Alþýðublaðið - 19.04.1996, Side 3
FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1996
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
s k o ð a n i r
Skynsamlegt herbragð alþýðuflokkanna
\á
Forysta Alþýðusambandsins, meðal annars
Benedikt Davíðsson fyrrverandi stjórnarfor-
maður Sambands almennra lífeyrissjóða,
skuldar félagsmönnum sínum skýringar
á afstöðu sinni í þessu máli.
Það var fróðlegt að fylgjast með
tveggja daga umræðum um fjár-
magnstekjuskatt á þingi fyrr í vikunni.
Fyrir ýmissa hluta sakir.
Það herbragð alþýðuflokkanna
virðist hafa heppnast að leggja slíka
áherslu á málið að einn þeirra lagði
undir dýrmætan rétt til sjónvarpsumr-
æðna. Munurinn á stjómarfrumvarp-
inu og frumvarpi formannanna þriggja
komst til skila. Þótt málið sé auðvitgð
flókið og ræðusnilldin misjöfn er mál-
ið nú í dómi samfélagsumræðunnar,
en ekki sýnt að það hefði í þá stöðu
komist ella.
Pallborðið
Mörður
Árnason
I 'M. skrifar
Landsmenn vöknuðu upp við það í
þessum umræðum að skrattinn fór að
skapa mann þegar Sjálfstæðisflokkur
og Framsóknarflokkur lögðu fram
frumvarp um fjármagnstekjuskatt:
skinnlaus köttur úr því varð. Frum-
varpið á sér tvo meginkjama, annars-
vegar að hirða skatt af spamaði lág-
launafólks og hinsvegar að stórlétta
skatti af ýmsum öðrum tegundum
fjármagnstekna en vaxtahagnaði.
Við upptöku fjármagnstekjuskatts
var ekki nema eðlilegt að létta skatt-
heimtu sem áður hefur verið notuð
sem frumstætt og klaufalegt ígildi
fjármagnstekjuskatts, að minnka eign-
arskatta og breyta þeim í skatt á tekjur
af eignum. Ríkisstjómin gengur miklu
lengra og býr í rauninni til nýtt tekju-
skattskerfi þarsem annarsvegar eru
launatekjur með 35-40 prósenta skatt
og hinsvegar típrósent-kerfið á tekjur
af fjármagnseign.
ASI átti víst fulltrúa í nefndinni sem
undirbjó þetta frumvarp, og hún var
reyndar höfð undir forystu Asmundar
Stefánssonar sem nú hefur í fjögur ár
verið í vinnu fyrir lífeyrissjóðakerfið í
Islandsbanka. Forysta Alþýðusam-
bandsins, meðal annars Benedikt Dav-
íðsson fyrrverandi stjórnarformaður
Sambands almennra lífeyrissjóða,
skuldar félagsmönnum sínum skýring-
ar á afstöðu sinni í þessu máli. Og það
ætd að verða fulltrúum á komandi
ASÍ-þingi hvatning til að ræða hina
eiginlegu hagsmunastöðu verkalýðs-
hreyfingarinnar útfrá því krampataki
sem verkalýðsforingjarnir halda um
stóla sína í sjóðsstjómunum.
Það var líka merkilegt að sjá í þessu
máli hvað Alþýðubandalagið einsog
leið útaf þegar á leið. Mér skilst að Al-
þýðubandalagið hafi átt frumkvæði að
hinu sérstaka fmmvarpi formannanna,
sem samkvæmt frumhugmyndinni átti
að spegla nýju 1978-línuna Svavars
Gestssonar um tæknilega samfylgd
við Alþýðuflokkinn. Þegar Þjóðvaki
kom að málinu - einsog auðvitað var
eftir samstöðu flokkanna þriggja í
undirbúningsnefndinni - þá léttist ört
áhersla Allaballa á fmmvarpsstarfið,
og í aðdraganda sjónvarpsumræðna
var gamli flokkurinn hans Einars Ol-
geirssonar skyndilega orðinn einsog
feimin skólastúlka. Þeir voru orðnir
hræddir við tákngildi málsins sem
sameiginlegs fána jafnaðaraflanna, -
og það hafði uppgötvast líka að verka-
lýðsforingjamir vom ekki með. Lexía
fýrir fólk í baksveitum Alþýðubanda-
lagsþingmanna. Hvernig var þetta
annars, - var það í draumi að mér
þótti sem kominn væri nýr formaður í
þennan flokk?
Svo var aumingja Kvennó og Krist-
ín Ástgeirsdóttir og hefur hennar
lukka ekki komist mikið lægra en þeg-
ar hún gekk í lið með Friðriki Sophus-
syni afþví hún var ekki memm í
kompaníi formannanna. Ég veit satt
að segja ekkert af hverju Kvennalist-
inn skrifaði ekki uppá formannafmm-
varpið. Mér fannst það ástand mála
hinsvegar alveg eðlilegt. Meirihluti
Kvennalistans telur sig reka einhveija
femínistapólitík sem komi ekki við
átökum jafnaðarmanna og sérhyggju-
sinna. Meirihluti Kvennalistans hefur
lagt blessun sína yfir þá skoðun Krist-
ínar Ástgeirsdóttur að Reykjavíkurlist-
inn hafi verið eitthvað frá staðbund-
inni undantekningu uppí alvarleg mis-
tök. Meirihluti Kvennalistans hefur
samþykkt að taka ekki þátt í umræð-
um vinstramegin við miðju um stefnu-
mál og vinnuskipulag. Litla gula hæn-
an fann fræ. Meirihluti Kvennalistans
sagði Ekki ég. Og litla gula hænan
borðar brauðið.
Mörður Árnason er meðal annars vara-
þingmaður Þjóðvaka í Reykjavík.
Nokkur upplausn ríkir i her-
búðum Guðrúnar Agn-
arsdóttur og Guðrúnar Pét-
ursdóttur eftir síðustu skoð-
anakönnun DV. Fylgi beggja
fer minnkandi, og er fall Guð-
rúnar Pétursdóttur enn meira
en nöfnu hennar, í Ijósi þess
að hún hrapaði úr 34 prósent
fylgi niður í tæp 15. Við heyr-
um að það fólk sem vill að
kona verði áfram húsráðandi á
Bessastöðum vilji freista þess
að fá annan kvenframbjóðand-
ann til að draga sig til baka.
Það kann að verða þrautin
þyngri: Guðrún Agnarsdóttir
reiddist mjög þegar Guðrún
Pétursdóttir stal senunni með
því að lýsa fyrst yfir framboði,
en stuðningsmenn þeirrar síð-
arnefndu telja að Guðrún Agn-
arsdóttir eigi ekki minnstu
möguleika, og ætti því að
rýma til á sviðinu. Fáir spá því
nú að önnur hvor bakki, og
niðurstaðan verður því að lík-
indum systrabylta...
að er til marks um að ekk-
ert fararsnið er á Guðrúnu
Agnarsdóttur úr bardagan-
um um Bessastaði, að í gær
birtj hún heilsíðuauglýsingu
með nöfnum stuðnings-
manna. Þar voru engin stórtíð-
indi, en ýmsum fannst athygl-
isvert að Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir skrifaði ekki uppá
hjá flokkssystur sinni. Það
gerði hinsvegar aðstoðarkona
borgarstjórans, Kristín Á.
Árnadóttir. Ingibjörg Sólrún
er sögð ætla að halda sig til
hlés, en til skamms tíma að
minnsta kosti töldu stuðnings-
menn Guðrúnar Pétursdótt-
ur hana í sínum hópi...
f
Urforsetapælingum í bæk-
ur. Við hlerum að Jóhann
Páll Valdimarsson í Forlag-
inu sé bjartsýnn á gott ár hjá
sínu kompaníi enda ýmislegt
forvitnilegt í farvatninu. Skáld-
sögur eftir Ólaf Gunnarsson
og Pórarin Eldjárn koma út í
haust, og aukþess nokkrar litl-
ar Ijóðabækur sem kenndar
eru við gullregn. Forlagið
stendur í stórræðum í vor þeg-
ar út kemur mikill og litríkur
doðrantur ætlaður þeim sem
vilja rækta og prýða garðinn
sinn. Ohemju vinna liggur að
baki verkinu og hafa margir
lagt hönd á plóg. Sömu sögu
er að segja um bók sem For-
lagið gefur út í haust, og mun
líklega bera heitið Efri árin. Rit-
stjórar eru Jakob Smári og
Hörður Þorgilsson en þeir rit-
stýrðu einmitt Sálfrædibókinni
sem út kom fyrir nokkru og
seldist í stóru upplagi. Nýja
bókin er, einsog nafnið gefur
til kynna, einkum ætluð þeim
sem eru teknir að reskjast, og
þar mun fjallað ítarlega um
flest sem snertir líf eldra fólks í
mannfélagi nútímans. Síðast
en ekki síst geta aðdáendur
Guðbergs Bergssonar hlakk-
að til bókar þarsem saman eru
dregin gullkorn úr verkum
þessa sérstæða höfundar...
Tímarnir breytast. I Helgar-
póstinum í gær var eftir
Robert Marshall formanni
Verðandi, ungs fólks í Alþýðu-
bandalaginu, að hann styðji
aðild íslands að NATÓ. Það er
hinsvegar ekki lengra síðan en
í haust að sauðþráir allaballar
samþykktu á landsfundi hið
gamla trúaratriði sitt um ísland
úr NATÓ og herinn á brott...
'FarSide" eftir Gary Larson
„Jæja, mér skilst að þú gefir þig út fyrir að vera
túbuleikari."
fimm á förnum vegí
Gætir þú hugsað þér að gefa í kosningasjóð einhvers forsetaframbjóðendanna?
Kristín Jónsdóttir hús-
móðir: Nei, það hef ég ekki
hugsað mér að gera.
Guðlaugur Hilmarsson
trésmiður: Nei, alls ekki.
Leifur ísleifsson kaupmað-
ur: Nei.
Hulda Kristín Magnús-
dóttir búningahönnuður:
Nei, það ætla ég alls ekki að
gera.
Bryndís Valgeirsdóttir
skrifstofumaður: Nei, ég hef
ekki hugleitt það.
JÓN ÓSKAR
m e n n
Það er æskilegt fyrir
stéttarfélög að menn verði
ekki ellidauðir í starfi
og heppilegt, bæði fyrir
mig og félagið að inn
komi nýtt fólk.
Hrafnkell A. Jónsson formaöur Verka-
mannafélagsins Árvakurs á Eskifirði.
Mogginn í gær.
Leiksýning Péturs
þegar hann tilkynnti
framboð sitt var góð og
greinilegt að hann hefur
vana og snjalla ímyndarsmiði
með sér í slagnum.
Garri í
Tímanum í gær.
Þess vegna eru líkur á
að Davíð muni þurfa að
upplifa martröð lífs síns, að
hrópa ferfalt húrra fyrir
Ólafi Ragnari við þingsetning-
una í haust!
Sami Garri.
Það er grobb í okkur íslend-
ingum að selja útlendingum
ósnortna íslenska náttúru, það
er því miður svo fjarri því að
náttúran okkar sé ósnortin.
Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri.
Tíminn í gær.
Það verður að segjast eins og
er að menn hafa strax orðið
fyrir talsverðum vonbrigðum
með Ólaf Ragnar Grímsson
sem forsetaframbjóðanda.
Magnús Sigurðsson í lesendabréfi í
DV í gær.
Islendingar eru yfirleitt
þýlyndir og láta flest yfir sig
ganga möglunarlítið. Þeir
endurkjósa stjórnmálamenn
og - flokka, sem hafa ítrekað
valtað yfir fólkið í landinu og
valdið því stórtjóni, til dæmis
með ríkisrekstri landbúnaðar.
En þrælaþjóðin tekur sér frí
í forsetakosningum.
Jónas Kristjánsson í Leiðara
DV í gær.
fréttaskot úr fortíð
Örlátur fram-
bjóðandi
Innan skamms á að kjósa
nýjan forseta í lýðveldinu Panama.
Einn frambjóðendanna, dr. Belisario
Poras, hefir lofað því, ef hann nær
kosningu, að stofna til veislu, sem á
að standa í 8 daga. Mat og vínföng á
að bera fram á kostnað ríkisins.
Það er allt útht fyrir, að herra Poras
vinni kosningamar.
■4-1 AIÞX0.^1* . WMD,
sunnudagmn 16. agúst 1936