Alþýðublaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 4
4
ALÞYÐUBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1996
■ Það er kannski ábyrgðarlaust að skrifa mannkynssögu í við-
tengingarhætti, en einu sinni munaði sáralitlu að öflugur kín-
verskur floti héldi til Evrópu. Þar hefði trúlega orðið fátt um
varnir- og ekki ósennilegt að forfeður okkar hefðu orðið að
læra kínversku. Hrafn Jökulsson segirfrá metnaðarfullum
keisurum og knáum kínverskum flotaforingjum
Flotinn
sem
fúnaði
Flestir telja sjálfsagt að framvinda mannkynssögunnar
sé ófrávíkjanleg og það sé því engin tilviljun að Vestur-
landabúar hafi verið herrar heimsins öldum saman í
krafti tækni sinnar og auðæfa. En fyrirtæpum 600
munaði ekki nema því sem munaði að kínverskur floti
legði undirsig allan heiminn og Kínverjartækju afger-
andi forystunni í mannkynssögunni.
Siglingar Evrópumanna annað og
lengra en með ströndum fram hófust á
fimmtándu öld og framfarir urðu stór-
stígar: rétt undir aldamótin 1500 voru
tvö úthöf - Atlantshafið og Indlands-
hafið - að velli lögð og skömmu síðar
sigldu Evrópumenn yfir Kyrrahafið
og öllum landabréfum varð að breyta.
í kjölfar siglinganna og landafund-
anna náðu Evrópumenn því frum-
kvæði á flestöllum sviðum mannlegs
lífs sem þeir hafa haldið fram á þenn-
an dag, en fram að því hafði Evrópa
alls ekki skarað að neinu ráði framúr
Vasco da Gama, sá mikli landkönn-
uður, hefði ekki getað fært Sjeng
Hó neinar sérstakar fréttir um lönd
við hafið.
öðrum menningarsvæðum, hvorki
veröld múslima í Miðausturlöndum né
Indverja - og einkum stóðu Evrópu-
menn þó að ýmsu leyti að baki Kín-
verjum, hvað menningu og tækni
snerti.
Kína hafði öldum saman verið eitt
helsta menningarriki í heimi en lengi
búið við þá hættu að mongólskir hirð-
ingjar kæmu úr norðri og legðu undir
sig landið. Það gerðist alltaf öðru-
hvoru og til dæmis fóru Mongólar
með stjóm í Kína þegar Marco Polo
kom þangað undir lok þrettándu aldar
og var tuttugu ár við hirð Kúblæ
Kahns og ýtti með skrifum sínum
undir landafundina - því Kólumbus
vildi fyrst og fremst finna sjóleiðina til
þeirra auðugu rfkja sem Marco Polo
lýsti. En undir lok fjórtándu aldar var
oki Mongóla varpað af Kínveijum og
ný og þróttmikil keisaraætt tók við
völdum, sem kallaðist Ming.
Ming-keisararnir smíða
sér flota
Fyrstur Ming-keisara var Sjú Júan-
Tjang sem fæddist blásnauður og varð
munkur, stigamannaleiðtogi og her-
foringi áður en hann gerðist keisarinn
í Kína. Sonur hans tók svo við af hon-
um og styrkti mjög stöðu bæði Min-
Styrkir til atvinnu-
mála kvenna
Félagsmálaráðuneytið hefur á þessu ári 20 milljónir
króna til ráðstöfunartil atvinnumála kvenna. Við ráðstöf-
un fjárins er einkum tekið mið af þróunarverkefnum
sem þykja líkleg til að fjölga atvinnutækifærum kvenna á
viðkomandi atvinnusvæðum. Sérstök áhersla er lögð á
að efla ráðgjöf til kvenna sem eru í atvinnurekstri eða
hyggjast fara út á þá braut. Við skiptingu fjárins eru eft-
irfarandi atriði höfð til hliðsjónar:
• Verkefnin skulu vera vel skilgreind og fyrir liggja fram-
kvæmda- og kostnaðaráætlun.
• Ekki verða veittir beinir stofn- eða rekstrarstyrkir til
einstakra fyrirtækja nema sérstakar ástæður mæli með.
• Verkefnið skal koma sem flestum konum að notum.
• Að öðru jöfnu skal fjármögnun af hálfu ríkisins ekki
nema meir en 50% af kostnaði við verkefnið.
• Ekki eru veittir styrkir til starfsemi ef fyrir liggur að
hún er í beinni samkeppni við aðra aðila á sama vett-
vangi.
• Að öðru jöfnu eru ekki veittir styrkir til sama verkefnis
oftar en tvisvar í senn,
Umsóknareyðublöð fást í félagsmálaráðuneytinu, Hafn-
arhúsi v/Tryggvagötu, Reykjavík og hjá atvinnu- og iðn-
ráðgjöfum á landsbyggðinni.
Umsóknarfrestur er til 10. maí nk.
Félagsmálaráðuneytið
gættarinnar og Kínaveldis í heild -
hann treysti til dæmis vamir Kínverja
gegn Mongólum í norðri og neyddi
hina stoltu hirðingja til að gjalda sér
skatt. Þessi annar Mingkeisari - sem
þekktur varð undir nafninu Jung-Ló,
er þýðir Eilíf sæla - reyndi líka að
leggja undir sig Víetnam í suðri en Ví-
etnamar virðast snemma hafa orðið
glúrnir í skæruhernaði og Júng-Ló
komst lítt áleiðis þar.
En Jung-Ló horfði líka til sjávar og
metnaðinn skorti svo sannarlega ekki.
A fyrstu áratugum fimmtándu aldar -
þegar Kólumbus var ekki einu sinni
fæddur og skip Hinriks sæfara Portú-
galsprins voru rétt að byrja að silast
suður með Afríkuströndum - þá sendi
Jung-Ló til hafs slíkar flotadeildir að
margar aldir liðu uns þeirra líkar
lögðu aftur á sjó. í gömlu höfuðborg-
inni Nanking hófust meiri skipasmíðar
en þekkst höfðu áður í veröldinni og
sjö sinnum lögðu flotar af júnkum úr
höfn og rannsökuðu ókunn lönd fyrir
Kínakeisara.
Fyrsti leiðangurinn var farinn árið
1405 og kann að hafa átt upptök sín í
því að Jung-Ló vildi ganga úr skugga
um hvort frændi hans, sem líka hafði
viljað verða keisarinn í Kína, hefði
sloppið úr landi og væri að brugga
honum banaráð í útlöndum, en er fram
liðu stundir verður ekki betur séð en
eintóm forvitni og landkönnunarfýsn
hafi ráðið skipasiglingum Kínverja.
Sjálfur hélt Jung-Ló sig á þurru landi,
rétt einsog Hinrik sæfari sem mun að-
eins einu sinni hafa stigið á skipsfjöl,
en aðmíráll hans og staðgengill í ferð-
um um heimshöfin hét Sjeng Hó og
það fylgir sögunni að hann hafi verið
múslímatrúar og geldingur í ofanálag.
28 þúsund menn í
flota Kínverja
Flotadeildir Sjeng Hós voru sem
fyrr greinir af stórfenglegra tagi og má
nefna að fjórðu siglinguna - sem stóð
á árunum 1413-1415 - fóru 63 stór-
skip og áhöfnin taldi 28 þúsund menn.
Til samanburðar sigldi Vasco da
Gama inn á Indlandshaf tæpri öld síð-
ar með fjögur skip og innan við 500
menn. Og Vasco da Gama hefði ekki
getað fært Sjeng Hó neinar sérstakar
fréttir um lönd við hafið því kínversku
flotarnir höfðu rannsakað allar Suð-
austur-Asíu niður til Súmötru og Jövu,
þeir höfðu komið til Múskat og Óman
og inná Persaflóa og siglt meðfram
allri Arabíu og lengst inná Rauðahaf
þarsem heitir Jedda og þeir höfðu far-
ið suður með Afríku langleiðina til
Sansíbar. Sem betur fór fyrir þær
þjóðir sem Sjeng-Hó og tröllauknir
flotar hans heimsóttu fóru þeir víðast
með friði og létu sér nægja að skiptast
á vamingi og heimta í mesta lagi þá
viðurkenningu af heimamönnum að
enginn keisari væri meiri í heimi en
Jung-Ló af Ming-ættinni. Það segir
sig sjálft að þegar 28 þúsund Kínverj-
ar á meira en 60 skipum lágu fyrir
ströndum var sú viðurkenning fúslega
veitt, og kóngurinn á Sri Lanka var
meira að segja fluttur í eigin persónu
til hinnar nýju höfuðborgar Kína, Bej-
ing, til þess að votta Jung-Ló virðingu
sína.
Jafnframt komu skip Sjeng-Hós
með allskonar skemmtileg leikföng úr
útlöndum handa keisaranum að skoða
og dugir að nefna bæði ljón og gíraffa.
En svo dó Jung-Ló árið 1424 og bless-
unarlega fyrir Evrópumenn að
minnsta kosti skorti arftaka hans allt í
senn: metnað, dug og áhuga til að
halda siglingunum áfram. Síðasta sigl-
ing Sjeng-Hós var farin 1433 en síðan
var kínverska flotanum blátt áfram
lagt og hann fúnaði í höfninni í Nank-
ing. Öll sú þekking og reynsla sem
kínverskir sjómenn höfðu aflað fór
fyrir lítið og orka ríkisins var öll lögð í
að verjast Mongólum sem aftur voru
famir að færa sig uppá skaftið á norð-
urlandamærunum; þá var tjaslað svo
rækilega uppá foma vamargarða að úr
varð það eina mannvirkið sem sést ut-
an úr geimnum og heitir Kínamúr.
Verslun við útlönd var bönnuð og
varla nokkur Kínverji meig í saltan sjó
öldum saman nema smyglarar og bóf-
ar.
En ef menn gefa sér nú þær for-
sendur að Kínveijar hefðu ekki verið
alveg svo einrænir sem raun ber vitni,
og ævintýragimi Jung-Lós og Sjeng-
Hós hefði verið ívið ríkari þáttur í fari
eftirmanna þeirra, og þeir hefðu verið
þó ekki væri nema hálfdrættingar á