Alþýðublaðið - 05.06.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.06.1996, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐK) 3 s k o ð a n Skítlegt eðli og heiðarleiki Nú, eftir langa bið, fá kjósendur að velja sér forseta. Reyndar var kosið fyrir nokkrum árum en mótframbjóð- andinn fékk vart merkjanlegt fylgi og engin spenna var í þeim kosningum. Nú er hins vegar spenna í gangi. Pallborð | Einhverjir hafa reyndar verið að rakka niður embættið. Davíð nokkur Oddsson, maðurinn sem velti því lengi fyrir sér hvort hann ætti að sækjast eftir embættinu, hefur upp á síðkastið ekki gefið forsetaembættinu háa einkunn. Davíð, sem og aðrir sjálfstæðismenn, virðist líta á emb- ættið sem valdalaust embætti, ef ekki valdalaust méð öllu. En það er furðu- legt að svona ',lítið“ embætti, skuli vera svo gífurlega vinsælt í röðum sjálfstæðísmanna. Af hverju eru menn að sækjast eftir embættum sem þeir segja að skipti ekki máli? Er ástæðan sú að þeir vita að embættið skiptir í raun máli? Ólafur Ragnar og svekkelsið Eftir nokkra leit fundu sjálfstæðis- menn loks sinn frambjóðanda. Þetta er ágætur frambjóðandi en gallinn er samt sá að sjálfstæðismenn eru ekki tilbúnir að styðja hann. í það minnsta ekki allir. Svakalegt svekkelsi það og ekki nógu gott. Menn deyja nú ekki ráðalausir í Valhöll og hafa gripið til örþrifaráða. Nú er eina ráðið að rakka niður helsta keppinautinn. Það þykir ekki sæma sjálfstæðismönnum að styðja annán mann en sjálfstæðis- mann, mann sem tilbúinn er að hlíta flokksaga. Þessi frjálshyggjuflokkur er það frjáls í skoðunum að það er hneisa að kjósa annan en þann sem uppfyllir þessi skilyrði. Nýjasta útspilið er Jón Steinar Gunnlaugsson. Það er sárt að þessi ágæti lögfræðingur skuli ekki sætta sig við lýðræðið, að fagmaðurinn sjálfur skuli ekki sætta sig við dóma sem fallnir eru. í augum Jóns er hneisa að dæma fyrirtæki fyrir skatt- svik. Og í augum Jóns Steinars er hneisa að einhverjum skuli detta í hug að fylgja samvisku sinni. Jón Steinar gat ekki sætt sig við að Ólafur nokkur Raghar yrði forseti. Það er í sjálfu sér í lagi, enda máski hans skoðun. En öllu verra er hin ómerkilega tímasetning (og greinar- gerð) sem var samin í þeim tilgangi að sverta mannorð Ólafs. Maður í þeirri stöðu sem Jón Steinar var í verður að gæta hag allra frambjóð- enda. Eftir útspil sitt hlýtur hann að teljast með öllu óhæfur að gegna starfi sínu, því með greinargerð sinni beindi hann spjótum sínum augljós- lega að einum frambjóðanda. Jón Steinar gætti ekki hlutleysis og því hlýtur hann að vera óhæfur til að gegna starfi sínu. Ekki aðeins nú heldur einnig í framtíðinni. Lýðræðið má ekki við því að hann geri önnur svona mistök. Og maður spyr sig, er það ekki hneisa fyrir Jón Steinar að hafa sagt þetta? Maður á í raun ekki til eitt einasta orð til að lýsa því hvað þessi maður leggst lágt. En þetta sýnir einfaldlega örvænt- ingu sjálfstæðismanna sem vilja um- fram allt koma sínum frambjóðanda í sæti forseta íslands. En Jón Steinar er ekki einn um að vera örvæntingar- fullur. Þingmaðurinn Arni Johnsen þurfti að bæta örlitlu við um hneisu- manninn Ólaf Ragnar. Málið er einfalt. Sjálfstæðisflokk- urinn, þessi stóri flokkur sem talar um lýðræði er ekkert annað en af- skræmd hugmynd af kommúnista- flokkum austantjaldsþjóðanna. Þar „Jón Steinar gat ekki sætt sig við að Ólaf- ur nokkur Ragnar yrði forseti. Það er í sjálfu sér í lagi, enda máski hans skoðun. En öllu verra er hin ómerkilega tímasetn- ing (og greinargerð) sem var samin í þeim tilgangi að sverta mannorð Ólafs." skiptir hlýðnin máli en ekki sjálfstæð hugsun. Sjálfstæð hugsun virðist ekki leyfileg í Sjálfstæðisflokknum. Sjálf- stæði er ekki fyrir sjálfstæðismenn. Ástþór Magnússon Ekki er Ólafur sá eini sem hefur fengið ómerkilega gagnrýni. Annar frambjóðandi, Astþór Magnússon, þarf einnig að sætta sig við það hlut- skipti. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir svindl og óheiðarleika. Fjöl- miðlar, sem og aðrir, hafa verið upp- teknir við að sverta frambjóðandann án þess að færa nægileg rök fyrir gagnrýni sinni. Það kann vel að vera að Ástþór sé ómerkilegur maður en þeir sem halda því fram verða að sýna þá ábyrgð að rökstyðja skoðun sína. Það eru sjálfsögð mannréttindi að viðkomandi fái heiðarlega um- fjöllun þar sem sannleikanum er ekki hagrætt. Deilt er um hvar Ástþór fái pen- inga til að kosta baráttu sína. En það kemur málinu ekkert við, svo framar- lega sem peningarnir eru fengnir. á heiðarlegan hátt. Og ef það er ekki vitað með vissu að Ástþór hafi hagn- ast með svikum og prettum verðum við að láta hann njóta vafans. Aug- lýsingastofa ein hefur ásakað Ástþór um að borga ekki skuldir sínar. Það má vel vera að það sé rétt. En furðu- legt þykir mér að auglýsingar á sjón- varpsstöðvunum lifðu vel og lengi og lifa enn. Ef Ástþór er ekki borgunar- maður, hvemig getur hann þá auglýst á sjónvarpsstöðvunum? Ég er ekki neinn sérstakur tals- maður Ólafs Ragnars né Ástþórs. Ég er talsmaður lýðræðis og þess að menn komi fram með athugasemdir sínar án þess að lítillækka náungann. Ef menn eru ósammála einhverjum verða þeir að færa rök fyrir máli sín- um. Framganga sem byggir eingöngu á því að verið sé að lúta flokksagi eða þjóna hagsmunum fárra útvalda flokkast ekki undir rök. ■ Nú er staðfest að al- þýðuflokksmenn eru mestir friðarsinnar á ís- landi, og kemur svosem ekki á óvart. í skoðana- könnun Gallup sem birt var í fyrrakvöld kom í Ijós að Ástþór Magnússon hafði á skömmum tíma tvöfald- að fylgi sitt - og er nú kom- inn uppí 4 prósent. Úrtakið var óvenju stórt, yfir tvö þúsund manns, og tóku um átján hundruð afstöðu. Fram kom að hvorki meira né minna en helmingur af stuðningsmönnum Ástþórs eru jafnframt fylgismenn Alþýðuflokksins. Þetta þýð- ir að 8,2 prósent alþýðu- flokksmanna ætla að kjósa postula friðarins... Annars getur Ólafur Ragnar Grímsson un- að enn betur við stuðning alþýðuflokksmanna, en 43,6 prósent þeirra styðja hann samkvæmt Gallup- könnuninni. Framsóknar- menn gera þó betur við Ól- af: tveir af hverjum þremur styðja hann, og 85,2 pró- sent allaballa. Stuðningur sjálfstæðismanna við hann hefur dvínað sjáanlega, og er nú kominn niður í 25 prósent. Helmingur sjálf- stæðismanna er farinn yfir í herbúðir Péturs Kr. Haf- steins. Hinsvegar styðja aðeins 12,7 prósent al- þýðuflokksmanna Pétur og má geta þess að Guðrún Agnarsdóttir og Guðrún Pétursdóttir hafa báðar meira fylgi í Alþýðuflokkn- um einsog staðan er núna... Nýlega var undirritaður samningur milli Máls og menningar og eigenda Súfistans, kaffihúss við Strandgötu í Hafnarfirði, um rekstur svokallaðs bókakaffis í bókabúð Máls og menningar við Laugar- veg, nánar tiltekið á ann- arri hæð verslunarinnar. Bókakaffið mun opna í ág- úst og er ætlunin að bjóða gestum uppá hvoru tveggja nýmalað kaffi og upplestur úr bókmennta- verkum... "FarSide" eftir Gary Larson „Hentu, Egill!... Hennnnnntu!... Hentu hentu hentu hentu hentu!" fimm á förnum vegi Hvernig finnst þér kosningabaráttan hafa farið fram? Ólafur Borgar Hreiðarsson hárgreiðslusveinn: Mér finnst hún mjög málefnaleg. Hallgrímur Einar Hannes- son vegfarandi: Þetta er allt- af sama, gamla rullan enda skiptir embættið engu máli. Hafliði Skúlason markaðs- stjóri: Mér finnst hún heldur subbuleg, og ég hygg að það eigi eftir að versna. Ágústa Sigurðardóttir hárgreiðslumeistari: Mér finnst hún nokkuð heiðarleg og vonandi helst það þannig. Magnús Stefánsson bygg- ingameistari: Mér finnst hún heiðarleg og málefnaleg. Samkvæmt heimildum DV er Jón Baldvin Hannibalsson for- maður Alþýðuflokksins farinn að aðstoða Guðrúnu Péturs- dóttur, mágkonu sína, í bar- áttunni um stólinn á Bessa- stöðum. Frétt í DV í gær. Sé það rétt, sem ég veit svo sem ekkert um, að ákvörðun mín sé til þess fallin að spilla fyrir framgangi Ólafs við kosningarnar, er það alveg ljóst, að það var Ólafi afar hagstætt, að ákvörðunin var ekki tekin fyrren að loknum framboðsfresti. Jón Steinar Gunnlaugsson er ekki hættur: í gær birti hann langa grein í Mogganum: „Um viðbrögö úr herbúðum Ólafs Ragnars". íslenskt atvinnulíf er vegna smæðar, einangrunar og ríkis- verndaðrarfákeppni ekki samkeppnishæft við erlent. Jónas Kristjánsson í forystugrein DV í gær. Jón Steinar flutti mál skjól- stæðinga sinna fyrir óviihöll- um dómstóli í undirrétti og tapaði. Hann áfrýjaði og flutti mál skjólstæðinga sinna fyrir Hæstarétti og tapaði. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson laganemi í kjallaragrein í DV ( gær. Jóni Ásgeirssyni og aðstand- endum óperusýningarinnar... óska ég hjartanlega til ham- ingju. Sýningin á Galdra-Lofti í íslensku óperunni er fágætur listviðburður. Þuríður Pálsdóttir í Morgunblaöinu í gær. Við höfum átt Kristján og á dögunum var Jón Rúnar Ara- son að bætast í hópinn - nú vantar bara einn stórtenór til að búa til hóp sem getur tekið við af þeim þremur stóru sem hingað til hafa einokað topp- inn - Pavarotti, Domingo og Carreras. Sá er sennilega að mjólka kýr eða gefa fé í borg- firskum dal eða skagfirskri sveit. Garri Tímans. fréttaskot úr fortíð Náðun Ríkisstjórinn í Kansas fékk nýlega einkennilega náðunarbeiðni viðvíkj- andi glæpamanni að nafni Walter Mac Gee, sem dæmdur var í raf- magnsstólinn vegna þess að hann hafði rænt dættur milljónamæringsins Mc Elroy og krafðist 30.000 dollara í lausnargjald. En nú hefir rænda stúlk- an beðið ríkisstjórann að náða glæpa- manninn og dæma hann heldur í æfi- langt fangelsi. Hún segist ekki geta hugsað til þess, að maður sé dæmdur til dauða vegna sín. Sunnudagsblað Alþýðublaðsins, 4. ágúst 1935.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.