Alþýðublaðið - 19.04.1996, Side 7

Alþýðublaðið - 19.04.1996, Side 7
FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1996 ALÞÝÐUBLAÐK) Draumadísir, 1996. Bíódagar, 1994. Benjamín dúfa, 1995. IMei er ekkert svar, 1995. aðar. Það munu alltaf verða einhver flopp. Inga Björk Sólnes framkvæmdastjóri Þurfum breytta markaössetningu Ég held að almenningur hafi minni áhuga núna, nýjabrumið er farið af ís- lenskum myndum. Annað sem er hugsanleg skýring er að fólki finnist dýrt að fara á íslenskar myndir. Ég held að miðaverðið hafi nokkuð að segja. Fólk hefur þá vissu að myndim- ar komi á myndbandi og á endanum í sjónvarpi og það er því ekkert sem rekur á eftir því að fara í bíó. Önnur skýring, sem kannski er ekki annað en tilviljun, er að undanfarið hafa verið gerðar myndir sem ekki hafa höfðað Tár úr steini, 1995. til nægilega breiðs hóps. Það er eins menn hafi ekki ákveðið fyrirfram fyrir hveija þeir eru að gera myndimar og það sést á verkinu. Það þarf kannski að vinna svolftið öðmvísi að markaðs- etningu. Árni Þórarinsson kvikmyndagagnrýnandi Áhuginn gufaður upp Ég botna bara ekkert í þessu. Al- mennt hafa myndimar verið að verða betri og betri. Kannski ein ástæðan sú staðreynd að íslenskar kvikmyndir hafa verið á hærra verði heldur en samkeppnin, erlendar myndir. Það er nauðsynlegt að breyta því. Ég held það tíðkist hvergi í heiminum að inn- lendar myndir séu verðlagðar hærra en erlendar. Auðvitað blasir líka við að sam- keppni hefur aldrei verið meiri, hvort sem um er að ræða sjónvarpsstöðvar íslenskar, gervihnattastöðvar eða framboð kvikmyndahúsanna. Og hafi fólk hugsað sér að fara eitthvað út úr húsi, velur það einfaldlega það sem er talið best og skemmtilegast og hag- stæðast, burtséð frá því hvort það er íslensk kvikmynd eða eitthvað allt annað. Velvilji og áhugi Islendinga gagnvart því sem íslenskt er því miður gufaður upp. Meginþorri bíógesta er ungt fólk og það hefur sjálfsagt eitthvað að segja að íslenskar kvikmyndir hafa sjaldnast stflað markvisst inn á þann hóp. Kvik- myndagerðarmenn hér hafa verið mjög eindregnir í því að gera höfund- arverk, myndir sem þeim finnst áhugavert að gera í staðinn fyrir að reyna að finna einhvern greinilegan markhóp. Þó eru auðvitað undantekn- ingar þar á. Ég held að eina leiðin til að snúa þessari þróun við sé að breyta verð- lagningunni, slá ekki af metnaðinum, en hafa það í huga að ef þessi grein á að dafna áfram verða sem flestir að hafa gagn og gaman að myndunum. Þá þarf ekki að fara eftir amerískum markaðskönnunum, heldur heilbrigðri skynsemi. Síðan þarf að auka fram- leiðsluna og þá er komið að því að setja meiri peninga í greinina; það ætti að skila sér - ef ekki í vasa framleið- andanna - þá í ríkiskassann. Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur Engir snillingar á ferðinni Það er náttúrlega eðlilegt að við sé- um ekki með neina óskapa aðsókn, þótt við séum bókaþjóð. Það sem einkum verkar á dræma aðsókn eru sjónvörpin tvö og útlendar kvik- myndasýningar. Svo má deila um efn- isval og efnistök. Við virðumst hafa sótt mikið í ameríska kvikmyndahefð, með hasar og rasskellingum, en það virðist ekki hafa dregið neitt meira að. Eru þeir bara nógu intressant þessir kvikmyndagerðarmenn? Það er alltaf spurning um að menn sem eru á al- mannavettvangi hugsi intressant og séu intressant. Fólk verður að hafa áhuga á því sem þeir eru að gera. Ég held að þessir ungu menn fái fyndnar hugmyndir að kvikmyndum, enda er það txska að gera kvikmyndir. Þap er dýr tíska, því hver kvikmynd kostar meiri pening en þetta fólk hefur séð á ævi sinni. Það er mikið betra að vera intressant í einhveiju öðru en að vera kvikmyndagerðarmaður. Það er of mikið um að vera í kvikmyndagerð án þess að nokkrir snillingar séu á ferðinni. Það er nú gallinn. Ásdís Thoroddsen kvikmyndaleikstjóri Fólk vill amerískar myndir Ég held ekki að það sé verið að gera of margar íslenskar myndir, enda er þetta ekkert miðað við það myndaflóð sem kemur frá Ameríku. Hins vegar virðist mér að unglingar fari helst ekki á það sem íslenskt er, en hinir sem kannski hefðu áhuga segjast ætla að fara en drífa sig aldrei enda bundnir heima við eða mikið til hættir að fara í bíó. Ef þessi tilgáta mín er rétt held ég að þær myndir sem hægt væri að gera á Islandi þyrftu annað hvort að vera fyrir fólkið sem sækir leikhús eða þá myndir eins og Karlakórinn Hekla, myndir með mjög alþýðlegan húmor. Annað er að Islendingar eru ekki vanir að hlusta á íslenskt tal í bíó- myndum og yngra fólkinu fmnst það kannski annkannalegt. Fólk kvartar yfir hljómgæðunum hvemig sem þau eru, það er vant að hlusta á ensku og lesa textann. Þetta er annars vegar uppeldisatriði og svo virðist sem frá- sagnarstíll bandarískra kvikmynda sé það eina sem fólk meðtekur. Egill Helgason kvikmyndagagnrýnandi Það vantar meistaraverk Það sem er kannski áhyggjusamleg- ast er að góðu myndimar virðast fá al- veg jafn slæma aðsókn og vondu myndirnar, það er varla að maður greini neinn mun. Skýringarnar á þessari aðsóknarkreppu em varla neitt tiltakanlega flóknar; það er þekkt út um allan heim hvemig innlend kvik- myndagerð er á stöðugu undanhaldi undan amerískri. Hins vegar er ég þeirrar skoðunar að íslensku bíófólki sé alltof gjamt að hrósa sjálfu sér fyrir verk sem era í besta falli miðlungs, það er ákveðin gagnrýnislaus sjálfs- ánægja í kvikmyndagerðinni hér sem varla getur verið góður jarðvegur fyrir skapandi list. Svo er reyndar um fleiri listgreinar á íslandi og hefur lengi ver- ið. Ég er raunar þeirrar skoðunar að kvikmyndagerð á íslandi eigi enn eftir að taka út mikinn þroska - hér eru til dæmis fágætir kvikmyndagerðarmenn sem hafa eitthvert það vald á mynd- málinu að tekið sé eftir; það er ein- faldlega staðreynd að enn hefur ekki verið gerð hér á landi kvikmynd sem kemst nálægt því að vera meistara- verk, ekki einu sinni í áttina. Ef kæmi fram slík mynd, sem hefði einhvem meistarabrag - einhvem tón sem mað- ur ekki nauðaþekkir - er ekki fráleitt að ímynda sér að hún myndi toga minni spámenn með sér upp úr feni meðalmennskunnar; slíkur hefur að minnsta kosti verið aðdragandinn að öllum kvikmyndabylgjum sem ein- hverju máli skipta í sögunni. Flestar íslenskar myndir einhvem veginn gefa auga leið, ef svo má komast að orði; þar er ekkert sem kemur rækilega á óvart þannig að maður geti undrast og glaðst. Altént held ég að það myndi ekki skaða íslenska kvikmyndagerðarmenn að líta stundarkom í eigin barm; að at- huga hvort þeir þurfa endilega að leita langt yfir skammt að skýringum á af- leihi gengi og áhugaleysi síðustu ára. f þessu efni held ég að fámenn og heldur lánlítil stétt íslenskra kvik- myndagagnrýnenda eigi líka nokkra sök. Ég myndi ekki lá neinum þótt hann væri alveg hættur að taka neitt mark á umfjöllun kvikmyndagagnrýn- enda um íslenskar myndir. Þegar ís- lensk mynd lendir á þeim eins og hvert annað ólán færist yfir þá einhver diplómatísk friðsemd; þeir taka að út- deila á báða bóga einhvers konar jafn- aðareinkunnum, þremur stjömum sem glóa varla í myrkrinu og hafa ekki aðra þýðingu en að dulbúa óttann við að hafa skoðun og vera úthýst úr veislusölum. Þetta verklag held ég að fæli frekar frá en hitt. Það er hægt að nefna prósaískari skýringar. Til dæmis hvað það er út í hött að það skuli vera dýrara að borga sig inn á íslenskar myndir en útlendar. Og hvað það er brýnt að fara að gefa sæg af ungum kvikmyndagerðar- mönnum tækifæri til að koma hug- myndum sínum á tjald en leyfa hinum að fara í pásu. ■ Stuttur frakki, 1993. Hin helgu vé, 1994. Ein stór fjölskylda, 1995. Skýjahöllin, 1994.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.