Alþýðublaðið - 22.05.1996, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ1996
ALÞÝÐUBLAÐK)
7
■ Jón Baldvin Hannibalsson sendi í gærfrá sér ítarlega greinargerð þar sem hann fjallar um embætti for-
seta (slands, forsetakosningarnar og ástæður þess að hann ákvað að verða ekki við óskum um að gefa
kost á sér. Alþýðublaðið birtir í dag kafla úr grein Jóns Baldvins og mun á næstunni efna til umræðu um
ýmis atriði sem tengjastforsetaembættinu
Til hvers erforsetinn?
Seinustu tvær vikumar hefur heimilisfriðurinn á Vestur-
götu 38 verið rofinn. Glóandi símar, bréf og skeyti,
vom því til staðfestingar. Allur þessi atgangur snerist
um það að skora á undirritaðan að gefa kost á sér til
framboðs í komandi forsetakosningum.
Rökin sem fram voru borin til
stuðnings þessari áskorun voru
margvísleg. Sumir lögðu áherslu á
að samanlögð starfsreynsla okkar
Bryndísar væri góður undirbúnings-
skóli. Við værum þekkt af störfum
okkar og þyrftum því ekki að kosta
miklu til auglýsinga eða kynningar.
Sumir lögðu áherslu á að stór hóp-
ur kjósenda væri að þeirra mati
„munaðarlaus" í þessum kosningum,
þrátt fyrir þau framboð sem þegar
væru fram komin. Sumir frambjóð-
endur væru einfaldlega ekki nægi-
lega þekktir til þess að almenningur
gæti með góðu móti tekið afstöðu til
þeirra.
Sumum óx í augum mikið fylgi
samkvæmt skoðanakönnunum við
framboð Ólafs Ragnars Grímssonar.
Á það var bent að Ólafur Ragnar,
fyrrverandi formaður og þingmaður
Álþýðubandalagsins, hefði allan sinn
stjómmálaferil verið harður andstæð-
ingur þeirrar meginstefnu í varnar-
og öryggismálum, utanríkis- og utan-
ríkisviðskiptamálum, sem meirihluti
þings og þjóðar stæði saman um.
Þannig hefði hann verið andvígur
varnarsamstarfinu við Bandaríkin,
aðild okkar að Atlantshafsbandalag-
inu, aðildinni að EFTA og nú síðast,
aðild okkar að Evrópska efnahags-
svæðinu.
Menn spurðu hvers konar skilaboð
fslendingar væru að senda samstarfs-
þjóðum sínum, nú að loknu kalda
stríðinu, með því að kjósa mann með
slíkan feril til æðstu mannvirðinga
lýðveldisins? Sumir vildu meina að
mér bæri einhver sérstök skylda til
þess, sem einum helsta talsmanni
þeirrar utanríkisstefnu, sem meiri
hluti þjóðarinnar styður, að forða
slíku „slysi“. Þeir hinir sömu töldu
að fram komnir frambjóðendur væru
ekki líklegir til að veita Ólafi Ragn-
ari keppni, þar sem þessi málefni
væru dregin fram í dagsljósiðr
Að þeirra mati væri sá hópur kjós-
enda býsna stór, sem væri að svipast
um eftir nýju framboði. Þess vegna
væri nú, á seinustu stundu, einkum
staldrað við okkar nöfn.
Ég gaf þau svör að menn ættu að
mínu mati ekki að sækjast eftir emb-
ætti forseta íslands, enda hefði ég
ekki gert það, þrátt fyrir langan að-
draganda. Betur færi á því að menn
væru kvaddir til þjónustu með sjálf-
vakinni samstöðu fólks á breiðum
grundvelli. En eftir því sem meiri
þungi færðist í þessa málaleitan,
ákvað ég í samráði við konu mína,
að gefa málinu nauðsynlegan um-
hugsunartíma.
Niðurstaða okkar Bryndísar liggur
nú fyrir. Niðurstaðan er sú að við
treystum okkur ekki, að vandlega at-
huguðu máli, til að verða við þessum
óskum. Við höfum gert grein fyrir
ástæðunum í stuttri fréttatilkynningu.
Okkur finnst hins vegar að við
skuldum því góða fólki, sem þessi
niðurstaða kann að valda vonbrigð-
um, nánari skýringar á niðurstöð-
unni. Fyrst og fremst urðum við að
skoða okkar eigin hug og nánustu
samstarfsmanna okkar. Við athuguð-
um betur en áður, í samráði við lög-
fróða menn, hvert væri nákvæmlega
hlutverk forsetaembættisins í ís-
lenskri stjómskipun. Loks létum við
kanna viðhorf kjósenda og fylgis-
vonir, eftir því sem unnt var, og
skýmm frá niðurstöðunni í fréttatil-
kynningu.
En fyrsta spurningin sem við
þurftum að svara einlæglega var ein-
faldlega sú, hvort við hefðum áhuga
á að sækjast eftir þessu „tignarsæti"?
Til þess að svara því þurfa menn að
hafa skýrar hugmyndir um, hvert sé
hlutverk forseta Islands í íslenskri
stjórnskipun. Er forsetaembœttið
eingöngu „ táknrœn tignarstaða “ eða
hefiir það sjálfstceðar valdheimildir,
sem nýta má iþágu þjóðþrifamála?
Þrátt fyrir að skoðanir sérífæðinga
í stjórnskipunarrétti séu nokkuð
skiptar í þessu efni, liggur kjarni
málsins þó ljós fyrir. Það breytir ekki
því að hugmyndir almennings um
hlutverk forsetaembættisins em væg-
ast sagt mjög á huldu. Sú skoðun er
útbreidd að forsetinn eigi ekki að
vera stjómmálamaður. Samt er emb-
ættið pólitískt í eðli sínu (það deilir
löggjafarvaldinu með Alþingi og er
að forminu til æðsti handhafi fram-
kvæmdavaldsins). Flestir viðurkenna
að stjórnmálareynsla (þekking á
störfum stjórnmálaflokka, þing-
flokka, Alþingis, ríkisstjórna og
reynsla af stjómarmyndunarviðræð-
um svo dæmi sé tekið) geti komið
forseta að góðu haldi. Þversögnin er
sú, að ef forseti léti reyna á formleg-
ar valdheimildir sínar, hefði hann
fyrr en varir blandast inn í pólitísk
ágreiningsmál og sæti þá ekki lengur
á friðarstóli.
Til þess að forðast þetta verður
það þrautalendingin fyrir forsetann
„að setjast í helgan stein“. En hvert
er þá innihald embættisins? Um hvað
er þjóðin að kjósa? Um hvað stendur
valið milli einstakra frambjóðenda,
ef forsetaframbjóðendur forðast eins
og heitan eldinn að taka afstöðu til
nokkurs máls? Kosningar sem snúast
ekki um málefni hafa tilhneigingu til
að umhverfast í ógeðfellt auglýs-
ingaskrum, um meinta verðleika
frambjóðandans eða að kosningabar-
áttan fordjarfast undir yfirborðinu í
persónuníð og gróusögur um mót-
frambjóðendur, eins og dæmin sýna.
Erum við til dæmis að kjósa með
eða á móti stefnu fyrrverandi for-
manns Alþýðubandalagsins í utan-
ríkismálum? Eða erum við að kjósa
um það, hvaða hjón muni koma best
fyrir sem gestgjafar á Bessastöðum?
Spyr sá sem ekki veit. En spuming-
amar vekja upp aðra spumingu: Er-
um við ekki komin út í hreinar
ógöngur með stjómskipulegt hlut-
verk forsetaembættisins, ef almenn-
ingur í landinu, fólkið sem velur for-
setann, hefur engar fastmótaðar hug-
myndir um til hvers er ætlast af for-
setanum? Og fær engar upplýsingar
frá frambjóðendum, hvernig þeir
hyggjast beita meintum völdum for-
setaembættisins?
Sameiningarafl
En þrátt fyrir þá niðurstöðu að for-
setinn sé í reynd valdalaus er ekki
þar með sagt að hann sé endilega
áhrifalaus. Veldur hver á heldur,
segja sumir. Þrátt fyrir allt er hann
eini embættismaðurinn í stjómkerf-
inu, sem sækir umboð sitt beint til
þjóðarinnar, jafnvel þótt hann kunni
að ná kjöri með innan við þriðjung
eða jafnvel fjórðung atkvæða, sam-
kvæmt óbreyttum reglum.
Þá beinist athygli manna að full-
yrðingum eins og þeim að forsetinn
eigi að vera sameiningarafl eða sam-
einingartákn. Hvað felst í því? í því
felst að forsetinn sé hafinn yfir
flokkapólitík og flokkadrætti. Að
hann blandi sé ekki í deilur um pólit-
ísk ágreiningsefni. Að hann efni ekki
til átaka við meirihluta Alþingis,
með því að beita valdi sínu í and-
stöðu við þingið.
Hvað er það þá sem forseti gerir?
Er hann eins konar „skólameistari"
sem vandar um við þjóð sína eða vís-
ar henni veginn varðandi siðferðileg
álitamál? Getur hann verið eins kon-
ar „yfirmenntamálaráðherra" sem
ræðir vanda þjóðlegrar menningar
smáþjóða í heimi sem orðinn er að
„litlu þorpi“ fyrir áhrif fjarskipta- og
fjölmiðlabyltingar og alþjóðavæð-
ingar á öllum sviðum? Éða er það
skrautfjöður í hatti forsetans að geta
beitt embætti sínu til að opna við-
skiptaaðilum dymar í einræðisríkjum
eða annars staðar, þar sem pólitísk
og viðskiptaleg spilling er landlæg,
vegna góðra sambanda á þeim bæj-
um frá fyrri tíð? I því tómarúmi sem
umlykur forsetaembættið virðist um-
ræðan fyrir þessar forsetakosningar
einkum vera slegin á þessum nótum.
Lítum nánar á þessar fullyrðingar.
Vilji forsetinn taka upp mál, kalla
þjóðina „á Sal“ að hætti skólameist-
ara, verða það þá ekki að vera óum-
deild mál eða að minnsta kosti um
þau fjallað á þann hátt að óumdeilt
sé? Þetta hefur stundum verið kallað
skólameistarahlutverk forsetans. Þó
er sá munur á að skólameistari þarf
einatt að taka í taumana gagnvart
nemendum sínum (og jafnvel kenn-
urum). Hann þarf stundum að vanda
um, finna að og leiðbeina nemendum
sínum. Á stundum þarf hann jafnvel
að beita aga - og typtunarvaldi, ef úr
hófi keyrir. Satt að segja sitja fæstir
skólameistarar, sem taka starf sitt al-
varlega, lengi á friðarstóli.
Engu að síður hefur sumum forset-
um, sem sitja valdalítil forsetaemb-
ætti, tekist að hefja þau til vegs með
þessum hætti. Dæmi um þetta eru til
dæmis fyrrum forseti Þýskalands,
Weizsacker, forseti Tékklands, Ha-
vel og forseti Eistlands, Meri.
Að virkja Bessastaði
Getur forseti íslands fetað í fót-
spor þessara manna? Tökum dæmi.
Astþór Magnússon, sem orðaður hef-
ur verið við forsetaframboð, er í for-
svari fyrir samtök sem starfa í mörg-
um löndum og kenna sig við frið
2000. Ólafur Ragnar Grímsson, for-
setaframbjóðandi, var á sínum tíma í
forsvari fyrir alþjóðlegum þing-
mannasamtökum „Parlamentarians
for Global Action". Bæði þessi sam-
tök boða stefnu til dæmis í afvopn-
unarmálum, sem gengur í berhögg
við grundvallarþætti varnarmála-
stefnu Atlantshafsbandal agsríkj anna.
Ef þessir frambjóðendur, hvor
þeirra sem næði kjöri, kysu að beita
embætti forseta íslands til að hrinda
þessum hugmyndum í framkvæmd
og vinna þeim fylgi, er hætt við að
þeir lentu fljótlega í árekstri við rík-
isstjórn, utanríkisráðherra og þing-
meirihluta, sem fylgja annarri stefnu.
Hvað yrði þá um forsetann sem
„sameiningarafl" þjóðarinnar, sem
tekur ekki afstöðu til pólitískra
ágreiningsmála og er hafinn yfir
flokkadrætti? Vill þjóðin forseta sem
er yfirlýstur andstæðingur þeirrar
utanríkisstefnu, sem meiri hluti þings
og þjóðar hefur mótað á lýðveldis-
tímanum? Eða telur þjóðin að for-
setaembættið sé „ópólitískt" og
skoðanir forsetans komi því málinu
ekki við?
Tökum annað dæmi: Getur forset-
inn látið til sín taka í málum sem eru
hápólitísk í eðli sínu, en eru um leið
siðferðileg álitamál og varða hag
einstaklinga og fjölskyldna í þjóðfé-
laginu? Hafa forsetaframbjóðendur
einhverja skoðun á tilvistarkreppu
láglaunafjölskyldunnar á íslandi með
sinn langa vinnudag? Hafa forseta-
ffambjóðendur eitthvað að segja um
gildi hjónabandsins fyrir fjölskyld-
una og uppeldi ungu kynslóðarinnar
í landinu? Hafa þeir skoðanir á því
hvernig hlú megi að fjölskyldunni
sem hornsteini samfélagsins eða
hvað unnt sé að gera af hálfu stjóm-
valda til þess að draga úr tíðni hjóna-
skilnaða og uppflosnun fjölskyldna?
Hafa forsetaframbjóðendur skoðun á
þeim siðferðilega vanda sem snýr að
fóstureyðingum? Getur forseti, í
samráði við önnur stjómvöld, beitt
sér fyrir ákveðnum aðgerðum til að
ráðast að rótum fíkniefnavandans,
sem hvílir eins og mara á mörgum
fjölskyldum?
Er ekki hætt við því að forseti,
sem vildi úr ræðustóli eða í rituðu
máli vanda um við þjóð sína, grípa á
siðferðilegum meinum eða vísa öðr-
um veginn á forsendum siðferðilegs
gildismats, yrði brátt umdeildur?
Samrýmist slíkt hlutverk kenning-
unni um „sameiningartáknið"? I
þessu samhengi mætti nefna til sög-
unnar annað mál, sem forseti gæti
hugsanlega látið til sín taka, einmitt
vegna þess að Alþingi hefur reynst
ófært um að taka á því eða sam-
þykkja nothæfar lausnir. Hér á ég við
sjálft stjórnarskrármálið og ýmis
réttindamál tengd stjórnskipun og
stjórnsýslu. Getur forseti beitt sér
fyrir umræðu um endurskoðun
stjómarskrárinnar, þar með talið um
mál eins og valdsvið forseta, að-
greiningu framkvæmdavalds og lög-
gjafarvalds, jöfnun atkvæðisréttar
eða önnur slík hápólitísk ágreinings-
mál? Myndi hann ekki fljótlega vera
sakaður um að fara út yfir valdmörk
sín og stofna í hættu hlutverki sínu
sem sameiningarafl eða sameiningar-
tákn?
Um hvað snúast
forsetakosningarnar?
í ljósi þessarar greiningar á stjóm-
skipulegu hlutverki forselaembættis-
ins er ástæða til að spyija: Um hvað
snúast forsetakosningar yfirleitt?
Sigurður Líndal, prófessor, segir í
Skírnisgrein 1992 að það sé „ekki
heil brú i því að efna til þjóðkjörs
um valdalausan forseta þar sem ekki
er um annað að kjósa en persónu-
lega eiginleika“. Og núverandi for-
sætisráðherra, Davíð Oddsson, hefur
í Morgunblaðsviðtali (14. mars,
1996) bætt um betur þar sem hann
segir: „Það orkar í raun tvímælis að
embætti sem hefur nánast engin
raunveruleg völd samkvæmt stjóm-
arskránni skuli vera þjóðkjörið. Og
hugmyndir um að láta þjóðina kjósa
tvisvar í allsherjarkosningum til
embættis sem ekki hefur meiri völd
en íslenska forsetaembættið eru
nokkuð sérstakar. Mér finnst ekkert
ýta undir slíkt.“
Hverju svara þeir, sem sækjast eft-
ir forsetaembættinu, eru í framboði,
þessum sjónarmiðum, sem eru í
reynd um það að forsetaembættið sé
valdalaust og þar með óþarft? Hvaða
hugmyndir hafa þeir um stjómskipu-
legt hlutverk forsetans? Vilja þeir
láta breyta embættinu? Vilja þeir
auka völd forsetans og þá hvernig?
Eða eru þeir ásáttir við það að for-
setaembættið snúist ekki um neitt og
kosningabaráttan þá ekki heldur? Er
það þess vegna sem sumir þeirra
keppast við að þegja? Eða nota tæki-
færið þegar þeir tala, til þess fyrst og
fremst að leyna hugsun sinni? Hvers
vegna flytja forsetaframbjóðendumir
ekki nokkrar vandaðar og yfirvegað-
ar ræður, þar sem þeir gera grein fyr-
ir hugmyndum sínum um forseta-
embættið, völd þess og áhrif, og
skýra frá því í áheyrn alþjóðar,
hvemig þeir hyggjast gegna embætt-
inu? A hvaða mál munu þeir leggja
megináherslu? Hvers konar forsetar
vilja þeir vera? Telja þeir sig geta léð
forsetaembættinu innihald með því
að velja mál á dagskrá þjóðammræð-
unnar, sem skipta máli?
Hvaða mál vilja þeir setja á dag-
skrá? Vilja þeir breyta forsetaemb-
ættinu í annað utanríkisráðuneyti,
sem rekur aðra utanríkisstefnu en þá,
sem styðst við meirihluta þings og
þjóðar? Eða hafa þeir sérstakar skoð-
anir á því, hvar Island eigi að skipa
sér í sveit, á þeim byltingarkenndu
breytingartímum sem nú ríða yfir?
Hvemig á þjóðin að geta valið milli
forsetaframbjóðenda á einhverjum
gildum forsendum, ef þeir eiga það
allir sameiginlegt að forðast að hafa
nokkra skoðun á nokkru máli? Þá er
hætt við því að kosningabaráttan
sökkvi í það farið að verða innan-
tómt auglýsingaskrum um meinta
verðleika frambjóðandans eða í
versta falli að söguburði og gróusög-
um um meintar ávirðingar keppi-
nautsins. Þess konar kosningabarátta
er ekki samboðin þjóð sem telur sig
búa í upplýstu menningarsamfélagi.
Eðli þjóðkjörs er að frambjóðandi
leitar umboðs þjóðarinnar til þess að
gera eitthvað. Til þess þarf þjóðin að
vita, hvað frambjóðandinn hyggst
fyrir - hvað hann vill gera?
Tilgangur minn með því að setja
þessi orð á blað er einkum þríþættur.
Mér finnst ég skulda þeim fjölda
fólks, sem skorað hefur á mig til
framboðs, ítarlegri skýringar á því en
rúmast í stuttri fréttatilkynningu,
hvers vegna ekki var unnt að verða
við þeim óskum. Það stafar af því að
embætti forseta Islands er „táknræn
tignarstaða“ án sjálfstæðra valdheim-
ilda, nema hugsanlega í neyðartilvik-
um, sem aldrei hefur reynt á. Stjóm-
málamaður, sem sest að á Bessastöð-
um, er þar með að setjast í helgan
stein. Það er ótímabært í mínu til-
viki.
Að óbreyttum lögum og reglum
erum við komin í stjórnskipulegar
ógöngur með forsetaembættið. Ég er
sammála Sigurði Líndal um það, að
það er ekki heil brú í því að efna til
þjóðkjörs um valdalausan forseta,
þar sem ekki er um annað að kjósa
en persónulega eiginleika. Málefna-
snauður mannjöfnuður af því tagi er
vansæmandi. Við verðum að fara að
gera það upp við okkur, hvort hinn
þjóðkjörni forseti á að gegna raun-
verulegu hlutverki í stjórnskipan
landsins eða ekki. Tillagan sem ég
lýsti hér að framan er ein lausn af
mörgum, sem koma til greina. Þetta
sýnir að getuleysi Alþingis til að
endurskoða stjómarskrána er farið að
koma okkur alvarlega í koll.
Loks vil ég með þessum orðum
brýna þá, sem með framboði sækjast
eftir kjöri til forseta, að koma úr fel-
um og gera þjóðinni grein fyrir því,
hvernig þeir hyggjast gefa forseta-
embættinu tilgang og innihald, þann-
ig að kosningabaráttan fari að snúast
um málefni. Kjósendur eiga kröfu á
því að vita, áður en þeir ganga að
kjörborðinu, um hvað þeir eru að
kjósa. Það sæmir ekki í lýðræðisríki
að kosningar til forseta lýðveldisins
séu eins og leikur um að „slá köttinn
úr sekknum“. ■