. Það
eru enn þrír mánuðir til kjördags og
það er langur tími í kosningabaráttu.
Enn getur allt gerst."
■ Óskað eftir stuttmyndum
Stuttmyndadag-
arífimmtasinn
Stuttmyndadagar í Reykjavík verða
haldnir í fimmta sinn dagana 21. til 23.
maí. Stuttmyndadagamir eru orðnir fastur
liður í menningarlífinu í bænum að vori, og
hefur hingað til ekki verið neinn hörgull á
Ijörmiklum stuttmyndum sem ungir kvik-
myndahöfundar senda í keppnina.
Kvikmyndafélag fslands óskar nú sem
fyrr eftir stuttmyndum af öllum stærðum
og gerðum til þátttöku í samkeppni um
fimm bestu stuttmyndimar og verða veitt
vegleg verðlaun fyrir fyrsta, annað og
þriðja sætið.
Dagskrá Stuttmyndadaganna verður
nánar auglýst síðar, en auk kvikmyndasýn-
inga verður haldinn íjöldi fyrirlestra um
kvikmyndagerð og önnur skyld mál.
Tekið er á móti myndum á VHS-mynd-
bandi hjá Kvikmyndafélagi íslands,
Bankastræti 11, 101 Reykjavík. Síðasti
skiladagur er 5. maí og er öllum þátttaka
heimil.
Jóhann Sigmarsson er sem fyrr primus
motor á stuttmyndadögum.