Alþýðublaðið - 29.05.1996, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 29. MAI 1996
ALÞYÐUBLAÐIÐ
ó I i t í k
MlÐV'KUfgAG 'u> r
einhliða skert réttindi og skyldur opin-
berra starfsmanna sem og sett marg-
vísleg höft á réttindabaráttu verkalýðs-
hreyfingarinnar. Þá em á vinnsluborði
ríkisstjórnarinnar ýmis skerðingar-
frumvörp. Til dæmis býður nú síðusm
daga þingsins frumvarp sem gengur
undir vinnuheitinu fjármagnstekju-
skattsfrumvarpið en er í raun frum-
varp sem er ætlað að stórlækka skatta
á hlutabréfaeigendum og stóreigna-
fólki á íslandi. Þá er hér á vinnslu-
borðinu frumvarp um að einkavæða
Póst og síma. Mér virðist allt vera á
sömu bókina lært. Skerðing á skerð-
ingu ofan og á allan hátt reynt að
bregða fæti fyrir þá vilja heyja hér
lýðræðislega réttindabaráttu. Hafta- og
skerðingarfrumvörpin gera ráð fyrir
mikilli eignatilfærslu í gegnum skatta-
kerfið. Búið er í haginn fyrir frekari
samþjöppun á valdi og fjármagni og
er ekki á bætandi.“
Ögmundi sýnist ljóst að fyrirheitin
sem gefin voru í kosningabaráttunni
séu orðin tóm. „Eitt það fyrsta sem
þeir lýstu yfir var að gera ætti breyt-
ingar á jaðarsköttum sem koma ættu
til framkvæmda á árinu 1997. Það er
sýnt að hún er með einhliða hroka og
valdboði búin að skapa þann jarðveg
að það verður mjög erfitt að ná fram
einhveijum kjarasamningum."
Merkilegar voru röksemdir stjómar-
liða við stéttarfélagsfrumvörpin að
mati Ögmundar. „Þeir voru að telja
upp hve margir fundir höfðu verið
haldnir og hve margar klukkustundir
hafði verið talað en allt innihald skipti
minna máli. Það finnst mér ekki gott.
Þeir sem ekki taka gagnaðila sína al-
varlega og rök þeirra þeir taka ekki
heldur stjómarskránna alvarlega."
Árni M. Mathiesen,
Sjálfstæðisflokki
r
Oskemmtileg
útganga
stjórnarand-
stöðunnar
Ámi sagði þingið hafa gengið mjög
vel fyrir sig þó aðeins hefði borið á
smá óróleika og málþófi í lokin og
vildi hann þar kenna stjómarandstöð-
unni um.
„Það atvik sem stendur upp úr er
útganga stjórnarandstöðunnar til að
reyna með brögðum að koma í veg
fyrir að frumvarpið um stéttarfélög og
vinnudeilur kæmi til annarrar umræðu
og nefndar. Þetta vom ekki skemmti-
leg vinnubrögð og ég vona að ég eigi
ekki eftir að sjá þau oftar í þinginu.
Það em þijú mál sem ég tel vera
merkustu málin. Það er málefni Pósts
og síma, frumvarp um réttindi og
skyldur opinberra starfsmanna og
frumvaipið um stéttarfélög og vinnu-
deilur. Eg held að þessi frumvörp eigi
eftir að hafa verulega jákvæð áhrif
þegar til lengri tíma er litið.“
Kristín Ástgeirsdóttir,
Kvennalista
Yfirgangur
stjórnarflokk-
anna
„Þingið fór rólega af stað en svo
sauð upp úr fyrir jólin og eftir áramót
hefur verið hiti í kolunum. Þarna
standa upp úr þær miklu deilur sem
hafa verið um frumvörpin um réttindi
og skyldur opinberra starfsmanna og
stéttarfélög og vinnudeilur. Fmmvörp-
in voru árás á réttindi launafólks í
landinu," segir Kristín. „En svo fara
auðvitað hér í gegn mál sem allir em
sammála um og það hafa verið mjög
gagnlegar umræður um heilbrigðismál
og fíkniefnavanda, svo ég nefni það
sem kemur fyrst upp í hugann."
Kristín segir ekkert eitt atvlk vera
öðru minnisstæðara á þinginu. Hún
gerði þó að umtalsefni að stjómarand-
staðan hefði klofnað í afstöðu sinni til
fjármagnstekjuskattsins og sagði þann
klofning merkilegan miðað við þá
miklu samstöðu sem verið hafi í
stjómarandstöðunni
Kristín sagði erfitt að nefna merk-
asta mál þingsins. „Ætli ég nefni ekki
ffumvarpið um ljárreiður ríkisins, sem
ég held að muni breyta töluvert miklu
í ffamtíðinni. Það sama má segja um
staðfesta samvist sem er merkt mann-
réttindamál."
Þegar Kristín var spurð hvað henni
þætti hafa farið miður í störfum þings-
ins svaraði hún: „Það er yfirgangur í
stjórnarflokkunum sem hafa keyrt í
gegn mjög stór mál sem að öllu jöfnu
ættu að fá tveggja þinga umfjöllun. Þá
er ég til dæmis að tala um vinnustaða-
frumvörpin og málefni Pósts og síma.
Mér finnst það mjög miður að menn
skuli beita valdi sínu með þessum
hætti.“
Bryndís Hlöðversdótt-
ir, Alþýðubandalagi -
Stjórnarliði
rifínn upp að
kvölditil
„Eftir áramót var þingið óneitanlega
miklu fjörugra en þirigið í haust sem
var laust við pólitíska umræðu. Þetta
hefur breyst eftir áramót og kemur
ekki til af góðu því þá voru lögð ffam
hin svokölluðu skerðingarfrumvörp.
Það var mjög miður hvemig staðið var
að meðferð þeirra mála og af-
greiðslu,“ sagði Bryndís. Eftirminni-
legasta atvikið á þingi sagði hún
snerta umræðuna um tæknifijóvgun.
„Eg var á leið í ræðustól og ffamsögu-
maður meirihlutans, Valgerður Sverr-
isdóttir, neitaði að vera á staðnum til
að veija álit neíridarinnar. Það endaði
með því að við, þessar örfáu hræður
sem vom í salnum til að tala fyrir af-
námi nafnleyndar við frumugjöf, lét-
um kalla á hana. Hún var rifin upp að
kvöldi til, látin mæta hér og hlusta á
umræðurnar, sem henni líkaði ekki
mjög vel. Það þykir mér undarlegt því
mér finnst sjálfsagt að þingmenn sem
mæli fyrir máli mæti líka til að veija
það.“
Bryndís sagði þau mál sem stæðu
upp úr í huganum vera vinnumarkaðs-
frumvörpin ásamt fjármagnstekju-
skattinum. „En það sem mér hefur
þótt dapurlegast að horfa upp á er af-
greiðsla frumvarpa um réttindi og
skyldur opinberra starfsmanna og
stéttarfélög og vinnudeilur. Þau eiga
eftir að hafa mjög afdrifaríkar afleið-
ingar. Ætíð hefur verið haft i heiðri
ákveðið samráð við samtök launa-
fólks, en nú velur ríkisstjórnin að
keyra yfir vilja þessara samtaka. Það
þykir mér mjög miður og mér fmnst
dapurlegt að horfa upp þær aðferðir
ríkisstjómarinnar og stjómarliðanna,
hvem á fætur öðrum, tilbúna að greiða
þessum ffumvörpum atkvæði.“
Lúðvík Bergvinsson,
Alþýðuflokki
ÞegarJón
Baldvin fór
undir feld
„Stjómin hefur verið sein ffam með
sín mál sem gerir það að verkum að
tíminn hefur ekki nýst vel,“ sagði
Lúðvík þegar hann var spurður álits á
störfum þingsins.
Hann segir að það atvik sem honum
þyki standa upp úr sé þegar Jón Bald-
vin lagðist undir feld og íhugaði hvort
hann ætti að gefa kost á sér í embætti
forseta Islands. Þégar Lúðvík var
spurður hvað honum þætti merkasta
málið á dagskrá þingsins svaraði
hann: „Það hlýtur að teljast mjög
merkilegt að feta í sömu slóð og áður í
landbúnaðarmálum. Þarna á ég við
búvörusamninginn sem samþykktur
var hér fyrir áramót, þrátt fýrir að all-
flestir geri sér grein fyrir að sú stefna
sem þar er fýlgt sé vita vonlaus."
Árni M. Mathiesen: Það atvik
sem stendur upp úr er út-
ganga stjórnarandstöðunnar
til að reyna með brögðum að
koma í veg fyrir að frumvarp-
ið um stéttarfélög og vinnu-
deilur kæmi til annarrar um-
ræðu og nefndar.
Kristín Ástgeirsdóttir: Yf irgang-
ur í stjórnarflokkunum sem
hafa keyrt í gegn mjög stór
mál sem að öllu jöfnu ættu
að fá tveggja þinga umfjöll-
un. Þá er ég til dæmis að tala
um vinnustaðafrumvörpin og
málefni Pósts og síma.
Bryndís Hlöðversdóttir: Það
sem mér hefur þótt dapur-
legast að horfa upp á er
afgreiðsla frumvarpa um rétt-
indi og skyldur opinberra
starfsmanna og stéttarfélög
og vinnudeilur.
Lúðvík Bergvinsson: Stjórnin
hefur verið sein fram með sín
mál sem gerir það að verkum
að tíminn hefur ekki nýst vel
=5.