Alþýðublaðið - 19.04.1996, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 19.04.1996, Qupperneq 1
■ Einar Oddur Kristjánsson staðfestir að hann hafi leitað til Þorsteins Pálssonar þegar varðskip stóð bát hans að ólögmætum veiðum Ég hafði strax samband við Þorstein Pálsson Einar Oddur: Það var ekkert verið að brjóta neitt, okkur hafði bara yfirsést að leyfið var runnið út. Kallar Hösk- uld Skarphéðinsson skipherra „ofvirkan bókstafstrúar- mann" fyrir að hafa fært skipið til hafnar. „Ráðuneytið hafði alveg óvart sett einhveija dagsetningu inn á þetta leyfi sem þurfti. Það var ekkert verið að brjóta neitt, okkur hafði bara yfirsést að leyfið var runnið út fyrir nokkrum dögum. Þegar varðskipið tók Æsu hafði ég strax samband við yfirmann Landhelgisgæslunnar og við sjávarút- vegsráðherra,“ sagði Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður og útgerð- armaður í samtali við Alþýðublaðið. Einsog upplýst var í blaðinu í gær beitti Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra valdi sínu til að gefa út aftur- virkt leyfi fyrir kúfiskbátinn Æsu, sem staðinn var að veiðum án tilskilinna leyfa. Æsa var færð til hafnar að kvöldlagi en klukkan 10 sama kvöld var búið að gefa út veiðileyfi fyrir skipið og það hélt samstundis aftur til veiða. Einar Oddur taldi ekki tiltökumál þótt embættismenn hefðu verið kvaddir til að kvöldlagi til að veita skipi hans veiðileyfi við þessar kring- umstæður. ,,Er það bara ekki fagnað- arefni að embættismenn vinni sína Einar Oddur: Vilt þú að lögregluþjónar séu að skipta sér af öllum smámál- um, sma hversu ómerkileg þau eru? vinnu, og aukaatriði hvenær það er gert?“ Einar Oddur sagði að þetta hefði gengið hratt fyrir sig, enda málið „della“. Aðspurður hvort honum bæri ekki einsog öðrum að fara eftir reglum svaraði Einar Oddur: „Reglur? Regl- ur? Ráðuneytið leit svo á að það hefði gert mistök með því að vera eitthvað að dagsetja þetta leyfi á sínum tíma.“ Þegar Einar Oddur var spurður hvort hann teldi ekki að Landhelgis- gæslan hefði verið að sinna þeim störfum sem henni bar sagði þingmað- urinn: „Vilt þú að lögregluþjónar séu að skipta sér af öllum smámálum, sama hversu ómerkileg þau eru? Þessi ofvirki bókstafstrúarmaður, skipherr- ann á varðskipinu, fékk eitthvað reiði- kast og er þessvegna að rifja þetta upp núna.“ ■ íslenskar bíómyndir Aðsóknin hrynur Engin íslensku bíómyndanna sem frumsýndar voru á síðasta ári, og þær voru hvorki meira né minna en sjö tals- ins, náðu tuttugu þúsund áhorfendum og flestar eru þær raunar langt undir þeirri tölu, sumar vel innan við tíu þús- und. Aðsókn að Draumadísum, fyrstu íslensku myndinni sem írumsýnd er á þessu ári er afar dræm. Kvikmynda- gerðarmenn og kvikmyndahús kjósa reyndar að fara með aðsóknartölur eins og mannsmorð, en þó er dagljóst að hér er um mikil ótíðindi fýrir íslenska kvik- myndagerð að ræða, enda heíúr í raun verið aðsóknarkreppa allar götur síðan 1993. Kvikmyndagerðarmenn og kvik- myndagagnrýnendur leita svara við þessu áhugaleysi almennings í Alþýðu- blaðinu í dag. Sjá bls. 6-7. Steingrímur í IMönnukoti í Hafnar- firði. Listmálarinn litríki, Steingrím- ur St. Th. Sigurðsson, heldur því fram að hann sé orðinn sjötugur. Því trúir varla nokkur maður, en hitt er staðreynd að um þessar mundir stendur yfir 80. myndlistar- sýning hans í Nönnukoti í Hafnar- firði. Steingrímur er einmitt ný- fluttur í þetta höfuðvígi jafnaðar- manna en þvertekur fyrir að hann sé að ganga af trúnni á íhaldið. Eft- ir helgi birtum við hressilegt viðtal við Steingrím. I ’ ^ % JB ^ -4» * Veggspjöld Á strætóskýli í bænum hafa verið festar auglýsingar eins og sú sem gefur að líta á myndinni hér að ofan, Bessastaðir, með friðardúfur sem sveima í kring og áletruninni „Virkjum Bessastaði“. Þessi veggspjöld hafa cðlilcga vakið athygli vegfarenda scm spyrja hver forsetaframbjóðendanna standi að baki. Alþýðublaðið reyndi í gær að grennslast fyrir um það. Talsmenn for- setaframbjóðendanna fimm, Guðmundar Rafns Geir- dal, Guðrúnar Agnarsdóttur, Guðrúnar Pétursdóttur, vekja spurn Ólafs Ragnars Grímssonar og Péturs Kr. Hafstein komu af fjöllum og sögðu allir sem einn að þeirra fram- bjóðandi ætti hér engan hlut að máli. Aiþýðublaðið fékk þó nytsamlegar ábendingar sem ollu því að bönd- in tóku að berast að Ástþóri Magnússyni, forsprakka samtakanna Friður 2000. í samtali við Alþýðublaðið vildi Ástþór hvorki segja af né á um hvort hann stæði fyrir auglýsingaherferðinni og gaf lítið út á að þetta kynni að tengjast hugsanlegu forsetaframboði sínu. Handritin heima í 25 ár „Velkomnari gesti getur ekki,“ sagði dr. Gylfi Þ. Gíslason, þáverandi menntamálaráðherra og sá maður sem átti hvað mestan þátt í lausn handrita- málsins, 21. apríl 1971, daginn sem danskt herskip kom siglandi til Reykjavikur með dýrgripina Kon- ungsbók Eddukvæða og Flateyjarbók. Á sunnudaginn eru liðin tuttugu og fimm ár frá þessum bjarta degi og verður þess minnst með hátíðarsam- komu sem menntamálaráðuneytið og Stofnun Áma Magnússonar efna til í Háskólabíói. Einn gesta á samkom- unni verður menntamálaráðherra Dana, Ole Vig Jensen. Athöfnin hefst klukkan 14 á sunnudag og verður út- varpað, en síðar uni daginn opnar í Ámastofnun sýningu 'á handritunum tveimur, þeim sem bámst fyrst aftur eftir langa útivist. Gylfi Þ. Gíslason og Helge Larsen, menntamálaráðherra Danmerkur, skoða handritin 21. apríl 1971. ■ ÖssurSkarphéðinsson með fyrirspurnirá þingi um afturvirk veiðileyfi sem Þorsteinn Pálsson hefur veitt Þorstein svara Lúðvík Lúðvík Bergvinsson bú- inn að fara fram á utan- dagskrárumræðu um málefni Landhelgisgæsl- unnar. „Ég tel að þetta kerfi sem bersýni- lega er við lýði bjóði uppá pólitíska spillingu einsog Álþýðublaðið hefur krefu r ljóslega sannað. Þingið þarf að fá svör við því, í hve miklum mæli ráð- herrann hefur farið á skjön við reglur með því að gefa út þessi afturvirku leyfi,“ sagði Össur Skarphéðinsson alþingismaður í samtali við Alþýðu- blaðið. í framhaldi af fréttum um að Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- og dómsmálaráðherra hafi gefið út aft- urvirk veiðleyfi til skips í eigu Ein- ars Odds Kristjánssonar, sem varð- skip stóð að ólögmætum veiðum, hyggst Össur í dag leggja fram fyrir- spurn til Þorsteins Pálssonar. Ráð- herrann verður látinn upplýsa hversu oft hafi verið gefin út afturvirk veiði- leyfi, hve oft það hafi verið gert vegna skipa sem staðin voru að ólög- legum veiðum og hvaða útgerðir hafi fengið þessi leyfi. Lúðvík Bergvinsson þingmaður Alþýðuflokksins á Suðurlandi hefur fyrir hönd flokksins beðið um utan- dagskrárumræðu til að ræða málefni Landhelgisgæslunnar. Lúðvík lagði beiðni sína fram fyrr í vikunni en Þorsteinn Pálsson, æðsti yfirmaður Landhelgisgæslunnar, hefur undan- farið verið í útlöndum. Þorsteinn kemur heim í dag, föstudag, en óljóst er hvort umræðan um Landhelgis- gæsluna fer fram í dag eða í næstu viku.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.