Alþýðublaðið - 05.06.1996, Page 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 5, JÚNÍ1996
MMHIBIMD
21121. tölublað
Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566
Utgefandi
Ritstjóri
Auglýsingastjóri
Umbrot
Prentun
Alprent
Hrafn Jökulsson
Ámundi Ámundason
Gagarín hf.
ísafoldarprentsmiðjan hf.
Ritstjórn, augiýsingar og dreifing
Sími 562 5566
Fax 562 9244
Símboði auglýsinga 846 3332
Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði.
Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk
Neyð sem verður
að bregðast við
Fyrir tveimur vikum bað Rannveig Guðmundsdóttir alþingis-
maður og fyrrum félagsmálaráðherra um umræðu utan dagskrár á
Alþingi um málefni fatlaðra. Páll Pétursson félagsmálaráðherra
taldi sig þurfa tíma til þess að skoða málið og því dróst úr hömlu
að umræðan færi ffam. Það gerðist loks í gær - og þá var Páll
Pétursson stokkinn úr landi, en Guðmundur Bjamason var til
svara. Rannveig sagði af þessu tilefni á Alþingi í gær, að ekki
væri hægt draga aðra ályktun en Páll hefði hlaupist frá óþægilegri
umræðu.
Nýverið var haft eítir aðstoðarmanni Páls Péturssonar í fréttum
Ríkisútvarpsins að „neyðarástand" ríkti í málefnum fatlaðra.
Jafnframt sagði hann orðrétt: „Það er mjög mikil þörf fyrir úrræði
í málefnum fatlaðra og þeir fjármunir sem við fáum til þess að
annast fatlaða, við verðum að velta hverri krónu tvisvar og við er-
um að horfa uppá mikla neyð.“ Þetta voru vitaskuld ekki nýjar
fréttir, en þótti óvenjulega tæpitungulaust af pólitískum embættis-
manni. Það var þessvegna aumlegt þegar aðstoðarmaðurinn hélt
því fram að ekki væri rétt eftir sér haft.
Staðreyndin er sú, að neyð ríkir í málum fatlaðra og á næstunni
mun enn syrta í álinn ef ekkert verður að gert. Rannveig Guð-
mundsdóttir upplýsti á Alþingi í gær, að samkvæmt biðlista frá
Svæðisskrifstofu Reykjaness í maí síðastliðnum eru nú 103 fatl-
aðir einstaklingar á Reykjanesi á biðlista eftir búsetu, og þar af er
21 á neyðarlista. í Reykjavík eru 214 fatlaðir einstaklingar á biðl-
istum eftir búsetu. Á sama tíma og biðlistamir lengjast stendur
sambýli fatlaðra í Vallengi í Grafarvogi tilbúið - og autt, þarsem
engin eru stöðugildin. í þessu sambandi minnti Rannveig líka á
þá staðreynd, að aðeins 13 heimilismenn af Kópavogshæli hafa
verið útskrifaðir á sambýli, þrátt fýrir samning um að 37 einstak-
lingar eigi þegar að hafa fengið inni á sambýlum.
Því miður er allt á sömu bókina lært í þessum efnum. Það vakti
reiði ög hneysklun alþjóðar þegar yfirvöld ætluðu snemma árs að
leysa upp heimilið að Bjargi á Seltjamamesi, og ráðstafa heimil-
ismönnum einsog hreppsómögum. Aðför var gerð að meðferðar-
heimili íyrir böm að Kleifarvegi, og fýrir skemmstu komst Ár-
land í fréttir vegna þess að allar líkur vom á því að þessu heimili
sex mikið fatlaðra bama yrði lokað í sumar. Aftur og aftur er
þannig m'ðst á þeim sem síst skyldi, þeim sem alls ekki geta borið
hönd fyrir höfuð sér. Og í öllum tilvikum er um að tefla ijárhæðir
sem em einsog krækiber í helvíti miðað við bmðl og sóun ann-
arsstaðar í ríkiskerfmu.
I máli Rannveigar við umræðumar í gær kom einnig fram, að
vegna undirbúnings fjárlagagerðar næsta árs hafa verið gefin fyr-
irmæli um að draga saman rekstur sem nemur fimm til tíu pró-
sentum. Allir sem til þekkja em hinsvegar samdóma um, að kom-
ið sé að leiðarenda í flötum niðurskurði, og að verði þessum
áformum haldið til streitu þýði það lokun stofnana. Um þetta
sagði Rannveig: „Það er ógnvekjandi ef skera á niður um fimm
til tíu prósent við þessar aðstæður og ég kalla stjórnarliða til
ábyrgðar og hvet þá til að forgangsraða, og setja málefni þeirra
sem minna mega sín í öndvegi.“ ■
S vefngenglarnir
í vetur var svo værðarleg stemmn-
ing á Alþingi Islendinga að suma daga
þurfti jafnvel að fella niður fundi
vegna skorts á umræðuefnum. Þá var
látið heita svo að þingmenn einbeittu
sér að starfi í nefndum, til að afstýra
opinberri umræðu um þá staðreynd að
þingmenn höfðu einfaldlega ekkert
um að tala.
Einsog gengur |
Síðastliðinn mánudag var 158.
fundur vetrarins settur, klukkan tíu ár-
degis. Á dagskrá voru 36 mál. Þing-
mönnum var ætlað að taka afstöðu til
og ræða þingsályktunartillögur og
frumvörp um eftirfarandi: Vörugjald,
virðisaukaskatt, fjáröflun til vegagerð-
ar, gjald af áfengi, tóbaksvamir, stjóm
fiskveiða, þróunarsjóð sjávarútvegs-
ins, stofnun hlutafélags um rekstur
Póst- og símamálastofnunar, póstlög,
fjarskipti, vegaáætlun, flugmálaáætl-
un, lögreglulög, meðferð opinberra
mála, staðfesta sambúð, lífeyrissjóð
starfsmanna ríkisins, Innheimtustofn-
un sveitarfélaga, reynslusveitarfélög,
iðnaðarmálagjald, samninga við Fær-
eyjar um fiskveiðimál, samninga um
veiðar úr norsk- íslenska sfldarstofnin-
um, almannatiyggingar, byggingarlög,
stefnumótun í íþróttum stúlkna og
kvenna, ólöglegan innflutning fíkni-
efna, græna ferðamennsku, menning-
ar- og tómstundastarf fatlaðra, rann-
sóknir í ferðaþjónustu, notkun stein-
steypu til slitlagsgerðar, rannsóknir á
launa- og starfskjömm landsmanna,
merkingar þilfarsfiskiskipa, starfs-
þjálfun í fyrirtækjum, trúnaðarsam-
band fjölmiðlamanna og heimilda-
manna, fiskveiðar utan lögsögu ís-
lands... og svo voru líka á dagskrá
nokkrar fyrirspumir til ráðherra.
Þetta var semsagt dagskrá þing-
fundar númer 158. En gamanið var
ekki búið. Þingfundur 158 var nefni-
lega aðeins fyrsti af þremur þennan
mánudag.
Blessaðir alþingismennirnir okkar
voru að framundir morgun og bytjuðu
svo aftur 10 árdegis.
Hvernig er ástandið niðri í þing-
húsi? Einhvemveginn svona, kannski:
Svefngenglar ráfa um, rauðþrútnir til
augnanna, delerandi af ofþreytu. Og
setja þjóðinni lög. Og fleiri lög. Þeir
settu okkur ellefu ný lög í fyrrinótt.
Meðan þjóðin svaf settu þingmenn í
svefnroftinum lög.
Með leyfi að spyrja: Hverslags
vinnulag er þetta?
Þingmenn fá ijögurra mánaða sum-
arfrí og heilan mánuð í jólafrí. Þing-
fundir em ekki haldnir á fostudögum,
nema þegar vinna þarf í akkorði af því
allt er komið í steik.
Afhveiju em þingmenn nú í hland-
spreng að flýta sér í ijögurra mánaða
sumarfríið sitt? Afhveiju vinna menn-
imir bara ekki áfram og dunda við í
rólegheitum að setja öll lögin sín?
(Reyndar má spyrja hvort allt þetta
lagafargan sé nauðsynlegt, en það er
a t a I
u n i
efni í annað vers.)
Á sínum tíma þótti nauðsynlegt að
alþingismenn fengju ríflegt sumarfrí
af því þeir þurftu að flýta sér heim í
sauðburð, vorverk og heyskap. Hvað
sitja margir bændur á Alþingi núna?
Valgerður á Lómatjöm, Páll á Höllu-
stöðum, Egill á SeíjavöUum - þrír af
sextíu og þremur. Ondyegisfólk, auð-
vitað, en mín vegna má gefaþeim ftí,
jafnvel um óákveðinn tíma. En ég veit
ekki til þess að aðrir þingmenn eigi
sérstökum skyldum að gegna við sum-
arið.
Einhverntfma montaði Magga
Thatcher sig af því að hún svæfi að-
eins fjóra tíma á sólarhring. Bretum
fannst, flestum hverjum, mikið til
koma að forsætisráðherrann þeirra
væri svona duglegur - þangað til sér-
fræðingur í geðsjúkdómum lýsti yfir
því, að svo lítill svefn brenglaði dóm-
greind og ylli hægfara geðbilun.
Alþingismennirnir okkar sem nú
leggja nótt við dag að samþykkja
hauga af nýjum lögum eru samkvæmt
þessu alls óhæfir til verka. Þeir fá ein-
faldlega ekki nægan svefn. Og þótt
margt vitsmunalegt ofurmennið vermi
þingsæti er til of mikils mælst að biðja
þingmenn að taka afstöðú til 36 mála
fyrir hádegi, þjarka um annað eins
frameftir degi og samþykkja svo eitt-
hvað að áliðinni nóttu.
Þetta er náttúrlega hreinn og klár
farsi, að því undanskildu að fyndnina
vantar.
Og svo eru þessar elskur alltaf jafn
undrandi á því að þjóðin skuli ekki
bera takmarkalausa virðingu fyrir
þeim. ■
Atburðir dagsins
755 Enski kristniboðinn Bonif-
ace, þekktur undir nafninu
„postuli Þýskalands", myrtúr
ásamt 53 fylgismönnum sínum
af þýskum heiðingjum. 1783
Loftbelgur frönsku bræðranna
Joseph-Michel og Jacques-Eti-
enne Montgolfier nær 6000
feta hæð. 1885 Bríet Bjamhéð-
insdóttir skrifar ritgerð í Fjall-
konuna og er þetta talin fyrsta
grein sem tslensk kona skrifar í
opinbert blað. 1963 Hermála-
ráðherra Bretlands, John Prof-
umo, segir af sér embætti og
játar að hafa logið að þinginu
um samband sitt við fyrirsæt-
una Christine Keeler. Ungfrú
Keeler átti sama tíma í nánu
sambandi við rússneska sendi-
ráðsmanninn Ivanov höfuðs-
mann. 1991 Blökkumenn í
Suður-Afríku fá aftur land-
svæði sem tekin höfðu verið af
þeim með opinberum reglu-
gerðum. 1991 Hæstiréttur kvað
upp dóm í Hafskipsmálinu.
Flestir hinna ákærðu voru
sýknaðir.
Annáisbrot dagsins
Dæmd frá lífinu á alþingi Guð-
rún Eiríksdóttir úr Múlaþingi,
er lýst hafði stjúpa sinn föður
að barni, en skotið á frest
lífsstrafftnu.
Vallaannéll 1693.
Skáidskapur dagsins
Óort ljóð eru alltaf fegurst.
Henrik Ibsen.
Siður dagsins
Það er góður siður að trúa
aldrei nema helmíngnum af því
sem manni er sagt og skifta sér
ekki af afgánginum. En fara
aldrei eftir öðru en því sem
maður segir sér sjálfur.
Halldór Kiljan Laxness; Sjálfstætt
fólk.
Málsháttur dagsins
Hér mun eldur af verða, sagði
refur, dreit á ísinn.
Orð dagsins
Á vörum brann
veikasta sögnin
að elska.
Einar Bragi; Nafnlaust Ijóð.
Skák dagsins
Flestum finnsl líklcga skák-
þraut dagsins bæði létl og löð-
urmannleg. Um er að ræða
stöðu úr skák Fullers og Steed-
mans, en hvorugur cr meðal
mestu spámanna tafllistarinnar.
Fullur hefur hvítt og þvingar
umsvifalaust fram mát.
Hvítur mátar í tveimur leikj-
um.
1. Dg7+! Hxg7 2. fxg7 Skák
og mát. Sko Fuller.