Alþýðublaðið - 29.05.1996, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 29.05.1996, Qupperneq 8
* * \WRE 'ifíLL/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 Miðvikudagur 29. maí 1996 MMÐUBLMD 77. tölublað - 77. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk ■ Jón Steinar framboðs Telur Gunnlaugsson víkur úr sæti sem formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík vegna Ólafs Ragnars Grímssonar kosningu Olafs hneisu fyrir þjóðina Segir framgöngu hans óforsvaranlega í Hafskipsmálinu, máli MagnúsarThoroddsen og skattamáli Þýsk-íslenska. Fullyrðir að Ólafur hafi logið að dómara um trúarskoðanir sínar. ■ AB til gjaldþrotaskipta Vaka-Helgafell kaupir bókaklúbba AB Útgáfufyrirtækið Vaka-Helg'afell hefur keypt alla bókaklúbba Almenna bókafélagsins af þrotabúi félagsins. Þar er um að ræða Bóka- klúbb AB, Tónlistar- klúbb AB, Matreiðslu- kiúbb AB og Söguklúbb- inn. Þá festi Vaka-Helga- fell ennfremur kaup á firmanafni AB. Forráðamenn AB hyggjast taka upp þráð- inn þar sem frá var horfið er reksturinn stöðvaðist, að minnsta kosti varð- andi Bókaklúbb AB, sem er elsti bókaklúbbur landsins og hefur starfað í 22 ár. Vaka-Helgafell, sem í ár heldur uppá 15 ára afmæli sitt, hefur um árabil sér- hæft sig í rekstri bóka- og áskriftar- klúbba af ýmsu tagi. I tilkynningu frá forlaginu segir að áhersla sé lögð á að þjóna klúbbfélögum sem allra best, og að sama máli muni gegna um Bóka- klúbb AB. Kannanir verði reglulega gerðar meðal klúbbfélaga til þess að bókaval verði í sem mestu samræmi við óskir þeirra. Almenna bókafélagið var tekið til gjaldþrota- skipta fyrir skömmu, en í tilkynningu frá Vöku- Helgafelli er tekið fram að málefni og skuldbind- ingar þess félags sem rak klúbbana séu Vöku- Helgafelli óviðkomandi. Almenna bókafélagið var stofnað árið 1955, einkum til að skapa mót- vægí við Mál og menn- ingu, sem þá var stjómað af sósíalistum. Margir af kunnustu rithöfundum og stjómmála- mönnum landsins á síðustu áratugum störfuðu fyrir AB eða sátu í stjóm fé- lagsins. Fyrir nokkrum árum keypti Friðrik Friðriksson AB, en saga félags- ins er senn öll. Friðrik Friðriksson. Fyrir- tæki hans er nú til gjald- þrotaskipta og Vaka- Helgafell hefur keypt bæði firmanafn og bóka- klúbbana af þrotabúinu. ■ Götulífið Dularfullt gangstéttarskáld gengur laust Vegfarendur sem eiga leið um Hafnarstrætið hafa veitt athygli sér- kennilegu og frumlegu gangstéttar- kroti eða graffitíi eins og það kallast útí hinum stóra heimi. Oþekkt skáld hefur tekið saman sérkennilegar dæmisögur og þá hefur þeim verið þrykkt á gangstéttarhellur við stræt- óstoppustöðina á homi Hafnarstrætis og Lækjargötu. Þorsteinn Halldórsson verslunar- stjóri söluturnsins I leiðinni, sem stendur við þessar dæmalausu gang- stéttarhellur, hefur ekki grænan grun um hver stendur að baki gemingnum. ,JÉg veit ekkert. Þetta var komið einn morguninn fyrir um viku,“ segir Þor- steinn en hann fór klukkan 23.00 kvöldið áður. Listamaðurinn hefur því athafnað sig í skjóli myrkurs. „Þetta vekur mikla athygli," segir Þorsteinn við blaðamann Alþýðublaðsins meðan hann afgreiðir pylsu með öllu nema remólaði fyrir svangan sjoppugest. „Fólk staldrar við og les textann. Það er greinilega vandað til verksins því þrátt fyrir rigningu og átroðning þá endist þetta.“ Jón Steinar Gunnlaugsson formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík hefur ákveðið að víkja úr sæti vegna forseta- framboðs Ólafs Ragnars Grímssonar. Jón Steinar sendi í gær frá sér þriggja síðna greinargerð vegna málsins, og kveðst á undanfömum ámm hafa svo oft fjallað opinberlega og fyrir dómi „um ávirðingar Ólafs Ragnars Gríms- sonar forsetaframbjóðanda í opinber- um störfum hans, að honum væri óréttur gerður ef hann þyrfti að una því að ég starfaði í yfirkjörstjórn Reykjavíkur í forsetakosningum þeim sem í hönd fara.“ Jón Steinar rekur afskipti Ólafs Ragnars af Hafskipsmálinu, máli Magnúsar Thoroddsen fyrmm forseta Hæstaréttar og skattamálum Þýsk-ís- lenska. Jón Steinar kveður framgöngu Ólafs í þessum málum siðlausa og á köflum löglausa. Hann segir að Ólafur Ragnar hafi farið „hamförum" í Hafskipsmálinu, og í skjóli þinghelgi sakað forsvars- menn fyrirtækisins um að hafa svikið fé út úr Útvegsbankanum í gegnum Hafskip í þágu sjálfra sín. Um þetta segir Jón Steinar orðrétt: „Hef ég ekki í annan tíma kynnst annarri eins fram- göngu alþingismanns, þar sem úr ræðustóli á Alþingi var veist að vam- arlausum einstaklingum utan þings, með ósönnum áburði um glæpsamlegt athæfi. Jón Steinar segir að það hafi komið í sinn hlut að fjalla um fyrir dómi framkomu Ólafs Ragnars, sem þá var fjármálaráðherra, fyrst eftir að mál Magnúsar Thoroddsen þáverandi for- seta Hæstaréttar kom upp. Lögmaður- inn segir að Ólafur hafi komið fram í fjölmiðlum dag eftir dag með fullyrð- ingar um brot Magnúsar á reglum, sem engar voru til. „Attu þessar röngu staðhæfingar ráðherrans þá ríkan þátt í Forsetaskipti Grétar Þorsteinsson nýr forseti Alþýðusambands íslands tók í gær við lyklavöldum á skrifstofu ASÍ af Benedikt Davíðssyni. Með þeim á mynd- inni eru varaforsetar sambandsins, Hervar Gunnarsson og Ingibjörg Guð- mundsdóttir. að kalla yfir skjólstæðing minn al- menna fordæmingu sem miklu réð um framhaldið. Þá segir Jón Steinar: „Taldi ég þessa framkomu ekki sæmandi fyrir embættið, sem Ólafur gegndi. Þurfti ég að sjálfsögðu að fjalla um þetta fyrir dómi. Þegar Ólaf- ur kom fyrir dóm í málinu og bar vitni ákvað ég að krefjast þess að hann staðfesti framburð sinn með eiði eða drengskaparheiti. Var hann þá af dómsformanni samkvæmt fyrirmæl- um laga inntur eftir því, hvort hann tryði á guð. Synjaði hann fyrir það og fékk því að staðfesta framburð sinn með drengskaparheiti. Skal tekið fram, að samkvæmt lögum fengu menn því aðeins að „velja“ dreng- skaparheit, að þeir væru ekki í viður- kenndu trúfélagi eða lýstu því fyrir dómara að þeir tryðu ekki á guð. Við þetta væri ekkert að athuga, þar sem Ólafi er að sjálfsögðu fijálst að hafa þær trúarskoðanir sem hann kýs, ef ekki væri nú komið í ljós opinberlega af hálfu Ólafs, að hann hafi sagt dóm- aranum ósatt um trúarskoðanir sínar. Vísast í því efni til viðtals við hann í Alþýðublaðinu 22. maí síðastliðinn. Liggur því íyrir nú, að krafa mín um að Ólafur staðfesti framburð sinn, leiddi til þess að hann skýrði rangt frá fyrir dómi um atriði sem hafði beina þýðingu að lögum.“ Þá rifjar Jón Steinar upp afskipti Ólafs Ragnars, sem fjánnálaráðherra, „Ólafur Ragnar er fjarri því að uppfylla þau skilyrði sem ég tel sæma þessu virðulegasta embætti þjóðarinnar," segir Jón Steinar Gunnlaugsson. af máli Þýsk-íslenska. Hafi Ólafur lát- ið loka fyrirtækinu fyrirvaralaust með lögregluvaldi 19. júní 1989, þótt áður hafi náðst samkomulag fyrirtækisins við embætti tollstjóra um greiðslur á söluskatti. Með dómi Hæstaréttar 1994 var ríkissjóður dæmdur til að greiða skaðabætur vegna ólögmætrar lokunar fyrirtækisins. Jón Steinar seg- ir: „Við málflutninginn kom það í minn hlut að fjalla um þessa stjóm- sýslu ráðherrans, meðal annars með því að gera samanburð við afgreiðslu hans nokkrum mánuðum áður á sölu- skattsskuld fyrirtækisins Svart á hvítu hf„ þar sem fyrrverandi kosningastjóri hans í Alþýðubandalaginu var við stjómvölinn. Hafði hann heimilað því fyrirtæki að greiða söluskatt og álag, sem nam tugum milljóna króna, með veðskuldabréfi til átta ára, þar sem veðið var í þokkabót ónýtt. Reyndist skuldabréfið þegar til átti að taka einskis virði og tapaði ríkissjóður kröfu sinni." Jón Steinar segir að framkoma Ól- afs Ragnars í þessum þremur málum sé „óforsvaranleg“ og það nálgist „hneisu fyrir þjóðina að kjósa hann í embættið, þar sem störf hans á opin- bemm vettvangi undanfarin ár sýni að hann sé íjarri því að uppfylla þau skil- yrði sem ég tel sæma þessu virðuleg- asta embætti þjóðarinnar." Dæmi: Vinkona mín er tengd konu sem hún fór oft og heimsótti á mótorhjóli sínu, eitt skiptið er vinkona mín var í heimsókn hjá þessari konu, þá spurði hún vinkonu mína hvort að það væri eitt- hvað svipað að sitja á mótor- hjóli og að sitja á þvottavél á vindingu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.