Alþýðublaðið - 22.05.1996, Side 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
k
MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ1996
3 Ó I í t í
■ Sighvatur Björgvinsson alþingismaður Alþýðuflokksins á Vestfjörðum
skrifar um kosningarnarfyrir vestan og mismunandi túlkun manna á úrslitunum
JT
Kosið í
Kosningaúrslitin í hinu nýja, sameinaða sveitarfélagi á norð-
anverðum Vestfjörðum hafa að vonum vakið mikla athygli.
E-listi framhaldsskólanema vann mikinn kosningasigur.
Margir hafa lagt hönd á plóg við túlkun úrslitanna og sýnist
sitt hveijum. Umfjöllunin hefur þó einkennst um of á þekk-
Isafjarðarbæ
\ A +
Unga fólkið á Funk-listanum er ótvíræður sigurvegari kosninganna.
Látið hefur verið í veðri vaka, að um hreint grínframboð hafi verið
að ræða. Það er ekki rétt.
ingarbresti á aðstæðum.
Fáir hafa til dæmis gert sér grein
fyrir því, hve miklar breytingar hafa
orðið á kjörskrá í sveitarfélaginu á að-
eins tveimur árum, sem liðið hafa frá
því reglulegar sveitarstjómarkosning-
ar fóra fram í þeim sveitarfélögum,
sem nú mynda eitt sameinað sveitarfé-
lag. fbúaskipti eru með ólíkindum
mikil og hröð á þessu svæði. Sá tími
er liðinn þegar meginkjami kjósenda á
kjörskrá á norðanverðum Vestfjörðum
er sá sami frá kosningum til kosninga.
Búsetuflutningar að og frá svæðinu
era orðnir mjög miklir og margir sem
flytja inn á svæðið, hafa þar aðeins
stuttan stanz. Hartnær 30 prósent kjós-
enda á kjörskrá í ísafjarðarkaupstað
núna voru þar ekki á kjörskrá fyrir að-
eins tveimur árum; eru ýmist nýir,
ungir kjósendur eða aðflutt fólk, sem
komið hefur í stað brottfluttra. Þá hafa
miklar hreyfingar verið á búsetu bæði
á Súgandafirði og á Flateyri þannig að
samanburður á úrslitum kosninga á
milli er mjög vandmeðfarin, ekki síst
ef horft er nokkur ár aftur í túnann.
Alþýðuflokkurinn
Kosningaúrslitin hafa verið túlkuð
sem áfall fyrir Alþýðuflokkinn sér í
lagi af þeim, sem lítið þekkja til. Þeirri
túlkun er ég ekki sammála.
ísafjarðarkaupstaður er og hefur
verið höfuðvígi Alþýðuflokksins á
norðanverðum Vestfjörðum. Gengi
hans í sveitarstjómarkosningum hefur
þó á síðari árum sveiflast frá því að
eiga minnst einn bæjarfulltrúa af níu í
mest þtjá. í síðustu bæjarstjómarkosn-
ingunum 1994 fékk flokkurinn rúm
18 prósent atkvæða á ísafirði og tvo
fulltrúa kjöma.
í hinum sveitarfélögunum, sveita-
hreppunum og kauptúnunum vestan
heiða, sem nú mynda sameiginlegt
sveitarfélag með Isafjarðarkaupstað,
hefur fylgi flokksins verið hlutfalls-
lega mun minna en á ísafirði og í engu
þeirra bauð flokkurinn fram flokks-
lista í sveitarstjórnarkosningunum
1993. Sterkast er fylgi flokksins á
Flateyri, minna á Súgandafirði og á
Þingeyri og næsta lítið í sveitahrepp-
unum. Menn máttu því eiga von á
minna fylgi hlutfallslega í hinu sam-
einaða sveitarfélagi en flokkurinn
fékk á ísafirði einum. Niðurstaðan í
kosningunum var 13,5 prósent kjör-
fylgi, sem er minna en hefði getað
náðst við bestu aðstæður, en ekki
áfall. Flokkinn skorti 35 atkvæði til
þess að fá tvo menn kjöma og aðeins
18 atkvæði frá Sjálfstæðisflokknum til
þess að fella firnmta mann hans. Svo
mjótt var á mununum.
Vikublaðið BB gerði reglulegar
skoðanakannanir um fylgi framboða
vikurnar fyrir kosningar. Síðasta
könnunin var birt aðeins fjórum dög-
um fyrir kjördag. Skoðanakannanimar
mældu fylgi A-listans á bilinu 4,5 til
innan við 7 prósent og að hann næði
ekki kjömum fulltrúa. Úrslitin urðu
þau, að flokkinn skorti 18-35 atkvæði
til þess að fá tvo menn kjöma. Efsti
maður á lista Alþýðubandalags,
Kvennalista og óháðra, Smári Har-
aldsson, sagði í viðtali við Vikublaðið,
málgagn Alþýðubandalagsins, að ár-
angur Alþýðuflokksins hafi komið sér
mest á óvart.
Kosningaúrslitin urðu Alþýðu-
flokknum vonbrigði en ekki áfall.
Hann tapaði eins og allir „gömlu
flokkamir", en fékk þó mun betri út-
komu, en flokknum hafði verið spáð.
Sjálfstæðisflokkurinn
I bæjarstjómarkosningunum fyrir
tveimur árum hlaut Sjálfstæðisflokk-
urinn 44 prósent atkvæða á ísafirði og
hreinan meirihluta í hreppsnefnd Hat-
eyrarhrepps. Þá á flokkurinn veraleg
ítök bæði á Suðureyri, Þingeyri og
sveitahreppunum þó Framsóknar-
flokkurinn hafi þar haft sterkari stöðu.
Flokkurinn barðist fyrir hreinum
meirihluta í hinu nýja sveitarfélagi og
fyrstu skoðanakannanir bentu til þess
að svo myndi fara. Niðurstaðan var
sú, að flokkurinn hreppti 37,5 prósent
kjörfylgi og munaði ekki miklu, að
flokkurinn fengi ekki haldið 5 bæjar-
fulltrúum. Þó Sjálfstæðismenn hafi
„sloppið með skrekkinn" urðu þeir
fyrir mestu atkvæðatapi „gömlu flokk-
anna“.
Framsóknarflokkurinn
Framsóknarflokkurinn hefur átt
talsvert fylgi á ísafirði en hans sterk-
ustu vígi hafa verið í þorpum og
sveitahreppum vestan heiða. Fylgis-
menn hans áttu því von á að geta bætt
verulega sinn hlut í kosningum í sam-
einuðu sveitarfélagi og töldu sig eiga
tvo fulltrúa vísa. Skoðanakannanir BB
bentu þó til þess, að flokkurinn ætti í
erfiðleikum, en ávallt mældist þó fylgi
hans mun meira en fylgi Alþýðu-.
flokksins. Niðurstaðan varð hins vegar
sú, að B-listinn fékk fæst atkvæði allra
framboðslista, einn mann kjörinn, og
lægra hlutfall atkvæða en í Isafjarðar-
kaupstað einum tveimur áram áður.
Alþýðubandalagið,
Kvennalisti og óháðir
Alþýðubandalagið og Kvennalisti
fengu hvor um sig einn bæjarfulltrúa í
bæjarstjómarkosningum á fsafirði árið
1994. Óháðir frambjóðendur, sem
gengu til liðs við Alþýðubandalag og
Kvennalista um framboð F-lista í hinu
sameinaða sveitarfélagi, áttu aðild að
sveitarstjómum í þorpum og minni
sveitarfélögum vestan heiða. Aðstand-
endur framboðslistans gerðu sér vonir
um að geta náð fjórum fulltrúum
kjömum og skoðanakannanir BB stað-
festu það. Úrslitin urðu hins vegar
þau, að listinn fékk rúm 18 prósent at-
kvæða og tvo fulltrúa kjöma og langur
vegur frá því að þriðji maður næði
kjöri. Árið 1993 fengu Alþýðubanda-
lag og Kvennalisti samtals 24 prósent
atkvæða á ísafirði einum.
Funk-listinn
Unga fólkið á Funk-listanum er
ótvíræður sigurvegari kosninganna.
Látið hefur verið í veðri vaka, að um
hreint grínframboð hafi verið að ræða.
Það er ekki rétt. Unga fólkið var til
dæmis ekki sátt við afstöðu ráðandi
afla, ekki síst forystu Sjálfstæðis-
manna í bæjarstjóm, í menntamálum
og þá sérstaklega til Framhaldsskóla
Vestfjarða, FVÍ. Sá málflutningur,
sem unga fólkið hélt á loft í mennta-
málum, var í fyllstu alvöra. Einnig
hefur þetta unga fólk allt önnur við-
horf til ýmissa viðfangsefna, svo sem í
Evrópumálunum og í atvinnumálum,
en eldri kynslóðin. Það finnur sig ekki
í hefðbundinni, gamaldags flokka-
skiptingu í vinstri og hægri, félags-
hyggju og frjálshyggju. Er áhugi á
Evrópusamskiptum hægri eða vinstri
pólitík? Er einlægur vilji til þess að
standa vörð um menntastofnun sína
og vilja veg hennar sem mestan fé-
lagshyggja eða frjálshyggja? Þessi
gömlu, pólitísku landamæri era ekki
viðurkennd af ungu kynslóðinni. Hún
hugsar öðra vísi. Þá er unga fólkinu
legið á hálsi fyrir reynsluleysi í félags-
málum og stjórnmálum. Einnig það er
ofsagt. Unga fólkið fylgist vel með og
mótar sér sjálfstæðar skoðanir. Margt
þeirra hefur tekið afstöðu í hefð-
bundnum stjómmálum og látið þar til
sín taka. Efsti maður listans skipaði
sér til dæmis í raðir okkar jafnaðar-
manna í síðustu þingkosningum og
var bæði fylginn sér og ötull. Annað
ungt fólk á framboðslistanum hefur
lýst stuðningi við aðrar stjórnmála-
stefnur og mótað afstöðu sína á eigin
forsendum. Það er hins vegar liðin tíð
að hægt sé að ganga að fylgi þess sem
vísu. Unga fólkið tekur afstöðu eftir
atvikum hverju sinni einmitt vegna
þess, að það fylgist vel með, hefur
sjálfstæðar skoðanir og fylgir þeim.
Meirihlutamyndun
Áhugi var á því fyrir kosningar að
bjóða fram sameiginlega af hálfu
„vinstri flokkanna" í þeirri von, að
slíkt framboð næði hreinum meiri-
hluta. Sú tilraun tókst ekki. Eftir kosn-
ingar var rætt um hvort grandvöllur
væri fyrir meirihlutamyndun „félags-
hyggjuaflanna". Sá grundvöllur fannst
ekki. Einfaldlega vegna þess, að „fé-
lagshyggjuöflin" svokölluðu náðu
ekki því fylgi í kosningunum að dygði
til. Únga fólkið á Funk-listanum er
hvorki „félagshyggjuafl" né „vinstri
flokkur", heldur gengur þvert á allan
slíkan dilkadrátt.
Niðurstaðan var samstarf Sjálfstæð-
isflokks og Alþýðuflokks, í fýrsta sinn
í sögu ísafjarðar. Og enn kom unga
fólkið á Funk- listanum á óvart. Odd-
viti listans lýsti því yfir, að sú niður-
staða væri harla góð. „Sú sterkasta,
sem verið gat“.
Vonandi tekst gott samstarf milli
hins nýja meirihluta og unga fólksins í
bæjarstjóm ísafjarðar. Það hefur ýmis-
legt gott til málanna að leggja auk
þess sem það hleypir örugglega lífi og
léttleika í bæjarmálavafstrið. Það þarf
nefnilega líka að vera gaman í pólitík-
inni. Nóg er alvara lífsins. ■
Aðeins
950
Alþýðublaðið
krónur á mánuði
Hringdu eða sendu okkur línu eða símbréf
Ég óska eftir að gerast áskrifandi að Alþýðublaðinu
Nafn
Heimilisfang_______________________________________
Bæjarféjag
Kennitala
Ég_ óska efti r að greiða með
grejðslukorti _n_úmer:
gíróseðli
Gildir til: