Alþýðublaðið - 29.05.1996, Qupperneq 4
vag»yr
'AGU'1 28. MAI '936
r
ALÞÝÐUBLAÐIÐ _____________________ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ1996
ó I i t í k
Yfirstandandi þing, sem nú fer senn að Ijúka, þótti með eindæmum dauflegt framan af en
hasarinn lét ekki standa á sér undir lokin eins og heyra má á þeim þingmönnum sem Alþýðublaðid
tók á púlsinn í gær
Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir,
Þjóðvaka
Nefndarvinna
hvílt á stjórn-
arandstöð-
unni
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
segir þingið hafa einkennst af því hver
ríkisstjómin hefur stóran meirihluta á
Alþingi. „Margir stjórnarþingmenn
hafa ekki séð ástæðu til að sinna
nefndavinnunni og oft hefur hún mætt
á okkur stjómarandstöðunni og örfá-
um stjómarliðum. Nú í lok þingsins
mæta þessir stjómarliðar aftur á móti
vel, þegar málin em keyrð úr nefndum
oft í andstöðu minnihlutans. Ég kann
illa við svona vinnubrögð."
Það sem uppúr stendur í huga Ástu
Ragnheiðar er ánægjulegt og gott
samstarf í hennar litla þingflokki og
mikil vinna. Og hún nefnir einnig
nokkur merkileg mál sem verið hafa
til umræðu á þinginu. „Til dæmis lög
um tæknifijóvgun og lög um staðfesta
sambúð. Aftur á móti hafa einnig ver-
ið verulega ómerkileg má) á ferðinni,
þar sem er árás ríkisstjórnarinnar á
réttindi launafólks. Verst finnst mér
hve niðurskurðurinn við fjárlagagerð-
ina í vetur bitnaði illa á þeim sem síst
skyldi
Ásta telur þingstörfin í heild hafa
verið sér persónulega mikilsverða
reynslu.
Kristinn H. Gunnars-
son, Alþýðubandalagi
Stjórnarand-
staða á rass-
inum
Kristinn H. Gunnarsson Alþýðu-
bandalagi segir þingið að mestu hafa
verið með hefðbundnu sniði. „Við
höfum verið að fást við frumvörp frá
ríkisstjórninni sem hafa fjallað um
svipuðu efni og á undangengnum ár-
um svo sem skattalagabreytingar og
fjárlög. Svo eru auðvitað einstök mál
eins og frumvarpið um fjármagns-
tekjuskatt, frumvörpin um stéttarfé-
lögin og vinnudeilur og um réttindi og
skyldur ríkisstarfsmanna. Þetta eru
þau mál sem ber hæst og víkja helst
frá þessari hefðbundnu færibanda-
vinnu hér, segir Kristinn en hann er
ekki að öllu leyti ánægður með
frammistöðu félaga sinna í stjórnar-
andstöðunni.
„Frumvörp um þjónustusamninga
ríkisins er nýtt mál sem fjallar um
möguleikann á að fela öðrum að ann-
ast málefni ríkisins en ríkinu sjálfu og
stofnunum þess. Þá er hægt að semja
við einhvem aðila um að sjá um að
reka þennan spítala svo dæmi sé tekið
eða annast einhveija tiltekna þjónustu
hjá ríkinu. Þetta svipar til breytinga
hjá sveitarfélögum sem fóru að bjóða
út verkefni. Ríkisstjómin er greinilega
farin að glíma við hallarekstur ríkis-
sjóðs með því að endurskilgreina hlut-
verk ríkisins og eðli þess. Þetta hófst
reyndar í tíð síðustu ríkisstjómar. Mér
hefur fundist vinstrimennirnir legið
heldur eftir í þessari umræðu og ekki
haft nein svör við þessari að sumu
leyti óljósu stefnumörkun og ekki
heldur neina klára afstöðu. Menn hafa
flúið í það skjól að vera bara á móti
öllu og vísa þeim ffá sem einhveijum
vondum málum,“ segir Kristinn og
jánkar því að þarna sé um fremur
þumbaralega afstöðu að ræða.
„Stjómarandstaðan kemst ekki hjá
því að marka sér einhverja pólitíska
afstöðu gagnvart þessu. Við höfum
verið einu skrefi á eftir stjómarflokk-
unum í pólitískri umræðu og þá aðal-
lega Sjálfstæðisflokknum sem er
prímusmótor í þessum breytingum.“
Kristinn segir þetta tengjast einkavæð-
ingu, að breyta ríkisfyrirtækjum í
hlutafélög og þeirri hugsun að fela
einkaaðilum að vinna verkið.
„Það er þó einhver stefha sem þeir
hafa en við höfum setið eftir. Við höf-
um engin skýr svör og þar með fá
kjósendur engin svör. Því töpum við
fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn vinnur
fylgi. Við ættum að nota sumarið til
að fara í pólitíska umræðu um ríkið og
velferðarkerfið. Okkur hefur að mörgu
leyti mistekist málatilbúnaðurinn í
vetur."
Kristinn segir að helst hafi örlað
fyrir einhverri stefnumörkun hjá Al-
þýðuflokknum og þá þegar Jón Bald-
vin var frískur eins og hann orðar það.
„En að öðru leyti hefur mér fundist
hinir flokkamir setið á rassinum með-
an Sjálfstæðismenn hafa klárlega pól-
itískt frumkvæöi."
Það sem fyrst kom upp í huga
Kristins þegar hann var inntur eftir
minnisstæðasta atvikinu voru deilur
og orðaskipti Össurar Skarphéðins-
sonar og Árna Johnsen þar sem Össur
sneiddi illilega að Ama úr ræðustóli
og sagðist geta heyrt þann síðamefnda
hrista hausinn. „I fyrsta lagi er þetta
ekki nýtt heldur var áður notað í þing-
inu fyrir 20 ámm. Þá sagði Ólafur Jó-
hannesson þetta um Sighvat Björg-
vinsson í febrúar 1976 í fýrstu beinu
sjónvarpssendingunni frá Alþingi. Þá
verið að ræða Geirfinnsmáhð. Reynd-
ar var það ekki frumsamið hjá Olafi
heitnum heldur úr Breska þinginu.
Mér mislíkaði við minn ágæta vin og
félaga Össur af því að mér finnst að
þingmenn eigi ekki að vega hver að
öðmm með þessum hætti. Að gera lít-
ið úr persónunni. Menn eiga að deila á
grundvelli málefna en ekki persónu.
Mér fannst þetta ljóður á ráði á míns
annars ágæta félaga að detta ofan í
þennan pytt.“
Ágúst Einarsson,
Þjóðvaka
Lágkúruleg
afgreiðsla bú-
vörusamn-
ingsins
„Störf þingsins í vetur hafa verið í
hefðbundnum farvegi og einkennst af
miklum meirihluta ríkisstjómarflokk-
anna. Það er þó merkilegt að störf
þingsins hafa ekki breyst þrátt fyrir
mikinn fjölda nýrra þingmanna. Það
sem að öðm leyti er markverðast við
þingið er hin góða samvinna stjómar-
andstöðuflokkanna í hverju málinu á
fætur öðm,“ segir Þjóðvakaþingmað-
urinn Ágúst Einarsson almennt um
þingið í vetur. Hann segir vináttuna og
skemmtilega vinnu í þingflokki Þjóð-
vaka standa uppúr hvað sig snerti."
Þegar Ágúst er spurður um merki-
legustu málin nefnir hann þrjú.
„Veiðileyfagjald sem var komið inn í
þingið með þingsályktunartillögu
Þjóðvaka og margir þingmenn tóku
undir. I öðm lagi er merkileg hin lák-
úmlega afgreiðsla á búvömsamningn-
um á haustmánuðum. Það var neyt-
endum mjög til tjóns. Þá hefur ekkert
markvert gerst í menntamálum á
þessu þingi þrátt fyrir miklar yfirlýs-
ingar allra flokka í síðustu kosninga-
baráttu."
Það sem hefur farið miður að mati
Ágústs er fyrst og ffemst stefha ríkis-
stjómar í vinnumarkaðsmálum. „Þetta
er óbilgjöm stefna og sýnir grímulaust
hina raunvemlegu hagsmuni sem rík-
isstjómin er að beijast fyrir. Það kem-
ur einnig fram í þeirri atlögu að vel-
ferðar og heilbrigðismálum sem sást
vel í afgreiðslu fjárlaga síðastliðið
haust.“
Ögmundur Jónasson,
Alþýðubandalagi og
óháðum
Samþjöppun
á valdi og
peningum
„Fyrir réttu ári lýsti ríkisstjómin því
yfir að hún ætlaði að sjá til þess að ís-
lenska þjóðin gengi stolt og hnarreist
inm 21. öldina. Þar ætlaði ríkisstjómin
að vera í fararbroddi. Það er ljóst að
frá því að þessar yfirlýsingar voru
gefnar er ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks
og Framsóknarflokks ekki líkleg til að
veita slíka forystu," segir Ögmundur
Jónasson sérdeilis ekki ánægður með
gang mála á sínu fyrsta þingi.
„Ríkisstjóminni hefur tekist," held-
ur Ögmundur áfram, „á þeim stutta
tíma sem liðinn er af stjómarsetunni,
að koma öllu í bál og brand á vinnu-
markaði. Með ffumvörpum hefur hún
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir:
Verst finnst mér hve niður-
skurðurinn við fjárlagagerð-
ina í vetur bitnaði illa á þeim
sem síst skyldi.
Kristinn H. Gunnarsson: Við
höfum engin skýr svör og þar
með fá kjósendur engin svör.
Því töpum við fylgi en Sjálf-
stæðisflokkurinn vinnur fylgi.
Ágúst Einarsson: Þá hef ur
ekkert markvert gerst í
menntamálum á þessu þingi
þrátt fyrir miklar yfirlýsingar
allra flokka í síðustu kosn-
ingabaráttu.
Ögmundur Jónasson: Búið
er í haginn fyrir frekari sam-
þjöppun á valdi og fjármagni
og er ekki á bætandi.